Morgunblaðið - 05.08.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGÚST 1977
3
Þýzkur irmbrotsþjófur framseldur héðan 1961
eftir að hafa stofiiað varðgæzlufyrirtæki hér
í JANÚARMÁNUÐI 1961 komst upp um vestur þýzkan afbrotamann í
Reykjavlk og var hann framseldur yfirvöldum I Vestur Þýzkalandi.
Hafði maður þessi þá dvalið hér f um tvö ár og komst upp um hann fyrir
hálfgerða tilviljun nokkru eftir að hann hafði greint Islenzkum fjölmiðl-
um frá stofnun fyrirtækis hér á landi. Bar fyrirtæki þetta nafnið
Varðgæzlan sf. og hafði það markmið að gæta eigna fólks I Reykjavfk
og koma f veg fyrir innbrot.
Rifjaðist þetta mál upp i sambandi
við mál hins vestur-þýzka Ludwigs
Lugmeiers Upp koms um þá báða
fyrir hálfgerða tilviljun Útlit er fyrir
að Lugmeier verði rekin úr landi á
sunnudaginn, en Frank Franken, en
svo hét Þjóðverjinn sem ætlaði að
vernda Reykvikinga árið 1961, var
hins vegar framseldur 10 marz
1961 Er mál hans allt hið forvitni-
legasta og verður það rakið lauslega
hér á eftir
I upphafi þriggja dálka fréttar efst
á forsíðu Morgunblaðsins 28 jan-
úar 1961 segir svo „Lögreglan
handtók i gær, að þVi er blaðið hefur
öruggar heimildir fyrir, Þjóðverjann
Frank Franken, sem i haust skýrði
blaðinu frá þvi, að hann væri i þann
veginn að stofna fyrirtæki til að
gæta eigna manna i Reykjavik
Ástæðan fyrir handtökunni mun
vera sú, að hann er eftirlýstur af
v-þýzku lögreglunni fyrir innbrot."
Siðan er rakið i fréttinni að maður
þessi hafi komið til landsins sumarið
1 959, ráðið sig til starfa i sælgætis-
gerð og kallað sig efnafræðing
Siðan segir
„Seinni hluta nóvembermánaðar
skýrði hann svo nánar frá starfsemi
fyrirtækisins, sem átti að heita Varð-
gæzlan sf Hafði hann þá þegar sent
til margra hugsanlegra viðskiptavina
skjal, þar sem hann bauðst til að
gæta eigna fyrirtækja að næturlagi
Nafngreindi hann íslenzkan mann,
sem hann kvað framkvæmdastjóra
fyrirtækisins
Ætlaði fyrirtækið að láta varð-
menn lita eftir eigum viðskiptavin-
anna með stuttu millibili alla nótt-
ina Sagði Franken að ráða ætti
áreiðanlega menn til þess starfa
Ættu þeir að lita eftir þvi að ekki
væri brotizt inn, ekki yrði tjón af
vatnsskaða eða eldi og mundu jafn-
vel slökkva á Ijósum og vélum ef
þess yrði óskað
Þá kvaðst Frank Franken enn-
fremur hafa sótt um að fá að flytja
inn varðhunda, sem nota mætti til
að hafa upp á þjófum strax eftir
innbrbt. Kvaðst hann mundu vinna
með lögreglunni eftir þvi sem hpnta
þætti, án þess þó að vera undir
hennar stjórn
Um áramótin auglýsti svo fyrir-
tækið Varðgæzlan sf eftir 6 mönn-
um til varðþjónustu, einum manni
fyrir varðforingja og ungri stúlku á
skrifstofu. Einnig var óskað eftir
3—4 herbergjum til leigu fyrir varð-
stofur og skrifstofur. Var viðskipta-
vinum loks óskað farsældar og góðs
gengis á árinu 1961 Fylgdi auglýs-
ingunni mynd af einkennisklæddum
manni með hund
Skilyrði til að fá atvinnu þessa
voru auglýst þau að umsækjendur
væru heiðarlegir og áreiðanlegir
með ábyrgðar- og skyldutilfinningu,
stundvísir, hófsamir, hefðu gott
mannorð og væru heilsuhraustir
Voru boðin góð kjör, m a hækkun í
launaflokkum og metorðum eftir
hæfileikum, frir einkennisbúningur,
frítt sjúkrasamleg friar ferðir með
strætisvögnum o.s.frv. Átti fyrirtæk-
ið að taka til starfa strax eftir áramót-
in.”
í Morgunblaðinu daginn eftir er
rakið hvernig slitnaði upp úr sam-
starfi Frankens og íslendings þess,
sem Franken kallaði framkvæmda-
stjóra Varðgæzlunnar Einnig er þar
greint frá þvi að Franken hafi stund-
Framhald á bls 18.
Sæmilegur loðnuafli:
Víkingur með
1300 lestir
SÆMILEG loðnuvviði var síðast-
liðinn sðlarhrinK <>K frá því um
hádvKi ■ fyrradag fram til ki. 18 I
gær tilkvnntu sex skip um afla,
samtals 2880 lestir. Sólarhringinn
þar á undan tilkynnti aðeins eitt
skip um afla. Súlan KA, sem var
með 520 lestir og hefur nú fengið
alls 2600 lestir af loðnu á sumar-
vertíð.
Andrés Finnbogason, starfs-
maður loðnunefndar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið i gær, að þá
um daginn hefði verið vitað um
mörg skip, sem hefðu verið komin
með góðan afla, en vantaði herzlu-
muninn á að fylla sig. 1 gær hefði
verið erfitt að eiga við loðnuna,
torfurnar staðið djúpt og mikill
staumur. Með aflanum sem fékkst
í gær, er sumarloðnuaflinn kom-
inn i um 23000 lestir.
Eftirtalin skip tilkynntu um
afla til loðnunefndar frá hádegi i
fyrradag til kl. 18 i gær: Keflvík-
ingur 240 lestir, Víkingur AK
1300, Guðmundur Kristinn SU
110, Huginn 500, Svanur 330 og
Gullberg 400.
Inuk leikið
á esperantó
TVÆR sýningar voru á Inuk I
gærkvöldi og var það I fyrsta
skipti, sem leikritið var flutt á
öðru máli en íslenzku, því leik-
ararnir fluttu leikritið á esper-
anto fyrir fulltrúa á esperanto-
þinginu, sem eru um 1200 tals-
ins frá 41 landi.
Brynja Benediktsdóttir leik-
stjóri sagði, að það hefði verið
að beiðni Baldurs Ragnarsson-
ar, að leikararnir lærðu hlut-
verk sín á esperanto, en Bald-
ur þýddi leikritið og var leik-
endum til aðstoðar á æfingum.
Brynja sagði að sýningarnar
á Inuk færu nú að nálgast 300
á þremur árum og enn
streymdu inn boð erlendis frá
um að koma með leikritið til
sýningar. Til dæmis hefði leik-
hópnum verið boðið á leik-
listarhátíð í Berlin nýlega, en
ekki var hægt að taka því boði.
Siðasta utanferð Inuk var á
listahátíðina i Bergen. „Inuk
gæti gengið í 10 ár í viðbót og
við lifað eingöngu á þvi, ef við
vildum," sagði Brynja.
Inuk
Nýtl og betra
Ultra Brite
t\
Æ
Ultra Brite
með f luor gerir andar dráttinn férskan
og brosið bjart og heillandi.
Hirðing tannanna er
ekki einungis hreinlætis-
og útlisatriði, heldur lika
fjárhagsspursmál.
Nútimafólk gerir auknar kröfur
um hreinlæti og gott útlit.
Þess vegna nota þeir, sem eiga
dagleg samskipti við aðra
U Itra Brite með hinu þægilega
hressandi bragði.
Ultra Brite er nú komið á
markaðinn nytt og endur-
bætt með fluor, sem
varnar tannskemmdum.