Morgunblaðið - 03.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.1977, Blaðsíða 19
1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUNI 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUNI 1977 19 18 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6. sfmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Hin mörgu andlit Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið á íslandi, sem áður hét Sósíalistaflokkur og þar áður Kommúnistaflokkur, er forvitni- legt rannsóknarefni þeim, sem áhuga hafa á leikrænum tvískinn- ungi í íslenzkum stjórnmálum. Svo tvíátta er flokkurinn í afstöðu sinni til mála, eftir því hvort hann situr í ríkisstjórn eða úti I kuldanum. Sannast sagna er leitun á afstöðu þessa flokks, sem ekki á sér algjöra andstæðu I fyrri afstöðu hans til sama málaflokks. Glöggt dæmi um þessar andstæður eru skrif Magnúsar Kjartanssonar, fyrrverandi iðnaðarráðherra, I Þjóðviljanum I fyrra- dag, og Ragnars Arnalds, formanns Alþýðubandalagsins, I sama blaði, 6. og 10. febrúarsl., um Kröflumál, þarsem staðhæfingar stangast á I svo til öllum efnisatriðum. Hér verða aðeins tínd til tvö dæmi af fjölmörgum, sem ganga sitt I hvora áttina í greinum þessara flokksforingja. Magnús segir, að ákveðið hafi verið að ráði Orkustofnunar að Kröfluvirkjun yrði aðeins 15 MW en reynslan síðan látin skera úr um, hvort stækkuð yrði í 55 MW. Ragnar segir hins vegar að Orkustofnun hafi gefið úr skýrslu i september 1973, þar sem sýnt hafi verið fram á, að 16 MW aflstöð hefði þýtt 66% hærra orkuverð og 12 MW aflstöð 87% hærra orkuverð en frá 55MW aflstöð. Á þessari skýrslu hafi iðnaðarráðuneyti og Alþingi byggt afstöðu sína, sem tekin hafi verið með einróma stuðningi allra þingflokka. Þá vitnar Ragnar til yfirlýsingar, sem Steingrímur Hermannsson gaf I efri deild Alþingis, fyrir hönd vinstri stjórnar, varðandi vélakaup þá þegar, sem og framsögu Magnúsar Kjartanssonar þá orkuráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi um Kröfluvirkjun, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum kaupum á tveimur túrbínum, I fullu samræmi við þá framkvæmd, sem síðar varð, en öfugt við það sem Magnús Kjartansson staðhæfir nú I grein sinni. En dæmin um tvískinnung Alþýðubandalagsins eru mýmörg og verður hér á eftir minnt á nokkur þeirra, til að renna stoðum undir staðhæfinguna um tvískinnung og tækifærisstefnu þess: 1. Alþýðubandalagið, eða ráðherra þess I vinstri stjórn, skipaði viðræðunefnd um orkufrekan iðnað á slnum tlma, tengdi saman Sigölduvirkjun og járnblendiverksmiðju I Hvalfirði, og valdi bandarlska stórfyrirtækið Union Carbide til sameignar. Þá var Alþýðubandalagið I rikisstjórn, nú úti I kuldanum — og sýnir annað andlit I afstöðu til málsins. 2 Það var Alþýðubandalagið, sem átti verðlagsmálaráðherra /instri stjórnar, sem rauf tengsl kaupgjalds og visitölu, eftir febrúarsamningana árið 1974, en vísitölumálin eru eitt erfiðasta viðfangsefni yfirstandandi kjarasamninga. Sjálfsagt hafa legið eðlilegar ástæður I óraunhæfum kjarasamningum til þessarar stjórnaraðgerðar, sem Alþýðubandalagið stóð að, en engu að siður er hér enn eitt dæmið um hinn pólitiska tviskinnung þess. 3. Alþýðubandalagið stóð að öllum svonefndum „íhaldsúrræð- um" I efnahagsmálum I vinstri stjórn, þar sem það fór m.a. með verðlags- og viðskiptamál og yfirstjórn bankamála. Það stóð að gengislækkun, söluskattshækkun og verðjöfnunargjaldi á raf- orku, sem ásamt afnámi vísitölu rýrði að sjálfsögðu kaupmátt launa. í vinstri stjórn stóð Alþýðubandalagið að, og bar ábyrgð á öllu því, sem það háværast talar gegn nú, utan ríkisstjórnar. í þessum efnum hefur Alþýðubandalagið haft „tungur tvær og talað sitt með hvorri". 4. Alþýðubandalagið sat I tveimur vinstri stjórnum, árum saman, innan Nato og I sambýli við varnarlið þess. Þá voru foringjar þess I ráðherrastólum. Nú þýtur öðru vísi I þeim skjánum; önnur plata á fóni þess. Stjornarplatan bíður efalltið á sínum stað. 5. Þess má og minnast, þegar fjallað er um hin ýmsu andlit þessa tækifærisflokks, að allir þingmenn hans greiddu atkvæði með veiðiheimildum til handa 139 brezkum togurum árið 1973, ekki innan 200 mllna, heldur 50 mllna, ekki til fárra vikna, heldur 2ja ára; án þess að nokkur viðkenning lægi fyrir á fullum rétti íslendinga að samningstímabilinu loknu — eða hvað þá tæki við. Og þessir þingmenn töldu sig hafa efni á að gagnrýna svokallað Óslóarsamkomulag, sem fól I sér endanlegan sigur og viður- kenningu á útfærslu okkar I 200 mílna fiskveiðilandhelgi 6. Varðandi yfirstandandi kjarasamninga mætti og minna á, að Alþýðubandalagið flutti ákveðna tillögu I borgarstjórn Reykjavlkur um sérsamninga, þar sem það er I minnihluta, en forðaðist slíkan tillöguflutning I bæjarstjórn Neskaupstaðar, þar sem það heíur hreinan meirihluta. Hvers vegna? Og hvers vegna gerir ekki Þjóðviljinn samanburð á lifskjörum almennings hér og I ríkjum sósialismans, þar sem þeir þjóðfélagshættir ráða ferð, er Alþýðu- bandalagið berst fyrir? Býður hið „kapitaliska" þjóðfélag e.t.v. upp á betri afkomuskilyrði almennings en sósialiskt þjóðfélag Sovétrikjanna, eftir nærri 60 ára valdaferil? Þannig mætti lengur tína til dæmin, sem sýna tviskinnunginn. Það má og vera að einhvers staðar I veröldinni finnist annað viðlíka dæmi pólitisks hringlandaháttar, hræsni og lágkúru, en örugglega hvergi fyrirbæri, sem lengra kemst I þeirri kúnst en Alþýðubandalagið á íslandi. ♦ 'T TF-örn — fyrsta flugvél Flugfélags tslands við komuna til Akureyrar 2. maí 1937. Á myndinni má m.a. sjá Agnar Kofoed-Hansen, núverandi flugmálastjóra. FJugfélag Islands ... ...... Catalina — flugbáturinn TF-ISJ Snæfaxi en fyrsti flugbáturinn af þremur kom til landsins I október 1944. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari Morgunblaðsins af flugfreyjum hjá Flugfélagi íslands laust upp úr 1955. Á myndinni eru, fremri röð frá vinstri: Rut Strange, Edda Snæhólm, Sigrún Þorgils- dóttir, Hólmfríður Guðlaugsdóttir þá yfirflugfreyja, Edda Hansen, Berta Johansen og Árna Hjörleifsdóttir. Efri röð f.v.: Ólöf Sigurðar- dóttir, Unnur Ketilsdóttir, Marfa Jónsdóttir, Kristfn Thorberg, Hall- dóra Ásgeirsdóttir, Ása Andersen, Brynhildur Matthlasdóttir, Unnur Norðfjörð, Margrét Rikarðsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Björk Frið- riksdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Frá komu Boeing 727 þotunnar Gullfaxa 24. júnl 1967 og þar með voru landsmenn komnir inn f þotuöldina. Ljósm. Ól. K. Magnússon. FLUGFÉLAG íslands er 40 ára í dag, 3. júni, en félagið var upp- haflega stofnað á Akureyri undir heitinu Flugfélag Akureyrar. Ekki var þetta félag þó fyrsta flugfélagið, sem stofnað var hér á landi, því árið 1919 höfðu nokkrir Reykvíkingar stofnað Flugfélag íslands undir forystu Garðars Gíslasonar stórkaupmanns og Axels V. Tulinius, forstjóra Sjóvá. Keypti félag þetta til lands- ins fyrstu íslensku flugvélina en það starfaði aðeins i tvö ár. Næsta tilraun var gerð 1928, er Flug- félag íslands, hið annað í röðinni, hóf óreglubundið innanlandsflug í samvinnu við þýska flugfélagið Luft-Hansa. Erfiðleikar heims- kreppunnar urðu þess valdandi að starfsemi félagsins var hætt árið 1931. Tildrög stofnunar Flugfélags íslands, sem nú á 40 ára afmæli, voru þau að Agnar Kofoed- Hansen, sem lokið hafði flug- manns námi í Danmörku og var nú flugráðunautur rikisins, reyndi fyrir sér um stofnun flug- félags í Reykjavik en áhugi manna þar reyndist harla lítill og voru menn minnugir þeirra fjár- hagserfiðleika, sem mætt höfðu tveimur fyrri flugfélögum. Norð- lendingar tóku hins vegar betur í málaleitan Agnars og 3. júní 1937 er Flugfélag Akureyrar stofnað af 15 hluthöfum. Fyrsti formaður þess var kjörinn Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri, en aðrir í stjórn voru Guðmundur Karl læknir og Kristján Kristjánsson, forstjóri Bifreiðastöðvar Akureyrar. Hér á eftir verður getið atriða úr 40 ára sögu félagsins: 1938 — kemur fyrsta flugvél félagsins til landsins en það var í aprílmánuði. Var hún sett saman i Vatnagörðum í Reykjavík og flogið til Akureyrar 2. maí. Engir flugvellir voru til staðar og var vélin, sem var af gerðinni Wasco YKS og fjögurra sæta, búin flot- holtum og lent á vogum og víkum. Hinn 4. maí var fyrsta ferð með farþega farin frá Akureyri til Reykjavikur og hófst í framhaldi af því óreglubundið flug með farþega og póst. Þeir sem ætluðu í flugferð hringdu til félagsins, annaðhvort i Reykjavík eða nyrðra og létu skrá sig, en síðan var haft samband við þá er nægi- lega margir farþegar voru komnir og vel viðraði til flugsins. 1939 — lætur Agnar Kofoed- Hansen, sem verið hafði flug- maður og framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess, af störfum hjá félaginu og gerist lög- reglustjóri í Reykjavík. Hinn 3. júni þetta ár tekur Örn Ó. Johnson við störfum flugmanna og framkvæmdastjóra félagsins. 1940 — vaknar áhugi fyrir kaupum á annarri flugvél hjá for- ráðamönnum félagsins en ekki reyndist unnt að afla nægs fjár- magns til þess á Akureyri en reykvískir aðilar ganga til liðs við félagið og hlutafé þess er aukið. Nafni félagsins var þá breytt í Flugfélag íslands og aðal- stöðvarnar fluttar til Reykja- vikur. Önnur sams konar vél og félagið átti fyrir er keypt og lögð eru drög að kaupum á fyrstu tveggja hreyfla flugvél lands- manna. Flugsamgöngur hér á landi áttu þó við ramman reip að draga því landið var hernumið og flug bannað, þó því banni yrði brátt létt. 1942 Kaupir félagið tveggja hreyfla Beechcraft-flugvél í Bandaríkjunum. Um þetta leyti er fyrsta áætlunarleiðin sett upp eða Reykjavík / Akureyri / Reykjavík og þetta sama ár er hafið reglulegt flug til Egilsstaða, Erfiðlega gekk að afla flugvéla um þessar mundir vegna striðs- reksturs stórþjóðanna en árið 1943 fær félagið tvær tveggja hreyfla Dragon Rapides vélar keyptar frá Bretlandi eftir við- ræður við breska verslunarsendi- nefnd, sem hingað kom. Tóku vélar þessar 8 manns i sæti hvor. 1944 — eða nánar tiltekið í október kemur til landsins fyrsti Catalina-flugbáturinn, TF-ISP, sem félagið keypti í Bandaríkjun- um og Örn O. Johnson og áhöfn flaug til íslands. Flugbáturinn var innréttaður hér og tók 22 farþega. Með þessum aukna flug- flota félagsins tók farþegatalan mikið stökk. Fyrsta árið voru farþegarnir á áttunda hundraðinu, komust yfir þúsund 1940, en árið 1945 flytur félagið yfir 700 farþega. 1945 — hefur Flugfélag íslands millilandaflug. Þó séð væri fyrir að heimsstyrjöldinni lyki brátt f Evrópu ríktu enn lögmál striðsins þar og ótal leyfi þurfti að fá frá innlendum og erlendum aðilum áður en millilandaflug var hafið. Þau leyfi fengust þó og hinn 11. júlí 1945 lagði flugbáturinn TF- ISP af stað frá Skerjafirði í Reykjavík áleiðis til Skotlands með fjóra farþega undir stjórn Jóhannesar R. Snorrasonar. Þrjár ferðir voru farnar um sumarið, þar af tvær til Skotlands og Kaup- mannahafnar. 1946 — tekur félagið á leigu Liberator-flugvélar hjá Scottish Airlines til flugs milli ísiands og Skotlands og áfram til Kaup- mannahafnar, því Catalina- flugbátarnir hentuðu ekki til þessara ferða. Þeir voru hins vegar notaðir til innanlandsflugs og festi félagið kaup á tveimur slíkum til viðbótar. Þetta ár eign- aðist félagið sina fyrstu DC-3 flug- vél. Síðar fjölgaði DC-3 vélunum og við bættust Grumman Goose og Nordin Norseman flugvélar. Agnar Kofoed-Hansen er ný- lega kominn norðan frá Akur- eyri og skýrði hann Mbl. svo frá í gær að nokkrir framtaks- samir menn Á Akureyri hefðu safnað 25 þús. kromu til kaupa á flugvjel. . Fyrir þessa,. upphæð fæst 3—4 I sæta fIugvjel og. vautm' uú aðeins I gjaldeyrishtyíir'ug,:y,ei;ður þá hægt lað hefja í'lu£,,rij\iHj Akureyrar og llípvkjavíkur, ,h ;: . Þetta eru htýfjtu , .tijiwljn í hin- lum ungu fiugmálum seja [ mi vex stöðugt. þróttur. Úrklippa úr frétt Morgunblaðsins 3. júní 1937 um stofnun Flug- félags Akureyrar. Komið var upp skrifstofuaðstöðu f Kaupmannahöfn. 1948 — eignast félagið sfna fyrstu millilandaflugvél, Skymaster-flugvélina Gullfaxa. Eftir tilkomu Gullfaxa var auk fyrri staða hafið flug til Óslóar 1948 og flug til London ári siðar en félagið opnaði söluskrifstofur i báðum þessum borgum. 1950 — gerist félagið aðili að IATA, alþjóðasambandi flug- félaga og Grænlandsflug er hafið. Grænlandsflugið hefur alla tið síðan verið snar þáttur i starfi félagsins og hafði félagið á tíma- bili tvær véiar staðsettar á Græn- landi. Nú er þetta flug með tvennum hætti en það er áætlunarflug milli íslands og Narssarssuaq að nokkru í sam- vinnu við SAS og dagsferðir með ferðamenn frá Reykjavík til eyjunnar Kulusuk í Angmagsalik- firði. 1955 — um vorið flutti félagið viðkomustað sinn í Skotlandi frá Prestvick til Glasgow og varð þar með fyrsta flugfélagið utan Bret- landseyja til þess að hafa þar við- komu. Þá opnar félagið þetta ár söluskrifstofur í Stokkhólmi og Hamborg og hafið er flug þangað. Til Stokkhólms var þó aðeins flog- ið á sumrin en til Hamborgar var flogið allt til 1962. 1957 — eru keyptar tvær nýjar Vickers Viscount 759 skrúfuþotur og þetta voru jafn- framt fyrstu islensku flug- vélarnar, sem knúðar voru þrýsti- loftshreyflum og ennfremur búnar jafnþrýstibúnaði í farþega- rými. Vélar þessar voru fjögurra hreyfla og tóku 53 í sæti. Þær voru hraðfleygari en fyrri milli- landavélar og flugtíminn styttist verulega. Hleðslunýting í milli- landafluginu hækkaði út 58,4% i 75.5% og farþegaflutningar fyrstu fjóra mánuðina, sem þess- ar vélar voru notaðar, júkust um 46% miðað við sama tíma árið áður. 1962 er hafið áætlunarflug milli íslands og Bergen og ári síðar til Færeyja og þaðan áfrarn til Skandinaviu og Skotlands. Voru það fyrstu reglulegu flug- ferðirnartil Færeyja. 1965 — var þvi yfirlýst af hálfu forstjóra og stjórnar Flug- félagsins að stefnt væri að kaup- um á fullkominni millilandaþotu. Innanlandsflugflotinn var einnig endurnýjaður og kom fyrsta Fokker Friendship flugvélin til landsins 1965 en þær eru nú alls 5. 1967 — kom fyrsta þota Flug- félags islands og íslendinga til landsins en það var 24. júni og hóf hún áætlunarflug nokkrum dög- um siðar. A árunum eftir 1970 hefur félagið hafið flug til nokkurra erlendra borga. 1973 — ákveða hluthafafundir í Flugfélagi íslands og Loftleið- um að félögin skuli sameinuð en allt frá árinu 1970 höfðu að for- göngu ríkisstjórnarinnar farið fram viðræður um rekstrarsam- ræmingu félaganna og jafnvel sameiningu. Hinn 20. júlí 1973 var hlutafélagið Flugleiðir stofn- að og er það nú eigandi að Flug- félagi íslands og Loftleiðum. Tók hið nýja félag til starfa 1. ágúst. Viðburðarík og oft næsta spennandi saga 99 99 — TILDRÖG þess að ég hóf störf hjá Flugfélagi íslands, sem þá hét reyndar Flugfélag Akureyrar voru þau að í febrú- armánuði árió 1939 kem ég heim frá flugnámi i Bandaríkj- unum og réðst til Flugmálafé- lags íslands, sem þá átti eina einshreyfils flugvél af gerðinni Klemm. Þetta félag var áhuga- mannafélag og er enn starfandi og starf mitt var aðallega fólgið í því að kanna lendingarskil- yrði á Iandi á Suðurlandi. Um vorið ræðst Agnar Kofoed- Hansen, sem verið hafði starfs- maður Flugfélagsins hingað suður, sem lögreglustjóri I Reykjavík. Hann falaðist eftir því við mig að ég tæki við störf- um hans hjá félaginu og 3. júní 1939 eða fyrir 38 árum ræðst ég til Flugfélags Akureyrar sem flugmaður og framkvæmda- stjóri. Þannig fórust Erni Ó. John- son, núverandi forstjóra Flug- leiða h.f., orð er við ræddum við hann í tilefni 40 ára afmælis Flugfélags íslands. Þegar Örn ræðst til félagsins verður hann þriðji fasti starfsmaðurinn hjá félaginu en hinir voru Brandur Tómasson flugvirki sem enn starfar hjá Flugleiðum og Markús Sigurjónsson, sem nú er látinn. Fliótlega bættist Kristinn Jónsson í hóp starfs- mannanna en hann var allt til dauðadags starfsmaður félags- ins á Akureyri. Fyrst var Örn spurður að því hver hefðu verið helstu verkefnin i fluginu, þeg- ar hann hóf störf hjá félaginu? Líkt og óráðnu ævintýri væri lokið — Aðsetur félagsins var á Akureyri og þaðan var flogið með farþega og póst til Reykja- víkur og einnig mikið til Siglu- fjarðar. Eitt stærsta verkefnið var þó síldarleit úr lofti yfir sumarið og var þá flogið yfir miðin kvölds og morgna en þess á milli var flogið sjúkra- og leiguflug. Undirtektir við starf- semina voru fremur Iitlar og í fyrstu voru farþegarnir fáir enda ferðaðist fólk minna í þá daga. Ég er ekki kominn til með að segja að þarna hafi verið um að kenna hræðslu við flugið en sennilega hefur hún þó verið einhver. Þá var t.d. ekki óal- gengt að tekið væri hjartanlega í höndina á manni og þakkað fyrir flugferðina, li'kt og óráðnu ævintýri væri lokið. — I febrúarmánuði árið 1940 var félagið fyrir því óhappi að vél þess laskaðist en ákveðið var að gera við hana. Þá er jafnframt ákveðið að kaupa aðra sams konar vél og til þess þurfti aukið hlutafé, sem ekki var hægt að afla á Akureyri en í Reykjavik höfðu menn nú end- urheimt trú á fluginu. Þar var safnað auknu hlutafé og nafni félagsins breytt í Flugfé- lag íslands auk þess var aðsetur þess flutt suður. Nýja vélin var sett saman hér heima og var geymd nokkurn tima í flug- skýli, þar sem ekki fékkst leyfi hjá setuliðinu til að fljúga henni. Tilkoma fjarskiptatækja mestu viðbrigðin — Eins og oft áður varð lítil þúfa til að velta þungu hlassi, þvi þegar vélin hafði staðið i flugskýlinu í um tvo mánuði brotnaði tannhjól i sildarverk- smiðjunni á Raufarhöfn og þess var eindregið óskað að vara- hlutir fengjust sunnan frá Reykjavík sem fyrst. Undan- þága fékkst til að fljúga með varahlutina norður og ég fór með þá í nýju vélinni. Upp úr þessu fengum við leyfi til að fljúga henni, þó allt væri háð eftirliti setuliðsins. — Á þessum árum voru vél- arnar ekki búnar neinum fjar- skiptatækjum og þegar menn voru komnir i loftið gátu þeir ekki haft samband við neinn á landi. Við fórum gjarnan upp á veðurstofu og fengum veðurlýs- ingar á flugleiðunum og hringt var til bænda víðs vegar um land og spurt um skyggni og veður almennt. Það að fá fjar- skiptatæki i vélarnar eru kannski mestu viðbrigðin, sem orðið hafa í sögu flugsins hér, að því ógleymdu að vélarnar hafa stækkað margfalt og bún- ar mun fullkomnari tækjum. Einn farþegi í 50 sæta vél með 7 manna áhöfn — Með síðari heimsstyrjöld- inni komu auknir flutningar og undir lok hennar var aðalvand- inn að afla nægs flugvélakosts. Upp úr þessu hefst einnig milli- landaflugið. Farþegafjöldinn var þó ekki meiri en svo á ára- tugnum 1940 til ’50 að yfir vetr- armánuðina var farin ein ferð í viku til Prestvikur og Kaup- mannahafnar og þá var um það samningur milli Flugfélagsins og Loftleiða að við flygjum aðra vikuna og þeir hina. Einu sinni man ég eftir að hafa horft á eftir einum farþega fara upp í 50 sæta vél með 7 manna áhöfn til flugferðar yfir hafið. — Þrátt fyrir þessa byrjun- arerfiðleika hefur þó flugið náð traustri fótfestu hér á íslandi og íslendingar hafa gengið lengra í þeim efnum en aðrar þjóðir. Hér er flogið meira en annars staðar, miðað við höfða- tölu. Árið 1944 er stofnað nýtt flugfélag, Loftleiðir, og upp úr því verður um að ræða sam- keppni milli íslensku flugfélag- anna, sem á köflum átti eftir að verða hörð. Betur búnir undir að mæta erlendri samkeppni eftir sameininguna — Nú hafa þessi tvö félög sameinað krafta sína og fyrri samkeppnisaðilar vinna nú saman. Ég er ánægður með þessa breytingu og ég álít að mennirnir séu þannig gerðir að þeir geti auðveldlega aðlagað sig breyttum aðstæðum, ef þeir eru ekki fyrirfram I andstöðu við allar breytingar. Fyrst og fremst gildir þó að ofmeta ekki sjálfan sig. Með sameiningu fé- laganna hefur tekist að tryggja sess flugsins i íslenskum sam- göngum og við erum nú betur undir það búnir að mæta er- lendri samkeppni, sem við meg- um eiga von á og hefði orðið fyrr á ferðinni hefðu félögin ekki verið sameinuð. Flugstarf- semi í dag krefst mikils fjár- magns og þar hafa stærri félög- in yfirburði. Með sameining- unni hefur tekist að auka hag- ræðingu og hægt er að komast af með sameiginlega starfs- menn í sérhæfðum störfum. — Ég er ekki með þessu að segja að félögin hefðu ekki get- að starfað áfram án sameining- ar en félögunum hefði verið hættara við skakkaföllum og staðið verr að vígi i samkeppn- inni. Sameining félaganna á eftir að sanna ágæti sitt enn frekar í framtiðinni. — Um þaö hvenær nafniö Flugfélag íslands og hins vegar Loftleiðir verða lögð niður hef- ur ekkert verið ákveðið. Flug- leiðir var stofnað sem eignarfé- lag^ sem ætti bæði félögin en félögin eru rekin hvort með sínu nafni erlendis. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við viljum nýta það jákvæða, sem fylgir nöfnum félaganna erlendis, því þar hafa þau mikið verið kynnt. Þeirri kynningu viljum við ekki varpa fyrir róða. Hins veg- ár er starfsfólkið flest starfs- fólk Flugleiða. Breiðþotur ekki i notkun næstu 2 til 3 árin Um framtíðina er margt óráðið og þá sérstaklega eru ýmsar óljósar sveiflur í milli- landafluginu. Leiguflug af ýmsu tagi hefur farið vaxandi á siðustu árum og það er bæði jákvætt og neikvætt fyrir flug- samgöngur. Með því fæst há- marksnýting á vélum en verði leiguflug um of ráðandi kemur það niður á áætlunarfluginu. Þróunin i fluginu er ör um þessar rnundir og á fáurn stöð- um er eins áriðandi að stórar ákvarðanir séu teknar á réttum tíma. Við höfurn þvi ákveðið að fylgjast vel meö og breiðþotur verða ekki teknar í notkun hjá félaginu næstu 2 til 3 árin. Stefnan er aö fjölga viðkomu- stöðum erlendis og i sumar hefst flug til Parisar. — Innanlandsflugió er komiö í fastar skorður og ákveðið hefur verið að vera með óbreyttan flugvélakost á þeim leiðum um sinn. Flug- leiðir hafa keypt hluti i Flugfél- agi Norðurlands og Flugvélagi Austurlands og við vonum að það verði til góðs fyrir alla að- ila. Okkur sem að þessum mál- Rœtt við •• ' Orn 0 Johnson um störfum finnst enn mikið skorta á að hið opinbera standi sig nægjanlega vel þar sem það gripur inn í flugstarfsemina. Þannig búum við enn við gamla og óhentuga flugstöðvarbygg- ingu á Reykjavíkurflugvelli, mikið skortir á öryggisbúnað flugvalla úti á landi og flugaf- greiðslur vantar á flugvelli. Unt það hvort við höfum huga á að kaupa þotur til flugs á innan- landsleiðum er þvi til að svara að slíkt er ekki á næsta leyti. Bæði er að vegalengdir hér eru það stuttar og mikið vantar á að flugvellir séu þannig í stakk búnir að þeir geti mætt slikri breytingu. Það væri hugsanlegt að nota þotu á leiöinni Akur- eyri — Reykjavík en flugtím- inn styttist þó aðeins um stund- arfjórðung. - Það hefur vissulega verið viðburðarikt og oft á tíðum næsta spennandi að horfa á Flugfélag íslands vaxa og dafna. Stig af stigi hefur starf- semin aukist og hver áfangi fellur fljótt í skuggann fyrir nýjum. Þannig muna fæstir þá rniklu breytingu, sem varð er landflugið leysti sjóflugiö af hólmi fjarskiptabúnaður er orö inn sjálfsagður hlutur og öllutn finnst flug milla lánda eðlilegt, sagöi Örn að lokunt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.