Morgunblaðið - 03.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUNl 1977 Sverrir Hermannsson: A GAGNVEGUM A meðan Framsóknarflokk- urinn hafði mjög litla fótfestu í þéttbýli var það mikill siður hans að væna Sjálfstæðisflokk- ínn um að draga um of taum bæja, og þó sér í lagi höfuð- borgarinnar, á kostnað strjálbýlis. Sjálfstæðisflokkur- inn brýndi aftur á móti fyrir landslýðnum nauðsyn sátta og samlyndis og lagði áherzlu á þá staðreynd, að hagur lands- byggðar er hagur höfuðborgar og gagnkvæmt. Á síðari árum hefir Fram- sóknarflokkurinn lagt mjög af þennan sið sinn en á næslliðn- um vikum virðist hann upptek- inn af Morgunblaðinu og nú með öfugum formerkjum. Að vísu hafa yngstu menn í Sjáif- stæðisflokknum stunið hátt undir bákninu hin síðari árin og ýmsir malarstrákar í þeirra hópi haft margt við hina svo- nefndu byggðastefnu að athuga og framkvæmd hennar. Grein- arhöfundur var fyrir skemmstu í hópi ungra Sjálfstæðismanna og hafði þá líka alltaf rétt fyrír sér i öllu. Þess vegna tekur því ekki aö iðka þrætubókarlist við þá Öðru máli gegnir þegar Mbl. fer á flot og rær á þessi mið. Þannig vill nefnilega lil að Mbl. hefir Sjálfstæðisflokkinn nauð- ugan viljugan í skiprúmi í öll- um pólilískum róðrum og meir aö segja þegar Mbl. fer með himinskautum á kirkjumið þá liggur Sjálfstæðisflokkurinn undir jarðneskri ágjöf. Þaö kann vel að vera að hin nýju < mið reynist gjöful og gefi flokknurn margt í hlut í þétt- býli, en ekki er nú landi enn náð, enda verður flokkurinn sjálfsagt fyrst að skera frá sér landsbyggöarlínuna áður en lagst er á árar til lands meö hinn aflann. Með öfugum formerkjum hefir Mbl. tekið upp gamla Framsóknaráróðurinn. Nú heit- ir það á siðum þess að strjálbýli sé hyglað á kostnað þéttbýlis suð-vesturhorns landsins. Vissulega getum við byggða- stefnumenn huggað okkur við að í þessu felst viðurkenning á að árangri höfum við náð. Hins vegar er röksemdafærsla Mbl. í þessum efnum á sandi byggð. Mbl. hefir þó ekki uppgötvað hina nýju stefnu. Það hafa örfá- ir nærsýnismenn gert, sem láta sig ekki varða um hag alls flokksins, heldur einvörð- ungu hvað falla kynni helzt í geð því fólki sem þeir hyggjast betla atkvæði hjá handa sjálfum sér, í prófkjöri aðal- lega. En ekki verður hlut- ur Mbl. betri fyrir það aö fara í smíðju til þröngsýnustu afturhaldsafla flokksins, sem ekkí sjá innfyrir Elliðaár eða suður fyrir Kópavogslæk. Þegar Mbl. ýtti úr vör og tók stefnuna á hin nýju mið í leið- ara i marz-lok mátti lesa úr merkjaflöggum kuggsins að Byggðasjóður, og lán hans til landsbyggöar, bæri ábyrgð á að útgerð hefir skroppíð saman i Reykjavík á undanförnum ár- um. Ennfremur að Suðurnesja- menn mættu þess vegna sækja sjó á fúadöllum og ryðkláfum. Auðvitað byggjast slíkar full- yrðingar á vanþekkingu. Reyk- víkingar og Suöurnesjamenn hafa unt langa hrið setið við sama borö i Byggðasjóði í skipa- kaupa- og byggingamálum og aðrir landshlutar. Meir að segja sat Reykjavik við betra borð en flestir aörir í upphafi skuttog- araaldar og getur stjórnarfor- maður Ögurvíkur h.f. boriö vitni um það. Ég læt hjá líða að lýsa hvernig búið hefir verið að útgerð í Reykjavík s.l. áratug t.d. i samanburði við fjölmarga staði í landinu. Ekki fer meira fyrir þekking- unni þegar vikið er að fisk- vinnslu á þétlbýlissvæðinu. Að vísu hefir Byggðasjóður ekki annað henni með lánveitingum á fimm ára starfstima sínum. En vill Mbl. upplýsa hvers vegna aðallánasjóður fisk- vinnslu í Iandinu um áratugi, Fiskveiðasjóður, hefi ekki gert þaö heldur svo lag sé á? Undir- ritaður kann enga skýringu á því hvers vegna Fiskveiðasjóð- ur hefir alls ekki annað fisk- vinnslu á Suðurnesjum neitt nálægt því sambærilega við aðra landshluta. Að vísu er margur þar í fiskvinnslu sem kannski væri hæfari á öðrum sviðum en matvælaframleiðslu, en ekki getur það verið einhlil skýring, þvi að fáum hefir verið annaö sæmilega af sjóðnum. Hins vegar hefði Mbl. gjarn- an mátt leita sér upplýsinga um að P'ramkvæmdastofnun ríkis- ins hefir undanfarin tvö ár undirbúið uppbyggingaráætlun fiskiðnaðar fyrir Reykjanes og Reykjavík. Á þessu ári er á vegum stofnunarinnar veitt til þess arna 100 millj. kr. og stefnt að meiri fjárútvegun til framkvæmda á svæðinu á næstu árum. Spurningin er, hvort ekki hefði verið hyggilegra fyrir Mbl. að hinkra við með að leysa landfestar þar til lokið er rann- sókn, sem nú stendur fyrir dyr- um á vegum Álþingis og ríkis- stjórnar, á atvinnu- og byggða- þróun í landinu, samkvæmt þingsályktun sem Albert Guð- mundsson, alþm., flutti. Greinarhöfundur hafði fram- sögn fyrir nefndaráliti atvinnu- málanefndar Sameinaðs þings hinn 26. april s.l. og verður nú vitnað í þá framsögu: „Atvinnumálanefnd hefur haft þessa viðamiklu tillögu til meðferðar um hríð og svo sem álit hennar á þskj. 493 ber með sér, þá leggur hún til, að tiilaga þessi verði samþykkt. Atvinnumálanefnd ætlar sér ekki þá dul og segja fyrir um með hvaða hætti rannsókn þessari skuli hagað. Hún er greinilega viðamikil, en ég er ekki í nokkrum vafa um það, að hún er mikilvæg. Það er lagt til, að rikisstjórnin láti kanna hvaða áhrif fjárhagsleg fyrir- greiðsla framkvæmdastofnunar rikisins, sérstaklega Byggða- sjóðs, hefir haft á atvinnu- og byggðaþróun í landinu, sérstak- lega verði kannað, hvaða áhrif þessi fyrirgreiðsla hefur haft á búsetu fólks, tekjuskiptingu eftir landshlutum og aðstöðu- mun fyrirtækja eftir staðsetn- ingu, starfsgreinum o.s.frv. Það verður auðvitað ekki ein- falt mál að rannsaka rannsaka þetta til hlítar, af þvi líka sem við höfum ekki fordæmi fyrir okkur. Starfsemi stofnunarinn- ar er ný og starfsemi Byggða- sjóðs i svo rikum mæli er líka ný, enda þótt hann ætti sér for- vera í Atvinnubótasjóðnum gamla og Atvinnujöfnunar- sjóðnum. En við höfum séð dæmi þess núna einmitt síðustu dagana, sem færa okkur heim sanninn um mikilvægi þess að gera rækilega könnun á þessum áhrifum. Við höfum séð þaö í viðtali við borgarstjórann í Reykjavik í Morgunblaðinu á sunnudaginn var og við höfum séð það á stjórnmálaleiðara- skrifum Morgunblaðsins, að tal- ið er þar beinlínis að starfsemi og lánastarfsemi, sérstaklega Byggöasjóðsins, hafi orðið til þess að mismuna þéttbýlissvæð- unum hér við Faxaflóann. Ég legg áherzlu á það, að byggða- stefnan, og framkvæmd henn- ar, var aldrei ætluð til þess að halla á einn eða neinn, heldur til þess aö rétta hlut strjálbýlis miðað við þéttbýli, og dragi til þess að framkvæmd hennar verði til þess að mismuna eða halla á þéttbýlið, þá erum við ekki á réttri leið og þá þurfum vió að gá vel að okkur. En það er ekki eitt út af fyrir sig nægj- anlegt að rannsaka starfsemi Byggðasjóðsins t.d. eins, eða Framkvæmdastofnunarinnar. Það eru miklu fleiri þættir, sem koma þarna við sögu. Það þarf líka að kanna, hvort starfsemi þess sjóðs hefur haft beinlínis áhrif á útlánastarfsemi annarra sjóða og nefni ég þar sérstak- lega til sjóði eins og Iðnlána- sjóð og Iðnþróunarsjóð. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt t.d. Iðnlánasjóðurínn hefði í vax- andi mæli beint lánsfé sínu inn á það svæði, sem lánsfé Byggðasjóðs hefur ekki náð til eftir að Byggðasjóðurinn hóf starfsemi sína. Þetta vil ég þó ekki fullyrða. En það kæmi mér ekki á óvart, að svo hefði verið. Það þyrfti vitanlega að taka þarna með f reikninginn, hvort um breytingu á annarri lánastefnu eða fyrirgreiðslu með öðrum hætti hefur orðið að ræða. Hvort starfsemi Byggðasjóðsins hefur haft þau áhrif og þá væri það vitanlega til jafnvægis, ef svo væri. En þessu þurfum við sem sagt að fylgjast ákaflega vel með og því er þessi tiilaga timabær. Ég er í engum vafa um það, að þessi tillögugerð er ekki stefnt til höfuðs byggðastefn- unni, heldur er það byggða- stefnumönnum, sem við allír viljum vera, hin mesta nauðsyn að gera sér Ijóst, hver áhrif eru af starfsemi sjóðs sem Byggða- sjóðsins. Það er enn fremur, svo að ég nefni það aðeins í þessu sambandi, mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif það hefur haft til eflingar byggðar hér á Suðurnesjum, hér á höfuðborgarsvæðinu og við Faxaflóann, sú einstefna, sem uppi hefur verið i stór- virkjunarmálum, keðjuvirkjan- irnar við Þjórsá og þeim áhrif- um, sem það hefur haft, að raf- orkunni þaðan hefur að megin- hluta til verið beint hér á þetta suðvesturhorn, til stóriðju í Straumsvik, og núna, sem á framkvæmdastigi er, stóriðju hið næsta okkur, þótt upp í Hvalfirði sé. Ég iegg ekki mikið upp úr því þótt það fyrirtæki eigi að heita, eins og ég hef áður sagt, sem nemur korters- róðri frá Reykjavíkurkjördæmi fyrir handan Hvalfjörð. Þetta væri mjög fróðlegt að geta gert sér grein fyrir, á meðan svo háttar til í öllum öðrum lands- fjórðungum, að feiknalegur orkuskortur er, jafnvel til al- mennra þarfa, að ég ekki tali um til uppbyggingar iðnaði, en þar erum við væntanlega sam- mála, að uppbygging þeirrar atvinnugreinar er undirstaðan í framtíðinni, þar sem við getum ekki gert okkur vonir um það að auka afrakstur okkar af fiskistofnum t.d. og ekki í stór- um stíl af landinu sjálfu. Ég vil geta þess sem rétt er, að hlutur iðnaðarins hefur i lánaþáttum sjálfum legið nokkuð eftir. Þó ber þess að geta, að á s.l. árum hefir ýmislegt veriö gert til þess að efla þann þátt með lána- fyrirgreiðslu. Ég vil t.d. geta þess að Framkvæmdasjóður hefur hlutfallslega langmest hækkað framlag til Iðnlána- sjóðs miðað við aðra sjóði á undanförnum tveimur árum. Framlag Framkvæmdasjóðs til Iðnlánasjóðs árið 1975 var 110 millj. kr., 250 millj. kr. 1976 og 1977 450 millj. kr. Eftir sem áður er alveg ljóst, að hlutur þessa sjóðs liggur eftir. Þess má líka geta, að hann er án efa einna bezt rekinn af stofnlána- sjóðum landsins, með mikilli fyrirhyggju og myndarskap og þeim mun fremur væri ástæða til þess að afla honum miklu meira fjár en gert hefur verið. Iðnþróunarsjóður hefur að visu komið þarna til skjalanna með mjög verðmæta starfsemi, en miklu betur má ef duga skal í þessum efnum. Ég nefni þetta aðeins til þess í örfáum orðum að reyna að gera mönnum grein fyrir því, að hér er um viðamikla rann- sókn að tefla, sem ekki má kasta höndum til, en endurtek það, að okkur er mjög mikils- vert að geta gert okkur grein fyrir því, þegar nýr allöflugur þáttur er hafinn í lánastarfsemi í landinu; geta gert okkur grein fyrir áhrifum hans hið allra fyrsta og þá breytt til, ef sýnist ganga úrskeiðis. Ég veit, að það hefur verið mjög í umræðum og kom raunar fram i viðtali við borgarstjóra, hversu hallað hef- ur mjög á útgerð og fiskvinnslu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanessvæðinu. Ég er út af fyrir sig ekki í nokkrum vafa um það, að það eru margir fleiri þættir, sem þar tvinnast saman heldur en sá, að þetta svæði hafi orðiö afskipt varðandi lán- veitingar úr Byggðasjóði. Ég legg áherzlu á, að þáttur Fisk- veiðasjóðsins, aðallánasjóðs fiskvinnslu og fiskveiða, verði rannsakaður einmitt í þessu Byggðamál og Morgunblaðið sambandi. Það verður enginn dómur lagður á áhrif Byggða- sjóðs til eða frá á þessu svæði nema það verði grandskoðað, hvernig Fiskveiðasjóðurinn, að- allánasjóðurinn, hefir staðið í stykkinu varðandi þennan landshluta. Ég hef grun um, að hlutur Fiskveiðasjóðs hafi legið allmjög eftir. Hann á kannski nokkra afsökun í þvi, að engum vafa er undirorpið, að fiskiðn- aður t.d. á Suðurnesjum hefur ekki verið nægjanlega vel skipulagður eða skynsamlega uppbyggður. Ég held, að ég segi ekki of mikið, þó að ég taki þetta upp í mig. En ef meta skal þessi áhrif Byggðasjóðs á þenn- an hátt, þá er alveg nauðsynlegt að grandskoða, hvernig t.d. að- allánasjóðurinn hefur staðið í stykkinu að þessu leyti. Ótal, ótal margt fleira kemur þarna til greina, en eins og ég segi, nefndin átti þess engan kost að leggja á nein ráð um í smáatrið- um með hvaða hætti þetta viða- mikla verk verður unnið. En sammála varð hún um að mæla með samþykkt tillögunnar og ég vil leyfa mér að vænta þess, að niðurstaða og framkvæmd þessa máls verði okkur að þeirri nauðsynlegu leiðbein- ingu, sem okkur er vitanlega þörf á i þessum efnum.“ Málsmetandi menn hafa lengi verið sammála um nauð- syn þess að landið héldist allt í byggð svo nýta mætti sem flest gæði þess. Ennfremur hafa miklir vaxtarverkir fylgt hir,- um gífurlegu fólksflutningum til höfuðborgarsvæðisins frá striðsbyrjun að kalla. Með framkvæmd byggða- stefnunnar hin síðustu árin hefir viða tekizt að stöðva þessa þróun. Þó leifir ekki af að svo sé t.d. á Vestfjörðum og Norð- urlandi vestra. Samkvæmt nýj- ustu upplýsingum um fiskfram- leiðslu og útflutningsverðmæti hennar yrði það áfall fyrir þjóð- arbúið tæplega i tölum talið ef Vestfirðir færu i eyði, en óó- fluga hefir stefnt í þá átt þrjá, fjóra síðustu áratugina. Margt kyndugt hefir birzt á siðum Mbl. að undanförnu. T.d. er það upplýst að Byggðasjóður láti SÍS-frystihús sitja í fyrir- rúmi, en það gleymist að greina frá þeim húsum úr hinum hópnum, sem sjóðurinn hefir látið synjandi frá sér fara. Um þær upplýsingar er nú vinsam- legast beðið. Hitt kemur Mbl. heldur aldrei í hug að SÍS- frystihúsin hafa mjög dregizt aftur úr hinum og ætti það að vera þeim siðarnefndu til hróss og þeirra samtökum. En fár bregður hinu betra ef veit hið verra. Þá birtist viðtal við gotterís- mann, sem var svo fyndin vit- leysa, að Flosi Ólafsson stóð á öskrunum af hlátri heila helgi í Þjóðviljanum. Morgunblaðið lagði hins vegar út af viðtalinu í leiðara grafalvarlegt. Á hitt ber að líta, að skrif- finnum Mbl. fyrirgefst mikið, því að þeir vita ekki hvað þeir skrifa. Þá skortir þekkingu á málinu. Verra er að þeir skuli ekki einu sinni bera sig eftir henni þótt á lausu liggi. Einnig er aðgætandi að ekki er hægt að ætlast til af ungum mönnum að þeir hafi heyjað sér nægjanlegrar þekkingar á öll- um sviðum, þessa heims og ann- ars. Þeir eiga ekki einungis sjö börn í sjó og sjö á landi, heldur sækja nú að þeim himneskir herskarar og fulltrúar þeirra fylkinga hérnamegin. Þessi umrædda nýja mála- fylgja Mbl. í byggðamálum er auðvitað ekki mótuð af forystu Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna þyrfti miðstjórn flokks- ins og þingflokkur að taka þessi mál til rækilegrar yfirvegunar og komast að niöurstöðu, sem gagnast má allri þjóðinni. Trú- lega yrði ekki um mikla stefnu- breytingu í byggðamálum að tefla. Síðan þyrfti að semja sér- staklega við þá í Árvakri h.f. um að Mbl. léði stefnu flokks- ins rúm og ráðvendni í flutn- ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.