Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 14
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUB 21. AGtJST 1977 Þegar við virðum fyrir okkur landabréf ísland vekja jöklam ir strax athygli okkar. Einkum festum við augun á hinum þremur risum, Vatnajökli. Hofsjökli og Langjökli, sem liggja i röð frá ausfri til vesturs og eru síðustu leifar hinnar miklu jökulbreiðu, sem þakti þetta land fyrir tugþúsundum ára. Milli þessara jökla liggja svo lægðir eða skörð og í náms- bókum okkar stendur að þar um .liggi fjallvegir milli lands- hluta, þó misjafnlega fjölfarn- ir. Éf við rýnum ögn betur í kortið komum við auga á smá- jökul næstum í felum, á milli Vatnajökuls og Hofsjökuls og ber hann heitið Tungnafells- jökull Þetta nafn lærðum við raunar í landafræðinni forðum, ekki vegna þess, að þessi jökull væri merkilegur vegna stærðar eða sögu, heldur fyrst og fremst vegna þess, :ð hann varð að nefna þegar Sprengisandur og Vonarskarð voru kynnt, hjá þvi varð ekki komist. I áratugi var þessi staður á landabréfinu ekki annað en innantómt nafn í huga mínum, nafn, sem vakti engan áhuga og enga löngun til frekari kynna. En nú á siðari árum hef ég átt þess kost að fara nokkrum sinn- um umhverfis jökulinn, í bíl og fótgangandi. Við þau kynni hef- ur skoðun mín breyst og því hripa ég þessar línur á blað, ef ske kynni að áhugi á þessu Jandssvæói skyldi kvikna hjá einhverjum, er les þær. Þá er tílgangi minum náð. Um aldaraðir hefur leið manna legið um Sprengisand, er fara átti stystu leið milli suð- ur- og norðurlands. Reiðgöturn- ar lágu þá meðfram Þjórsá, sem rennur skammt frá Hofsjökli austanverðum. Þaðan er alilöng leið að vesturhlíðum Tungna- fellsjökuls og varð þvi að leggja lykkju á leið, ef fara átti þar um. Enda áttu menn þangaö ekkert erindi. Einnig kann það að hafa skipt máli, að þegar ferðamenn voru komnir á móts við jökulinn voru þeir staddir á Sprengisandi. Hann er talinn um 70 km langur og algjörlega gróóurlaus. Var það því hrein timatöf og fásinna að leggja slíkan krók á leið sína í algjörri erindisleysu, þar sem full þörf var á að hraða förinni sem mest yfir sandauðnina svo hestarnir kæmust sem fyrst á haga; Þannig var jökullinn og um- hverfi hans óþekkt land um aldir. Menn vissu þó urn hanri, eftir fornum heimildum um Vonarskarð. Þar hafði Gnúpa- Bárður farið um með búsmala sínn, er hann flutti búferlum norðan úr Bárðardal og suður í Fljótshverfi eins og greint er frá í Landnáinu. En það var ekki fyrr en Björn Gunnlaugs- son fór að ferðast um landið og kanna það, að næst var farið um skarðið svo vitað sé. Árið 1839 reið hann upp með Köldu- kvísl, um Vonarskarð og siðan austur með Vatnajökli. Fylgd- armaður hans i þeirri för var Sigurður Gunnarsson, er síðar varð prestur að Hallormsstað. Ritaði hann frásagnir af þeirri för og reyndar fleirum, er hann fór um öræfi Islands eftir það. Nokkru áður hafði Tómas Sæm- undsson, einn Fjölnismanna, villst af Sprengisandsleið aust- ur yfir sandinn og lent að síð- ustu á mosaflákum undir vest- ur.hlíðum jökulsins, sem siðan hafa borið nafn hans og kallast Tómasarhagi. Það nafn gerði Sæluhús Ferðafélags ís- lands við Nýjadal. — Ljósm.: Grétar Eiríksson. En nú liggur alfaraleið með- fram jöklinum að vestan. Þegar akstur bifreiða hófst yfir Sprengisand fyrir tveimur til þremur áratugum, kom í Ijós, að gamla leiðin meðfram Þjórsá var illfær bifreiðum sökum bleytu. Þess vegna var bílaslóð- in lögð miklu austar og kallast sú ieið um Öldur. Liggur vegur- inn nú fyrir mynni Nýjadals og kemur aftur á gamla Sprengi- sandsveginn fyrir norðan Fjórðungsöldu. Ferðafélag Is- lands hefur reist tvö myndarleg sæluhús á bakka Nýjadalsár, rétt eftir að hún fellur út um dalsmynnið. I þeim húsurn er oft þröng á þingi þá tvo mán- uði, sem Sprengisandsleið er nokkurn veginn fær bifreiðum um hásumarið. Hér er því til- valinn áningarstaður fyrir þá, sem ætla að kanna jökulinn og nágrenni hans. Og þann hátt skulum við hafa á, lesandi góð- ur, þvi ætlunin er að leiða þig í huganum umhverfis Tungna- fellsjökul og bregð'a upp nokkr- Frá sunnanverðu Vonarskarði. um svipmyndum af því, sem fyrir augun kann að bera á þeirri leið. Klukkan 8 að morgni leggjum við af stað hress og endurnærð eftir svefninn. Nauðsynlegt er að taka daginn snemma, þvi dagurinn er fljótur að líða, þeg- ar margt er að skoða og kanna. Vegurinn liggur fyrst yfir Nýjadalsá og síðan upp hallana fyrir norðan hana. Yfir okkur, á hægri hönd, gnæfa fell þau í vesturbrún jökulsins, sem setja mestan svip á hann úr vestur- átt. Háhyrna er syðst og þá Fagrafell. Beggja vegna þess falla skriðjöklar niður hliðina, og hafa þeir verið kallaðir H:gajöklar kenndir við Tómas- arhaga, sem er þar fyrir neðan. Frá þeim renna Hagakvíslar og ásamt Nýjadalsá mynda þær Fjórðungskvísl, sem fellur til Þjórsár. Á bakkanum austan við Hagakvísl greinist Gæsa- 'vatnaleið frá Sprengisandsvegi og liggur austur með jöklinum. Þann veg tökum við og þrátt fyrir að vegurinn sé aðeins troðinn sækist leiðin vel, því hér er ekkert nema sandur und- ir fæti, sandhæðir og sandlægð- ir, gróðurlausar og hrjóstrugar. Þó má sjá mosa hér og hvar og síðast en ekki síst geldinga- hnappinn, þessa harðgerðu og nægjusömu jurt, sem svo víða skreytir mela og börð á hálend- inu og gleður auga vegfarand- ans. Hér má einnig greina nornabaugana sem minna okk- ur á hnattstöðu landsins og ná- lægð þess við kuldabeltið! Er komið er austur fyrir jökulinn blasir við hið fegursta útsýni. Lengst i bláma norðursins sést Bláfjall og Sellandafjall suður af Mývatnssveit. Þá lengra til hægri koma í þessari röð: Dyngjufjöll, Trölladyngja, Kistufell og svo Bárðarbunga vestast. Hveft fjallið öðru Tómas Einarsson: U mhv erfi Tungnafellsjökuls Jónas Hallgrímsson svo frægt í litlu kvæði, sem flestir kunna. En haustið 1845 áttu gangna- menn leíð upp undir Fljótsjök- ul, en svo nefndu Bárðdælingar o.fl. Tungnafellsjökul þá, og fengu þá grun um að dalur gengi austur með jöklinum að sunnanverðu. Haustið eftir gerðu þeir út leiðangur og fundu þá dal með „sléttum eyr- um niður um sig, grasi vöxnum og dalhlíðin jökulmegin mikið há og öll grasivaxin upp að klettum, sem voru efst í henni". Þeir könnuðu dalinn og fundu alls i þessum leiðangri 6 lömb og 14 lambabein, sem benti til þess, að þar hefðu graslömb orðið innlyksa á haustin og drepist úr hungri um veturinn. Dalur þessi var kallaður Nýi- dalur, en hefur einnig verið kallaður Jökuldalur og stund- um Nýi-Jökuldalur, þótt Nýja- dalsnafnið sé nú flestum tam- ast í munni. Af Mjóhálsi út eftir Nýjadal. Miklafell I Þvermóður við dalsmynnið. Hofsjökli í fjarska til vinstri, en til hægri sést slóðum F er ðafélagsins

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 184. tölublað (21.08.1977)
https://timarit.is/issue/116872

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

184. tölublað (21.08.1977)

Aðgerðir: