Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977 fllttgtl Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarf ulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingasjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla ASalstræti 6. simi 10100. Auglýsingar ASalstræti 6, sfmi 22480 Áskrtftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Vorið 1952 — fyrir rétt- um aldarfjórðungi — þegar Ólafur Thors fór með sjávarútvegsmál, gengu í gildi bráðabirgðalög, sem fólu í sér fjögurra mílna landhelgi ís- lands miðað við grunnlínur dregnar frá yztu skerjum og annesjum. Bannaðar voru botnvörpu- og dragnótaveiðar innan markanna, bæði innlend- um og erlendum veiðiskipum, og útlendum jafnframt allar aðrar veiðar. Þetta var fyrsta alhliða útfærsla fiskveiðiland- helgi okkar, byggð á land- grunnslögunum frá 1 948, eins og allar síðari útfærslur okkar. Þessi útfærsla átti sér nokkurn aðdraganda. Árið 1 946 ræður Ólafur Thors, þá- verandi forsætis- og utanríkis- ráðherra, Harjs G. Andersen, þjóðréttarfræðing, í þjónustu ríkisstjórnar sinnar Skyldi hann fyrst og fremst vinna að undirbúningi aðgerða af ís- lands hálfu til útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Hefur hann allar götur slðan verið helztur ráðunautur íslenzkra stjórn- valda í þessum þýðingarmikla málaflokki. Tveimur árum síðar, er Jóhann Þ. Jósepsson fór með embætti sjávarútvegs- ráðherra, er stigið afdrifaríkasta skrefið varðandi allar útfærslur fiskveiðilögsögu okkar, með setmngu laga frá 5. apríl 1 948 um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins (svonefnd landgrunnslög), en á þeirri lög- gjöf hafa allar síðari aðgerðir okkar I þessum efnum verið byggðar. Löngu áður, meðan Danir önnuðust enn vörzlu landhelginnar, hafði þessi sami stjórnmálamaður beitt sér fyrir því að Vestmanneyingar keyptu björgunar- og gæzlu- skipið Þór, sem var fyrsta strandgæzluskip íslendinga og upphafið að landhelgisgæzlu- flota okkar. — í kjölfar land- grunnslaganna, eða 22. apríl 1950, gaf Ólafur Thors, sem þá fór með sjávarútvegsmál, út reglugerð, byggða á land- grunnslögunum, um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi, þar sem afmarkað var svæði eftir skandinavísku reglunni, þ.e. dregin grunnlína um yztu sker og útnes, fyrir mynni flóa og fjarða en markalínan sjálf sett fjórum mílum utar. Á þessu svæði voru íslendingum jafnt sem útlendingum bannaðar veiðar með botnvörpu og drag- nót og erlendum skipum jafn- framt aðrar veiðar, einnig síld- /eiðar. Þessari takmörkuðu út- færslu var siðan fylgt eftir með alhliða útfærslu I 4 mílur árið 1 952, sem fyrr segir, en nú er aldarfjórðungur síðan það gæfuspor var stigið. Óþarfi er að rekja þróun þessara mála síðan: útfærsluna í 12 mílur 1958, I 50 mílur 1972 og loks stærsta stökkið, útfærsluna í 200 mílur 15. október 1975. Allar þessar út- færslur voru grundvallaðar á landgrunnslögunum frá 1948, sem byggð voru á sögulegum rétti, vísindalegum, fiskifræði- legum niðurstöðum og sjálfs- vörn smáþjóðar til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði sitt og afkomuöryggi, Morgunblaðið vitnar I leiðara 20 marz 1 952 til orða Ólafs Thors, er hann undirritaði reglugerðina um fjögurra mílna útfærsluna: ,,Engin íslenzk ríkisstjórn er í samræmi við íslenzkan þjóðarvilja né þjóðar- hagsmuni nema að hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk sem eru aöilar að OECD. Við þurf- um að koma verðbólgustiginu nið- ur á sambærilegan grundvöll og er í viðskiptaríkjum okkar, ef við viljum vera samkeppnisfærir í út- flutningí afurða okkar og halda stöðugu gengi.“ í stjórnmálayfirlýsingu lands- fundarins gætir uggs um að verð- bólgan fari vaxandi á ný. Þar seg- ir: „Reynsla undanfarinna ára hefur leitt það í ljós, að mikil verðb.ólga ógnar sjálfum grunni efnahagslífsins og þar með því frjálsa samfélagi, sem dafnað hef- ur hér á landi. Taki verðbólga að aukast á nýjan leik er hættan orðin enn uggvæniegri en áður. Ef takast á að forðast hana verður tvennt að koma til: í fyrsta lagi vilji launþega og vinnuveitenda til þess að stefna að kjarabótum, sem eru innan marka þess efna- hagsbata, sem orðið hefur, enda gangi kjarabætur fyrir til þeirra, sem mest þurfa á þeim að halda. í öðru lagi vilji stjórnvalda til þess að láta það sitja i fyrirrúmi, að efnahagsbatinn komi almenningi sjálfum til góða í lækkun skatta ásamt hækkun ellilífeyris og ann- arra tryggingabóta." Landsfundurinn fjallar siðan um verkefnin, sem framundan eru, ef nú tekst að bægja frá yfirvofandi hættu á aukinni verð- bólgu og segir: „Takist að bægja frá þeirri hættu, sem nú steðjar að er næsta verkefni að fylgja eftir framtíðarstefnu, sem i senn leiðir til minnkandi verðbólgu, trausts efnahags þjóðarinnar og vaxandi hagsældar og velferðar alls almennings. Varanlegt sam- ráð á milli launþega, vinnuveit- enda og stjórnvalda um þróun efnahags og lífskjara er ein af forsendum þess, að unnt sé að vinna gegn verðbólgu og halla í viðskiptum við önnur lönd. Með slíku samráði er unnt að leiða í ljós hvert svigrúmið er á hverjum tima til að bæta lifskjör og auka framkvæmdir og þjónustu og Frá Landsfun móta í megindráttum sameigin- lega stefnu um það, hverja áherzlu skuli leggja á hvert þess- ara verkefna. Þetta samráð verð- ur jafnframt að byggjast á fullum skilningi og viðurkenningu þess, að samningar á vinnumarkaði séu frjálsir og á ábyrgð þeirra aðila, sem þá gera og að atvinnustarf- fiskimið. — Og þesserenginn kostur að íslendmgar fái að lifa menmngarlífi I landi sínu nema því aðeins að þær verndarráð- stafanir komi að tilætluðum notum. Aðgerðir íslenzku ríkis- stjórnarinnar I þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja." Hversu brýnt erindi eiga ekki þessi orð, sögð fyrir 25 árum, til þjóðar- innar enn í dag, eftir að loka- sigur hefur unnizt I landhelgis- málum okkar með útfærslu í 200 mílur? Eftir útfærslu fiskveiðiland- helgi okkar í 200 sjómílur, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði alla forystu um, eins og setningu sjálfra landgrunnslaganna, hef- ur hafsvæði það, sem íslenzk lögsaga nær til stækkað I 758 Að lif a menningarlífi við efnahagslegt sjálfstæði þúsund ferkílómetra en 50 mílna lögsagan náði til 216 þúsund ferkílómetra og 12 mílna lögsagan til 75 þúsund ferkílómetra. Hin nýja lögsaga er 3’/2 sinnum stærri en 50 mílna lögsagan. Sé miðað við láð og lög hefur Islenzkt yfir- ráðasvæði rlflega tvöfaldazt við slðustu útfærslu. Meginmálið er þó, að þessar útfærslur og þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið I kjölfar þeirra, nái tilætluðum árangri, þ e. hámarksstofnstærð nytjafiska okkar og hámarksafrakstri þeirra I þjóðarbúið. Til þess að svo megi verða þarf samátak þjóðarinnar, hafið yfir lands- hlutasjónarmið, byggt á fiski- fræðilegum staðreyndum. Núverandi sjávarútvegsráð- herra, Matthías Bjarnason, sagði I viðtali við Morgunblaðið við undirritun reglugerðar um útfærslu I 2Q0 sjómílur: ,,Það þarf ekki að rifja upp nauðsyn þess að stækka fiskveiðilög- söguna. Það hefur verið gert svo itarlega og sýnt fram á með rökum, að flestir fiskstofnar okkar eru annaðhvort ofnýttir eða fullnýttir; og höfuðverkefni okkar er að minnka ásóknma I veiðar ofnýttra fiskstofna með því að útlendingar veiði ekki innan markanna, og með þvi að setja skynsamlegar tak- markanir og skipulag á veiðar íslenzkra skipa jafnframt þvi að auka friðun á tilteknum svæðum um lengri eða skemmri tima undir varanlegu eftirliti." Fyrir hans frumkvæði hefur verið sett margþættari löggjöf og itarlegri reglugerðir um nýtingu fiskveiðiland- helginnar í kjölfar síðustu út- færslu en dæmi eru til um áður. Hin stóra landhelgi hefur nær því verið hreinsuð af erlendri veiðiásókn. Viður- kenningar á einhliða íslenzkum yfirráðum hafa unnizt. Það ætti þvi að vera auðveldara en áður að tryggja það að íslendingar geti lifað menningarlífi við efnahagslegt sjálfstæði i landi sinu, en er sá atburður gerðist fyrir 25 árum, sem hér er minnzt, taldi Ólafur Thors, að forsenda þess væri að verndar- ráðstafanir á íslenzkum fiski- miðum bæru tilætlaðan árangur. En sá árangur næst ekki nema með samstilltu átaki einhuga þjóðar, sem er staðráðin í því að tryggja efna- hagslega framtið sína. [ Reykjavíkurbréf Laugardagur 14. maí< Landsfundi lokið Orð var á því haft, þegar dró að lokum síðasta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins á mánudagskvöld, hversu rólegur og málefnalegur þessi fundur hefði verið. Það kom skýrt fram í kosningu formanns og varaformanns, er Geir Hall- grímsson var endurkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thoroddsen varaformað- ur að forusta Sjálfstæðisflokksins nýtur óskoraðs traust trúnaðar- manna flokksins. Þessi lands- fundur undirstrikaði, að sjálf- stæöismenn hafa markað forystu- málum sínum fastan og ákveðinn farveg eftir skeið mikilla um- breytinga vegna fráfalls og heilsubrests hinna traustustu og reyndustu foringja. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er kosin með tvennum hætti. Átta fulltrúar eru kjörnir af lands- fundi og fimm af þingflokki Sjálf- stæðismanna. Við miðstjórnar- kjör að þessu sinni vekur mesta athygli sú ákvörðun Ingólfs Jóns- sonar, alþm. að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í miðstjórn, þar sem hann hefur átt sæti um þriggja áratuga skeið. Það eru mikil þáttaskil í starfi Sjálfstæðis- flokksins, þegar Ingólfur Jónsson hverfur úr miðstjórn hans. Þeir, sem komið hafa við sögu síðustu 7 ár í Sjálfstæðisflokknum munu seint gleyma þvi, hver kjölfesta Ingólfur Jónsson hefur reynzt flokknum á miklum umbrotatím- um. Hann hefur verið það bjarg, sem ekkert fékk bifað, hvað sem á gekk og fyrir það verður honum aldrei fullþakkað. Þótt Ingólfur Jónsson hafi nú ákveðið að draga sig I hlé frá miðstjórnarstörfum á hann enn sæti á Alþingi og munu því sjálfstæðismenn enn um skeið njóta traustrar og sterkrar Ieið- sagnar hans og ráða, sem mótast af langri reynslu og mikilli þekk- ingu á högum lands og þjóðar. Tveir ungir sjálfstæðismenn voru kjörnir í miðstjórn og hlutu mikið atkvæðamagn, þau Inga Jóna Þórðardóttir frá Akranesi og Kjartan Gunnarsson frá Reykja- vík. Kjör þeirra beggja sýnir, hve sterk tengsl Sjálfstæðisflokksins eru við æskuna. Þetta er í fyrsta sinn, sem ungir sjálfstæðismenn eignast tvo fulltrúa í miðstjórn með beinu kjöri á landsfundi og eru þau bæði þess verð að njóta þessa trausts. Kjartan Gunnars- son hefur um árabil verið sterkur forystumaður lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands og Inga Jóna Þórðardóttir hefur ver- ið í forystusveit Sambands ungra sjálfstæðismanna og látið að sér kveða í flokksmálum Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi. Þegar á heildina er litið, fóru sjálfstæðismenn ánægðir frá þess- um landsfundi. Þar ríkti bróður- hugur og umræður málefnalegar. Enda þótt núverandi ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn er i forystu fyrir, hafi átt við margvis- Ieg vandamál að etja og yfirleitt siglt mótbyr er enginn vafi á því, að frá þessum landsfundi koma sjálfstæðismenn sameinaðir og með þeim markvissa ásetningi að berjast fyrir endurnýjuðu trausti þjóðarinnar í þeim tveimur kosn- ingum, sem væntanlega munu fara fram á næsta ári. Verðbólgan Þegar litið er yfir farinn veg núverandi ríkisstjórnar verður ljóst, að hún hefur náð meirihátt- ar árangri I störfum sínum I nær öllum meginmálum. Þannig hefur stjórnin tryggt áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin, fært fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur og hreinsað hana af brezk- um togurum i fyrsta skipti um aldir, og hún hefur náð umtals- verðum árangri á sviði efnahags- mála. Viðskiptahallinn hefur ver- ið lækkaður úr 11—12% af þjóð- arframleiðslu í 1.7% á síðasta ári og verulegar líkur eru á hagstæð- um viðskiptajöfnuði á þessu ári. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekj- ur aukast á ný, ríkissjóður er greiðsluhallalaus. Útlán banka og sparisjóða eru innan skynsam- legra marka, regla hefur komizt á fjármál fjárfestingarsjóða og svo mætti lengi telja. En í einu meginatriði hefur þó ekki tekizt sem skyldi það er I viðureigninni við verðbólguna og áhyggjur manna vegna verðbólgunnar settu mjög svip sinn á landsfund Sjálfstæðisflokksins. t setningaræðu sinni vék Geir Hallgrímsson að þessum vanda og sagði: „Þriðja markmiðíð, að draga úr verðbólgunni, hefur ekki náðst sem skyldi, þótt þar hafi einnig nokkuð áunnizt. Árið 1974 var verðbólgan frá upphafi til Ioka árs 53%, 1975 37% og á síðasta ári um 30%. Hér er enn um alltof mikla verðbólgu að ræða og engan veginn viðunandi. Verðbólgan er þrefalt meiri en að meðaltali I þeim Evrópuríkjum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.