Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977. 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. sfmi 10100. ASalstræti 6. sfmi 22480 ÁskrHtargjald 1300.00 kr. i mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Að allir búi sáttir við sitt r IræSu. er Sverrir Hermanns- son, alþingismaSur. flutti f um- ræSum á Alþingi hinn 26. aprfl sl. komst hann m.a. svo aS orSi: ,.Ég legg áherzlu á þaS, aS byggSastefn- an og framkvæmd hennar var aldrei ætluS til þess aS halla á einn eSa neinn heldur til þess aS rétta hlut strjálbýlis miSaS viS þéttbýli og dragi til þess aS framkvæmd hennar verSi til þess aS mismuna eSa halla á þéttbýliS þá erum viS ekki á réttri leiS og þá þurfum viS aS gá vel aS okkur." í sömu ræSu sagSi þingmaS- urinn ennfremur: ,, Málsmetandi menn hafa lengi veriS sammála um nauSsyn þess. aS landiS héldist allt f byggS, svo nýta mætti sem flest gæSi þess. Ennfremur hafa miklir vaxtarverkir fylgt hinum gffuriegu fólksflutningum til höfuSborgar- svæSisins frá strfSsbyrjun aS kalla. MeS framkvæmd byggSastefnunnar hin sfSustu árin hefur vfSa tekizt aS stöSva þessa þróun. Þó leifir ekki af aS svo sé t.d. á VestfjörSum og NorSurlandi vestra. Samkvæmt nýj- ustu upplýsingum um fiskfram- leiSslu og útflutningsverSmæti hennar yrSi þaS áfall fyrir þjóSarbú- iS tæplega f tölum taliS. ef VestfirSir færu f eySi, en óSfluga hefur stefnt f þá átt 3—4 sfSustu áratugina." Um þau sjónarmiS, sem fram koma f þessum tilvitnuSu orSum Sverris Hermannssonar, er enginn ágreiningur milli MorgunblaSsins og þingmannsins. Þótt Sverrir Her- mannsson leitaSi meS logandi Ijósi f þeim forystugreinum, sem birzt hafa f MorgunblaSinu slSustu mánuSi um vanda f atvinnulffi Reykjavfkur, get- ur hann ekkert fundiS, sem andstætt er þeim viShorfum, sem fram koma f tilvitnuSum orSum hans. Enda er þaS svo. aS MorgunblaSiS hefur alla tfS meS margvfslegum hætti veitt byggSastefnu öflugan stuSning og beitt þvf afli, sem þaS hefur yfir aS ráSa til þess aS efla skilning milli strjálbýlis og þéttbýlis og lagt áherzlu á aS brýna ..fyrir landslýSn- um nauSsyn sátta og samlyndis og lagt áherzlu á þaS staSreynd aS hag- ur landsbyggSar er hagur höfuSborg- ar og gagnkvæmt", svo aS enn sé vitnaS til orSa Sverris Hermannsson- ar f grein eftir hann hér f Morgun- blaSinu sl. föstudag. Raunar hefur MorgunblaSiS veriS málsvari þessar- ar stefnu I áratugi og barSist fyrir henni löngu áSur en Sverrir Her- mannsson tók aS sér umboS kjós- enda á Austurlandi. í Ijósi þeirrar einingar andans. sem rfkti meS MorgunblaSinu og Sverri Hermannssyni f byggSamálum er hann flutti ræSu sfna 26. aprfl og komst aS þeirri niSurstöSu, aS menn yrSu að gá aS sér, ef byggSastefna leiddi til þess aS hallaSi á þéttbýliS er undarleg sú niSurstaSa þing- mannsins 3. júnf sl. aS MorgunblaS- iS hafi „tekiS upp gamla Framsókn- aráróSurinn. Nú heitir þaS á sfSum þess, aS strjálbýlis sé hyglaS á kostnaS þéttbýlis suSvesturhorns landsins" og aS MorgunblaSiS hafi „fariS f smiSju til þröngsýnustu aft- urhaldsafla flokksins. sem ekki sjá inn fyrir ElliSaár eSa suSur fyrir Kópavogslæk". Skýringin á þessum kollhnfs Sverris Hermannssonar er nærtæk. MorgunblaSiS hefur vakiS athygli á þvf, aS svo öflug hafi veriS starfsemi AtvinnujöfnunarsjóSs, sem settur var á stofn í tfS ViSreisnar- stjórnar og skírSur upp og nefndur ByggSasjóSur f tfS vinstri stjórnar, aS tfmabært sé orSiS aS leggja ekki sfSur áherzlu á uppbyggingu undir- stöSuatvinnuvega þjóSarinnar á höf- uSborgarsvæSinu. í þessu felst auS- vitaS ekkert annaS en hrós og viSur- kenning á starfsemi Atvinnujöfnun- arsjóSs og ByggSasjóSs. En Sverrir Hermannsson virSist ekki geta skiliS þaS á þann veg heldur Iftur hann svo á. aS hér sé um aS ræSa gagnrýni á ByggSasjóS. Þvf fer auSvitaS fjarri og er óþarfi fyrir þingmanninn aS sýna slfka viSkvæmni f sambandi viS starfsemi ByggSasjóSs. enda þótt hann sé annar af tveimur „kommis- örum" Framkvæmdastofnunar og „ýmsir malarstrákar" hafi haft ýmis- legt viS þá ráSstöfun aSathuga. ÞaS er auSvitaS ástæSulaust meS öllu fyrir Sverri Hermannsson sem og ýmsa aSra þingmenn og forystu- menn hinna dreifSu byggSa landsins aS stökkva upp á nef sér, þótt Morg- unblaSiS leyfi sér aS draga athygli manna aS þvf, aS útgerS og fisk- vinnsla f Reykjavfk hefur dregizt svo mjög saman aSáhyggjum veldur. Ein af ástæSum þess er sú, aS þessar atvinnugreinar f Reykjavfk hafa ekki búiS viS sömu lánafyrirgreiSslu og sjávarútvegur og fiskvinnsla utan höfuSborgarsvæSisins um skeiS. Til þessa liggja einnig aSrar ástæSur, sem MorgunblaSiS hefur rækilega bent á, þótt ýmsir hafi kosiS aS horfa framhjá þvf. Önnur meginástæSan er t.d. vafalaust sú, aS hefSbundnum fiskimiSum Reykvfkinga hefur veriS lokaS vegna friSunaraSgerSa. Þess vegna hefur bátaútgerS dregizt mjög saman. Hins vegar er auSvitaS frá- leitt aS skýringin sé sú, aS Reykvfk- ingar kjósi heldur aS stunda „þægi- legri" störf eins og margvfslega þjónustustarfsemi. verzlun og kaup- sýslu, eins og haldiS hefur veriS fram f sumum landsbyggSablöSum og er ekki orSum eySandi aS slfkum mál- flutningi. ÞaS er ekki áhyggjuefni Reykvfk- inga einna heldur hlýtur þaS aS vera umhugsunarefni fyrir þjóSina alla, ef fbúar höf uSborgarinnar missa tengsl- in viS einn af undirstöSuatvinnuveg- um þjóSarinnar. HvaS sem IfSur öll- um umræSum um stóriSju og vonum manna um, aS smátt og smátt megi takast aS byggja upp öflugan iSnaS um land allt mun sjávarútvegur og fiskvinnsla til frambúSar verSa lykil- þáttur f atvinnulffi okkar og þaS er beinlfnis uppeldisatriSi fyrir þjóSina f heild, aS sú atvinnustarfsemi fari ekki sfSur fram á höfuSborgarsvæS- inu en annars staSar á landinu, enda á Reykjavfk sér langa sögu sem út- gerSar- og fiskvinnslubær og höfuS- máli skiptir aS svo verSi áfram. Bersýnilegt er, aS ýmsir forsvars- menn hinna dreifSu byggSa hafa skiliS skrif MorgunblaSsins um at- vinnumál Reykjavikur á þann veg, aS blaSiS vilji draga úr hlut sjávar- plássanna kringum landiS til þess aS efla hlut Reykiavfkur. Þetta er mis- skilningur. Eu:,'n ástæSa er til aS ætla, aS aukin áherzla á eflingu at- vinnulffs f Reykjavfk verSi til þess aS draga úr atvinnustarfsemi annars staSar, enda hefur áreiSanlega eng- um landsbyggSarmanni komiS til hugar aS vilja efla atvinnulff sinna byggSalaga á kostnaS atvinnulffs f höfuSborginni. Hér þarf eSlilegt jafn- vægi aS rfkja svo aS allir geti búiS sáttir viS sitt. ÞaS verSur hins vegar ekki, ef menn neita aS horfast f augu viS þá staSreynd, aS Reykjavfk getur Ifka átt viS sfn vandamál aS etja og um þau verSur aS fjalla eins og vandamál, sem upp koma f öSrum byggSalögum. ÞaS verSur aS ætlast til þess af forstöSumanni Fram- kvæmdastofnunar rfkisins, aS hann „heyi aS sér nægjanlegri þekkingu" um þau eins og önnur byggSavanda- mál. Prédikun í Dómkirkjunni síðastl. sunnudag, 5. júní Texti: Lúkas 8, 22—25. Það er stuttorð sjómanna- saga, sem ég las hér, hrakninga- saga eins og algengt er um sjó- mannasögur en engin hetju- saga beinlinis, svo sem þær sög- ur eiga helzt að vera sem þykja þess virði að færa þær i letur. Það er Lúkas, sem skrásetti þetta sögubrot eftir frásögn einhvers eða einhverra, sem voru með í þessari hættuför. Sami höf., Lúkas, átti siðar eftir að rita sjóferðasögu, miklu ýt- arlegri en þessi er, það er reyndar merkilegasta frásögn um svaðilför á sjó, sem til er í bókmenntum fornaldar. Sú frá- sögn er í Post. og i þeirri ferð, sem þar er lýst, var Lúkas með, hann var sjönar- og heyrnar- vottur að því, sem gerðizt um borð. Hann nefnir sig þó ekki, enda var hann aðeins fangi á því skipi eða fylgdarmaður fanga og það var enginn smá- bátur sem þar var á ferð heldur hafskip í langferð um Mið- jarðarhaf og þeir sem innan- borðs voru skiptu hundruðum. Jesús var ekki sýnilegur far- þegi í það sinn, eins og hann var í bátnum á Galíleuvatni. Það var þá þegar þó nokkuð siðan hann var krossfestur, dæmdur til að hverfa að fullu af sviði jarðar. En sá dómur mannanna fékk ekki að standa. Jeáus stóð skömmu siðar frammi fyrir lærisveinum sín- um upprisinn frá dauðum og sagði: Ég er með yður alla daga. Það reyndist svo. Hann var með í þeirri háska- för, sem Lúkas lýsir i Post., þó að hann væri þar ekki sýnileg- ur, hann bjargaði þar eins og hér. Og honum til vitnisburðar er sú saga skráð, eins og þetta guðspjall og eins og Nt. allt, línu f. línu, orði tii orðs. Guð- spjöilin ségja frá algengum hlutum. Þar er bátur á miði, fiskimaður með net, sauðamað- ur i haga, sáðmaður á akri, hús- freyja í eldhúsi, kaupmaður við búðarborð. Þar eru sjúkir menn og soltnir, glaðir menn og heilir, þar eru góðborgarar og glæframenn, valdsmenn og vesalingar, hnarrreistir oflátar í kappsiglingu lifsins og þar eru margir skipbrotsmenn. Og það er ekkert sérlega sögulegt eða merkilegt við neitt af þessu fólki út af fyrir sig, það er hinn grái almúgi eins og hann gerist á öllum tímum. En allar þessar augnabliksmyndir í guðspjöil- unum eiga einn sameiginlegan og einstæðan drátt og þunga- miðju: Jesús er þar. Og hann kemur ekki við sögurnar mörgu eins og sá, sem svífur á glæst- um fjöðrum fyrir mannlífinu með þess matargargi og vængjabaksi, hann blandar sér í hinn gráa múg, hann er þar hjá, sem púlsmaður erfiðar, þar sem fiskimaður fer í róður, þar sem sæóið grær og vex, þar sem smiður reisir hús eða kaupmað- ur skyggnir perlur. Hann er þar hjá sem konan mæðist við hversdagslega önn, hann er þar hjá sem börn eru að leik. Og hann sér bros föður sins, skap- arans, yfir öllu heilbrigðu lífi. Hann sér fegurð þar sem eng- inn sér neitt nema gráma hvers- dagsleikans. En hann heyrir og sér annað líka. Hann hlustar þegar holdsveikur, óhreinn, út- skúfaður, hvíslar hásum, brostnum rómi, hann sér og skerst í leik, þegar hórsek kona, staðin að misferli, sem dauða varðar, er færð til grýtingar, hann sér þegar ekkja lætur allt sem hún á, sinn eina, litla pen- ing í guðskistuna, hann sér og skerst I leik þegar dauðinn sviptir aðra ekkju aleigunni, einkabarni hennar, hann heyr- ir og svarar þegar dæmdur brotamaður beinir hinztu stunu til hans, hann heyrir og s.ér þau orð og verk, sem skarta i augum manna en storka Guði, hann sér tár og dóm föður sins, skapar- ans, yfir öllu afskræmdu lífi og lífsmáta. Og hann skipar sér við hlið mannsins í öllum sporum, alls staðar er hann kominn með höndina sína, með armana sina undir þá byrði, sem maður ber, hvarvetna sér hann manninn í múgnum, einstaklinginn, og þó sem hluta samábyrgrar heildar, og alltaf er það ein og sama spurning, sem lýsir úr augum hans og brennur á vörum hans: Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? Hvað má ég gjöra fyrir þig? Þannig ér Jesús með. Skiptir það einhverju? Já, það skiptir öllu, af því að Jesús er mynd hins ósýnilega Guðs. Hann er maður af holdi og blóði vissulega. En jafnframt imynd Guðs veru, hann er sá Guð, sem er kominn, ekki til þess að svífa yfir sorphaugum jarðnesks lífs, heldur til þess að verða bróðir. Bróðir allra, sem velkjast í skarninu, ljá þeim fjaðrirnar sinar, gefa þeim blóð úr æðum sínum, gefa þeim byr anda síns undir Iamaða vængi, lyfta þeim á eigin baki upp i heiðið eilifa þaðan sem hann kom. Þetta er Jesús Kristur, Guðs sonur, Drottinn vor. Þeir voru margir bátarnir, sem fóru um G : líleuvatnið stóra og fiskisæla, þar sem veðrabrigði geta verið snögg og viðsjál. Þar voru margir bátar fyrr og síðar, sem ýtt var úr vör og brýnt í naust, margir sem vögguðust á lognöldum og börð- ust við krappan sjó, margir sem misstu menn útbyrðis eða komu ekki aftur að landi. Svo hefur Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup: verið á öllum miðum og sjóleið- um um allan hinn víða heim. En svo bar við að Jesús steig út í bát. Það kom alloft fyrir, að hann steig I einhvern þessara mörgu sögulausu báta, og þá gerðist alltaf eitthvað, sem varð minnisstætt, sem geymdist alla tið í huga þeirra, sem með hon- um voru. Og það get ég sagt og það veit ég að margir geta borið um, að stund sem gefur mér það, að ég veit, að nú er Jesús hjá mér, slik stund gleymist ekki. Eitt augnablik fullrar vissu um nánd hans endist sem ævireynsla, eitt áþreifanlegt bænasvar —og þau eru mörg áþreifanleg — varir í vitund manns, og hver slik blessuð andrá er nóg til þess að maður getur ekki efast um hann, þótt stormar og öldur og myrkur steðji að og manni finnist að nú sé hann f jarri, nú vaki hann ekki, heyri ekki, bjargi ekki. Maður skynjar samt í djúpi hugans gegnum veðurdyninn og hríðarsortann enduróminn af orðum hans: Vertu ekki hræddur, ég er með þér, mér er gefið allt vald á himni og jörðu, min stund kemur, mitt sigurorð skal sýna sig og sanna. Litla siglingasagan varð stór. Hún varð saga um það hvernig Jesús sefar ótta og áhyggju og bægir háska frá. Og það er uppistaða hverrar sögu, sem af honum fer. Siðan hann kom í bátinn, þann bát, sem hvert jarðarbarn er munstrað á, síðan á það ekki að geta gleymzt, að mennirnir eiga góðan, um- huggjusaman, máttugan Guð yfir sér, að almættið, sem til- veran lýtur, er gæzka, elska, að Guð alheimsins er vinur manns- ins, bróðir hans í raun. Til þess var Jesús sendur inn Í þennan heim að hann skyldi birta þetta með orðum sínum og lífi. Og þess vegna eru frá- Þetta segir Drottinn þinn og sagan um bátinn, sem hafði hann innanborðs og hans mátt- arorð bjargaði, getur orðið saga þin, á að verða saga þín. Það gefi Jesús Kristur. Það megnar Jesús Kristur. Þessi staðhæfing er ekki grunnfært bjartsýnisgeip. Kristin trú er ekki svefnganga í álfhólum. Ég er ekki ugglaus farþegi á þeirri skriðmiklu Titanic sem nú siglir sinn sjó með mannkyn innanborðs. Mér er minnisstæð skopteikning í útlendu blaði um það bil, sem heimsstyrjöldin siðari var að skella á. Þar var bátur, fulltrú- ar þjóðanna innanborðs, bátur- inn er að sökkva að framan, borðin gengin sundur, sjór flæðir inn, og mennirnir í bark- anum áusa i ofboði. En í skutn- um sitja aðrir í makindum og fyllast af olíuborpöllum og olíu- leiðslum. „Neyzlan og hagvöxt- urinn verða að halda áfram“, stendur í merkri grein þýddri í Mbl. í dag, ,,og til þess að svo megi verða er gengið á náttúr- una eftir því sem þurfa þykir. Menn virðast ekki vilja skilja það, að þetta ráðslag getur ekki gengið endalaust. Það hlýtur að enda með skelfingu". Auðmagnið'er á blindandi spretti við að leysa orkukrepp- una svo nefndu, kreppu sem þö er fyrst og fremst fólgin í þvi, að boginn er þegar yfirspennt- ur og kominn að því að bresta, jörðin þolir ekki þann hagvöxt, sem búið er að gera að allsráð- andi hugsjón, skip mannkyns þolir ekki þann íburð og orku- sóun, sem fáir útvaldir á fyrsta farrými leyfa sér. Mér finnst því miður margt benda til þess, A s j ómannadegi sagnir guðspjallanna annað og meira en svipmyndir úr bar- áttusögu mannsins. Þær eru leiftursýnir sem gefa til kynna hvernig háttar un baráttu Guðs með manninum og fyrir mann- inn. Þær afhjúpa þann hug, sem heimunum stýrir, sem hefur gætur á þér í öldugangi lífsins, þær birta þá hönd, sem þú getur treyst, hvaða holskefl- ur, sem yfir kunna að ríða, þær opinbera þann Drottin, sem vill halda um stýrisvölinn á fleyinu þínu og leiða það til hafnar handan allra boða og bak við dauðans Svörtuloft. Þetta birtir Jesús, þess vegna vann hann þau hjálpar- og likn- arverk, sem vér nefnum krafta- verk, þess vegna skipaði hann vindum og vatni og lét það sjást, hverjum öfl náttúrunnar lúta, þess vegna gekk hann á hólm við sjúkdóma, hungur og dauða, þess vegna svipti hann grímunni af sviknum lifsvið- horfum og öllum meinvöldum í samskiptum manna. Og skip- brotið hans skelfilega, kross- inn, var úrslitaorðið frá hjarta- rótum föðurins, sem sendi hann og i honum er og það úrslitaorð segir: Með yður, skipreika börn á jörð, með yður á sökkvandi fleyi, sökkvapdi undan þunga blóðskuldar bræðraviga, lifs- svika, með yður niður í djúpið, þvi ég sleppi ekki fyrr en sigur er unninn og þér er borgið, ekki fyrr en börnin mín, jörðin min, sköpunin mín, á páskana með mér, upprisuna, friðinn, lífið með mér. segja sin i milli: Það var þó svei mér heppni, að lekinn kom ekki upp í okkar enda. Skop, sem er fjarri öllum veruleik, eða hvað? Ég efa það, þvi miður. Fiskimiðin við ís- land eru ekkert einkamál vorr- ar þjóðar eða núlifandi kynslóð- ar. Það matarbúr er meira en séreign fámennrar þjóðar I sveltandi heimi, og þó forsenda fyrir því, að hún geti lifað. Seint hafa menn vaknað hér, vonandi ekki um seinan. Illa gekk öðrum að skilja, að vernd- un miðanna við ísland væri allra nauðsyn. Það gagnar ekki þótt ausið sé í barkanum, ef blindni ræður i skut — eða öfugt. Mér er ekki fögnuður í hug við þá tilhugsun, að allur sjór hér á Norðurhveli eigi að að menn vilji ekki skilja þetta né annað margt, sem ógnar af mannavöldum, láti sér ekki skiljast það, enda þótt þegar sé komið í óefni. Og lærisveinar Krists í bátn- um, hvað um þá? Reyndar hefur kirkjan verið táknuð með bátnum i nauð, hún er ferjan, sem berst um úfið^ aldahaf með Drottin innan- borðs, björgunarbátur hans. Og áhöfnin þar, hin sýnilega, virð- ist oft allt annað en samhent, til hennar heyrist fnæs og hnuss úr nösum, sem minnir fremur á annað en andblæ úr æðri heim- um. Jesús spurði: Hvar ér trú yð- ar? Já, hvar er hún i dag? Framhald á bls. 19 Verðum að auka veiðar á fisktegundum, sem ekki hafa verið fullnýttar Matthfas Bjarnason flytur ræðu sfna á sjómannadaginn. Góðir íslendingar. Ég vil hefja mál mitt með því að árna öllum sjómönnum, heima og við skyldu- störf á hafi úti, heilla á sjómannadaginn 1977, sem er hinn fertugasti i röðinni. Astæða er til að fagna í dag, því þetta er fyrsti sjómannadagurinn sem haldinn er hátiðlegur siðan við islendingar feng- um viðurkennd í verki óskoruð yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar eftir nálega þriggja áratuga baráttu. Á grundvelli landgrunnslaganna um vísindalega verndun fiskimiðanna frá 1948 höfum við byggt útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, fyrst með 4 milna friðunar- svæði út af Norðurlandi á árinu 1950, síðan með útfærslunni í 4 milur árið 1952, í 12 mílur 1958, 50 mílur á árinu 1972 og lokaáfangann í 200 mílur hinn 15. október 1975. Þessar aðgerðir hafa ekki verið átakalausar, því þeirra vegna höfum við orðið að heyja þrjú þorska- strið, við höfum verið beittir viðskipta- þvingunum, löndunarbönnum á fiski og fiskafurðum og kærðir fyrir Alþjóða- dómstóli. Með samstilltu átaki höfum við sigrað í öllum þessum deilum og er þess skemmst að minnast þegar breskir tog- arar sigldu út úr fiskveiðilögsögunni hinn 1. desember á s.l. ári, en það tel ég að hafi verið staðfesting á lokasigri okk- ar, sem i raun vannst með samningnum við breta í Osló fyrir réttu ári. Forganga íslendinga Ég get ekki rætt um landhelgismálið án þess að nefna störf okkar á alþjóð- legum vettvangi á sviði hafréttarmála og á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, og vil minna á, að það var að tillögu íslensku fulltrúanna á ársfundi Sameinuðu þjóðanna árið 1948, sama ár- ið og landgrunnslögin voru sett, að alþjóðlegu laganefndinni var falið að rannsaka til hlítar hafréttarmál, en í framhaldi af því hófust Hafréttarráð- stefnur Sameinuðu þjóðanna, hin fyrsta á árinu 1958, önnur árið 1960 og hin þriðja árið 1974. Talið var að þeirri ráð- stefnu myndi ljúka á s.l. ári með alþjóð- legu samkomulagi um hafréttarmál, en í dag er engin leið að segja fyrir hvenær og hvernig verða lok hennar. íslensku fulltrúarnir hafa unnið frábært starf á þessari ráðstefnu og i frumvarpsdrögum sem fyrir liggja er gert ráð fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu og viðurkenndur réttur strandríkja til að ákveða hámarks- afla og getu þeirra til að nýta hann. Við gátum ekki beðið eftir alþjóðlegri viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilög- sögu, ástand fiskstofnanna leyfði það ekki, og þess vegna tókum við einhliða ákvörðun um útfærsluna i 200 mílur. Nú hafa flestar stórþjóðir heims fylgt for- dæmi okkar og þannig hefur 200 mílna reglan í reynd hlotið alþjóðlega viður- kenningu. Hver væri staða okkar ef við hefðum ekki ákveðið útfærsluna 15. júlí 1975? Enginn getur svarað þeirri spurn- ingu með fullri vissu, en ég bið menn að hugleiða hvaða áhrif útfærslan kann að hafa haft á ákvarðanatöku ýmissa nágrannaþjóða okkar í þessu efni. Meira að segja bretar og vestur-þjóðverjar hafa fært út fiskveiðilögsögu sina einhliða eins og aðrar þjóðir Efnahagsbándalags- ins. Þessar þjóðir hafa mikið lært frá þvi að þær kærðu okkur fyrir Alþjóðadóm- stóli fyrir að færa út fiskveiðilögsögu okkar þar sem ekki lá fyrir alþjóðasam- þykkt til þeirra aðgerða. Engum dylst að tilgangur okkar með útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefur frá upphafi verið sá að við nýttum hana einir, og að aðeins með þeim hætti gæt- um við beitt nauðsynlegri stjórnun í fiskveiðunum og ákveðið óhjákvæmileg- ar friðunaraðgerðir, en fiskveiðar hafa verið, eru og munu verða í næstu fram- tíð undirstaða efnahagslífs þjóðarinnar og allra framfara í þessu landi. Fiski- miðin eru mikilvægasta auðlind okkar sem okkur ber að nýta með skynsamleg- um hætti. Viö einir ákveðum hvað veiða megi. Samstarf þjóða um fiskvernd hefur lengi verið talið nauðsynlegt og óhjá- kvæmilegt, enda hafa verið starfandi ýmsar alþjóðlegar nefndir og stofnanir, sem unnið hafa að fiskvernd og beitt ýmsum þeim sömu aðgerðum og við beit- um nú eins og ákvæðum um hámarks- afla, möskvastærðir, lágmarksstærðir fisks en í þessum efnum nægir að nefna Norðaustur Atlantshafsnefndina, Norð- vestur Atlantshafsnefndina og Alþjóða hvalveiðiráðið, en auk þess hefur víð- tækt samstarf visindamanna innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins haft mark- verða þýðingu. Islendingar hafa um ára- bil tekið þátt í þessu samstarfi, og hefur enginn mér vitanlega talið það þarflaust. Það hlýtur öllurn að vera ljóst að við lifum ekki ein í þessum heimi og getum það ekki, ef við viljum lifa menningar- lífi. Vegna einhæfrar útflutningsfram- leiðslu erum við háðari alþjóðlegum samskiptum en flestar þjöðir aðrar. I þessum skiptum verðum við að sýna einurð og drengskap, og láta gerðir okk- ar stjórnast af því sem við teljum að þjóðarheildinni sé fyrir bestu. I því sam- bandi megum við ekki láta háværa þrýstihópa ráða gerðum okkar heldur kaldar staðreyndir og skynsemi. Ég hefi átt aðild að þeim samningum við erlendar þjóðir, sem gerðir hafa ver- ið síðan fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og tel engan vafa leika á því að rétt hafi verið að þeim staðið eins og á stóð — þeir hafi styrkt stöðu þess mál- staðar sem við styðjum á Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, fært okkur viðurkenningu á útfærslunni og fulla stjórnun innan fiskveiðilögsögunnar til hverskonar friðunaraðgerða og siðast en ekki sist stórlega dregið úr þeim afla er útlendingar áður tóku með ránshendi, þrátt fyrir frábæra frammistöðu land- helgisgæslunnar. Og eftir 1. nóvember n.k. munu erlend veiðiskip ekki stunda veiðar á Islandsmiðum nema um það hafi verið samið. Varðandi samninga eða hugsanlega samninga við önnur ríki um gagnkvæm fiskveiðiréttindi vil ég undirstrika þá skoðun mína, að hér eftir beri okkur að fylgja hinni mörkuðu stefnu á Hafréttar- ráðstefnunni, þeirri að við einir ákveð- um eftir vísindalegum niðurstöðum hve mikið megi veiða af hinum einstöku fiskistofnum, hve mikið við getum sjálf- ir veitt, og gerum aðeins samninga um það magn sem umfram kann að vera og þá aðeins á gagnkvæmnisgrundvelli. Samningar við færeyinga hafa sérstöðu. I minum huga eru þeir ekki útlendingar heldur vinir og frændur, sem eiga sterk itök í hug og hjarta íslensku þjóðarinn- ar. Stjórnun á fiskveiðunum Stjórnun fiskveiðanna hefur verið mjög á dagskrá allt þetta ár og eru skoðanir manna í þessum efnum mjög skiptar. Umræða um þessi mál hófst fyrst og fremst eftir útkomu „svörtu skýrslunnar“, frá 13. október 1975 en hún var í raun svar Hafrannsóknastofn- unarinnar við bréfi sjávarútvegsráðu- neytisins nokkrum dögum áður, þar sem ráðuneytið bað um tölulegar upplýsing- ar um ástand fiskistofnanna og æskileg aflamörk, en fyrsta aðvörunin barst á árinu 1972. Fyrsta skilyrði þess að geta haft fulla stjórnun á fiskveiðum við Island var að fá viðurkenningu á 200 milna fiskveiði- lögsögunni, og verður þeirri fisk- verndarviðleytni best lýst með tölum. Fram til ársins 1969 tóku útlendingar um og yfir 50% af öllum botnfiskafla á íslandsmiðum. Árið 1973 varð hlutdeild okkar um 59%, árið 1975 um 69%. Á s.l. ári er hlutdeild okkar í heildar botnfisk- aflanum talin 74% og 80,3% af þorskafl- anum og það sem af er yfirstandandi ári er tilsvarandi tölur 93% og 99,4% hvað þorskinn einan varðar. Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs í fjölmiðl- um og talið að ekkert hafi verið gert i fiskverndarmálum og að stjórnun fisk- veiðanna hafi hingað til verið algjört kák. Ljóst er að þessir aðilar hafa ekki orðið að þola neinar aðgerðir stjórnvalda i þessum efnum, þeir eru hvorki sjó- menn né útvegsmenn en flestir þeirra bera „fræðingsins“-titil. Sjómönnum og útvegsmönnum er ljóst að ef mikið hefði verið gengið lengra hefði orðið stór samdráttur í atvinnu víðsvegar i sjávarútvegsbyggðarlögum. Það hefði leitt af sér stórminnkandi þjóðartekjur og gífurlegt atvinnuleysi, þá væri nú ekki möguleiki á kauphækk- unum heldur hefði blasað við kauprýrn- un og þá hefði ekki staðið á mótmælum þeirra spekinga sem hæst hafa talað þegar röðin var komin að þeim að fórna af sinu til samfélagsins. Aukið aðhald og eftirlit Árlega hafa verið settar reglugerðir um sild- og loðnuveiðar, lágmarksstærðir fisks og nú síðustu árin aflakvóta á síld og eru þær veiðar háðar leyfisveitingum stjórnvalda. Margháttaðar takmarkanir eru á öðrum veiðum. Þannig eru árlega ákveðnir aflakvótar á skelfiski, rækju og humar, en allar eru þessar veiðar háðar takmörkunum og leyfum stjórnvalda. Sama gildir um veiðar á loðnu, spærlingi og kolmunna í flottroll auk hvalveiða, grásleppuveiða og veiða i dragnót. Lág- marksstærð fisktegunda hefur verið aukin samfara aukinni möskvastærð, þannig hefur lágmarksstærð á þorski sem leyfilegt er að veiða verið hækkuð úr 34 cm í 50 cm á tveimur og hálfu ári. Á sama tíma hefur möskvastærð í pok- um togveiðafæra verið aukin úr 120 mm í 155 mm og í pokum dragnóta úr 135 mm i 170 mm. Ákveðin hafa verið stór friðunarsvæði, sem eru lokuð öllum veið- um og önnur fyrir veiðum með botn- og flotvörpu og er nú svo komið að veru- legur hluti af togslóðum fyrir Norður- og Norðausturlandi eru lokaðar allt árið. Auk þessa hafa verið teknar upp skyndi- friðanir á tilteknum svæðum ef vart verður mikils smáfisks, en slíkar friðan- ir hafa staðið mánuðum saman. Settar hafa verið reglugerðir og sam- þykkt ný lög til aukins aðhalds og eftir- lits og ráðnir 7 trúnaðarmenn til að fylgjast með veiðum og búnaði skipa, err þeir fara fyrirvaralaust í veiðiferðir með skipum og bátum frá öllum landshlut- um. Sjómenn og útvegsmenn þekkja allar þessar aðgerðir. enda bitna þær oft hart á þeim í minni afla og auknum tilkostn- aði en samt er nauðsyn á göðu samstarfi í þessum efnum, þvi þær varða fram- tíðarhagsmuni okkar allra. Náið samstarf hefur verið við Haf- rannsóknastofnunina og Fiskifélag Islands um allar þessar friðunaraðgerðir og tel ég að tekið hafi verið fullt tillit til allra tillagna fiskifræðinga um friðunar- aðgerðir, aðrar en að setja hámarkskvóta á þorskaflann. Ég treysti mér ekki til að setja slíkan Framhald á bls. 19 Ræða Matthíasar Bjamasonar sjáv- arútvegsráðherra á sjómannadaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.