Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAl 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Óskum eftir að ráða
vana konu til starfa á sníðastofu strax
Upplýsingar gefur verkstjóri.
Max h. f.
Skúlagötu 5 1.
Deildarstjóri
óskast til starfa sem fyrst við útibú okkar
á Skagaströnd. Nánari uppl. gefur kaup-
félagsstjóri í sima 95-4200.
Kaupfélag Húnvetninga,
Blönduósi
Stúlka óskast
til almennra skrifstofustarfa. Verzlunar-
skóla- eða hliðstæð menntun æskileg.
Runtalofnar h.f.,
Síðumúla 2 7. Sími 84244.
Matreiðslumann
vantar til afleysingar í tvo mánuði (júlí —
ágúst). Uppl. gefur yfirmatreiðslumaður.
Hóte! Garður
Stúlka óskast
til afgreiðslu og léttra skrifstofustarfa.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Stálhúsgögn, Skúlagötu 61.
Golfklúbbur
ISEÐ Reykjavíkur
óskar eftir að ráða, nú þegar, stúlku í
eldhús og afgreiðslu.
Um er að ræða kaffiveitingar ásamt
smurðu brauði og skildum vörum. Nauð-
synlegt er að umsækjendur hafi eitthvað
lært að smyrja brauð og jafnframt unnið
við framreiðslustörf.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf sendist Golfklúbbi Reykjavíkur í
póstbox nr. 4071 — 104, Reykjavík,
fyrir 19. þ.m.
Deildarstjóri —
Rafreiknideild
Stórt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu ósk-
ar eftir að ráða deildarstjóra Rafreikni-
deildar.
Staðan krefst þekkingar og reynslu á
sviði.
— Kerfisfræði
— Forritunar
— Bókhalds
— Er tilbúinn að taka af dugnaði
á sínum verkefnum.
— Hefur atorku og frumkvæði.
— Á auðvelt með að umgangast
fólk.
— Hefur stjórnunarhæfileika.
Skríflegar umsóknir, ásamt yfirliti yfir
menntun, starfsferil og mögulega með-
mælendur, sendist Mbl. fyrir 18. maí n.k.
merktar: „System/32/34/3".
Vélstjórar
Viljum ráða 1. vélstjóra á skuttogara nú
þegar. Aðeins maður með full réttindi
kemur til greina.
Allar nánari upplýsingár í síma 96-81 137
og 96-81 1 76 á kvöldin.
Útgerðarfé/ag Þórshafnar h. f.,
Þórshöfn.
Afgreiðslustarf
Stúlka ekki yngri en 25 ára óskast til
afgreiðslustarfa í snyrtivöruverzlun.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf sendist í pósthólf 502 Reykja-
vík.
Óskum eftir að ráða
hárgreiðslusvein
frá 1. júní n.k.
Hárgreiðslustofa Báru Kemp,
Laufásvegi 12, sími 22645.
Skrifstofustarf
Óskum eftir reglusömum starfskrafti.
Verksvið: bókhaldsvinna og annað er
fellur undir dagleg störf. Verslunarskóla-
próf eða hliðstæð menntun. Umsóknir er
tilgreini menntun og fyrri störf sendist á
skrifstofu vora.
Skrifstofuvé/ar h.f.,
Hverfisgötu 33.
Tæknifræðingur
Veikstraumstæknifræðingur búsettur í
Danmörku, óskar eftir atvinnu á íslandi.
Útskrifaðist frá Árhus Teknikum í okt.
1976 og hefur sérþekkingu á „akustik"
og „digital" tækni.
Upplýsingar veittar í síma 1 3449.
Sölumenn óskast
Viljum ráða atorkusama einstaklinga með
frumkvæði, til starfa.
Starfið:
Sala bifreiðatrygginga,
brunatrygginga, sjótrygginga
og slysatrygginga frá
skrifstofu vorri.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu vorri að Suðurlandsbraut 4, 7. hæð.
Sjó vá tryggingarfélag
ís/ands h. f.
Smiðir —
verkamenn
— múrarar
Óskum að ráða nú þegar, eftirtalda starfs-
menn
1. smiði til starfa í Hafnarfirði.
2. smiði til starfa i Kópavogi.
3. verkamenn til starfa í Hafnarfirði.
4. Múrara eða mann vanan múrverki til
starfa í Haþnarfirði.
Upplýsingar í síma 52290 nú um heigina
og næstu kvöld.
Halldór Guðmundsson h. f.
La n da kotsspíta I i
óskar eftir hjúkrunarfræðingum á eftir-
taldar deildir: Skurðstofu, handlækninga-
deild, lyflækningadeild, deildarstjóra á
lyflækningadeild. Hlutavinna eða fullt
starf kemur til greina. Uppl. í síma
19600.
Hjúkrunarforstjóri.
Rafsuðumenn
Rafsuðumenn, járnsmiðir og aðstoðar-
menn óskast nú þegar. Mikil vinna fram-
Skipasmiðjan H. F.
Símar 431 75 og 92- 75 70 og 92-9615.
Stúlka óskast
Óskum að ráða stúlku til léttra iðnaðar-
starfa strax. Verklagni og reglusemi áskil-
in. Uppl. á mánudag í síma 82274.
Ís-Spor h.f.,
Dugguvogi 2.
Skrifstofustarf
Verzlunarfyrirtæki vill ráða mann eða
konu til fjölbreytilegra skrifstofustarfa.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Um-
sóknir, með uppl. um aldur, menntun og
fyrri störf sendist Mbl. fyrir 20. maí
merkt: „Drífandi — 2204".
Járniðnaðarmenn
Okkur vantar til starfa blikksmiði, renni-
smið og járniðnaðarmenn. Mikil vinna.
Góð laun. Upplýsingar hjá verkstjóra.
Blikk og stál h. f.,
Bíldshöfða 12.
Verkstjóri
Iðnfyrirtæki óskar að ráða verkstjóra til að
stjórna iðnverkafólki við framleiðslustörf.
Viðkomandi þarf að hafa vélvirkja- eða
vélstjóramenntun. Reglubundinn vinnu-
tími og góð vinnuaðstaða. Þeir sem hafa
áhuga á starfinu leggi nöfn sín á augl.
deild Mbl. merkt: „Verkstjórn — 2094"
fyrir 20. maí.
Sendill óskast
Óskum að ráða röskan sendil til starfa,
sem hefur yfir reiðhjóli eða bifhjóli að
ráða.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu vorri að Suðurlandsbraut 4, 7. hæð.
Sjó vá tryggingarfélag
ís/ands. h.f.
Skrifstofustarf
á auglýsingastofu
Auglýsingafyrirtæki óskar eftir reyndum
starfskrafti strax. (Kvenmanni eða karl-
manni). Um framtíðarstarf er að ræða.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt.
Starfssvið: Almenn skrifstofustörf ásamt
gjaldkerastörfum, auglýsingadreifingu og
símavörslu. Viðkomandi þarf að geta haf-
ið störf sem fyrst.
Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri
störf sendist til Morgunblaðsins fyrir 16.
maí merkt: „Auglýsingastarf — 21 95".