Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 36

Morgunblaðið - 15.05.1977, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAl 1977 Auðvitað er nauðsynlegt að fðlk sé gætt kímnigáfu — því spyrðu? Má ég biðja um skýringu á þv(, hvað þér eigið við þegar þér segið skellið krumlunum á borðið og við sláum stærðinni á þær? Hvernær verður sfminn lagður inn til yðar, fröken? BRIDGE Sjálfstæð hugsun? „Maður má til með að athuga betur þessa Hallormsstaðar- samþykkt þar sem kennarinn með hjálp bandarisks fræðirits, fékk alla nemendurna til þess að vera á móti stóriðju. Það hefur verið svo auðvelt, því sennilega eru í skól- anum margir afkomendur fólks- ins, sem kaupfélagsstjórinn á kreppuárunum lét lifa á 500,- kr. úttekt á ári og árgjald Tímans innifalið. Það er auðvitað hollara að púla upp á kúgras, eins og sagt var i mínu ungdæmi heldur en i alnum, en fá mennirnir sama kaup? Við á Stór-Reykjavikursvæðinu erum svo hortug. Sjálfstæðis- flokkurinn barðist einn fyrir Ljósafossvirkjun og hitaveitu og siðast, með hjálp Alþýðuflokks- ins, fékkst Búrfellsvirkjunin, að vísu einnig með Álverinu. Það vantaði þá ekki baráttu Þjóðvilj- ans og svo hrakspárnar, að Eyar- bakki færi í auðn og svo framveg- is. Hefði það ekki orðið dýrt að þurfa að kaupa oliuna af Rússum ef við ættum ekki Búrfells- virkjun? Þegar ég var í skóla þá lærði maður um Skúla fógeta, en kenn- arinn var ekkert að tefja sig á þvi að útskýra fyrir okkur áhrifin, sem það hafði á allar aðgerðir Skúla, að hafa verið innanbúðar hjá einokunarkaupmanninum á Húsavík. Hann trúði líka á iðnað, þó að við eigum núna að stóla bara upp á fisk og kúgras. Á dög- um Skúla vóru margir menn hér á landi, sem voru honum erfiðari en sjálf danska stjórnin. Hvaða flokki skyldu þeir fylgja i dag? Hafa þessir kennarar, sem bara vilja kenna nemendunum sjálf- stæða hugsun, svör við þvi, þegar þessir nemendur spyrja: en hvað er með sjálfstæðar skoðanir í kommúnistarikjunum, fær maður ekki bágt fyrir þær þar? Kommúnistarnir verða að vera ósjálfstæðastir af öllum, því maðurinn, sem þeir dýrkuðu i gær, er tekinn af lífi í dag, fyrir allar vammir og skammir, en samt trúa þeir. Aldrei gleymi ég þegar útvarpið fékk mann til þess að fræða okkur um blessun Rauðu menningar- byltingarinnar i Kína forðum. Hvað stendur nú eftir af henni? Nei, kennararnir eru á lauuum til þess að troða fróðleiknum, sem stendur i bókunum í nemendur og þar með basta. Þeir mega ekki álíta nemendurna svo mikla fá- bjána, að þeir sjálfir megi ekki mynda sér sínar eigin skoðanir á hlutunum. Húsmóðir." Frá þessum umræðum snúum við okkur örlítið að óskyldu við- fangsefni, en það er ósk um pennavini. Þó það sé ekki venjan Umsjón: Páll Bergsson Sögn eftir opnun andstæðings er eitt algengasta fyrirbrigði spilsins og um leið algengasta varnarsögnin. Flestir lita svo á, að sögn sem þessi sýni fimmlit en það eitt minnkar hættuna á sektardobli. Spilið í dag er gott dæmi um, hve hættulegt það er að segja á of lélegan lit og hverjar afleiðingarnar geta orðið. Norður gefur, norður og suður á hættu. Norður S. ÁKG3 H. 1094 T. 74 L. ÁKXHí Vestur S. 106 H. 632 T. 962 L.109853 Suður S. 97 II. ÁKD<;7 T. DLÍI083 L. 4 Sagnirnar eru reyndar ekki all- ar til skráðar en norður opnaði á einu laufi, sýndi með því lauflit en lofaði ekki svona'sterkum spil- um. Og austur sagði einn spaða. Suður varð síðan sagnhafi í sex hjörtum. Vestur spilaði út spaðatíu — eðlilega. Suður sá, að ef eitthvert mark mátti taka á sögn austurs þá var gagnslaúst að svína en í stað- inn mátti koma honum i klemmu. Stuttu seinna, þegar fjögur spil voru eftir á hendi, var staðan þessi. Austur S. D8542 H. 85 T. ÁK5 L. 762 Norður S. ÁG3 H. — Vestur T. 7 L. — Austur S. — S. D8 H. — H. — T. 962 T. ÁK L. 10 Suður L. — S. — H. 7 T. DG L. — Austur varð að láta tígulháspil í síðasta hjartað, fékk síðan tígul- slag en blindur sá um tvo síðustu slagina. Þetta spil vinnst aldrei nema austur segi spaðann. Annars verð- ur spaðasvíningin besti möguleik- inn. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 15 mér. Kannski ætti ég að byrja aftur i háskólanum. En ég þarf nokkra daga til að átta' mig á hlutunum. Ilann sneri sér að Hemmer. — Get ég fengið að búa hér á meðan? — Auðvitað. Vantar þig pen- inga? — Nei. — Segðu til ef þú þarfl á því að halda. Þakka þér fyrir hjálp- ina f garðinum. Sagðirðu eitt- hvað um að slá grasið? Hvernig væri þú gerðir það? Peter fór, honum fannst hann vera svíkari við tnálar- ann. — Eg hefði átt að segja hon- um frá Lenu. Eg hef enga ástæðu til að hylma yfir með henni. fig gaf henni að vfsu loforð en það er bersýnilegt, að hún hefur sagt mér ósatt. Hann gekk út í garðinn og tók upp skófluna. Það gekk ha-gar núna, þvf að hann var þreyttari. Ilann var aumur i bakinu líka. Lena kom I áttina til hans. Hann forðaðist að horfa á hana þegar hún nam staðar hjá hon- um. — Sagðirðu eitthvað? spurði hún. — Um hvað? — Láttu ekki svona. Um bréfin auðvitað. — Nei. — Þakka þér fyrir. Hún a-tlaði að halda áfram, eri hann greip í hana og neyddi hana til að horfa á sig. Ilann sá að freknurnar á nefinu voru litlar og dökkar og að sólin kastaði birtu á hvftt andlitið. Henni var sýnilega ekki rétl. — Hvers vegna slarirðu svona á mig? spurði hún. — Hvers vegna laugst þú að mér? — Þú hefur sem sagt kjaft- að? — Nci. En talið barst að þér og Hemmer sagði að þú hefðir áreiðanlega aldrei sett saman sendibréf. Segðu mér nú að hverju þú varst að leita. — Að hréfunum minum. — Ætlarðu'að halda fram að Hemmer sé að Ijúga? — Hann getur hafa glcymt því að ég skrifaði honum. — Ekki er ég trúaður á það. — Þú mátt trúa hverju sem þig lystir. Hún a'tlaói að halda áfram en hann hélt henni fast. — Hemmer treystir þér. Hann sagði margt fallcgt um ÞíK- Hún reif sig lausa. — Þú hefur engan rétt til að halda í mig. Hvað ertu eigin- lega að imynda þér. Þú skalt bara hafa þina hentisemi. Farðu til Victors ef þú vilt og segðu honum að ég hafi verið að leila að bréfunum. Sama er mér. IIún snerist á hæli og rígsaði á braut. IV Peter sá út um eldhúsgluggann að Hemrner stóð á tali við Carl- sen bak við húsið. Honum sýndist Carlsen hafa orðið, Hemmer hlustaði og hneigði höfuðið. Skvndilegur kviði Framhaldssaga eftir Bernt Vestre Jóhanna Kristjónsdóttir greip Peter. Hann gekk út á tröppurnar. Hemmor kinkaði kolli í átt til hans. Ilann hevrði ekki hvað Carlsen sagði en Peter sá á and- liti Hemmers, að hann var ekki ánregður með það sem sagl var. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Peter þegar Hemmer kom yfir hlaðið I áttina til hans. Hemmer lét sem hann heyrði ekki spurnirguna og var það ekki I fyrsta skiptið. — Eigum við ekki að fá okkur matarbita? spurði hann. Peter gekk á hæla hans inn f eldhúsið. — Hefurðu séð Lenu I dag? spurði hann eins og til að þreifa fyrir sér. — Lena er farin, sagði Hemmer stuttlega. Meðan Peter útbjó málsverð sat málarinn og blaðaði f minnisbók. — Komst þú inn f vinnustof- una í gær? spurði hann snögg- lega. — Já. Ilefði ég ekki átt að fara þangað? í r’íU'i',!’. S'jU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.