Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1977
„Elvis er ekki dáinn
-hann er ódauðlegnr”
Sex knnnir söngvarar minnast Elvis Preslevs
Hvernig var Elvis Presley sem söngvari að mati íslenzkra
poppsöngvara og hafði hann einhver áhrif á söngstíl þeirra og
sviðsframkomu? Þessari spurningu velti Slagbrandur fyrir sér,
þegar hann var farinn að jafna sig eftir áfallið vegna
fréttarinnar um lát Elvis Presleys. Sex kunnir söngvarar
svöruðu spurningum Slagbrands um þetta efni og birtast svör
þeirra hér.
„Hann var alveg stórkostlegur. Hann
kom meö alveg nýjan stfl í hreyfingum
og raddbeitíngu og — merkilegt nokk
— hélt sínu striki í 20 ár," segir Ragnar
Bjarnason.
— Telurðu, aö hann hafi haft áhrif á
söngstfl þinn?
„Nei, ekki vil ég nú segja þaö. Eg var
byrjaður að syngja nokkru áöur en
hann kom fram. En þaö varö geysi
mikil breyting viö komu hans. Áður
söng maður „standard" tónlist, en nú
varð miklu meira um rokk. Auðvitað
fylgdist maður með því sem hann var
að gera og söng hans lög. En það getur
enginn sungið þau eins og Presley."
— Hvort fannst þér honum fara
fram eða aftur með aldrinum?
„Honum var alljaf að fara fram og
hann var langbeztur undir það sfðasta,
sem alhliða söngvari. Fyrst söng hann
bara rokklög, en eftir því sem hann
eltist og þroskaðist, fór hann að fást við
fjölbreyttari tónlist og mér fannst
hann virkilega góður undir lokin.“
„Hann var alltaf mitt uppáhald á
fyrstu árum mínum á þessu sviði og
mér fannst mikið til hans koma,“ segir
Sigursteinn Hákonarson (Steini í
Dumbó). „Upphaflega var það fram-
koma hans sem vakti athygli mína og
svo var það þessi sérstaki söngstfll, til
dæmis þegar hann söng negrasálma.
Þeir voru alltaf í mestu uppáhaldi hjá
mér af tónlist hans.“
— Telurðu hann hafa haft áhrif á
söngstíl þinn?
„Já, það tel ég, sérstaklega í þessum
rólegu lögum. Ég var alltaf meira fyrir
þau."
— Hvað fannst þér um söng hans hin
sfðari ár?
„Mér fannst hann frekar vera í aftur-
för. Þessi gamli sjarmi var að mestu
leyti farinn af honum. þó að stíllinn
væri enn svipaður og áður.“
„Elvis er ekki dáinn — hann er
ódauðlegur, hann iifir áfram," segir
Björgvin Halldórsson. „En það er ofsa-
lítið eftir þegar hann er farinn — þetta
er höfuðlaus her. Hann var og er kóng-
urinn í rokkinu."
— Finnst þér hann hafa haft áhrif á
þig sem söngvara?
„Já, hann hefur haft áhrif á alla.
Hann var aigert mótunarafl i lífi unga
fólksins sl. 15—20 ár. Ailt hjálpaðist
að, hvernig hann söng, leit út, hagaði
sér — hann hafði einhverja töfra sem
allir eru að reyna að ná.“
— Hvað fannst þér um söngferil
hans síðarí árin?
„Hann var orðinn svolftið stappur í
lokin. Það var farið að hrúga plötum
með honum á markaðinn. Ef maður
kemur inn í plötubúð í útlöndum getur
maður séð samansafn af alls konar
plötum, sem eru teknar upp á tónleik-
um, jafnvel bara með einum lélegum
hljóðnema. Þetta eru lélegar plötur
sem hafa flætt yfir markaðinn, þetta
hefur ekki verið gert eins vel og í
fyrstu. Það er RCA-fyrirtækið sem gef-
ur piöturnar hans út og nú er bara að
vona að þeir eyðileggi hann ekki eins
og þeir eyðilögðu Jim Reeves. En nú
hlakkar áreiðanlega í þeim og þeir
SÍKursteinn Hákonarson
BjörKVÍn Halldórsson
Pálmi (iunnarsson
Stefán Jónsson
Berti Möller
Ragnar Bjarnason
setja plötupressurnar í gömlu verk-
smiðjunum af stað aftur... Nú á að
græða."
Og Björgvin heldur áfram:
„En ég gagnrýni hann ekki. Þegar
hann söng lag, þá gat maður heyrt að
þetta var Presley. En það var fullt af
öðrum gæjum sem voru að reyna að
stæla hann, enginn þekkir þá lengur.
Presley var sérstaklega góður söngvari,
til dæmis þegar hann söng sálma, það
var sérstaklega vel gert. — Ég er einn
af milljónum aðdáenda hans."
„Hann var mjög góður söngvari og
stóð sig frábærlega vel gegnum árin,"
segir Stefán Jónsson i Lúdó. „Hann
virtist ná svo vel til fólksins."_
— Heldurðu að hann hafi haft áhrif
á þinn söngstfi?
„Nei, alls ekki. Ég var aldrei neinn
Presley-dýrkandi þannig séð, hann var
ekki endilega á þeirri lfnu sem ég var
að eltast við." — Hvort fannst þér hann
vera í framför eða afturför hin síðari
ár?
„Þetta fer eftir því hverju maður er
að sækjast eftir. Honunt fór fram sem
söngvara, enda þótt hann hafi ekki
dottið inn i þá lfnu sem hefur verið
vinsælust síðustu árin.“
„Ég hélt ofsalega mikið upp á hann,"
sagði Pálmi Gunnarsson. „Hann var
svo sterkur í upphafi rokktfmabilsins.
Ég lenti í endanum á því tfmabili og
mér fannst hann frumlegastur og lang-
beztur."
— Teiurðu hann hafa haft áhrif á
söngstil þinn?
„Nei ek.vt á stilinn. Þá þýðir lítið
fyrir hvern og einn að vera að stæla
þessa stórkarla. En það hafa margir
lært geysilega mikið af honum."
— Fannst þér honum fara fram með
árunum?
„Nei, mér fannst þetta frekar stefna
niður á við. Gæðin voru auðvitað alltaf
mikil og hann hafði góðar hljómsveitir
til undirleiks, en einhvern veginn var
ekki sami andinn yfir þessu. Það var
sérstakur neisti í rokkinu áður."
„Hann var mikilmenni I poppheimin-
um og þegar hann kom inn í poppið, þá
jvarð alveg gífurleg breytíng á þvf
bviði," segirBerti Möller í Lúdó.
„Hann var mjög góður söngvari og það
ivar alveg greinilegt að hann söng ekki
síður af tilfinningu en kröftum."
— Heldurðu að hann hafí haft áhrif
á þinn söngstfl eða sviðsíramkomu?
„Ekki á sviðsframkomu, því að þegar
ég var að syngja, var ég yfirleitt með
hljóðfæri f höndunum. En eflaust hef
ég reynt að lfkja eftir söng hans eins og
margir aðrir."
— Fannst þér honum fara fram með
árunum?
„Maður heyrði auðvitað miklu
sjaldnar til hans sfðustu árin, en ég
held að honum hafi ekki farið aftur.
Hann var orðinn miklu þroskaðri sem
söngvari."
Og Berti bætir við að lokum:
„Ef maður hiustar á gömlu plöturnar
hans sem voru svo vinsælar á sínum
tíma og ber þær saman við mörg lög
sem ganga f dag, þá heyrir maður
greinilega hans áhrif. Hann á ftök f
ákaflega mörgum tónlistarmönnum."
Björn Magnússon
Vikivaki
Hvað gerir starfsfólk kynn-
ingardeildar CBS-
plötufyrirtækisins í Svíþjóð
þegar til stendur að gefa út
stóra plötu með hljómsveit sem
að þremur fjórðu hlutum er
skipuð íslendingum og heitir í
þokkabót islenzku nafni, sem
enginn Svíi skilur? Starfsfólkið
skrifar æviágrip hljómsveitar-
innar og dreifir því til fjölmiðla.
Hvað gerir Slagbrandur þeg-
ar hann-fær slíkt ágrip í hend-
ur? Hann snarar því á íslenzku
og birtir það í tilefni af því, að
plata hljómsveitarinnar er í
þann mund að koma á markað
hér á landi og einnig í tilefni af
samtalinu við Björn Magnús-
son, sem birtist hér á síðunni,
en hann er bróðir íslending-
anna þriggja sem eru liðsmenn
Vikivaka. Og hér kemur ævi-
ágripið:
„Vikivaki er nafnið á mjög
gömlum íslenzkum þjóðdansi.
Það er þó ekki mjög sennilegt,
að víkingarnir hefðu haft áhuga
á að dansa eftir tónlist hljóm-
sveitarinnar Vikivaki. Þetta er
sannarlega tónlist nútímans.
Bræðurnir þrir, Hans, Jón og
Gunnar Gíslasynir, fluttust með
foreldrum sínum frá íslandi til
Svíþjóðar árið 1966. í nýja
húsinu var háaloft tilvakð til að
fremja hávaða á H : ns og Jón
fóru með trommurnar og gítar-
inn þangað upp og nokkrum
vikum síðar voru þeir búnir að
stofna hljómsveit með félögum
úr nágrenninu. Litli bróðirinn
Gunnar fékk enn ekki leyfi til
að vera uppi á háaloftinu með
leikföngin sín.
Nokkrum árum síðar hafði
Vikivaki nóg að gera í spila-
mennsku í klúbbum i Gauta-
borg. Hans og Jón byrjuðu
einnig að semja lög sjálfir.
Sumarið 1974 fannst
drengjunum timi til kominn að
heimsækja gamla Island og
þeir fóru þangað í þriggja vikna
hljómleikaferð. Áður en þeir
fóru frá Svíþjóð hljóðrituðu þeir
lög til að færa útvarpsstöð á
íslandi. Þetta segulband barst
til eyrna sænskum upptöku-
meistara, sem kom Vikivaka i
kynni við Polydorhljómplötu-
fyrirtækið, þar sem þeir hljóð-
rituðu fyrstu stóru plötuna
sína, „Oldsmobile”. Af plötunni
voru tekin lög á litla plötu sem
hét „Didn't I" og varð i fjórða
sæti í útvarpsþættinum Popp-
dómur Evrópu árið 1 975.
Næsta sumar ferðaðist
hljómsveitin aftur um ísland. í
þetta skiptið gekk þeim svo vel
að ferðin var framlengd í tvær
vikur. Þann 4. júlí lék Vikivaki
fyrir þúsundir æstra ba'nda-
rískra hermanna á Nato-
stöðinni í Keflavík og eftir það
var mjög sótzt eftir þeim til að
leika í öllum hermannaklúbb-
um á íslandi.
1976 fór Vikivaki i ferð til
Englands. Er hér var komið
sögu var bróðirinn Gunnar vax-
inn úr grasi og gekk i hljóm-
sveitina.
Þeir léku í mörgum helztu
klúbbunum í London og gekk
mjög vel. Er þeir komu aftur
heim til Svíþjóðar fóru þeir að
semja nýtt efni á aðra stóru
plötuna sína, sem nú er að
koma á markað á vegum CBS-
fyrirtækisins.
Liðsmenn Vikivaka:
Hans Gíslason, fæddur 1954,
gítar, píanó og söngur. Jón
Gíslason, fæddur 1955,
trommur og söngur. Gunnar
Gíslason, fæddur 1959, gítar
og söngur. Kenny Olsson,
fæddur 1 956, bassi.
Svo mörg voru þau orð Við
þetta er þó ýmsu að bæta,
samkvæmt upplýsingum sem
bróðir þeirra Hans, Jóns og
Gunnars, Björn Magnússon,