Morgunblaðið - 05.08.1977, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. AGUST 1977;
ENN SYRTIR I
AUNN HJA KR
ENN syrtir f álinn hjá KR-
ingum. Eftir tap peirra gegn
Vestmannaeyingum f 1. deildar
keppni Islandsmótsins I knatt-
spyrnu I gærkvöldi er nánast eng-
in von til þess að liðið hangi uppi
í deildinni að þessu sinni. Liðið
hefur aðeins hlotið 6 stig eftir 15
umferðir, — gæti hugsanlega
hlotið 12 stig með þvf að vinna þá
leiki sem það á eftir, en FH sem
er þriðja neðsta liðið hefur hlotið
11 stig og Fram sem er næst þar
fyrir ofan er með 12. Eyjamenn
eru hins vegar á grænni grein,
þótt möguleikar þeirra á tslands-
meistaratitli að þessu sinni séu
ekki miklir. Lið þeirra hefur sótt
stöðugt í sig veðrið nú í seinni
hluta mótsins og er tvímælalaust
eitt bezta liðið í deildinni um
þessar mundir, þótt það sýndi
reyndar ekki sérlega mikið f
leiknum f gærkvöldi.
Auðséð var að KR-ingar voru
staðráðnir f að selja sig dýrt f
þessum leik og allan tfmann barð-
ist liðið geysilega vel. Eyjamenn
fengu aldrei stundlegan frið til
þess að byggja upp leik sinn, og
það var aðeins sárasjaldan sem
þeim tókst að ógna KR-markinu,
eftir góðar og skipulagðar sóknar-
aðgerðir. Mörkin tvö sem Eyja-
menn skoruðu í leiknum komu
t.d. ekki þannig, heldur var að-
dragandi þeirra fremur tilvilj-
anakenndur.
En það er Ifka fremur Iftið sem
unnt er að hrósa KR-liðinu fyrir
annað en baráttuna. Liðið er mun
slakara nú en það hefur verið
undanfarin ár, og hálfgerður los-
arabragur á þvf. 1 liðinu eru þó
margir ágætir einstaklingar, en
einhvern veginn er það þannig að
skipulagið vantar. Þótt ástandið
sé þannig er óhætt að fullyrða að
KR-ingar eiga Iftið erindi niður f
aðra deild og standa mun framar
en liðin sem þar eru.
Góð byrjun Eyjamanna
Vestmannaeyingar byrjuðu
leikinn mjög vel í gærkvöldi og
höfðu skorað tvö mörk áður en
hálf klukkustund var liðin. Fyrra
markið kom á 10. mínútu. Óskar
Valtýsson átti þá ágæta sendingu
inn að vítateigslínunni þar sem
Karl Sveinsson kom aðvífandi og
skaut hörkuskoti sem hafnaði í
stöng KR-marksins og inn, algjör-
lega óverjandi fyrir Magnús
Guðmundsson, sem lék nú með
aftur eftir langt hlé vegna
meiðsla.
Á 26. minútu bættu Eyjamenn
öðru marki við. Dæmd var auka-
spyrna á KR nærri miðjulínunni.
Fhnar Friðþjófsson lyfti knettin-
um vel í átt að KR-markinu og
sigldi knötturinn yfir nokkra
varnarleikmenn áður en marka-
kóngurinn Sigurlás Þorleifsson
náði til hans og sneiddi hann f
markið, framhjá Magnúsi.
KR átti mörg færi
Eftir að þessu forskoti var náð
var sem Vestmannaeyingar slök-
uðu nokkuð á. Kom það sérstak-
lega fram í seinni hálfleiknum, en
þá sóttu KR-ingar til muna meira
og tókst hvað eftir annað að skapa
sér góð færi. En Sigurður Har-
aldsson, markvörður Eyjamanna,
greip þá nokkrum sinnum stór-
skemmtilega inn i leikinn. Þannig
bjargaði hann tvívegis vel með
úthlaupum er KR-ingar voru
komnir einir inn fyrir vörn Eyja-
manna, fyrst Guðmundur
Jóhannesson og síðan Sigurður
Indriðason.
Sigurður gat þó ekki bjargað
marki um miðjan seinni hálfleik-
inn, en þá kom fyrirgjöf fyrir
mark Eyjamanna. Sigurður missti
knöttinn framhjá sér og hann
skoppaði síðan til Ottós Guð-
mundssonar sem var algjörlega
óvaldaður og átti ekki í erfiðleik-
um með að skora.
Slik urðu úrslit leiksins 2—1
fyrir Vestmannaeyinga og verður
það að teljast nokkuð sanngjarnt,
KR-ÍBV 1-2
Texti: Steinar J. Lúðvfksson.
Myndir: Kristinn Ólafsson.
þar sem þeir voru betri aðilinn í
leiknum.
Spöruðu Eyjamenn sig?
Ekki er ótrúlegt að Vestmanna-
eyingar hafi reynt að taka þennan
leik eins rólega og þeim var
mögulega unnt, með tilliti til þess
að framundan er nú stórleikur
hjá liðinu — er það mætir Val í
undanúrslitum bikarkeppninnar
á miðvikudagskvöld. Sá leikur er
vissulega tilhlökkunarefni, og
óhætt að fullyrða að Eyjamenn
eiga manna mesta möguleika á að
velgja Valsliðinu rækilega undir
uggum. 1 gær voru það helzt þeir
Óskar Valtýson og Sigurður Har-
aldsson sem létu verulega að sér
kveða, en bæði Tómas Pálsson og
Karl Sveinsson áttu góða spretti.
Bezti maður KR-liðsins var tvi-
mælalaust Ottó Guðmundsson —
rólegur og yfirvegaður leikmað-
ur, sem sjaldan gerir mikiar vit-
leysur. Þá vakti Börkur Ingvars-
son einnig athygli í þessum leik.
Ungur leikmaður sem er í mikilli
og stöðugri framför.
í STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 5. ágúst.
Islandsmótið 1. deild.
Urslit: KR —ÍBV 1—2 (0—2)
Mark KR: Ottó Guðmundsson á
65. mínútu.
Mörk IBV: Karl Sveinsson á 10.
mínútu og Sigurlás Þorleifsson á
26. mín.
Áminning: Örn Guðmundsson,
KR, fékk gula spjaldið fyrir gróf-
an leik.
Áhorfendur 356.
Þjátfari
í leikbann
Á fundi aganefndar KSÍ I gær
kvöldi var þjálfari 1. deildar liðs Þórs
á Akureyri, Bretinn Reynolds,
dæmdur f eins leiks keppnisbann og
verður hann því ekki með liði sfnu er
það mætir Val á Laugardalsvellinum
á laugardaginn. Reynolds fékk rauða
spjaldið f leik f 2. flokki milli Þórs og
KA sem fram fór á Akureyri fyrir
skömmu.
Eyjamennirnir Valþór Sigþórsson og Sigurlás Þorleifsson sækja að KR-markinu í
gærkvöldi. Milli þeirra er Sigurður Indriðason, og lengst til visntri er Magnús
Guðmundsson markvörður, sem náði knettinum að þessu sinni.
Reykjavíkurleikarnir
H’ kJAVIKURLEIKAR f frjálsum
um 1977, sem jafnframt er 30
.fmælismót FRÍ fara fram á
Ldt, .drdalsvelli dagana 16. og 17.
ágúst. Keppnin hefst kl. 20* fyrri
daginn og kl. 19.30 síðari daginn.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
FYRRI DAGUR
Greinar, þar sem ákveðnum kepp-
endum er boðin þátttaka: 200 m
hlaup karla, 1500 m hlaup karla,
Minningarhlaup um Svavar Markús-
son, 100 m hlaup kvenna, 400 m
hlaup kvenna, kúluvarpi karla, og
kringlukasti karla. Keppnisgreinar,
þar sem lágmarksafrek er skilyrði til
þátttöku: Langstökk karla (6,50 m)
og hástökk kvenna (1.55 m). Grein-
ar, þar sam þátttaka er opin: 800 m
hlaup unglinga f. 1957 eða síðar,
1500 m hlaup kvenna og 1500 m
hlaup karla B-hlaup.
SÍÐARI DAGUR
Boðsareinar: 100 m hlatin karla
400 m hlaup karla, 800 m hlaup
karla, 200 m hlaup kvenna. Greinar,
þar sem lágmarksafreka er krafist:
3000 m hlaup (9,30 min) stangar-
stökk (3,80), langstökk kvenna
(5.00 m) og hástökk karla (1,80 m).
Greinar, þar sem þátttaka er opin:
400 m grindahlaup kvenna, 800 m
hlaup kvenna. Keppt verður einnig !
kúluvarpi og kringlukasti karla siðari
dag með sömu keppendum og fyrri
daginn.
Þátttökutilkynningar verða að ber-
ast til FRÍ pósthólf 1099 eða á
skrifstofu sambandsins i iþróttamið-
stöðinni i Laugardal i siðasta lagi 9.
ám'iAt n k
Kevin Keegan ásamt hinum nýja þjálfara sfnum, Rudi Guten-
dorf.
Keegan nýtur sín
vel hjá Hamburger
55 ÞÚSUND áhorfendur lögóu
leið sína á kvattspyrnuvöfl
þýzka knattspyrnufélagsins
Hamburger SV f fyrrakvöld, til
þess að fylgjast með leik þess
og enska liðsins Liverpool, sem
kom þangað f heimsókn. Fjöldi
Englendinga fylgdi Liverpool-
liðinu yfir sundið, ekki sfzt f
þeim tilgangi að sjá Kevin
Keegan, hinn fræga knatt-
spyrnumann sem gekk nýlega
úr röðum Liverpool-manna í
Hamburger S''. Leikur liðanna
var liður í svonefndri „Super-
Cup“ keppni, en þar eigast við
þau lið sem sigra í Evrópu-
bikarkeppninni.
Og áhorfendur urðu sannar-
lega ekki fyrir vonbrigðum með
ieikinn, sem var mjög góður af
hálfu beggja liðanna, sérstak-
lega þó Hamburger SV, þar sem
Kevin Keegan var allt i öllu og
lék sina fyrri félaga oft grátt.
Segja fréttamenn sem fylgzt
hafa með Keegan í mörg ár, að
hann hafi aldrei verið betri, né
notið sín betur en einmitt nú.
Fyrsta mark leiksins í fyrra-
kvöld kom á 19. mínútu og var
það Keegan sem skoraði, eftir
mjög fallegt spil þýzka liðsins.
Það náði svo 2—0 forystu á 63.
mínútu er Magath skoraði, eftir
sendingu frá Keegan, en þar
með fór líka Liverpool að sækja
í sig veðrið. David Johnson
skoraði á 65. mínútu og fjórum
mínútum fyrir leikslok tóks
David Fairclough að jafna.
Bæði mörkin komu eftir
skemmtilegar sóknarlotur hjá
Liverpool, þar sem vörn Ham-
burger-liðsins var dregin vel í
sundur, og síðan gefnir stungu-
boltar inn á markaskorarana.
En Hamburger átti svo sið-
asta orðið í leiknum. Mínútu
fyrir leikslok skoraði Keller,
sem komið hafði inná sem vara-
maður, sigurmark þýzka liðsins
viðgífurleg fagnaðarlæti áhorf-
enda.
Keegan er sagður falla mjög
vel inn í leikkerfi Hamburger
SV, en sem kunnugt er keppti
það lið við Keflvíkinga i
Evrópu-keppninni i fyrra. Sigr-
uðu Þjóðverjarnir 3—0 í leikn-
um úti, en jafntefli varð í leik
liðanna á Laugardalsvellinum.
Eftir að Keegan kom til Liver-
pool hefur liðið m.a. leikið vin-
áttuleik við spánska liðið FC
Barcelona, sem hinn frægi leik-
maður Johan Cruyff leikur
með. Sigraði þýzka liðið í þeim
leik 6—0. Eftir leikinn spurðu
fréttamenn Johan Cruyff hvað
honum fyndist um Kevin
Keegan, og svaraði Johan
Cruyff spurningum þeirra á þá
leið, að það hefði ekki komið
sér á óvart að Keegan hefði
verið framúrskarandi í þýzka
liðinu. — Hann er fæddur inn í
vestur-þýzku knattspyrnuna,
sagði Cruyff, — og ég er viss
um að þarna mun hann njóta
sín margfalt betur en hann
gerði í hinni leiðinlegu og
þunglamalegu ensku knatt-
spyrnu. Sannleikurinn er sá, að
séu menn á annað borð góðir
knattspyrnumenn, þá blómstra
þeir í þýzku knattspyrnunni.
Víða annars staðar er leikurinn
að stofni til barátta og puð, og
þá gildir fremur að vera stór,
sterkur og frekur.
Fréttamenn spurðu Johan
Cruyff einnig um hvort hann
ætlaði sér að verða áfram hjá
Barcelona, en að undanförnu
hafa gengið um það sögusagnir
að Johan Cruyff hefði hug á því
að hætta þar, og fara annað-
hvort heim til Hollands eða til
Þýzkalanss.
— Ég hef engin áform um að
hætta hjá Barcelona, sagði
Cryuff. — Fjölskylda mín er
farin að kunna vel við sig þar,
og ég er hættur að taka eftir því
sem fór mest i taugarnar á mér
til að byrja með f spænsku
knattspyrnunni. Það eina sem
ég er ekki fullkomlega ánægð-
ur með er harkan — hún er
alltof mikil og verður á kostnað
hins fagra í iþróttinni.
Sem kunnugt er bauð banda-
ríska félagið New York Cosmos
stórupphæð í Johan Cruyff fyrr
á þessu ári, og virtist um tíma
sem Cruyff hefði áhuga á *ð
taka því boði. Nú sagði hann
hins vegar að mái þetta væri úr
sögunni, — hann hefði nánast
engan áhuga á að fara vestur
um haf, og gaf i skyn að slikt
væri ekki furir nema knatt-
spyrnumenn sem væru að kom-
ast á „eftirlaunaaldurinn."