Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1977. Herlög numin úr gildi í Pakistan Islamabad — 7. júní — AP. HERLÖG voru numin úr gildi I Karachi, Lahore og Ilyderabad I dag, sem var þriðji dagur við- ræðna Ali Bhuttos forsætisráð- herra við st jórnarandstöðuna. Haft var eftir Bhutto að með til- liti til framvindu viðræðnanna væri ástæða til að aflétta herlög- unum þegar f stað. Herlög voru sett f ofan- greindum borgum 21. aprll s.l. en þar féllu flestir þeirra rúmlega 300, sem urðu fórnarlömb blóð- baðsins f landinu eftir þingkosn- ingarnar f vor. Talsmaður forsetans sagði á fundi með fréttamönnum í Islamabad í dag, að viðræður stjórnarinnar og Þjóðarbanda- lagsins gengju með ágætum, og hefði stjórnarandstöðunni verið tilkynnt á fundinum í dag, að frá þvi að Bhutto tók ákvörðun um að sleppa pólitiskum föngum fyrir helgina, hefðu 12.900 manns verið leystir úr haldi. Sáttatillögurnar sem Bhutto lagði fram á fundinum með full- trúum Þjóðarbandalagsins í gær voru annars vegar að þá lund að haldnar verði nýjar kosningar undir núverandi stjórn með sömu frambjóðendum og kosið var um í kosningunum 7. marz s.l. — án nýrrar kosningabaráttu, og hins vegar að haldnar verði nýjar kosningar að undangenginni kosningabaráttu og hafi flokkar þá leyfi til að skipta um frambjóð- endur að vild. Telja þeir, sem eru Kindur heimtar Laiiirahn-kku. Breiðavíkurhreppi — 7 júní. OLGEIK Þorsteinsson, bóndi i H:marsendum í Breiðuvíkur- hreppi, heimti óvænt kindur af fjalli seinni hlutann í maf. Þarna var á ferð ær, sem hafði verið með tvö lömb sl. sumar, hrút og gimbur og voru þau bæði með henni þegar kindin fannst. Ærin var auk þess borin og hafði átt tvö lömb en annað drepizt — af völdum fugls eða dýrbfts. Gimbrin var með lambi en ekki borin. Kindurnar voru i sérlega góðu ásigkomulagi þegar þær fundust í Mólsdal í Neshreppi utan Ennis og var það Sæmundur Kristjáns- son sem fann þær. Þarna hafa þær verið í vetur, og komizt í mjög góða haga, enda snjólétt á þessum slóðum vetrarmánuðina. — Valdimar. r Jón L. Arna- son á mót í Bandaríkjunum TAFLFÉLAG Reykjavfkur hefur ákveðið að bjóða íslandsmeistar- anum, Jóni L. Árnasyni, á opið skákmót f Philadeiphia f Banda- rfkjunum, en mót þetta hefst 30. júnf n.k. Mótið er haldið í Sheraton- hótelinu í borginni og verða tefld- ar 9 umferðir samkvæmt Monrad- kerfi. Er mót þettaata kallað „World Open“, og er ljóst að þátt- taka verður geysimikil. Verðlaun nema alls um 5,2 milljónum ís- lenzkra króna og fyrstu verðlaun eru tæpar 400 þúsund íslenzkar krónur. Áformað er að Jón tefli á Norðurlandamótinu í skák í sumar og að hann taki þátt i heimsmeistarakeppni unglinga í haust. hnútum kunnugir, að síðari kost- urinn sé vænlegri fyrir stjórn Bhuttos, en það hafi hins vegar þann ókost frá sjónarmiði stjórnarandstöðunnar, að dragast kunni um allt að einu ári að kosn- ingar fari fram. Verði niður- staðan sú að taka fyrri kostinn hafi stjórnin fremur möguleika á að koma i veg fyrir fylgishrun, en þá geti kosningarnar farið fram þegar eftir nokkrar vikur. — Pólýfónkór Framhald af bls. 2 meginhluta kostnaðar úr eigin vasa. Þó gerir kórinn enn eitt átak í fjáröflunarskyni, áður en ítalíuferðin hefst, sem vonast er að verði vei tekið af almenn- ingi, og gefur um leið enn eitt tækifæri til að njóta söngs kórs- ins í nokkrum fegurstu verkum tónlistarinnar. Það verður tii nýlundu i hátíðarhöldunum 17. júní að Pólýfónkórinn heldur tónleika í Háskólabíói og flytur ásamt hljómsveit og einsöngvurum Gioríu og Vivaldi og Magnificat eftir Bach. Þriðja verkið á efnisskránni er konsert í d—moll fyrir tvær einleiks- fiðlur og hljómsveit eftir J.S. Bach. Einleikarar verða Rut Ingólfsdóttir sem jafnframt er konsertmeistari hljómsveitar- innar og systir hennar María, sem kemur frá Bandaríkjunum til að taka þátt í hljómleika- haldinu hér og á ítalíu. Ekki er vitað til að þetta stórfagra verk hafi verið leikið hér áður af islenzkum tónlistarmönnum. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 5 síðdegis, ættu að verða þægileg og skemmtileg hvild og tilbreyt- ing frá útihátíðahöldum dags- ins. Síðustu hljómleikar kórs- ins hér á landi undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar verða miðvikudaginn 22. júní I Há- skólabíói og verður þá flutt ora- torían Messías eftir Hándel, eitt vinsælasta og fegursta tón- verk allra tíma. Mörgum mun minnisstæður flutningur verks- ins undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar árið 1975, og munu færri en vilja fá tækifæri að hlýða á verkið í túlkun hans, Pólýfónkórsins, hljómsveitar og brezkra einsöngvara í fremstu röð, því nú verður flutningurinn ekki endurtek- inn. Einsöngvarar verða Kathleen Livingstone, sópran, Ruth Magnússon, alto, Neil Mackie, tenór og Michael Rippon, bassi. Pólýfónkórinn hefur árum saman gefið áheyr- endum sínum kost á að hlýða á valda tónlist gegn vægu gjaldi. Aðgangseyrir að þessum styrktartónleikum verður hækkaður í kr. 2000 fyrir tón- leikana 17. júní og kr. 3.000 að Messíasi 22. júní. Áskrifendur að báðum tónleikunum greiða kr. 4.000 fyrir báða tónleikana og má panta miða í síma 20100 og 26611. Fullyrða má, að Reykvíking- um gefst kostur á eftirminni- legum tónleikum þessa daga og jafnframt eiga þeir þess kost að styrkja kórinn til stærsta hljómleikaferðalags, sem farið hefur verið frá íslandi til þessa. Kórinn mun syngja 8 sinnum í 7 borgum It ’íu og í ráði er, að hljómleikarnir verði kvikmynd- aðir og hljóðritaðir fyrir ítalska sjónvarpið. Hér er því um land- kynningu að ræða, sem mikils má af vænta og full ástæða til að styðja í verki. — Korkurinn Framhald af bls. 32 frádráttar komi gæsluvarðhalds- vist hans, 78 dagar. Ákærði greiði einnig 900.000 kr. í sekt til ríkis- sjóðs og komi 6 mánaða fangeisi í sektar stað, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Upptæk skal til rikissjóðs eftirtalin mynt: A: 68.100 ísl. krónur B: 16 ensk pund C: 200 spánskir pesetar D: 845 hollensk gyllini E: 220 bandarískir dalir F: 1 kanadiskur dalur. Einnig skal upptækt til rikissjóðs jafnvirði 4.500 bandarískra dala úr við- skiptareikningi nr. 30934 og 6.650 bandarískra dala úr viðskipta- reikningi nr. 31233, báðum við Champlain Valley Federal Sav- ings and Loan Association, Mal- one, New York BNA. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar af kr. 90.000 í saksóknarlaun til ríkissjóðs og kr. 110.000 sem réttargæslu- og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns hdl. Páls A. Pálssonar." Svo sem fram hefur komið í Mbl., lagði unnusta Smiths pen- ingana inn á bankareikninga í Bandarikjunum. Stúlka þessi, Barbara Burl, fer nú huldu höfði og er talið að hún hafi tekið pen- ingana með sér, svo það gæti orðið erfitt fyrir íslenzk yfirvöld að ná þeim i sína vörzlu. — Ferðamenn Framhald af bls. 32 Hótel Loftleiðum, kvað einnig áhrifa þessa óvissuástands þegar vera farið að gæta varðandi rekst- urs þess hótels og benti m.a. á að nýtingin í maí sl. hefði verið lak- ari nú en í sama mánuði í fyrra. Kynnu menn þar ekki aðrar skýr- ingar en þær að óvissan um verk- fallsaðgerðir hefði þar haft sin áhrif. Hins vegar kvað hann bók- anir fyrir júnímánuð hafa staðist allvel til þessa en á það atriði færi þó ekki að reyna fyrir alvöru fyrr en lengra liði á mánuðinn. — Vonir Ecevits Framhald af bls. 1 það verði fyrr en eftir einn til tvo daga. Demirel sagði um þá yfirlýs- ingu Ecevits að hann ætlaði að mynda stjórn: „Enginn getur lýst sig forsætisráðherra". Hann sagði að þar sem enginn flokkur hefði fengið meirihluta væru „þeir sem héldu að þeir hefðu meirihluta í hlægilegri aðstöðu". Hann sagði að hægriflokkar hefðu til samans fengið stuðning meirihluta kjósenda. Sérfræð- ingar telja að Réttlætisflokkur Demirels fái 187 eða 188 þingsæti, Þjóðernisflokkurinn 16 eða 17 og Hjálpræðisflokkurinn 23 til 26 þingsæti. Miklar bollaleggingar eru hafn- ar um myndun samsteypustjórnar þótt flokkur Ecevits hafi sagt að hann ætli að stjórna einn. — Hreinsað til Framhald af bls. 1 hús í bænum eyðilagðist í spreng- ingu í gær og orkuver og endur- varpsstöð voru sprengd í loft upp um helgina. Samkvæmt Gallup- skoðanakönnun frá Miðflokka- sambandi Suarezar forsætisráð- herra og jafnaðarmannaflokkur Felipe Gonzales álika mikið fylgi í kosningunum en kommúnistar verða í þriðja sæti. Hins vegar hefur helmingur kjósenda ekki gert upp hug sinn samkvæmt skoðanakönnuninni. Kjörsókn mun verða um 80%. — Begin falin stjórnarmynd- un í ísrael Framhald af bls. 1 menn kölluðu heriið sitt til baka að vopnahléslinunni, sem hefði verið í gildi fyrir sex daga striðið 1967, svo og þátttöku hinna svo- kölluðu Frelsissamtaka Palestínumanna í friðarviðræð- um. Begin kvaðst þó ekki vilja draga dul á að alvarlegur ágrein- ingur væri milli Likud-manna og Verkamannaflokksins, en sagði að viðsjár í þjóðmálum samein- uðu þessa flokka. Helzti ágreiningur flokkanna varðar þá afstöðu Likud-manna að vilja undir engum kringum- stæðum yfirgefa vesturbakka Jórdanár, en Verkamannaflokk- urinn aðhyllist ýmisskonar mála- miðlun varðandi slíkar ákvarðan- ir í samræmi við tilslakanir, sem Arabar kunna að fallast á i hugs- anlegum friðarsamningum. Flokkur Yadins hefur að mörgu leyti sömu stefnu og Verka- mannaflokkurinn hvað snertir friðarsamninga, og telja stjórn- málaskýrendur, að hann kunni að geta stuðlað að málamiðlun og gegni þannig úrslitahlutverki við myndun þjóðstjórnar. — Hvar er Amin? Framhald af bls. 1 kvæmlega með umferð um flug- velli i Úganda, segja, að þar hafi engin flugvél hafið sig til flugs um það leyti sem útvarpið í Kam- pala skýröi frá brottför Amins. Sé Amin hins vegar á ferðinni er talið að flugvélin sé libýsk og að Arabarikið umrædda sé Libýa. í Lundúnum voru embættis- menn með böggum hildar vegna yfirvofandi heimsóknar Amins í allan dag. Bretar hafa gefið Amin í skyn svo ekki verður um villzt að nærveru hans í Bretlandi er ekki óskað, og koma þar ekki aðeins til greina siðferðileg sjónarmið og öryggisvandamál, heldur óttinn við að Amin varpi skugga á hátíð- arhöldin vegna aldarfjórðungsaf- mælis drottningarinnar á valda- stóli, svo og samveldisráðstefn- una. — Fiskurinn Framhald af bls. 13 um í fyrsta flokk og 4% í annan. Stórfiskur var 32,19% aflans, 59,38% voru millifiskur á bilinu 54—70 sm og 8,43% voru á bilinu 50—54 sm. Kaldbakur kom út með 96% þorsksins í fyrsta flokk og alla ýsuna, en 4% af þorskinum fóru i annan flokk. Af þorskinum voru 61% 75 sm og yfir og 35% á bilinu 54—74 sm. 4% voru á bilinu 50—54 sm. Af ýsunni voru 75% 54 sm og yfir og afgangurinn á bilinu 40—53 sm. Ufsinn.sem fór allur í fyrsta flokk, skiptist 61% 85 sm og yfir og 39% 54—84 sm. Um Sléttbak er litið að segja þarna, því hann fór ekki út fyrr en 30. desember. Þó er rétt að geta þess að 92% af þorskafla hans og allur ýsuaflinn fóru í fyrsta flokk og af þorskinum reyndust aðeins 4% 50—54 sm, en 63% 75 sm og yfir. Þegar þessar tölur eru lesnar og haft í huga, að allt að 10% þorsk- aflans mega vera á bilinu 43—50 sm. Af þessum undirmálsfiski er ekki eitt einasta kiló á þessum nótum og þá stendur nú lítið eftir af fullyrðingunum um geysilegt smáfiskadráp þarna vestra um áramótin." — „Kem til að taka upp þráðinn,, Framhald af bls. 1 og fremst Bretar, sem beita þrýstingi v í von um að fá aðgang að íslands- miðum, en Gundelach heldur því hins vegar eindregið fram, að hann fari ekki til Reyikjavíkur af þeirri ástæðu. T:ki málin þá stefnu að Frank Judd gleymi hlutverki sínu sem full- trúi EBE og láti þess gæta um of, að hann er brezkur ráðherra, er sagt að hann verði hinum þaulreynda Gundelach ekki erfiður Ijár í þúfu. í bækistöðvum EBE segja menn að Judd viti ekki ýkja mikið um fisk, heldur sé hann sérfræðingur í mál- efnum Afríku. Hann var á sínum tíma andvígur aðild Breta að EBE, en þeir sem, þekkja hann vel, segja, að hann hefði vart barizt til síðasta blóðdropa fyrir skoðanir sínar á þeim málum — Járnblendi- félagið Framhald af bls. 15 Elkem-Spigerverket a/s, ekki i ábyrgð fyrir láninu. Á hinn bóg- inn hefur verið gerður samningur milli félagsins og hluthafa þess, þar sem hluthafarnir taka að sér að tryggja útvegun á nægilegu fjármagni handa félaginu til að ljúka við byggingu verk- smiðjunnar. Er þetta svonefndur lúkningarsamningur, gerður með heimild í 6. gr. laga um járn- blendiverksmiðju í Hvalfirði. Var hann undirritaður hinn 31. mai s.l., og á bankinn aðild að honum. Frá íslenska jðmblendifélaginu hf.) — Niðursetningu á túrbínum... Framhald af bls. 2 Að sögn Halldórs hefur túrbina nr. 1 reynzt mjög vel það sem af er og engir tæknilegir gallar kom- ið fram á henni enn, en ekki hef- ur verið hægt að keyra hana á fullu álagi, þar sem vatnsborðs- hæð I Ióninu er ekki komin í fulla hæð enn og verður vart fyrr en í ágúst, þegar búið verður að þétta lónið fullkomlega, þ.e.a.s. ef ein- hver leki kemur fram í veggjum þess. — Sjónvarpsmynd Framhald af bls. 32 stjóra sjónvarpsins, verður þar m.a. rætt um hugmynd for- ráðamanna islenzka sjónvarps- ins um samvinnu milli norska og íslenzka sjónvarpsins um að semja sérstaka dagskrá um Snorra Sturluson, sem sýnd verði áramótin 1978—79 í til- efni 800 ára afmælis Snorra. — Fréttaritari. — Piltum bjargað Framhald af bls. 2 skammt þar frá sem bátnum hvolfdi. Svo vel vildi til að einn af félögum Hjálparsveitar skáta var í húsinu þar sem bát- urinn er geymdur og hratt hann bátnum á flot ásamt feðrum piltanna og kom lög- reglan að í því. Fór faðir annars piltsins, lögreglumaður og maðurinn frá Hjálparsveitinni út að skútunni og náðu í strák- ana. Gekk sú ferð vel og fóru piltarnir heim til sín og hresst- ust brátt. Hins vegar tók nærri tvo tíma að ná skútunni á land. — Minning Þóra Framhald af bls. 23 sem hún vissi að þrufti hjálpar með. Fórnarlund hennar var óvenjuleg og oft furðaði maður sig á þvi, hve mikið hún lagði á sig, stundum sárlasin, til að hlúa að öðrum, eða til að létta þeim erfiðið. Það var hennar aðals- merki alla ævi að hjálpa öðrum og hlúa að þeim sem á hjálp þruftu að halda. Þóra varð bráðsvödd heima hjá sér, laugardagskvöldið 28. mai. Hún var búin að elda matinn þeg- ar kallið kom. Hún hafði notað kvöldið til að skjótast upp á spít- ala, til að hitta þar og gleðja dótturdóttur sina og nöfnu. Þóra var hress og kát, henni leið vel, hún var að hlúa að öðr- um, hjálpa fram á siðustu stund. Ferð Þóru yfir móðuna miklu verður ekki erfið, fólk með slíkt hjartaþel fær góða heimkomu. Þakkarhug minn til kærrar tengdamóður minnar get ég ekki túlkað svo sem ég vildi. — Þvi segi ég aðeins: Þökk fyrir þennan röska aldar- fjórðung, sem leiðir okkar hafa verið samofnar. Himnaföðurinn veitti henni ríkuleg laun fyrir sín mörgu góðverk. Hjalti Pálsson. Kveðja frá samstarfsfólki í dag er kvödd hinstu kveðju frú Þóra Ágústsdóttir, Bárugötu 37, sem lézt 28. maí s.l. Við, sem störfum hjá Dráttarvélum hf. og kynntumst Þóru á liðnum árum, munum sakna hennar og sér í lagi hressilegs skaps og lífsgleði, sem einkenndi hana í ríkum mæli. Við munum ávallt minnast Þóru og þeirra mörgu ára, sem við áttum samleið með henni. Eiginmanni Þóru, Karli Jóns- syni, fyrrv. skipstjóra, börnum þeirra, tengdabörnum, barna- börnum svo og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð og erum þess fullviss, að minning- in um hjartahlýju hennar og lífs- gleði muni milda sorg þeirra. Arnór Valgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.