Morgunblaðið - 05.08.1977, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGOST1977
Grensásvegur
Skeifan
Fríðrík Þórðarsm frá
Borgamesi—Minning
Fæddur 25. október 1903
Dáinn 1. ágúst 1977
Friðrik Þórðarson var fæddur á
Brennistöðum i Borgarhreppi.
Foreldrar hans voru þau Halldóra
Guðrún Vilhjálmsdóttir og Þórð-
ur Arnason, bóndi i Hraunsmúla
á Snæfellsnesi. Hann ólst upp hjá
móður sinni og fóstra, Guðmundi
Bjarnasyni trésmið.
Þau fluttust til Borgarness
1920. Vann Friðrik við bifreiða-
akstur og ýmis störf í sveit og við
sjó. Skólaganga hans var ekki
löng. Hann tók gagnfræðapróf frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði
1924. Fleiri urðu skólagönguár
hans ekki eftir barnaskóla. Eigí
að siður var hann vel menntaður
maður mikið lesinn, minnugur,
fylgdist vel með og tók mikinn
þátt í þjóðmálum.
Hinn 23. júli 1931 kvæntist
Friðrik eftirlifandi konu sinni,
Stefaniu Kristínu Þorbjarnar-
dóttur frá Hraunsnefi í Norðurár-
dal. Þau eignuðust tvo syni'. Þeir
eru: Öskar fulltrúi í Reykjavik,
kvæntur Guðlaugu Þorleifsdótt-
ur, eiga þau 3 börn og Halldór
skrifstofustjóri í Reykjavík,
kvæntur Ernu Sveinbjarnardótt-
ur, eiga þau 4 börn.
Foreldrar frú Stefaníu, Guðný
Bjarnadóttir og Þorbjörn Ölafs-
son, bjuggu myndarbúi á Hrauns-
nefi i Norðurárdal um 30 ára
skeið, en fluttust til Borgarness
1938.
Friðrik hóf starf hjá Verzlunar-
félagi Borgarfjarðar í Borgarnesi
1933, varð þar siðan verzlunar-
stjóri 1944—1963. Atti hann þar i
harðri en drengilegri samkeppni
við vel rekið kaupfélag. Var sú
samkeppni bændum og öðrum
viðskiptavinum i Borgarfirði til
góðs. Jafnframt var Friðrik í
hreppsnefnd frá 1934 um rúm-
lega 30 ára skeið, þar af oddviti i
12 ár. Einnig i stjórn Skallagríms
hf. og framkvæmdastjóri út-
gerðarfélagsins Grims í Borgar-
nesi. I Verzlunarráði Islands var
hann 1955—1958.
A mörgum fleiri sviðum lagði
Friðrik styrka hönd á plóginn og
þótti hann öruggur og réttsýnn í
dómum sinum. Hann vann í fast-
eignamati, skattanefndarstörfum,
ýmisskonar matsgerðum o.fl.
Hann átti sæti i stjórn Landssam-
bands stangarveiðifélaga og var á
s.l. vetri gerður heiðursfélagi í
þeim félagsskap.
I stjórnmálum lét Friðrik mjög
til sin taka. Hann var sjálfstæðis-
maður og barðist fyrir þeirri
stefnu af einurð og ósérplægni.
Þegar þau Friðrik og Stefanía
fluttu úr Borgarnesi 1965 og hann
að nokkru leyti fyrr, þótti mörg-
um Borgfirðingi að þvi sjónar-
sviftir. Eitt glæsilegasta heimili í
Mýrasýslu var horfið á braut. for-
ystumaður genginn frá störfum
og glæsileg húsmóðir ekki lengur
í tölu fyrirmyndarkvenna i
Borgarfirði.
Frú Stefanía studdi mann sinn
vel í hverju starfi. Vilji hans var
áhugi hennar. Þau voru bæði
mjög gestrisin, en fyrirhöfnin við
slíkt kom að sjálfsögðu fyrst nið-
ur á henni. Margir áttu erindi við
Friðrik. Heimili hans var opið,
húsmóðirin tók á móti gestum af
einlægni og myndarskap. Enginn
getur skilgreint það, hversu mik-
inn þátt góðar og myndarlegar
húsmæður eiga i störfum eigin-
manna sinna. Margir gleyma
þessu. Við, sem oft komum á
heimili þeirra Stefaniu og Frið-
riks, fundum, hve gott var þar að
vera og ég held, að störf frú
Stefaniu á heimilinu hafi verið
vel metin af manni hennar.
Frú Stefanía er söngelsk og
spilar mjög vel á orgel. Hún söng i
kirkjukór Borgarness um margra
ára skeið og var organisti (söng-
stjóri) kórsins i 20 ár. Fórst henni
það mjög vel úr hendi. Um árabil
kenndi hún einnig söng við barna-
skólann i Borgarnesi.
Ævistarf Friðriks Þórðarsonar
hefur markað mörg skír og mikil-
væg spor í Borgarnesi, og er ekki
rúm til þess að lýsa því hér. Þó
langar mig til þess að minnast á
nokkur atriði, sem mér eru
minnisstæð frá samveru okkar í
Borgarfirði í nær þvi 40 ár.
Vatnsveitan í Borgarnesi var
tekin í notkun 1941. Var vatn leitt
yfir fjörðinn úr Seleyrargili. Tók
setuliðið þátt í því verki. Á þess-
um tíma átti Friðrik sæti í hrepps-
nefnd og átti verulegan hlut í
þessu verki.
Jörðin Hamar í Borgarhreppi
var keypt fyrir Borgarneskaup-
tún árið 1943. Mætti það mál mik-
illi mótspyrna af sumum hrepps-
búum. Friðrik var þá oddviti i
hreppsstjórn og lét mjög til sín
taka um framgang kaupanna.
Skrifaði hann bækling um málið,
sem heitir „Jarðkaupamál Borg-
ensinga“. Mun álit Borgnesinga i
dag vera á þann veg, að kaupin
hafi verið gerð af framsýni og
stórhug.
Nýr harnaskóli var byggður i
Borgarnesi á valdatimum
Friðriks Þórðarsonar. Tók hann
til starfa snemma á árinu 1949.
Þetta var á sínum tima mjög
myndarleg bygging og þótti sum-
um mikið i ráðizt. Var i fyrstu
reistur hluti af húsinu, en annar
hluti byggingarinnar var tekinn í
notkun árið 1966.
Rotaryklúbbur Borgarness var
stofnaður 14. september 1952.
Friðrik Þórðarson var einn af
stofnendum hans og ávallt mjög
duglegur og athafnasamur félagi
þar. Hann var fimmti forseti
klúbbsins, 1956—1957, og flutti
oft mjög góð erindi um sögu verzl-
unarmála, ferðalög erlendis o.fl.
A skemmtisamkomum klúbbsins
sómdu þau hjónin sér vel sjálfum
sér og öðrum til ánægju og yndis-
auka.
Friðrik Þórðarson var einn af
frumkvöðlum þess að Verzlana-
sambandið var stofnað 1956.
Heimilisfang þess er i Reykjavík.
Var hann í stjórn þess alla tið og
starfsmaður eftir að hann flutti
frá Borgarnesi.
Síðustu ár ævi sinnar átti
Friðrik við mikla vanheilsu að
striða og var oft á sjúkrahúsum
eða á heilsuhælinu i Hveragerði
svo vikum eða mánuðum skipti.
Siðustu vikurnar var hann heima
hjá sér og var um skeið óvenju
hress. Frú Stefanía hafði orð í því
við þann, er ritað þessar linur, að
sunnudaginn 31. júlí, daginn fyrir
andlát manns hennar, hafi vinir
þeirra hjóna, Gunnar Ölafsson
skipstjóri og kona hans Dýrleif
Hallgríms, boðið þeim i ökuferð
til Grindavikur. Hafi maður henn-
ar notið þeirrar farar mjög vel,
verið glaður og ánægður og inni-
lega þakklátur fyrir þann dag. A
sama hátt var hann sérstaklega
glaður og hress fyrri hluta næsta
dags, en þá kom kallið. Hann var
látinn, þegar sjúkrabillinn hafði
ekið honum stuttan spöl til
sjúkrahússins.
Friðrik Þórðarson var óvenju
heilsteyptur maður. Hann vissi
hvað hann vildi. Hann var hreinn
og beinn í viðskiptum við aðra.
Það var því gott að vinna með
honum í félagsmálum. Hann dró
sig engdn veginn i hlé, þegar á
störfum hans þurfti aö halda og
lét sig litlu skipta, hvað hann fékk
að launum i fé eða þakklæti.
Friðrik var barngóður maður og
ekki síður eftir að aldur færðist
yfir hann. Veit ég, aó barnabörn-
in hans voru honum kær og þeim
hjónum báðum. Þau sakna nú afa,
sem var þeim svo góður og gaf
þeim oft góðar gjafir.
Við hjónin sendum frú
Stefaníu, börnum þeirra hjóna og
barnabörnum, ættingjum öllum
hugheilar samúðarkveðjur og
þökkum þann hluta af lifsleið-
inni, sem okkur var sameiginleg-
ur, spöl, sem var okkur til ánægju
og gagns.
Guðmudnur Jónsson
frá Hvanneyri
Þegar Friðrik Þórðarson er
kvaddur í hinzta sinn, er margs að
minnast frá þeim árum er við
unnum saman.
Kynni okkar hófust um það bil
er hann var að Ijúka giftudrjúgu
starfi í sinni heimabyggð. Þar var
hann sem einn af útvörðum
frjálsrar verzlunar í áratugi.
Fæstir gera sér grein fyrir hve
erfitt var að reka verzlun við
sveitir landsins á kreppu og hafta-
árunum. En vegna þekkingar
sinnar, framsýni og dugnaðar,
tókst honum að leiða fyrirtæki
sitt yfir alla erfiðleika.
Hann var vinsæll verzlunar-
maður og átti lengi viðskipti við
bændur í fjórum sýslum.
1954 átti Friðrik þátt í að stofna
Verzlanasambandið h.f. og sat í
stjórn þess til dauðadags. Enn-
fremur var hann eínn af stofn-
endum Hafskips h.f., Fóðurblönd-
unnar h.f., og Verzlanatrygginga
hf. Vann hann ötullega fyrir öll
þessi fyrirtæki um árabil.
Eftir að Friðrik fluttist til
Reykjavikur störfuðum við saman
i Verzlanasambandinu hf. Hann
var þá á sjötugsaldri. Kraftur
hans og dugnaður var þá með
ólikindum og afköst sem eftir tvo.
Svo fór fram til þess að hann
veiktist í fyrsta skipti alvarlega.
Hann náði sér furðu vel, eftir
erfið veikindi og kom aftur til
starfa. Krafturinn var að visu
minni en áhuginn og ósérhlifnin
hin sama. Eg hef aldrei fyrr
kynnst manni sem fór sárlasinn
heim um hádegið en var kominn
aftur til vinnu sinnar um kaffi.
Ómögulegt var að fá hann til að
hlifa sér til þess var skapið of
stórt og viljinn til að vinna vel of
sterkur.
I góðum vina hópi var Friðrik
hrókur alls fagnaðar. Þá leyndist
engum að hann var víðlesinn, stál-
minnugur og hafði þvi likt vald á
góðu íslenzku máli að unun var á
að hlíða.
Með Friðrik er genginn einn af
þeim mönnum sem drjúgan þátt
átti í mótun þess þjóðfélags sem
við nú búum i.
Hann hafði að leiðarljósi:
Frjálst framtak og Frjálsa verzl-
un. Liklega munu störf hans að
þessum málum verða óbrotgjörn-
ustu minnisvararnir. Það var
hollt ungum mönnum að kynnast
Friðrik.
Eg votta frú Stefaniu, Halldóri,
Öskari og fjölskyldum þeirra
samúð mína.
Arnold Bjarnason.
Þegar Friðrik Þórðarson kveð-
ur þykir mér hlýða að minnast
hans nokkrum orðum, enda vor-
um við samferðamenn um tugi
ára.
Friðrik fæddist 25. október
1903. Foreldrar hans voru Þórður
Arnason, bóndi að Hraunsmúla i
Kolbeinsstaðahreppi og Haildóra
Guðrún Vilhjálmsdóttir í Borgar-
nesi. Halldóra dvaldist seinni árin
á heimili sonar síns og tengda-
dóttur í Borgarnesi.
Friðrik stundaði nám við gagn-
fræðaskólann i Flensborg i Hafn-
arfirði og útskrifaðist þaðan árið
1924 með mjög góðri einkunn.
Notaðist Friðrik vel að menntun
sinni, enda var hann bókhneigður
og fróðleiksfús. Framan af ævi
stundaði Friðrik ýmiss konar
störf, meðal annars bifreiðaakst-
ur og þótti hlutgengur að hverju
sem hann gekk.
Arið 1933 gerðist Friðrik starfs-
maður hjá Verzlunarfélagi Borg-
arfjarðar, h.f. í Borgarnesi. For-
stjóri þess fyrirtækis var hann frá
1944—1963. Friðrik Þórðarson
gegndi mörgum trúnaðarstörfum.
t hreppsnefnd Borgarnesshrepps
var hann frá 1934. Oddviti
hreppsnefndar frá 1934—1938 og
aftur frá 1942—1962. Friðrik var
félagslyndur maður og lét mörg
mál til sin taka, t.d. var hann
fremstur í flokki þegar U.M.F. -
Skallagrímur gekkst fyrir bygg-
ingu samkomuhúss í Borgarnesi,
en það var brýn nauðsyn.
í seinni oddvitatíð Friðriks sá
hann um byggingu nýs barna-
skólahúss i Borgarnesi. En bygg-
ingarmeistarinn var sá mæti mað-
ur Kristján Björnsson á Steinum i
Stafholtstungum. Kristján á
Steinum byggði flestar meirihátt-
ar byggingar í Borgarfirði, meðal
annarra, Reykholtsskóla. En
mesta afrek Friðriks i þágu Borg-
arneshrepps var það, er hann
fékk þvi framgengt, að jörðin
Hamar i Borgarhreppi var keypt
til handa Borgarneshreppi. Það
sómabragð mun um langa framtíð
verða tengt nafni Fríðriks. Hafa
Borgnesingar og munu hafa mikl-
ar nytjar af þessari ráðstöfun og
forsjálni Friðriks.
Friðrik Þórðarson var kvæntur
Stefaniu Þorbjarnardóttur Ólafs-
sonar og Guðnýjar Bjarnadóttur
frá Hraunsnefi í Norðurárdal.
Þessi glæsilegu hjón, Friðrik og
Stefanía, settu svip á Borgarnes.
Frú Stefanía er söngelsk, var um
árabil organisti i Borgarneskirkju
og stjórnaði kirkjusöngnum. Frið-
rik gáfaður dugnaðar- og athafna-
maður, sem lét mörg mál til sín
taka, eins og áður var- minnzt á.
Friðrik markaði spor og mun
verða minnzt um Borgarfjörð.
Tveir eru synir þeirra hjóna, Ósk-
ar og Halldór, báðir búsettir i
Reykjavík.
Við hjónin sendum frú Stefaniu
og bræðrunum samúðarkveðjur.
Asgeir Þ. Ólafsson.
„Þeir falla f valinn.
sem hin unga öld
f árdagsl jóma fram á svidið leiddi,
og hafa borið bæði sverð og skjöld
f baráttunni, sem að veginn greiddi.**
Þannig var fyrir rúmu missiri
mælt yfir moldum jafnaldra þess
manns, er hér verður með fáum
orðum minnzt. — Báðir voru
fæddir á þriðja ári þessarar aldar,
í sama héraði og við þau frum-
stæðu lífskjör, sem þá voru al-
gengust. Þeir fæddust þó inn I
þann vakninga heim, sem ung-
mennafélögin gæddu hvað mestu
lifi, einmitt á þeim árum, sem
Framhald á bls 22.
1, s: 83150
Höfum opnað stóran
og glæsilegan sýningarsal
að Grensásvegi 11
(í húsi Málarans).
Opið 9—19 alla virka daga,
nema laugardaga 12—19.
Fjórir vanir sölumenn.
Leggjum áherslu á góða þjónustu.
asalan,
ásvegi 11, sími: 83150