Morgunblaðið - 15.05.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10— 11
FRÁ MANUDEGI
að birta þau bréf á þessum stað i
blaðinu, verður gerð undan-
tekning i þetta sinn, þar sem bréf-
ritari hefur áhuga á mjög svo
óskyldum málum, svo sem:
% Orkumál og
bakstur
„Kæra Morgunblað.
Mið langar að skrifast á við
kvenfólk á aldrinum 25—40 ára.
Hef áhuga á öllu, svo sem: Orku-
málum þjóðarinnar, fljúgandi
furðuhlutum, fyrirlestrum, trúar-
legum ritum, fuglum, hjólreiðum,
sundi, eldhúsverkum, bakstri,
bridge, náttúruhamförum og öllu
þvi, sem gerist I kringum mig. Er
þybbinn, ljóshærður og bláeygur
ekkjumaður. Svara öllum bréfum,
mynd fylgi fyrsta bréfi. Vonast til
að fá mörg bréf.
Stefán Magnús Skúlason,
Karfavogi 16, R.“
0 Sjónvarp
í sumarfríi?
Frá gamalli konu barst sú fyrir-
spurn til eyrna Velvakanda fyrir
nokkru síðan hvort sjónvarpið
sæi sér ekki fært að hafa einhvers
konar útsendingar i júlimánuði
n.k. þegar sennilega verður farið í
fri. Sagðist gamla konan sakna
svo mjög að geta við litið unað
þegar sjónvarpið sleppti, útvarpið
væri ekki alltaf hægt að hlusta á
og ekki færi hún út á skemmtanir.
Væri ekki hægt, sagði hún, að
hafa eina og eina útsendingu, þó
ekki nema eins og tvær í viku,
einhverjar kvikmyndir eða ann-
að, sem ekki þyrfti kannski mjög
mikið að hafa fyrir að senda út.
Þessari fyrirspurn konunnar er
hér með komið á framfæri og það
væri fróðlegt að fá að heyra hvort
þetta er framkvæmanlegt, eða
hvort þetta er of mikið fyrirtæki
til að hægt sé að verða við þessari
ósk, sem án efa er ekki aðeins
fyrir hendi hjá einni gamalli
komu.
Stuttir og
slðir kjólar.
BrúSarkjólar og
höfuSskraut.
Stutt og síS pils
sFSbuxur og blússur.
GJAFAVARA
Sundbolir og bikini
Stuttir og sFSir sloppar
BaStöskur og skartgripakassar
Lady — Marlane brjóstahöld
og magabelti
FLUGLEIÐIR HF.
Aðalfundur Flugleiða h/f verður haldinn þriðju-
daginn 24. maí 1977 í Kristalssal Hótel Loft-
leiða og hefst kl. 1 3:30.
Þessir hringdu . . .
% Sveitasælan í
Laugardalnum
Húsmóðir f Vogunum:
— Hér i hverfinu er mikið af
börnum og þau komast ekki öll í
sveit, en þeirra sveitarsæla hefur
verið að fá að fara gegnum
Laugardalinn í sundlaugarnar 1
Laugardal. Nú bregður svo við að
tvö hlið eru komin á þessa leið og
þeim er læst svo búið er að hálf-
loka leiðinni. Hægt er að vfsu að
fara þriðju leiðina, kringum
griðingu, en þar er ekki göngu-
eða hjólreiðaleið, nema á hluta
leiðarinnar. Börnin verða þvl
helzt að fara í alla umferðina á
Suðurlandsbraut eða á Laugarás-
veginum. Okkur húsmæðrum hér
i hverfinu væri mun rórra ef við
vissum að börnin kæmust i laug-
arnar án þess að vera í stórhættu.
Því viljum við fara þess á leit við
þá, sem hér ráða, að umrædd hlið
verði opnuð og við erum ekki að
fara fram á neina akbraut, aðeins
að hægt verði að ganga þessa leið,
eins og verið hefur.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Sovézki stórmeistarinn Vassily
Smyslov er okkur íslendingum að
góðu kunnur. Hann sigraði
Mikhail Botvinnik i einvígi um
heimsmeistaratitilinn árið 1957
með 1214 vinning gegn 914 og varð
þar með heimsmeistari. Sú sæla
varð þó skammvinn, þvi árið eftir
sigraði Botvinnik 1214 — 1014 og
endurheimti þar með titilinn. í
stöðunni hér að neðan hafði
Smyslov hvítt og átti leik gegn
Botvinnik í einvigi árið 1954.
19. Dxe4! — dxe4, 20. Hb8+ —
Bc8, 21. Bb5+ — Dxb5, 22. Hxb5
og hvítur vann létt. Þeir skildu
jafnir í einvíginu 12 — 12 og þvi
hefur Smyslov yfirhöndina i ein-
vigjum sínum við Botvinnik, hef-
ur hlotið 35 v gegn 34 v. En lifið
er stundum óréttlátt og Botvinnik
yar^ heimsmejstari ,i „ 12 %ár„ en.
Smýslov aðeins i eitt.
Ég fer sjálf oft á hjóli i
laugarnar og ég þori varla að fara
eftir þessum miklu umferðargöt-
um, þvi það er yfirleitt farið
þannig með hjólreiðamenn, að
þeir eru alltaf i stórhættu og helzt
alltaf fyrir bilunum. En eins og ég
sagði áðan er Laugardalsgarður-
inn sveitasæla barnanna, sem
ekki komast í sveit, þar dvelja
þau oft á sumrin i góðu veðri og
því ekki að leyfa þeim að fara þar
um á leið i sundlaugarnar.
% Flóamarkaður
Fóstbræðra
Ein af fóstbræðrafrúnum, sem
héldu flóamarkað um daginn,
hringdi og kvaðst vilja koma á
framfæri þakklæti til þeirrar
konu, sem svo góðfúslega hafði
skilað hlut, sem var seldur i mis-
gripum. Þess hafði verið farið á
leit að hann væri auglýstur i Vel-
vakanda og kom konan með hann
þegar hún sá beiðnina frá
Fóstbræðrakonunum.
HÖGNI HREKKVISI
Hann ætlar á humarvertfðina!
S\G€A V/(3fGá £
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. sam-
þykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
3. Önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir
hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins, Reykja-
víkurflugvelli, frá og með 1 7. maí nk.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á
aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnar-
innar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að sækja
hlutabréf sín í Flugleiðum h/f, eru beðnir að
gera það hið fyrsta.
Stjórnin.
Lögberg -
Heimskringla
á vaxandi vinsældum að fagna
Á þessu ári verður íslensk blaðaútgáfa
í Kanda 100 ára.
Blaðið er nú sent til 8 af 10 fylkjum Kanada, það fer til
34 rikja í Bandaríkjunum og það er sent til meira en 20
landa í Evrópu, Afríku og Asíu.
Gerist áskrifendur að Lögbergi-Heimskringlu, það er
forvitnilegt blað, fróðlegt og ódýrt. Hringið í sima 7 41
53 i Reykjavík, og blaðið verður sent um hæl.
Lögberg-Heimskringla kemur út einu sinni i viku. Viðlesið
blað og vinsælt. Það borgar sig að auglýsa i Lögbergi-
Heimskringlu.
Afgreiðsla blaðsins, Dúfnahólum 4 tekur við auglýsing-
um. Sími 7 41 53.
Auglýsingar islenskra fyrirtækja eru lesnar með athygli í
Vesturheimi og viðar. Fjöldi Vestur-íslendinga kemur til
íslands á hverju ári og það eykur enn auglýsingagildið
Þeir, sem vilja senda Vestur-íslendmgum kveðjurá
íslendingadaginn ættu að hafa samband við afgreiðsluna
í Reykjavik, sem fyrst, Hátíðarblaðið kemur út um miðjan
júlí.
Lögberg-Heimskringla sendir áskrifendum
sínum á íslandi kveðjur, og býður nýja áskrif-
endur velkomna i lesendahópinn.