Morgunblaðið - 15.05.1977, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1977
39
MURA
(Potentilla)
Latneska nafnið mun
dregið af potentia eða potens
sem þýðir máttur eða kraftur
og tilkomið vegna lækninga-
máttar ýmissa villtra og al-
gengra murutegunda. Hafa
þær verið notaðar gegn
magakrampa og meltingar-
truflunum og til þess að
græða sár sem seint vildu
gróa. Sú murutegund sem
mest hefur verið notuð til
lækninga heitir blóðrót og er
algeng I Evrópu en ekki til
hér á landi nema e.t.v. á
einum stað. Það eru yfirleitt
jarðstönglar og rætur sem
grafið er upp og þurrkað og
segir Stefán Stefánsson í
Er því fremur lítill hluti þessa
mikla fjölda eftirsóknarverður
I garða. I garðyrkjualfræða-
bók enska garðyrkjufélagsms
er sagt frá 48 tegundum
Margar þeirra hafa borist
hingað til lands en áreiðan-
lega eru einhverjar eftir enn
sem gaman væri að prófa.
Murunum má skipta i 3
flokka eftir notkun þeirra í
garðinum: smávaxnar teg-
undir sem henta vel í stein-
beð, steinhæðir og beðjaðra,
þá stórgerðari tegundir í
venjuleg beð og svo runna.
Um ræktun þeirra er það að
segja að þær þrífast best á
MURA — Potentilla Gibsons Scarlet.
Flóru Islands að jarðstöngl-
arnir heiti murur. Mururnar
eru rósaættar og margar
þeirra hafa stór og falleg
blóm. Guli liturinn er lang
algengastur og allar islenskar
murur hafa gul blóm. Annars
staðar i Evrópu vaxa tegundir
með hvit blóm og ein með
bleik, og lengst austur í Asíu
vaxa svo hinar skrautlegu og
fagurlitu tegundir með dökk-
rauð og hárauð blóm sem
minna mest á sjálfar rósirnar.
Muru-ættkvíslin er geysi-
stór með yfir 300 tegundir
að talið er, vaxa þær flestar i
tempraða beltinu nyrðra og
eru mjög harðgerðar. Fjöl-
breytni er þó ekki eins mikil
og ætla mætti þar eð margar
tegundir likjast hver annarri.
björtum og sólríkum stað og i
fremur þurrum jarðvegi.
Laufblöðin eru yfirleitt ekki
stór og alltaf meira eða
minna hærð, en það er ein-
mitt ein af helstu vörnum
plantna gegn útgufun úr
blöðunum. Þar sem úrkomu-
samt er verður að planta
þeim i sendinn vel fram-
ræstan jarðveg. Auðvelt er
að fjölga þeim bæði með fræi
og skiptingu.
Margar erlendar tegundir
þroska hér fræ, litlar hnetur
sem sitja á þurrum blómbotm
innan í bikarblöðunum og
losna af þegar þær þroskast.
Allar murur hafa langan
blómgunartirna og er það
einn mesti kostur þeirra.
H Sig,
Eigum
fyrirliggjandi
flestar stærðir á
hagstæðu verði.
good'zyear
Hjólbarðaþjónustan, Laugavegi172 simi 21 245
GOOD
Laugavegi 1 70— 1 72 — Sími 21240
Hagstætt
varahlutaverð
Góð
viðgerðaþjónusta
Hátt endursöluverð
LADA 1200
Verð ca kr.
1145 þús.
m. ryðvörn
'• '„J
LADA 1500 S
TOPAS
Verð ca kr.
1360 þús.
m. ryðvörn.
LADA 1200
STATION
Verð ca kr.
1245 þús„
m.ryðvörn
Hagstæðir greiðsluskilmálar
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hí.
aaðnriandsbraat |J - Reykjavík - Sfmi 38600
VANTAR ÞIG VINNU (nl
VANTAR ÞIG FÓLK g
l>l AI GLYSIR l'.M ALLT
LAND ÞEGAR Þl Al'G-
LYSIR I MORGINBLAÐIM