Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977.
5
Rektot M.R.
ánægður
„Höfuðatriði eru nafn og séreinkenni”
FYRIR sfðustu helgi kom það
fram I samtali Mbl. við mennta-
málaráðherra að hann er and-
vígur nafnbreytingu á Mennta-
skólanum í Revkjavík — M.R. t
gær spurði Mbl. Guðna Guð-
mundsson rektor Menntaskól-
ans um hvort hann hefði verið
ánægður með svör Vilhjálms
Hjálmarssonar ráðherra.
„Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með yfirlýsingu hæst-
virts menntamálaráðherra,“
sagði rektor, „að hann sé and-
vígur nafnbreytingu á Mennta-
skólanum i Reykjavík, þar með
tel ég mig hafa ástæðu til að
ætla, að inntak skólans fái einn-
ig að halda sér, þ.e.a.s. að hann
verði ekki gerður að hluta af
einhverju „fjölbrautakerfi“ í
mið- og vesturbæ, eins og tillög-
ur liggja fyrir um.“
En úr því blaðið vekur máls á
þessu við mig, langar mig að fá
að bæta við:
„Ég tel það höfuðatriði, að
skólinn haldi nafni sínu og sér-
einkennum. Hann haldi áfram
að búa menn undir háskóla-
nám, ekki aðeins á íslandi,
heldur einnig úti um allan
heim, eins og hann hefur gert
öldum saman."
— Varðandi fyrri nafnbreyt-
ingar á skólanum sagði rektor,
þá voru þær gerðar úti í Kaup-
mannahöfn til samræmis við
breytingar, sem verið var að
gera á dönsku skólakerfi og
breyttu raunverulega engu um
tilgang skólans, þ.e.a.s. niður-
felling grískukennslu o.fl. Það
breytir hins vegar miklu um
tilgang skólans, hvort hann á að
vera „almenn bóknámsbraut í
f jölbrautakerfi“ eða ekki.
— Vissulega er það rétt, sem
ráðherrann segir, sagði Guðni,
að nám og kennsla hljóta að
breytast eftir breyttum kröf-
um. En þá vaknar spurningin
hvort á að koma á undan breyt-
ingin á kennslu og námi eða
krafan um breytingu? Hér virð-
ist mér vera farið öfugt að: með
framhaldsskólafrumvarpinu er
gert ráð fyrir mjög róttækum
breytingum á námi, en Háskóli
íslands, til að mynda, hefur
ekki mér vitanlega gert neinar
kröfur um, að stúdentar skuli
hafa lokið minna námi nú en
áður til að fá inngöngu. Þvert á
móti. Þess er hins vegar getið í
athugasemdum með frumvarp-
inu, að afleiðing af því kunni að
verða sú, að breyta þurfi regl-
um um inntöku nemenda í Há-
skóla íslands. Af hverju ekki
líka í þá erlenda háskóla, sem
íslendingar sækja til? sagði
Guðni rektor M.R. að lokum.
Útivist gefur út
göngu- og fjallakort
ÚTIVIST hefur bryddaö
upp á nýjung, útgáfu
göngu- og fjallakorts fyrir
útilífsgarpa. Slík kort hafa
áður þekkst erlendis.
N ordfirðingar
kaupa togara á
295 miUj. kr.
SÍLDARVINNSLAN h.f. í
Neskaupstað hefur fest
kaup á 453 tonna skut-
togara í Frakklandi og er
kaupverðið 295 milljónir
króna. Jóhann K. Sigurðs-
son framkvæmdastjóri út-
gerðar Síldarvinnslunnar
sagði i samtali við Morgun-
blaðið í gær, að enn væri
ekki búið að ganga algjör-
lega frá kaupunum hér-
lendis, en hann byggist
frekar við það þeir fengju
leyfi til kaupanna, enda
kaupverðið mjög hagstætt
eða 295 milljónir kr.
Sagði Jóhann, að togarinn væri
vel búinn tækjum, með Atlas-
dýptarmælum, og 1500 hestafla
Krepel aðalvél. Lítið þyrfti að
breyta honum áður en hann gæti
hafið veiðar, en þó þyrfti að rétta
af lestargólf, og breyta tilhögun á
aðgerðarþilfari, en áætlað væri að
togarinn kostaði tilbúinn á veiðar
með veiðarfærum og fiskikössum
um 340 milljónir króna.
Eins og fyrr segir er togarinn
sem Sildarvinnslan hefur fest
kaup á 453 rúmlestir. Hann ber
nafnið Délos og er frá Dunkirque.
Lengd hans er 46 metrar og
breidd 10.50 metrar.
Markmiðið með útgáfunni
er að hvetja fólk til göngu-
ferða og útivistar og kjör-
orð á kortinu er „Göngu-
ferð er gott trimm“.
Jón I. Bjarnason, einn forstöðu-
manna Útivistar, tjáði Mbl. að
fjallakortið fengju þeir, sem
legðu leiðir sinar á fjöll í ferðum
Útivistar. Eru kortin skráð á nafn
viðkomandi og i þau ritað i hvert
skipti, sem fjallgöngugarpurinn
gengur á fjall, sem er yfir 500
metrar að hæð. Er siðan kvittað í
kortið af fararstjóra Utivistar og
stimplað með sérstökum stimpli. í
göngukortið eru skráðar göngu-
ferðir með Utivist og kvittað á
sama hátt og fær við komandi
frítt i tiundu hverju ferð. Kortin
eru afhent án endurgjalds.
Á bakhlið kortanna er mynd af
„trimmkarlinum" enda er útgáfa
kortanna i samvinnu við íþrótta-
samband íslands, sem styður
þessa starfsemi, enda gangan
VIÐRÆÐUNEFND frá Efnahags-
bandalagi Evrópu er væntanleg
hingað til lands f dag, mið-
vikudag til viðræðna við íslenzk
stjórnvöld um fiskveiðimál. í
nefndinni eiga sæti af hálfu EBE
Gundelach, aðalsamningamaður
bandalagsins, Frank Judd, brezk-
ur ráðherra sem verið hefur í
forsæti ráðherraráðs bandalags-
ins undanfarið, Gallagher, sem
áður hefur komið hingað til
áþekkra viðræðna og De Kergor-
er fyrir alla
Gönguferd
er gott trinmi.
elzta fþróttagrein sögunnar að
sögn Jóns.
Þá er þess aðeins ógetið, að
kortin eru góð heimild um þær
fjalla- og gönguleiðir, sem hver
útilífsgarpur hefur farið.
ely, sem fer með málefni banda-
lagsins gagnvart þjóðum er
standa utan bandalagsins. Fund-
ur þessara manna með islenzkum
ráðamönnum verður á fimmtudag
og væntanlega i ráðherrabústaðn-
um.
Gert er ráð fyrir að af hálfu
íslands muni taka þátt i viðræð-
unum Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra og Matthias Bjarnason
sjávarútvegsráðherra ásamt em-
bættismönnum.
EBE-menn til við-
ræðna í dag
Utsala — R vminaarsa'
AÐEINS ÞESSA VIKU - 0PIÐ frá kl. 1 - 6.
íslenzk alullargólfteppi og alullar-ríaband.
Allt selst á hálfviröi.
TEPPI HE Súðarvogur 4