Morgunblaðið - 15.05.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
21
Allt féll í skugg-
ann af Karpov
Fyrir nokkru lauk í Moskvu
Evrópumeistarakeppni lands-
liða i skák. Þátttakendur í úr-
slitunum voru átta af sterkustu
skákþjóðum Evrópu, en teflt
var i átta manna sveitum.
Eins og við var að búast
sigruðu Sovétmenn örugglega.
í liði þeirra var enginn veikur
hlekkur og frammistaða heims-
meistarans Karpovs var með
ólíkindum góð. Hann tefldi
fimm skákir við stórmeistarana
Smejkal, Ljubojevic,
Gheorghiu. Portisch og Keene
og sigraði þá alla. Öll önnur
einstaklingsafrek á mótinu
féllu auðvitað i skuggann af
þessu afreki heimsmeistarans
og frammistaða hans sýnir að
hann hefur ekki látið titilinn
einan sér nægja, heldur sækir
stöðugt á brattann.
Urslit á mótinu urðu annars
þessi:
1. Sovétrikin 4IVi v. af 56
mögulegum. 2. Ungverjaland
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
31 v. 3 Júgóslavía 30 v. 4.
Rúmenia 29 v. 5—6. V-
Þýzkaland og Búlgaría 25 v. 7.
Tékkóslóvakia 21!4 v. 8. Eng-
land 21 v.
Nokkuð var um forföll i sveit-
unum. T.d. voru þeir Hort og
Spassky enn að kljást hér í
Reykjavík þegar keppnin fór
fram, V-Þjóðverja vantaði
Hubner og enski stórmeistar-
inn Miles tefldi um þetta leyti á
móti í Brasiliu.
Við skulum nú líta á þrjár
athyglisverðar skákir frá mót-
inu.
Hvltt: Velimirovic
(Júgóslavíu)
Svart: Nunn (Englandi)
Pirc vörn
1. e4 — g6 2. d4 — d6 3. c3 —
Rf6 4. Rd2 — Bg7 5. Rgf3 — 0-0
6. Be2 — b6 (Nunn hefur mikið
dálæti á slíkum leikjum, en hið
eðlilega 6. . .. Rc6 var áreiðan-
lega ekki lakara). 7. 0-0 — Bb7
8. Dc2 — e6 9. a4 — c5 10. a5!
(Þessi leikur kemur óþægilega
róti á péðastöðu svarts) bxa5?
(Betra var 10. . . . Ra6, en ekki
10. . . . Rbd7 vegna 11. Rc4) 11.
dxc5 — d5 (Svartur hafnaði af
skiljanlegum ástæðum fram-
haldinu 11. ..-. dxc5 12. e5 —
Rfd7 13. Rc4) 12. exd5 — Dxd5
(Staða svarts er heldur ekki
glæsileg eftir 12. ... Rxd5 13.
Re4 eða 12. . .. Bxd5 13. Rb3)
13. Rb3 — Rbd7
stöðumynd
14. Hdl! — De4 (Eða 14. . . .
Df5 15. Bd3 — Be4 16. Bxe4 —
Dxe4 17. Dxe4 Rxe4 18. Hxd7)
15. Bd3 — Dg4? (Svartur varð
að reyna 15. ... Dc6) 16. h3 —
Sigursveit Sovétmanna. Frá vinstri: Antoshin (þjálfari), Karpov, Petrosjan, Polugaevsky, Tal,
Balashov, Geller, Romanishin, Tseshkovsky, Dorfman og Sveschnikov.
Max Euwe, forseti FIDE (til
vinstri), gefur merki um að síð-
asta umferðin skuli hefjast.
Við hlið hans stendur yfirdóm-
ari mótsins, Salo Flohr.
Dh5 17. Be2 og hér ákvað svart-
ur að gefast upp, þvi hann á
enga viðunandi vörn við hótun-
inni 18. Rg5 — Dh4 19. g3
Það er ekki oft sem ástæða er
til að birta 15 leikja jafntefli,
en i þetta skipti varð að gera
undantekningu:
Hvítt: Adorjan (Ungverja-
landi)
Svart: Parma (Júgóslaviu)
Spænski leikurinn
1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5
— f5 (Jánisch-bragðið, sem
Parma beitir oft og þekkir
manna bezt) 4. Rc3 — fxe4 5.
Rxe4 — Rf6 (Algengara er 5.
.. . d5 þar sem hvítur nær
undirtökunum eftir 6. Rxe5 —-
dxe4 7. Rxc6 — Dg5 8. De2 —
Rf6 9. f4!) 6. Rxf6+ Dxf6 7. 0-0
— Rd4 8. Rxd4 — exd4 9. Hel +
— Be7 10. De2 — c6 11. Bd3 —
d5 12. b3? (Betra var 12. f3,
sem hindrar næsta leik svarts)
0-0!! 13. Dxe7 — Dxf2+ 14. Khl
— Bh3! 15. gxh3 Jafntefli.
Þannig slapp „Jafnteflis-
kóngurinn" Parma í þetta
skiptið.
Hvítt: Ljubojevic (Júgóslaviu)
Svart: Karpov (Sovét-
ríkjunum)
Drottningarindversk vörn
1. c4 — Rf6 2. Rf3 — b6 3. g3 —
Bb7 4. Bg2 — e6 5. 0-0 — Be7 6.
Rc3 — 0-0 7. Hel (Ljubojevic
hefur viljað forðast hina jafn-
teflislegu stöðu sem kemur upp
eftir 7. d4 — Re4) — d5 8. cxd5
— exd5 9. d4 — c5 10. Bf4 —
Ra6 11. Rd2 (Eðlilegri áætlun
virðist 11. Re5 og svara 11. . .
Rc7 með 12. dxc5 — bxc5 13.
Db3) Dd7 (Karpov lét auðvitað
ekki glepjast af 11. ... cxd4 12.
Rb5 — Bc5 13. Rb3) 12. Rfl —
Hfd8 13. h3 — Hac8 14. Hacl —
cxd4 15. Dxd4 — Hc4! (Eftir
hægfara taflmennsku hvits
liggur frumkvæðið þegar í
höndum svarts) 16. Ddl — d4
17. Bxb7 — Dxb7 18. Re4 —
Hxcl 19. Rxf6+ — Bxf6 20.
Dxcl — I)d5 21. Dbl — Rc5 22.
Rh2 — h5; 23. h4 — d3 24. exd3
Framhald á bls. 25
di: Hjörtur Hjartarson, Matthias Bjarnason, Guðmundur H. Garðarsson, Kristján Sigurðsson.
semi sé frjáls og rekin á ábyrgð
einstaklinga og fyrirtækja með
því stranga aðhaldi, sem sam-
keppni á innlendum og erlendum
markaði veitir. Annað skilyrði
þess, að íslendingum geti tekizt
að ráða við verðbólguna er það, að
unnt reynist að draga meir en
áður úr áhrifum snöggra um-
skipta í aflabrögðum og erlendu
verðlagi. í þessu skyni verður
tvennt að koma til: í fyrsta lagi
virkari beiting þeirra stjórn-
tækja, sem menn ráða yfir og þá
fyrst og fremst jöfnunarsjóða,
gengis vaxta- og verðtryggingar. í
öðru lagi verður að halda áfram
að breikka þann grunn, sem at-
vinnulifið hvílir á. Þar er um að
ræ<5a allt í senn, auka fjölbreytni
og hagkvæmni í sjávarútvegi,
landbúnaði, verzlun og þjónustu,
eflingu þess margvíslega iðnaðar,
sem vaxið hefur í landinu og þró-
un nýrra iðngreina, þ.ám. þeirra,
sem byggjast á mikilli orkunotk-
un.“
Þessar tilvitnanir í setningar-
ræðu Geirs Hallgrímssonar og
stjórnmálayfirlýsingu landsfund-
arins sýna, að mesta áhyggjuefni
sjálfstæðismanna nú er að verð-
bólgan fari vaxandi á ný vegna
þess, að menn kunni sér ekki hóf í
þeim kjarasamningum, sem nú
standa yfir. Vonandi tekst að
komast framhjá þeirri hættu, en
fari svo, að kjarasamningarnir
verði nýir verðbólgusamningar
þýðir ekki að gefast upp. Halda
verður baráttunni gegn verðbólg-
unni áfram. Vissulega er það rétt,
sem sjálfstæðismenn segja, að
„mikil verðbólga ógnar sjálfum
grunni efnahagslifsins og þar
með frjálsu samfélagi".
Samdráttur í
ríkisumsvifum
Ef nefna ætti þriðja meginþátt-
inn í þeim viðhorfum, sem fram
komu á landsfundi, mundu vafa-
laust flestir landsfundarfulltrúar
benda á sterkt og ríkjandi sjónar-
mið um að draga bæri úr umsvif-
um hins opinbera og að ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins leggi enn
ríkari áherzlu en hingað til á að
hrinda stefnumálum sjálfstæðis-
manna i frantkvæmd, að sjálf-
sögðu innan þess ramma, sem
stjórnarsamstarfið setur. Óskir,
kröfur og ábendingar um minnk-
andi hlut opinberra aðila í þjóðar-
búi okkar komu fram i umræðum
á nefndarfundum, í almennum
umræðum á landsfundinum, i
fyrirspurnum til ráðherra og i
ályktunum landsfundarins, þ.á m.
í stjórnmálayfirlýsingunni.
Þannig segir í stjórnmálayfir-
lýsingu landsfundarins: „Endur-
mat á stöðu og hlutverki rikisins
og annarra opinberra aðila er
þriðja atriðið í árangursríkri
viðureign við verðbólguna. í opin-
berum rekstri og þjónustu skortir
það aðhald og þann aga, sem eigin
ábyrgð veitir einstakiingum og
félögum. Auk þess hafa afskipti
ríkisvalds og sveitarfélaga á at-
vinnulifinu í vaxandi rnæli orðið
til þess að draga úr ábyrgð og
samkeppni. Opinber umsvif eru
nú of mikil. Sjálfstæðisflokkur-
inn verður að standa betur á verði
en verið hefur gegn aukningu
þeirra. Stefna verður að þvi að
minnka hlutdeild opinberra aðila
í ráðstöfun þjóðartekna. Hætta
verður opinberum rekstri þar
sem hann á ekki við. Þegar ekki
verður hjá slikum rekstri komizt
verður hins vegar að haga honum
þannig, að meira tillit sé tekið tíl
raunverulegra þarfa og kostnaöar
en verið hefur. Flytja þarf verk-
efni úr höndum ríkisins til sveit-
arfélaga og auka með þvi sjálfs-
stjórn og sjálfsforræði byggðalag-
anna."
Þessi tilvitnun í stjórnmálayfir-
lýsingu landsfundarins lýsir i
hnotskurn þeim viðhorfum, sem
fram komu í þessum efnum. Að
loknum þessum landsfundi, þar
sem einhugur rikti um flokksfor-
ystu og samhugur um málefnaleg
markmið er ljóst, að Sjálfstæöis-
flokkurinn mun á næstu misser-
um leggja megináherzlu á barátt-
una við veröbólguna og viðleitni
til þess að draga úr rikisúmsvif-
um og halda hlutdeild hins opin-
bera í skefjum. Þessi meginmark-
mið stefna hvort meö sínum hætti
að því að bæta almenn lífskjör í
landinu. Það yrði störkostleg
kjarabót, ef hægt væri að hemja
verðbólguna og þá ekki sízt fyrir
lægstlaunaða fólkið. Þá er auðvit-
að alveg ljóst, að skjótvirkasta
leiðin til raunverulegra lífskjara-
bóta er að draga úr umsvifum
hins opinbera og opinberri fjár-
festingu, draga úr skattbyrði og
skilja meira af sjálfsaflafé eftir í
vösum fólks. Þegar upp er staðið
frá siðasta landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins er grundvallarmarkmiö
flokksins á næstu misserum því
þetta; að vinna að raunverulegum
lifskjarabótum almennings í land-
inu.