Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977.
25
fclk í
fréttum
..Kru þau fkki sniöuíí", s»>gja K'*nilu
konurnar af elliheimilinu o« hópasl
krinKuni systkinin \iö inni>anKÍnn I
sirkusinn.
Minnstu systkin í heimi
Fólk veigrar sér jafnvel ekki við að kfkja inn um glugga til að sjá þessi smávöxnu systkini.
+ Hópur blaðamanna og ljósmyndara beið
spenntur á flugvellinum í Frankfurt eftir að
vélin frá Stuttgart lenti. Þvf með henni áttu þeir
von á minnsta manni f heimi og tveim systkin-
um hans örlftið stærri. En blaðamennirnir urðu
fyrir vonbrigðum þegar fólkið streymdi út úr
vélinni þvf allir sem út komu virtust mjög
eðlilegir hvað stærðina snerti. Einn Ijósmyndar-
inn fór inn f vélina þegar allir voru komnir út.
Kannski þetta hefði verið einhver misskilning-
ur. En f aftasta sætinu f flugvélinni sem rúmar
253 farþega sátu systkinin þrjú eins og litlar
dúkkur. Elstur systkinanna er Suleyman Eris.
Hann er 24 ára og er minnsti maður í heimi,
aðeins 78 sm. Bróðir hans, Ibrahim, sem er
þrem árum yngri er 85 sm. og systirin Saye 18
ára er 95 sm. Þau koma frá Tyrklandi þar sem
þau eiga þrjár systur og einn bróður sem öll eru
eðlilega vaxin. Þau eru komin til Þýskalands til
að vera skemmtikraftar f sirkus. Þar fá þeir
vagn tii að búa í sem er innréttaður með tilliti
til smæðar þeirra.
Sjaldan er hægt að sjá það á þessu smávaxna
fólki þegar það fæðist hver örlög þess verða. í
dag er hægt að koma í veg fyrir að þessi börn
hætti að vaxa þegar einkennin fara að koma í
ljós. En hvernig átti Eris-fjölskyldan sem bjó f
afskekktu tyrknesku þorpi að hafa hugmynd
um að eitthvað væri til sem héti vaxtarhormón-
ar? Eftir myndunum að dæma vekja þessi þrjú
minnstu systkini í heimi mikla athygli hvar sem
þau fara.
Það er lfka gaman að vera áhorfandi f sirkus.
Það eru margs konar erfiðleikar sem verða á vegi
Suleymans, svona glös eru t.d. allt of stór til að
hægt sé að halda á þeim.
óvenju mikið
um mislinga
„ÞAÐ ER óvenju mikið um misl-
ingatilfelli um þessar mundir f
borginni, en þrátt fyrir aukning-
una er faraldurinn ekki mjög út-
hroiHHnr “ sap>ði Skúli Johnsen
borgarlæknir í samtali við Mbl. f
gær. Kvað Skúli stutt sfðan misl-
ingafaraldur hefði verið á ferð-
inni og því væru litlar líkur til
þess að um mikla útbreiðslu yrði
að ræða nú. Aðspurður sagði
borgarlæknir að lítið væri um
pestir í borginni og heilahimnu-
bólgutilfelli hjá börnum hefðu
ekki komið upp í marga mánuði.
STERKUR
vamarleikur!
Vinnuvélar verkfæri og bifreiðar, sem eru stöðugt í
notkun úfi í umhleypingasamri og óblíðri veðráttu
láta fljótt á sjá. Vinnuhæfni og verðmæti tækjanna
minnkar ef ekkert er að gert.
Þetta vandamál verður ekki leyst í eitt skipti fyrir öll
- en stöðugt viðhald með Hörpu-vinnuvélalakki er
sterkasti varnarleikur sem völ er á til þess að sigrast
á þessum vanda.
Hörpu vinnuvélalakk er slitsterkt og ódýrt,
og fæst í málningarverslunum um land allt.
Thames and Hudson,
London
8—16 June 1977
Stór sölusýning á listaverkabókum í
BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR
Hafnarstræti 9 og
BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR
Hafnarstræti 4 (uppi)
\