Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 23 KJARVALSSTAÐIR Úr málverkasafni Reykjavíkurborgar 1977 Ekki veit ég hve hentugt það er að leggja vestursal Kjarvals- staða undir almennar sýningar að sumarlagi. Mér er ekki kunnugt um aðsókn að slfkum sýningum einstaklinga, en þð er mér tjáð að sýningu hins sérstæða graffk-listamanns, Paul Weber, hafi orðið að fram- lengja tvisvar, eða máski verið framlengd vegna eyðu á prö- gramminu til þess að eitthvað forvitnilegt væri uppi, sem er í sjálfu sér hárrétt framkvæmd. Ein frábærasta sýning á verk- um Kjarvals, sem undirirtaður hefur séð, hefur undanfarna mánuði staðið yfir i austursal hússins og ættu sem flestir að halda á fund þeirrar sýningar áður en hún verður tekin niður um næstu mánaðarmót. Ekki er víst að slik sýning á verkum meistarans sjáist þar í bráð, þar sem velflest verkanna eru i einkaeign. Þetta sýningarhús á að einum þræði að heita borgar- listasafn, en borgin á sem kunn- ugt er fjölda verka Reykja- víkurlistamanna, en þau verk þjóna að jafnaði því vafasama hlutverki að hanga uppi i skrif- stofu borgarinnar þeim einum til augnayndis er leið eiga á þessar skrifstofur auk starfs- manna þessara stofnana. Að sjálfsögðu eru þessi verk keypt fyrir fé borgarbúa eða ganga upp i skuldir er illa árar fyrir hinum ýmsu listamönn- um, og er ekki nema sanngjarnt að borgarbúar eigi þess kost að sjá þau sem oftast á einum stað og það í veglegri upphengingu, og mætti þá i beinu framhaldi ætla að safnið hafi mikilvægu hlutverki að gegna sem list- miðlun á þeim tima er erlendir fjölmenna til höfuðborgarinn- ar. Mætti þá um leið fara fram fjölbreytt kynningarstarfsemi á öðrum listgreinum, og að borgin lyfti undir það framtak á myndarlegan hátt, því að það gerir veg þeirrar kynningar meiri i augum hins erlenda ferðalangs. Þetta er einmitt það sem flestar menningarborgir leggja áherzlu á. Er heim er haldið á ferðamaðurinn að hafa i mal sínum sem flest bitastætt til frásagnar og kynningar af menningarlifi höfuðborgar vorrar og hér felst mikilvæg auglýsing er skilar sér rikulega. — Um þessar mundir stend- ur yfir sýning á hluta af nefndu safni og hefur verið reynt að setja myndverkin i lauslegt sögulegt samhengi svo sem það heitir í sýningarskrá og virðist mér það hafa tekizt vel. Hvað sem öðru Iiður er hér um að ræða forvitnilegri sýningu en hér um árið þegar upphenging- in var látin ráða ferðinni, að mörgu leyti á hlutdrægan hátt. A ég við að hlut sumra lista- manna var óþarflega mikið hampað á kostnað annarra. Hér ræður hins vegar hlutleysi og hið sögulega yfirlit, og er það mikill ávinningur sýningarinn- ar, engu er otað að skoðendum á kostnað annars. Eg felli mig hins vegar ekki við hin þung- byggðu skilti er upplýsa skoð- endur um hin einstöku timabil, þá eru þau óþarflega stór og áberandi. Ljóslega kemur. fram að inn- kaup til safnsins hafa hvorki ráðizt af þröngu sjónarmiði né að viðkomandi aðilar hafi hank- að sig á þvi að vera á móti einu eða öðru sem á markaðinum var hverju sinni, — en hins vegar afsakar það ekki að ýms- ar eyður eru á safninu sem þyrfti að fylla upp, og nauðsyn- legt er að gera skrá yfir öll verk í eigu borgarinnar og gefa út veglega sýningarskrá yfir öll verkin þar sem þau væru tiund- uð í máli og mynd. Slik skrán- ing væri mikil auglýsing fyrir íslenzka myndlist og myndi ber- ast víðsvegar um jarðarkúluna. Þori ég að fullyrða að slíkt fyrirtæki myndi skila arði þvi að erlenda þyrstir i upplýsingar um islenzka myndlist, sem liggja sannarlega ekki á lausu. Um það getur undirritaður fellt dóm eftir að hafa setið fjöl- margar myndlistarráðstefnum á meginlandi síðasta áratug og sótt heim fjölda nafntogaðra listamanna er jafnan spyrja um uppsláttarrit um islenzka myndlist. Frændur vorir Finn- ar eru jafnan með slíkar bækur i sínum mal t.d. „Kuva Taitei Lijat", sem er frábært heim- ildarrit um finnska myndlistar- menn, og dreifa af mikilli rausn til þeirra er þeir álita að séu liklegir til að útbreiða fengnar upplýsingar. Þetta hefur haft geysimikla þýðingu fyrir út- breiðslu finnskrar listar um heiminn á undanförnum ára- tug, og um leið orðið henni mik- ilvæg lyftistöng heima fyrir . .. t beinu framhaldi hér vaknar eðlilega sú spurning hvort það sé ekki allra hagur að fylgja fordæmi Norræna hússins og kynna list borgarinnar og menningu á breiðum grund- velli yfir sumarmánuðina, t.d. frá miðjum júm' til ágústloka og leggja undir framkvæmdina báða aðalsali Kjarvalsstaða og gefa meistaranum um leið veg- legt rúm. Að nenfa her einstök verk hefur litinn tilgang, en þó vil ég lýsa ánægju minni yfir því að sjá þar verk eftir þá bræður Kristján og Sigurð Guðmunds- syni, sem eins og kunnugt er eru búsettir i Amsterdam. Hér vantar þó Erro, Tryggva Ólafs- Mynöllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON son, Hrein Friðfinnsson og Þórð Ben. Sveinsson, sem allir hafa gert garðinn frægan er- lendis á undanförnum árum. En ég vil þakka framtakið mikillega og skemmtilega upp- hengingu frá hendi þeirra Aðalsteins Ingólfssonar, Guð- mundar Benediktssonar og Gunnars Arnar. Til slikrar starfsemi þarf að veita ríflegu fé, og þar voru t.d. einungis útlendir að skoða og fræðast er ég leit inn. Segjast verður að sýningarskráin er á neðsta þrepi og afleitt „dokument" til kynningar. Bragi Asgeirsson. maður Reykjavlkur og hefur ver- ið áhrifamaður i báðum þeim ríkisstjórnum, sem setið hafa síð- ustu 6 árin, eru kannski fáir menn sem bera jafn mikla ábyrgð á þeim vanda, sem upp er kominn I atvinnumálum Reykvikinga og einmitt hann. Víðtækara vandamál Hér í Morgunblaðinu hefur kannski fyrst og fremst verið fjallað um þessi málefni á þeim grundvelli, að hér væri um vanda- mál höfuðborgarinnar að ræða, og leiðir það e.t.v. af því að þar er vandinn mestur og þessi mál hafa verið mest til meðferðar og um- ræðu hjá borgarstjórn Reykjavík- og Vesturlandi en í þessum tveim- ur kjördæmum, Reykjavík og Reykjanesi, og eru þá alveg sér- staklega alvarlegir þeir rekstrar- örðugleikar, sem komnir eru upp hjá frystihúsunum I Vestmanna- eyjum, fiskvinnslustöðvum, sem alla tíð hafa verið i röð fremstu og bezt reknu frystihúsa á Islandi og jafnan notið góðrar afkomu, þeg- ar aðstæður hafa verið til, en eru ntí komin að þvi að stöðvazt. Þess vegna dugar ekki lengur að ræða um þessi mál sem reyk- visk vandamál eða vandamál bundin Reykjavík, nágrenni og Suðurnesjum, þau eru viðtækari. Frumrótin er sú, að það hefur ekki orðið jafn ör uppbygging og endurnýjun i útgerð og fisk- vinnslu á þessu svæði eins og i öðrum landshlutum. Skuttogara- fyrir því, að við erum nú að súpa seyðið af áhrifum fyrri stefnu Byggðasjóðs i þessum efnum og áhrif stefnubreytingarinnar fara ekki að koma fram fyrr en á næstu árum. Það sem mestu skiptir nú er að taka hin aðkallandi rekstrar- vandamál fiskvinnslustöðvanna á þessum landssvæðum til meðferð- ar og úrlausnar, og það er engan veginn auðvelt verk. Þessi frysti- hús hafa búið við misjafnara hrá- efnisframboð en frystihús í öðr- um iandshlutum og það hefur valdið óhagkvæmari rekstri. I öðru lagi er miklu minni hluti þess hráefnis, sem þessi frystihús fá til vinnslu þorskur en það hrá- efni, sem frystihús annars staðar á landinu vinna úr og veldur það einnig óhagkvæmari rekstri. t ur. Hitt er alveg Ijóst, eins og Morgunblaðið hefur raunar vakið margsinnis athygli á, að þessi vandi er engan veginn bundinn við Reykjavík eina. Hann nær til alls höfuðborgarsvæðisins og Reykjaneskjördæmis, ekki sízt Suðurnesja. Er þá átt við vanda- mál, sem smátt og smátt hefur verið að skapast á lengri tíma. Jafnframt hefur komið fram nú siðustu vikuna, að aðkallandi vandamál i atvinnumálum eru einnig komin upp víðar á Suður- byltingin hefur að vísu teygt anga sina til þessa svæðis, en hún hef- ur ekki notast því jafn vel og öðrum landshlutum, og bersýni- legt er, að endurnýjun og upp- bygging fiskvinnslustöðva hefur ekki verið jafn ör og annars stað- ar. Skylt er þó að geta þess, að þó að Byggðasjóður hafi um allmörg ár ekki lánað til fiskvinnslustöðva á þessu svæði og fiskiskipakaupa, þá hefur orðið stefnubreyting hjá Byggðasjóði á allra sfðustu árum. En menn verða að gera sér grein þriðja lagi sýnist sem sú ákvörð- un, að greiða hærra verð fyrir stórfisk i þvi skyni að stuðla frem- ur að veiðum hans og draga úr sókn i millifisk og minni fisk hafi haft þau áhrif að stórfiskurinn, Sem kannski er aðallega hér við Suðurlandið, og fer þvi til frysti- húsa á þessum umræddu svæðum, þýði einfaldlega dýrara hráefni fyrir þau heldur en það hráefni sem önnur frystihús fá til vinnslu og er jafnvel óhagkvæmari I vinnslu en millifiskurinn. Loks er svo augljóst, að sérstaklega á Suð- urnesjum eru frystihúsin alltof mörg og alltof smá. Sum þeirra eru gömul, úrelt og úr sér gengin og afar illa rekin, á kafi i skuldum og óreiðu og slikum húsum á ein- faldlega að loka. Það þýðir væntanlega aukið hráefnisfram- boð til þeirra, sem eftir eru, og um leið hagkvæmari rekstur þeirra. Atvinnulífið í Reykjavík t sambandi við þessar umræður um atvinnuvandamál á Suður- landi og Vesturlandi er nauðsyn- legt að vekja máls á þvi, að af- staða tslendinga til atvinnu- rekstrarins hefur löngum verið of neikvæð. Hann er út af fyrir sig nógu góður til þess að borga mönnum laun, en það á helzt ekk- ert fyrir hann að gera. Þetta hug- arfar þarf að breytast og það er ekki óliklegt, að það verði mönn- um nokkurt umhugsunarefni ein- mitt þessa dagana, þegar frysti- hús á Suður- og Vesturlandi eru í óða önn að segja upp starfsmönn- um siiium og hafa við orð að loka um mánaðamótin, að ekki er endalaust hægt að leggja auknar byrðar á þessi fyrirtæki. Það er t.d. ekki við góðu að búast i útgerðarmálum Reykja- víkur, þegar það er hér um bil þrisvar sinnum dýrara fyrir tog- arana að landa fiski i Reykjavik á hvert klló heldur en á tsafirði og Akureyri. Það er ekki hægt að búast við þvi, að það stuðli að blómlegri útgerð frá Reykjavlk, þegar þannig er haldið á málum. Óánægja iðnaðar- og þjónustu- fyrirtækjanna á Artúnshöfða með frágang á götum og lóðum i því hverfi sýnir lika, að timabært er orðið fyrir höfuðborgina að beina meiri athygli að frágangi iðnaðar- hverfa en gert hefur verið. t þess- um efnum hefur orðið algjör bylt- ing i höfuðborginni á sfðasta ein- um og hálfum áratug eins og kunnugt er. Og nú er svo komið, að frágangur gatna fylgir mjög vel eftir uppbyggingu nýrra íbúðahverfa, en sú óánægja, sem komið hefur fram hjá forsvars- mönnum fyrirtækja á Artúns- höfða hér á síðum Morgunblaðs- ins undanfarna daga sýnir, að iðnaðar- og þjónustufyrirtæki gera nú einnig vaxandi kröfur t-i borgarinnar og er það út »t fyrir sig ánægjulegt. Þó ver<Ja menn að gera sér grein fyrir þvi, að ekki er allt hægt að gera í einu, en allar slfkar umræður og skoðanaskipti eru til góðs eins. Þá hlýtur Reykjavíkurborg að taka til at- hugunar, hvort unnt er að greiða betur fyrir fyrirtækjum i sam- bandi við greiðslu gatnagerðar- gjalda, sem eru mjög þungbær fyrir fyrirtæki, sem eru að hefja byggingarframkvæmdir og verða á tiltölulega stuttum tíma að greiða tiltölulega há gatnagerðar- gjöld. Kannski skiptir þó mestu að hugarfarið hjá embættismönnum sveitarfélaga og stjórnmálamönn- um, sem hafa með þessi mál að gera sé ekki það að láta toga út úr sér fyrirgreiðslu fyrir atvinnu- reksturinn og skipa honum að borga þegar i st'að, heldur að menn taki atvinnurekstrinum opnum örmum, líti á það sem já- kvæða afstöðu til viðkomandi byggðarlags, að atvinnurekendur vilji byggja upp fyrirtæki í þvi byggðarlagi og greiði fyrir því með margvíslegum hætti i stað þess að taka atvinnurekendum með hundshaus og láta þá fá það á tilfinninguna, að það sé verið að gera þeim ógurlegan greiða með þvi að gera þeim kleift að stunda atvinnurekstur i tilteknu byggð- arlagi, en það er afstaða, sem er alltof algeng og tið á tslandi, en á ekki við jákvætt víðhorf atvinnu- rekstrarins til viðkomandi byggðarlags kemur hins vegar fram hjá Kristmund Sörlasyni, talsmanni fyrirtækjanna á Ár- túnshöfða er hann segir í samtali við Morgunblaðið að atvinnurek- endur þar séu bæði að liugsa um aðbúnað starfsfólks sins en ekki siður þá óheillaþróun, sem flótti fyrirtækja frá Reykjavik sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.