Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1977. 31 Hvað gerir Hreinn í keppninni við Dani? KASTLANDSKEPPNI tslendinga og Dana, sem hefst á Laugardalsvellinum klukkan 20.15 f kvöld ætti að geta orðið hin skemmtilegasta fyrir áhorfendur. Bæði er að búast má við góðum árangri keppenda og eins að útlit er fyrir mjög tvfsýna baráttu þar sem varla munu mörg stig skilja á milli. 1 kvöld verður keppt f kúluvarpi og kringlukasti. I kúluvarpinu verður Evrópu- meistarinn Hreinn Halldórsson meðal keppenda og þar sem Strandamaðurinn er á ferð má alltaf búast við góðum árangri. Hann á þriðja bezta árangurinn í kUluvarpi í heiminum í ár, aðeins þeir Capes frá Englandi og Bayer frá A-Þýzkalandi hafa varpað kUl- unni lengra. Spurningin er hvort Hreini tekst að komast fram Ur þeim tveimur. I kvöld verður einnig keppt I kringlukasti og er ekki ólíklegt að frammistaða keppenda f þeirri grein komi til með að ráða hvor þjóðin sigrar f landskeppninni I heild. Jafnframt því sem keppt verður í þessum tveimur greinum f kvöld, verður einnig keppt í ýmsum öðrum greinum frjálsra íþrótta og verð- ur flest okkar sterkasta frjáls- íþróttafólk meðal keppenda. Er til mikils að vinna fyrir frjáls- íþróttafólkið, því þetta mót verð- ur ásamt fleiri mótum notað til viðmiðunar við landsliðsval fyrir EM í Kaupmannahöfn 25. og 26. þessa mánaðar. Tímaseðill þessa fyrsta stóra frjálsíþróttamótsins hérlendis f ár er sem hér segir: Fyrri dagur: Kl. 20.15 Setning kl. 20.25 Kringlukast Island — Danmörk Stangastökk Hástökk konur kl. 20.30 100 m hl. karlar kl. 20.45 3000 m hl. konur Langstökk karlar kl. 21.10 1500 m hl. karlar kl. 21.15 KUluvarp Island — Dan- mörk kl. 21.30 200 m hl. konur kl. 21.40 400 m gr. karlar Seinni dagur: kl. 20.30Spjótkast tsland — Dan- mörk 100 m gr. konur Hástökk karlar kl. 20.40 110 m gr. karlar kl. 20.50 5000 m hl. karlar Langstökk konur kl. 21.15 400 mhl. karlar kl. 21.20 Sleggjukast tsland — Danmörk kl. 21.30 400 m hl. konur Árangur sterku mannanna ÍSLAND: Kúluvarp: Hreinn Halldórsson 20.70. ÁrangUr Hreins er þriðji bezti í heiminum í ár. Annar keppandi íslands er Óskar Jakobsson með 16.95 m í ár, en hann kastaði 17.5 m á síðastliðnu ári. Kringlukast: Erlendur Valdi- marsson á bezt 64.32 og er það íslandsmet, sett árið 1974. Er- lendur hefur kastað 58.26 m í ár. Met Erlends er á heimsmæli- kvarða. Óskar Jakobsson kastaði 58.98 m á EÓP-mótinu, en það er árangur á Norðurlándamæli- kvarða. Spjótkast: Óskar Jakobsson á íslandsmetið, 75.86, sett í Vester- ás í Svíþjóð í fyrra. Hann hefur kastað 68.12 m í ár. Stefán Hall- grímsson, tugþrautarkappi, á bezt 64.46 f ár, en hefur lengst kastað 65.10. Sleggjukast: Erlendur Valdi- marsson setti íslandsmetið í greininni, 60.74, árið 1974. Óskar Jakobsson hefur lengst kastað sleggjunni 47.12 m. UNGLINGALIÐ ÍSLANDS: Kúluvarp: Óskar Reykdal 13.27 Kringlukast: Þráinn Hafsteins- son með 50.12 Spjótkast: Einar Vilhjálmsson 56.94 Sleggjukast: Ásgeir Þ. Eiríks- son ÓLAFUR UNNSTEINSSON hefur tekið saman árangur keppenda Islands og Danmerkur f kastlandskeppninni og fer sú samantekt hér á eftir. Eins og sjá má er útlit fyrir harða keppni f flestum greinum og hart verður barizt um hvert sæti. Hreinn Halldórsson I metkasti sínu — 20.70 m. Steen Hedegárd — sterkastur Dananna. DANMÖRK: Kúluvarp: Michael Henningsen með 17.82 m árið 1975. Michael á 16.87 f ár. Kjeld Nielsen 15.85 m í ár. Danmerkurmet á Ole Lind- skjold 20.02 sett árið 1974. Ungl- ingur: Jan Hansen með 13.65 m í ár. Kringlukast: Steen Hedegárd með 58.40 m í ár og Peder Jarl Hansen með 56.40 m í ár. Dan- merkurmet á Kaj Andersen 59.63 m sett árið 1972. Unglingur: Claus Barth. Spjótkast: Karsten Kraglund sem á bezt 74.72 m. 67.10 m i ár. John Solbjerg með 69.94 m i ár. Unglingur: Gunnar Jensen með 66.91 m. Danmerkurmet á Bent Larsen 78.32 m sett árið 1975. Hann keppti ekki á liðnu ári vegna fneiðsla en hefur i ár kast- að 71.50 m. Bent Larsen keppir ekki hér á landi í spjótkasti. Hann er leynivopn Dana f heimsmeist- arakeppninni i handknattleik í Danmörku á næsta ári. Sleggjukast: Peder Jarl Hansen með 59.06 m i ár. Kjeld Andrea- sen með 54.70 m í ár. Unglingur: Finn B. Jakobsen með 48.02 m. Danmerkurmet á Erik Fisker 63.64 m sett árið 1974. Fararstjóri Dana er Heinrich Duholm einn dugmesti frjáls- iþróttaleiðtogi Dana. Hann skipu- leggur meðal annars árlega Copenhagen Games með þátttöku beztu frjálsiþróttamanna heims- ins. Þjálfari: Helmuth Duholm bróðir hans. Leikið til sigurs! Landsleikur gegn N-lrum á laugardag — VIÐ f stjórn Knattspyrnu- sambandsins förum aSeins fram á eitt f leiknum gegn Norður-írum á laugardaginn — SIGUR. Þetta voru orð Ellerts B. Schram, formanns KSÍ, á fundi með fréttamönn- um f gær, en leikur íslands og Norður-írlands á Laugardals- vellinum klukkan 15 á laugardaginn er liður f undan- keppni heimsmeistarakeppn- innar f knattspyrnu og fyrsti landsleikur íslands á þessu ári. Sagði Ellert f upphafi máls sfns að þó þetta væri fyrsti leikur a- landsliðsins. þá hefði unglingalandslið- ið fyrir nokkru tekið þátt I urslitakeppni EM unglinga f Belgfu og staðið sig mjög vel. Þeim þætti mætti ekki gleyma Um fslenzka landsliðið sem teflt verður fram á laugardaginn sagði Ell- ert, að það væri án efa eitt sterkasta eða jafnvel sterkasta landslið, sem ís- land hefði teflt fram á knattspyrnuvell- inum í fslenzka landsliðinu væri hæfi- legt sambland atvinnu- og áhuga- manna, en því mætti ekki gleyma að við ramman reip væri að draga Nefndi Ellert að N-írar hefðu í fyrrahaust m.a. gert jafntefli við Hollendinga f Hollandi f undankeppni HM íslenzka landsliðið kom saman til fundar á skrifstofu KSÍ f gærkvöldi. en I kvöld verður æfing á Laugardalsvelli. Eru þrfr atvinnumannanna. sem eru f fslenzka liðinu, komnirtil landsins, þeir Ásgeir, Guðgeir og Jóhannes. Þeir Teitur og Marteinn eru hins vegar væntanlegir f dag eða á morgun. Á föstudag verður haldið til Þingvalla eftir æfingu á Laugardalsvelli. Verður sfðan dvalið í Valhöll og æft á Laugarvatni fram að leiknum, sem hefst klukkan 1 5 á laugardag. Meðal leikmanna n-frska liðsins má nefna þá Pat Jennings. Tottenham Hotspur, Allan Hunter, Ipswich, Chris Nicholl, Aston Villa. Pat Rice, Arsenal. og sfðast en ekkt sfzt ensku bikar- meistarana frá Manchester United, Sam Mcllroy, Chris McGgrath og David McGreery. ISLENZKA LANDSLIÐIÐ í KNATTSPYRNU ÍSLENZKA landsliðið í knattspyrnu sem leikur gegn Norður-írum á Laugardalsvellinum á laugardaginn var endan- lega valið í gær. í lands- liðshópnum eru eftirtaldir 16 leikmenn, félag, aldur og fjöldi landsleikja innan sviga. Árni Stefánsson (Fram — 23 ára, 11) Sigurður Dagsson (Valur — 32 ára — 13) Ólafur Sigurvinsson (ÍBV — 25 ára — 25) Marteinn Geirsson (Royal Union — 26ára — 33) Jóhannes Eðvaldsson (Celtic — 26 ára — 20) Gísli Torfason (ÍBK — 22 ára — 20) Jón Gunnlaugsson (ÍA — 27 ára -4) Ilörður Hilmarsson (Valur — 24 ára — 6) Ingi Björn Albertsson (Valur — 24 ára — 6) Ásgeir Sigurvinsson (Standard Liege — 22 ára — 17) Guðgeir Leifsson (Charleroi / ÍBV —25 ára —33) Teitur Þórðarson (Jönköping — 25 ára—25) Guðmundur Þorbjörnsson (Valur — 20 ára — 4) Janus Guðlaugsson (FH — 21 árs — 0) Atli Eðvaldsson (Valur — 20 ára — 1) Viðar Halldórsson (FII — 24 ára — 2) Verði forföll f landsliðshópn- um, meiðsli eða annað slíkt, munu þeir Ólafur Danfvalsson, FH, og Einar Þórhallsson, UBK verða til taks og reyndar verða með liðinu þar til haldið verður til Þingvalla. i landsliðsnefnd eru Jens Sumarliðason, Árni Þorgrfmsson og landsliðsþjálfarinn Tony Knapp. Fimleikanámskeið FIMLEIKASAMBAND íslands og íþróttabandalag Akureyrar gang- ast sameiginlega fyrir námskeiði í FIMLEIKASTIGANUM fyrir þjálfara og kennara dagana 9.—12. júni nk. Námskeiðið verður haldið í nýja íþróttahúsinu við Glerár- skóla og hefst fimmtudaginn 9. júnf kl. 17 (kl. 5). Kennarar verða þau Olga B. Magnúsdóttir og Þórir Kjartans- son. Víkingur AÐALFUNDUR Knattspyrnu- félagsins Víkings verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 15. júní. Verður fundurinn haldinn i Félagsheimili Víkings við Hæðar- garð og hefst klukkan 20. Venju- leg aðalfundarstörf. Pétur f landsleikjabanni PÉTUR PÉTURSSON, knattspyrnumaðurinn landsliðsnefndinni þau fyrirmæli, að Pétur yrði efnilegi af Akrancsi, mun tæplega verða valinn ekki valinn I landslið, ekki fyrsta kastið að til æfinga eða leikja með fslenzka landsliðinu f minnsta kosti. Framhjá framkomu Péturs er ekki knattspyrnu f sumar. Sagði Ellert Schram, for- hægt að Ifta, hann brást skyldu sinni og ef maður KSÍ, á fundi með fréttamönnum í gær, að árangur á að nást verður að halda uppi aga, sagði framkoma Péturs í sambandi við unglingalands- Ellert. liðið á dögunum, er hann hafði gefið kost á sér, en — Það var ekki sársaukalaust, að þessi mætti síðan ekki á síðustu æfingar og fundi fyrirmæli voru gefin, en vonandi vekur þessi liðsins, hefði vægast sagt verið mjög ámælisverð. áminning Pétur og aðra til umhugsunar, sagði Því, sagði Ellert, hefði hann og stjórn KSÍ gefið Ellert Schram. Frá íþróttaskóla Sigurðar R. Guðmundssonar. íþróttakennarar — áhugafólk. Hinn kunni danski Iþróttakennari Svend Hansen kennir á trambolínnámskeiðinu 1 2.— 1 6. júní. BÖRN OG UNGLINGAR Tímasetning námskeiðanna er 18 og 27. júní, 6 oq 1 5 júlí. Pantanir hjá starfsfólki skólans í síma 93-2111. Sigurður R. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.