Morgunblaðið - 15.05.1977, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
ELUN
eljusömu
eldast
best
FYRIR stuttu var haldið lækna-
þing á vegum félags geðlækna og
taugalækna i Berlín. Helzta um-
ræóuefnið á þingi þessu var öldr-
un. Kom þar margt athyglisvert á
daginn. M.a. bar flestum, sem
tóku til máls, saman um það, að
mikið væri til í þeim fornkveðnu
orðum, að vinnan héldi mönnum
ungum. Það hefur komið í ljós i
rannsóknum, að þeir, sem hafa
jafnan nóg að gera eldast hægar
og betur en þeir, sem hafa tiltölu-
lega hægan starfa fram eftir ævi,
hætta svo að vinna og taka sér þá
ekkert áhugamál fyrir hendur.
Öldrunarfræðingar telja jafnvel,
að mönnum þurfi lítið eða ekki að
fara aftur fyrr en eftir nírætt, ef
þeir hagi sér skynsamlega.
Það kom og fram á þinginu, að
menn villtust oftlega á ýmsum
sjúkdómseinkennum og teldu þau
merki um ellihrumleika. Þegar
iæknar fengju gamalt fólk til
meðferðar mættu þeir ekki láta
sér nægja að huga að andlegum
og iíkamlegum atriðum — þeir
yrðu líka að gefa gaum að félags-
legum atriðum, sem oft yllu ekki
minna um heilsu fólksins. En því
miður mun vera algengt, að gam-
alt fólk hljóti laka eða ranga með-
ferð. Það stafar ekki alltaf af mis-
tökum lækna. Það veldur líka
miklu, að ættingjar aldraðra og
opinberar stofnanir vanrækja
sinn hlut. Ennfremur standa við-
horf gamla fólksins sjálfs því
ósjaldan fyrir þrifum. Það hefur
komið i ljós í athugunum, að við-
horf lækna og hjúkrunarfólks til
gamalmenna og sjúkdóma þeirra
eru oft neikvæð. Þegar viðhorf
gamalmennanna sjálfra eru líka
neikvæð er varla við góðu að bú-
ast. En þessum viðhorfum fylgir
oft tilhneiging til uppgjafar fyrir
sjúkdómum — einkum geðsjúk-
dómum — í gamalmennum, og
slík afstaða getur hæglega komið
i veg fyrir lækningu og bata.
Af könnun, sem gerð var i
Göttingen, ekki alls fyrir löngu,
má ráða, að heilsunni þurfi alls
ekki endilega að fara hrakandi er
menn eldast. Fjöldi manna var
spurður; voru þeir allir sjötugir
eða eldri. Tæp helft þeirra var við
góða heilsu. Sumir kenndu sér
jafnvel einskis meins. Þriðjungur
virtist ekki eiga við neina andlega
kviila að etja og 40% voru haldin
einhverjum litilvægum kvillum,
svo sem gleymni.
Gamla fólkið var spurt þess m.a.
hve oft það færi til læknis. Þá brá
svo undarlega við, að 8% þeirra,
sem bezt voru á sig komnir reynd-
ust vitja læknis 10 sinnum á ári
eða oftar — en 8% þeirra heilsu-
tæpustu föru yfirleitt aldrei til
læknis. Margir þeirra, sem aldrei
komu til læknis voru bæði haldnir
líkamlegum kvillum og andleg-
um. Sumir voru ekki einu sinni
færir um það að hringja til lækn-
is.
Algengt reyndist, að gamla fólk-
ið sætti sig við veikindi sin og
hugsaði sem svo, að lítið væri við
þeim að gera. Aðspurðir kváðust
að jafnaði haldnir 1.3 sjúkdóm-
um. Við rannsókn kom aftur á
möti á daginn, ; ð þeir þjáðust að
jafnaði af fjórum sjúkdómum
hver. Flestir þeir, sem leituðu
læknis á reglulegum fresti höfðu
fengið viðhlítandi meðferð og
voru allvel haldnir eftir atvikum.
Aðrir höfðu hins vegar ekki verið
skoðaðir árum saman — og voru
þó sumir haldnir langvinnum
HARÐSTJORN——
Fjölskyldan sem
hirti Nicaragua
sjúkdómum. Margir höfðu þeir
fengið lyf send reglulega án
ljósra leiðbeininga. Ófáir reynd-
ust ekki hafa hugmynd um það,
hvað þeir ættu að gera við lyfin.
Enn fremur reyndust 45% þeirra
hafa fengið lyf, sem talin eru
gagnslítil eða gagnslaus og öldr-
unarfræðingar hafa hinn mesta
imugust á. Einn sjúklinganna
hafði jafnvel fengið sjö slík lyf
samtimis.
I fyrra var opnuð í Hamborg
göngudeild fyrir gamalmenni,
sem haldin eru andlegum kvill-
um. Claus Wáchtler, læknir þar,
tók til máls á þinginu í Berlín,
sem hér hefur verið frá sagt.
Kvað hann sig og starfsbræður
sína á göngudeildinni vera hætta
að gefa gömlu fólki „öldrunar-
lyf“, sem sumir teldu örva heila-
starfsemina. í staðinn fengi
gamla fólkið hjarta- og blóðrásar-
meðferð. Hann lagði og áherzlu á
það, að gamalmenni haldin and-
legum kvillum þyrfti að skoða
vandlega, ef það mætti verða til
þess að fyndust einkenni líkam-
legra sjúkdóma, sem leynt hefðu
á sér. Einkum væri áriðandi, að
rannsaka slíka sjúklinga vel áður
en þeim væru gefin lyf við geð-
kvillum. Slík lyf gætu nefnilega
orðið til þess að leyna einkennum
annarra sjúkdóma.
THE GERMAN TRIBUNE.
Anastasio Somoza, forseti Nicara-
gua, rekur rfki sitt eins og fjölskyldu-
fyrirtæki — og það er rekiS meS
gróða.
Þessa verður Iftið vart á ytra borð-
inu. Somoza er ekki jafn auglýsinga-
glaður og Trujillo forseti Domini-
kanska lýðveldisins var og Duvalier
á Haiti er. Þeir höfðu nöfn sfn á öðru
hverju götuhorni ! höfuðborgum
rfkja sinna. Somoza þarf ekki að
auglýsa sig á götum úti. Það vita
hvort eð er allir, að hann á landið
eins og það leggur sig, eða nærri þvi.
Menn koma til Nicaragua ! þotu
frá Lanica, flugfélagi Somoza for-
seta. aka inn f höfuðborgina, Mana-
gua, f strætisvögnum, sem Somoza
flytur inn. Alla leiðina er ekið eftir
vegum lögðum úr steinsteypu frá
einkasölu Somoza. Maturinn sem
menn fá á hótelum er frá fyrir-
tækjum Somoza kominn: fiskurinn,
kjötið. hrfsgrjónin. sykurinn, kaffið.
saltið — og jafnvel fsmolarnir út f
vfnið.
Somoza forseti á sumsé 44 af
stærstu fyrirtækjum f landinu. Mörg
þeirra eru einkasölur. En auk þessa á
hann fjölmörg fyrirtæki f félagi við
ættingja sfna, ótalin hlutabréf ! enn
öðrum fyrirtækjum. sem aðrir eiga
að meiri hluta, og loks miklar eignir !
Bandarfkjunum, Evrópu og ýmsum
Suðurameríkuríjum.
UPPHAFIÐ
Það var Anastasio I Somoza, faðir
núverandi forseta. sem lagði grund-
völlinn, að fjölskylduveldinu. Þegar
landgöngulið bandarfska flotans fór
frá Nicaragua árið 1933. var
Anastasio I settur yfir þjóðvörð
landsins og átti hann að gæta friðar
og reglu fyrir frænda sinn, forsetann.
Það gerði hann — f þrjú ár. Þá var
hann orðinn leiður á þvf að vera
undirtylla, steypti frænda sfnum af
stóli og skipaði sjálfan sig forseta.
Það var áríð 1936.
Anastasio rfkti svo allar götur fram
að 1956. Þá var hann ráðinn af
dögum. Tók þá við forsetaembætti
Luis, elzti sonur hans. Luis lézt árið
1967. Þá kom til rfkis Anastasio II.
yngri bróðir hans. og hann er enn við
völd.
Anastasio I átti tvö böm önnur.'
Annað var stúlka, Liliam. en hitt
óskilgetinn sonur, Jose að nafni.
TITANIK
NÚ ERU liðin 65 ár frá því, að
risaskipið Titanic, „sjóborgin
ósökkvandi", rakst á ísjaka á
norðurslóðum í jómfrúrferð sinni
og sökk á þriggja kólómetra dýpi.
Allar götur síðan hafa menn verið
að brugga ráð til að komast að
skipinu; með því sukku nefnilega
geysileg auðævi, talin í milljörð-
um sterlingspunda. Þessi ráð hafa
verið misjafnlega hugvitssamleg
— og ekkert svo hugvitssamlegt,
að það dygði. Kostnaðurinn hefur
líka hamlað tilraununum. Það
yrði óhemjudýrt, að bjarga skip-
inu. Aðstæður eru nærri jafn-
slæmar og hugsast getur.
Ýmsir sérfræðingar hafa haldið
því fram, að ekki þýddi framar að
hugsa til björgunar. Skipið væri
búið að liggja of lengi á hafsbotni.
En nú eru risnir upp þrír stór-
huga athafnamenn, sem hyggjast
reyna samt. Þetta eru þýzkir fjár-
málamenn. Þeir ætla að fara
nokkuð öðru vísi að en ráð hefur
verið fyrif gert í öðrum áætlun-
um. Oftast hefur verið ætlunin að
ná skipinu upp f heilu lagi, eða
nokkurn veginn, upp úr sjó.
Mundi það nú ekki auðgert því, að
það vegur 46 þúsund tonn. En
Þjóðverjarnir ætla ekki að reyna
það. Þeir ætla að láta kafa niður
Fjársjóður á
þrjú þúsund
metra dýpi
að skipinu og ná fjársjóðnum úr
því þar, sem það liggur.
Það er ekki ofmælt, þegar talað
er um fjársjóð í Titanic. Það er
áreiðanlegt, eins og fyrr sagði, að
hann nemur milljörðum sterlings-
punda. Margir ríkismenn voru
um borð. Skartgripir þeirra eru í
peningaskápum skipsins, og auk
þess er vitað um óslíþaða dem-
anta, er sendir voru frá Amster-
dam og áttu að fara til New York
og metnir hafa verið til 125 þús-
unda dollara (u.þ.b. 24 millj. fsl.
kr.). Thomas Gfrörer, einn Þjóð-
verjanna, sem hyggjast koma
höndum yfir fjársjóðinn kveðst
einnig vita með vissu um perlu-
festi, er hafi verið tryggð fyr'ir
750 þýsund dollara (u.þ.b. 143
millj. kr.) árið 1912 og sé örugg-
lega orðin tfu sinnum verðmætari
núna.
Þeir Gfrörer og félagar hans,
Jörg Sommerfeldt og Jörg Wolt-
mann, segjast vera búnir að verja
meira en nemi 60 þúsundum
sterlingspunda (20 millj. kr.) í
rannsóknir til undirbúnings
björguninni úr Titanic. Segja
þeir, að björgunin muni kosta
jafnvirði 12 milljóna punda
(u.þ.b. 4 milljarða kr.), þegar allt
sé talið. Þeir félagar hafa í hönd-
um teikningar af skipinu, þar sem
sést peningaskápur þess og stend-
ur með bakið i byrðinginn. Er
ætlunin að senda kafara niður —
fjarstýrð vélmenni, vel að merkja
því, að menn komast ekki enn svo
djúpt — og risti þeir gat á byrð-
inginn og nái djásnunum þannig.
FRANKLIN JORDAN.
ATÓMSPRENGJAN
NÚ ER búið að birta gamlar
leyniskýrslur um „Manhatt-
anáætlunina" bandarísku
sem svo var nefnd. Það var
áætlun um smíði kjarnorku-
sprengju. En Bandaríkja
menn urðu fyrstir til þess
að smíða kjarnorkusprengju
eins og kunnugt er. Hún var
i smiðum í sjö ár, frá
1941 — 1947
Manhattanskýrslurnar
eru i 35 bindum alls og er
þar margt fróðlegt. Til
dæmis það, að einar 200
tilraunir voru gerðar til
skemmdarverka meðan
stóð á smíði sprengjunnar.
Meðan verið var að
smiða sprengjuna reyndi
Bandarfkjastjórn hvað hún
gat til að afla sér upplýs-
inga um það, hvert aðrar
þjóðir væru komnar í kjarn-
orkurannsóknum. Vitað
var, að Bretar höfðu mikið
rannsakað kjarnorku, en
einnig var talið, að þýzkir
og sovézkir visindamenn
væru langt komnir. Loks
höfðu einhverjar rannsóknir
farið fram á ítaliu og f Jap-
an.
Það kemur reyndar fram i
skýrslunum, að Sovétmenn
voru komnir langt áleiðis i
Kapp-
hlaupið
um þá
stóru
kjarnorkurannsóknum á ár-
unum milli 1930 og 1940.
En þeim rannsóknum var
hætt i miðju kafi að boði
Stalins. Hann sá engan
hernaðarlegan ávinning af
þeim!
Helztu keppinautar
Bandarikjamanna voru
Þjóðverjar. Má skilja það af
Manhattanskýrslunum, að
Bandarikjamenn óttuðust
mjög, að Þjóðverjarnir yrðu
á undan þeim að smíða
sprengju. Þjóðverjum mið-
aði m.a.s. svo vel áfram, að
Bandarfkjamenn óttuðust,
að þeir mundu geta blásið
geislavirku skýi yfir strend-
urnar í Normandí þar, sem
bandamenn hugðust gera
innrásina.
Kostnaðurinn við smiði
bandarísku sprengjunnar
varð gifurlegur, og segir i
skýrslunum, að engin leið
sé að reikna hann til fulls
þar eð allar greinar banda-
rísks iðnaðar hafi komið þar
við sögu. En slikur varð
kostnaðurinn, að við borð
lá, að Bandarikin risu ekki
undir honum. Til dæmis að
nefna voru eitt sinn veitt í
einu 17 þúsund tonn af
silfri úr, ríkissjóði Það átti
ekki að nota til greiðslu —
heldur átti að bræða það og
nota til sprengjusmfðinnar.
Upphaflega grunaði
bandaríska embættismenn,
að Sovétmenn yrðu fyrstir
til þess að smiða kjarnorku-
sprengju. Árið 1939 hafði
sovézkum visindamanni,
A.l. Brodsky að nafni, tekizt
að skilja úraníumísótópa.
En það er nauðsynlegt til
slikrar sprengju og var stórt
skref i áttina. Bandarfkja-
menn ákváðu þá, að leggja
allt kapp á það að smiða
sprengju og veita til þess
allt það fé, sem þurfti með-
an nokkuð væri til. Þóttust
þeir verða að hafa hraðan á
þvi, að þeir væru orðnir á
eftir öðrum. Fengnir voru
brezkir kjarnvisindamenn
til aðstoðar, og leið ekki á
löngu þar til Bandarikja-
menn voru komnir fram úr
öðrum sprengjusmiðum.
Tvennt var það helzt,
sem vildi Bandarikjamönn-
um til i keppni þessari. Ann-
að var það, að efnahagur
þýzka ríkisins var þegar
orðinn mjög lágur. Voru
Þjóðverjar búnir að eyða
um efni fram og höfðu ekki
lengur fé sem þurfti til
kjarnorkusprengjusmiði
sinnar. En hitt var það, að
Stalin stöðvaði sprengju-
smiði Sovétmanna árið
1941, af ástæðu, sem fyrr
var nefnd.
Þegar kom fram á árið
1943 varð Sovétmönnum
hins vegar Ijóst, að Banda-
rikjamenn mundu vera i
óða önn að smíða kjarn-
orkusprengju. Skipti Stalin
þá um skoðun sfna og skip-
VERKSUMMERKI — Fyrsta
atómsprengjan sem Banda-
rikjamenn sprengdu í til-
raunaskyni bræddi stálturn-
inn sem henni var komið fyrir
aði leyniþjónustunni að afla
upplýsinga um bandarisku
sprengjuna. Höfðu Sovét-
menn nú úti öll spjót.
Beittu þeir fyrir sig banda-
rískum kommúnistum, sem
áður höfðu stundað fyrir þá
iðnaðarnjósnir. En mest
gagn varð þeim að land-
flótta visindamanni þýzk-
um, Klaus Fuchs, sem vann
að sprengjusmiðinni. Hann
lét Sovétmönnum i té dýr-
mætan fróðleik. Enn fremur
höfðu þeir njósnara í brezk-
bandariskri samstarfs-
nefnd, og lét hann þá vita
jafnóðum af gangi banda-
rísku sprengjusmiðinnar.
Þjóðverjar vissu hins veg-
ar litið eða ekkert um
sprengjusmiði Bandarikja-
manna. Þjóðverjarnir héldu
áfram að vinna að sinni
sprengju þrátt fyrir slæma
aðstöðu og miðaði vel eftir
atvikum. Þegar farið var að
athuga málið eftir strið kom
i Ijós, að Þjóðverjar höfðu
átt svo sem þriggja ára starf
eftir við sprengjuna.
Um Sovétmenn er það að
segja, að þeir voru aftur
búnir að ná sér á strik árið
1943. En svo gekk á efni
þeirra í styrjöldinni, að
sprengja þeirra varð ekki
tilbúin fyrr en árið 1949.
Þá voru Bandarikjamenn
farnir að framleiða 100
kjarnorkusprengjur á
dag.
— ERNEST VOLKMAN