Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
Og síðan var hljóðritað af
miklum krafti i rumt ár, fram i
mai 1976. Gekk reksturinn mjög
vel á þessum tima, markaðurinn
revndist miklu stærri en
aðstandendur stúdiósins höfðu
búizt við og kostnaðurinn við að
koma stúdíóinu á fót hafði ekki
verið svo vkja mikill. Voru að
jafnaði teknar upp 2—3 stórar
plötur á mánuði I stúdíóínu eða
hátt 30 plötur á þessu fvrsta
starfsári.
En siðan kom stóra stökkið, úr
átta rásum upp i 24 rásir. Það var
tekið í júni 1976. Þá var stúdióinu
lokað í rúman mánuð og trésmiðir
og tæknimenn unnu nótt og dag
við að innrétta stúdíóið að nvju og
setja upp hljóðritunarbúnað af
beztu gerð. —En hvers vegna var
þetta stóra stökk tekið? Var þörf-
in svo mikil fyrir fullkomið
stúdió?
„1 fvrsta lagi vorum við alltaf i
vandræðum með tækin,“ segir
Jón Þór. „Þau voru allmikið úr
sér gengin. I öðru lagi vorum við
bara ekki í takt við tímann og
höfðum ekki upp á það að bjóða
sem íslenzkir hljómlistarmenn
vildu. Margir þeirra höfðu unnið i
stúdióum elendis og kvnnst
stúdíóum með betri 8 rása
tækjum eða jafnvel 16 rásum og
meiru. Það var þvi um annað-
hvort að ræða að leggja þe.tta
stúdíó niður eða að gera það nógu
gott til að geta veitt þá þjónustu
sem veitt er í betri eða beztu
stúdíóum erlendis."
Og Sigurjón bætir við: „Við
hefðum þó gjarnan viljað nota
sum tækin eitthvað lengur, brevta
vfir i áföngum, nota gamla 16 rása
stjórnborðið áfram i nokkra
mánuði og vera þannig með 16
rása stúdíó um skeið. En við sáum
fram á það að annaðhvort var að
hrökkva eða stökkva — og við
stukkum."
0 Jafngott þvf
bezta erlendis
Stökkið var stærra en þeir
bjuggust við. Öll breytingin var
miklu dvrari en ætlað var. Þeir
höfðu tekið þá ákvörðun, fyrst
fjölga átti upp i 24 rásir, að gera
stúdióið það gott að það væri sam-
keppnisfært við hvað sem væri
erlendis. Ljóst var, að markaður-
inn hérlendis mvndi litið stækka,
þótt stúdióið yrði 24 rása, og þvi
höfðu aðstandendur Hljóðrita hf.
það i huga að revna að laða
erlenda tónlistarmenn að til að
vinna í stúdíóinu að plötum
sínum.
Og þessar breytingar kostuðu
mikið fé. Sjö milljónir fóru f
innréttingar. Bandariskur sér-
fræðingur í hönnun stúdióa, John
Storyck, lagði á ráðin í þeim
efnum og var ekkert til sparað til
að ná sem beztum árangri. Þannig
var til dæmis haft mikið fyrir þvi
að ná i fallegt íslenzkt grjót — af
Jón Þór Hannesson, sem starf-
aði sem hljóðtæknimaður hjá
sjónvarpinu fvrstu 10 árin, hafði
lengi átt sér þann draum að koma
á fót góðu plötuupptökustúdiói,
enda var hann sjálfur gamall liðs-
maður pcpphljómsveita. Hafði
hann átt viðræður við ýmsa aðila
um þetta mál, m.a. Fálkann félaga
í Ríó, Hljómum og fleiri, en skrið
komst fyrst á máiið, er hann
dvaldist um skeið í Noregi.
„Ég kvnntist manni sem Roger
Arnhoff heitir. Hann rekur upp-
tökustúdíó og kassettugerð og
hann vtti mér af stað með þetta.
Hann lét okkur fá upptökutæki,
sem m.a. höfðu verið notuð við
hljóðritun platna fyrir Ríó, Roof
Tops og fleiri. Þau voru kannski Svipmynd úr stúdfóinu: Jóhann G. Jóhannsson og Jakob Magnússon ræða málln og Tony Cook hlustar á.
réttri bergtegund — sem siðan
var sett á hluta af einum vegg
stúdiósins. Þetta var ekki gert
bara til skrauts, heldur af hljóm-
burðarástæðum. Ef leikið er á
hljóðfæri upp við grjótið, kemur
fram hvellur tónn, en ef leikið er
á þetta sama hljóðfæri á öðrum
stað í stúdióinu kemur fram
mattur eða dempaður tónn.
Þannig skipulagði John Storyck
hvern fermetra stúdíósins til að
skapa mismunandi umhverfi
fvrir hljóðfærin.
0 Og ekki voru
tækin ódýr
Búið var að fá til landsins 24
rása segulbandstæki, en nú vant-
aði stjórnborð, þar sem hið gamla
virtist ekki ætla að endast sem
skvldi. Ný 24 rása stjórnborð
fengust ekki fvrir minna en 40
þúsund dollara (liðlega 7
milljónir króna). „Við lágum i
ráðunevtinu til að fá heimild til
að taka erlent lán og það fékkst
með þvi skilyrði að við veðsettum
ibúðarhúsnæði okkar sjálfra. Við
fórum út og i hálfan mánuð
revndum við að fá stjórnborð og
fengum það loks sent frá Kali-
forníu," segir Sigurjón.
Óhætt er að tala um nýtt stúdió
frá þessum tima, brevtingin var
svo mikil. Nýja stúdióið tók til
starfa 10. júli á sl. ári og síðan
hafa verið teknar upp hátt i 30
plötur þar.
% Reksturinn
er hugsjón
Fyrir skömmu f jallaði Slagbrandur um 24 rása
hljóðritunartækni og þá möguleika sem hún
veitir, en sem kunnugt er starfar eitt stúdfó
með slík tæki af beztu gerð í Hafnarfirði,
stúdíó Hljóðrita hf. Tilkoma þess stúdfós fyrir
tveimur árum varð upphafið af mikilli grósku-
tíð f fslenzkri plötuútgáfu og má eiginlega
segja að mestallt plötuflóðið á sfðasta ári sé
þaðan komið. f dag fjallar Slagbrandur um
stúdíóið. aðdragandann að stofnun þess, upp-
bygginguna og framtíðarhorfurnar. Ræðir
Slagbrandur við þá þrjá menn sem öðrum
fremur hafa byggt stúdfóið upp sem fyrirtæki
og stjórnað rekstri þess. Þeir eru Jón Þór
Hannesson, sem lengi var hljóðtæknimaður
hjá sjónvarpinu, Jónas R. Jónsson og Sigurjón
Sighvatsson, en þeir sfðarnefndu eru löngu
landskunnir popptónlistarmenn. Auk þeirra
þriggja eru eigendur að stúdfóinu þeir Böðvar
Guðmundsson hljóðtæknimaður hjá sjón-
varpinu, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartans-
son og Steinar Berg, en þeir þrír sfðastnefndu
eru allir plötuútgefendur og hafa einmitt látið
stúdfóinu f té bróðurpartinn af verkefnum þess
fyrstu tvö árin.
Stúdióið var opnað 11. april
1975 og fvrsta platan sem tekin
var upp var fvrsta stóra plata
Gvlfa Ægissonar, sem náði mikl-
um vinsældum meðai
almennings, sem kunnugt er. Er
þvi óhætt að segja að vel hafi
tekizt til strax í byrjun, þrátt fvrir
að stúdíóið hafi ekki verið að öllu
leyti tilbúið. „Það var varla búið
að sópa saginu burt, þegar
strákarnir bvrjuðu að taka upp,“
segir Sigurjón.
„Það var búið að gera alls konar
útreikninga á þvi hvernig afkoma
fvrirtækisins yrði eftir brevting-
una,“ segir Jónas, „og þeir hafa
fæstir staðizt. Breytingin varð svo
miklu dýrari en menn bjuggust
við. En þetta er bara vinna og
meiri vinna og þá nást endar
saman og þetta gengur. Fvrir-
tækið gerir ekki meira en það.
Það skilar engum arði af
peningunum sem i það hafa verið
lagðir. Það myndi enginn maður
leggja fé í þetta fyrirtæki af
gróðaástæðum tii að fá arð. Þessi
rekstur er bara einhver hugsjón."
Starfsmenn stúdíósins eru ekki
margir. Tveir upptökumenn eru
þar í fullu starfi, þeir Tonv Cook
og Jónas R. Jónsson, Tonv Cook
er Englendingur og hefur nú
starfað i stúdíóinu f rúmt ár.
Hann var ráðinn eftir augtýsingu
i brezku blaði til að vinna við
hljóðritun með átta rása
tækjunum, en ákvað svo að starfa
hér áfram eftir að nýju tækin
höfðu verið sett upp. Hér hefur
hann haft geysimikið að gera —
og gott kaup, en þó má ætla að
honum þvki mestur akkur í þeirri
miklu reynslu sem hann öðlast
hér sem upptökumaður. Þótt
Þessi mynd var tekin f stúdfóinu fyrir nokkrum vikum, þegar hönnuður stúdiósins, John Storyck, kom f
eina af mörgum eftirlitsferðum sfnum ásamt tæknimanni, sem vann að uppsetningu nýrra tækja. Talið
frá vinstri: Sigurjón Sighvatsson, Theodore Rothstein, tæknifræðingur, John Storyck hönnuður stúdiós-
ins, Jónas R. Jónsson og blaðakonan Deborah Rothstein, en hún hefur skrifað grein um stúdfóið sem
birtast mun f einu þekktasta tfmariti Bandarfkjanna á sviði stúdfómálefna.
Stúdíó Hljóðrita hf. í Hafnarfirði:
Stúdíóið er
samkeppnis-
fært við fræg-
ustu stúdíóin
erlendis
ekki fvrsta flokks en gáfu þó
meiri möguleika en áður höfðu
þekkst hér á landi. Þetta kom
okkur af stað og einnig loforð
fjármálaráðunevtisins um að fella
niður toll af tækjunum, þar sem
þau ættu að fara til iðnaðarfram-
Ieiðslu.“
Jón Þór fékk Böðvar
Guðmundsson, annan hljóðtækni-
mann hjá sjónvarpinu, í lið með
sér og siðar Jónas R. Jónsson.
„Menn voru búnir að ræða um
þetta I mörg, mörg ár, alltaf
þennan sama draum," segir
Jónas. „Það þýddi ekkert að halda
áfram að dreyma, það varð bara
að vinna og framkvæma. Við fór-
um út til Noregs um áramótin
1974/75 og gengum frá kaupum á
tækjunum og siðan tókum við
húsnæðið hér i Hafnarfirði á
leigu og fórum að innrétta það og
undirbúa opnun þess.“ Og á þessu
stigi gekk Sigurjón Sighvatsson
inn í samstarfið og tók að sér að
sjá um rekstur stúdíósins og fjár-
málin.
Gylfi Ægisson
fyrstur
íí