Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGÍJST 1977 vtte wí' kaffinu \\ 1 Qíl ' £ iVc'4 — Það sér á að það er mikill fjöldi ferðamanna hér um þess- ar mundir. Nú eru ekki aðeins pesetar í samskautabauknum, heldur einnig dollarar, pence, mörk og þessar fljúgandi og fljótandi íslenzku krónur. — Þetta er að vísu ekki mín sérgrein, en ég skal sjá hvað ég get. BRIDGE Skiptum kökunni réttlátlega Jóhann Vilhjálmsson, Hafn- arfirði, skrifar: Nú heyri ég glymja, bæði í Utvarpi og Sjónvarpi, að fjárhags- legur grundvöllur hraðfrystihús- anna sé algerlega brostinn. Ég varð nú ekkert hissa á því, en ég er hissa á öðru. Því f ósköpunum voru þessir menn að ganga að stórhækkuðu fiskverði og hækk- uðum launum starfsfólksins. Sáu þeir þetta ekki fyrir, eða var það bara ætlunin að hrópa til rfkis- stjórnarinnar og biðja um nýja gengisfellingu eða eitthvað því- umlikt? Ég held að við verðum að hætta þessum skollaleik. Forsend- an fyrir þvf að hægt sé að kaupa fisk hærra verði og borga fólki hærra kaup hlýtur að vera sú að þessi margumrædda kaka sé i þann veginn að stækka eða sé orðin stærri. En ég skal játa það fúslega að mér finnst kökunni vera ansi illa skipt. Mér brá i brún þegar ég sá i blöðunum um daginn hvað ráðherrarnir hafa í kaup, þ.e. upp i þreföld verka- mannalaun. Þessir menn ættu að taka forseta Indverja sér til fyrir- myndar og lækka sitt kaup og ganga á undan með góðu for- dæmi. Ég er nú orðinn 70 ára gamall og búinn að lifa margar kauphækkanir og núna i seinni tfð hafa þær fremur hryggt mig heldur en glatt, því alltaf hefur varan hækkað og öll gjöld strax á eftir, og þessir fáu aurar sem maður hefur verið að kjánast til að leggja á sparisjóð hafa jafnóð- um brunnið þar upp á verðbólgu- altarinu. Við ættum að forðast að gera meiri kröfur heldur en hægt er að standa við hverju sinni. Og umfram alla muni eigum við að leitast við að skipta réttlátlega þessari margumtöluðu köku. Og vei öllum þeim sem vilja hrifsa til sin meira en þeim réttilega ber. • Afsakið ónæðið Jónas Jónsson hjá sildar- verksmiðjunni að Kletti hringdi út af kvörtun sem birtist hér i Velvakanda f fyrradag. Honum fórust svo orð: — Okkur þykir mjög leitt að hafa valdið okkar nágrönnum þvi ónæði sem raun ber vitni. Ætlum við að taka okk- ur á og koma i veg fyrir þennan hávaða. Umræddur hávaði stafar mikið til frá löndunarkrönum okkar. Hægt er að koma í veg fyrir þann hávaða með því að þeir sem á krönunum vinna vandi sig örlítið meir þegar þeir losa krabb- ann. Sumir hafa tekið ábending- Umsjón: Páll Bergsson Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið. Og þetta þekkjum við vel af stundum biturri reynslu okkar við spilaborðið. Við erum ánægð með blindan eftir góðar sagnir en svo trompar allt í einu annarhvor skúrkurinn og spila- borgin hrynur. En við erum ekki alltaf svona óheppin. Og í raun og veru er kannski meiri hætta á, að við gerum sjálf villur. Gjafari austur, allir á hættu. Norður S. 975 H. AD73 T. K74 L. AD2 Vestur S AKG1063 H. K98 T. G2 L. 53 Austur S 82 H. 6 T. D9853 L. G10876 ©PIB COSPER — Nú er það svart maður, það er verið að byggja banka þar sem við grófum þýfið. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi Suður S. D4 11. G10542 T. A106 L. K94 Þegar spil þetta kom fyrir opn- aði vestur á einum spaða, norður doblaði og suður varð síðan sagn- hafi í fjórum hjörtum. Vestur spilaði út spaðaás, siðan kóng og lágum spaða í von um, að austur gæti trompað með annað- hvort gosa eða tiu. Svo reyndist nú ekki vera. En í ljós kom að sexið gerði sama gagn. Suður yfir- trompaði með tiunni en eftir það var ekki hægt að vinna spilið. Hann komst ekki hjá að gefa slagi á tígul og tromp auk spaðaslag- anna tveggja. Var þá ekki hægt að vinna spil- ið? Jú, vonandi hafa lesendur átt- að sig á því og séð hvað fór úr- skeiðið hjá spilaranum. ViIIan kom í þriðja slag þegar austur trompaði með sexinu. Suð- ur var með öruggan tapslag i tígl- inum og þvi ekki að losa sig við hann strax. Þetta kallar útlend- ingurinn „loser on loser“ en við gætum nefnt þetta að gefa tapslag í gefinn slag. Austur mátti fá þennan slag og þá hefði spilarinn fengið afganginn. 22 manna. Andrúmsloftið var mettað þeirri dásamlegu stað- reynd, að allir voru í fríi. Mary lá I þilfarsstól með lok- uð augun og baðaði sig f sól- inni. llún var klædd I hvíta hlússu og stuttbuxur og var reglulega falleg. Með mjóleitu, svipbrigðarfku andlitinu gat hún túlkað allar kenndir — nema feimni og hlédrægni. Þessa stundina virtist svo sem henni leiddist fram úr hófi. Við hlið hennar sat sá horaði með tannbursta.vfirskeggið, dr. Rinkey, og horfðí á hana f fábjánalegri undirgefni. Hann hélt þreytandi ræðu án áheyr- enda um, hversu heppinn hann hefði verið f læknaprófi sfnu í Edinborg. Erik tyllti sér hinum megin við Mary og kveikti sér f sfgarcttu, til þess að hendurnar hefðu eitthvað fyrir stafni. Hún gaut til hans hálfopnum augun- um og hló með sjálfri sér. — Hvcrnig líður þér í dag? Hefur þú náð þér eftir allt madeirað? Aðeins ertu nú veiklulegur. Erik reyndi að svara. en dr. Rinkey greip fram f fyri. hon- um. Hann virtist staðráðinn f að ná aftur forskotinu, sem hann hafði misst. — Já, konjakið, það var cins og högg í hausinn. Kaunar skrifaði ég ritgerð um alkó- hóleitrun. þegar ég var I F.din- borg. Það var sagt, að hún væri ágæt. Ég geri margar tilraunir á sjálfum mér, ha. ha! Samtalið gekk stirðlega. Spenna lá I loftinu. Marv hætti tilraunum sfnum til að vera félagslynd, lokaði augunum og hélt áfram að sleikja sólskinið. Erik hallaði höfðinu aftur á bak og leit á hana. Ég gæti ósköp auðveldlega lagt hand- legginn rólega utan um hana, hugsaði hann. Hönd hans rann hægt undir bak hennar. A miðri leið rakst hún á eitthvað múkl og óþægilegf. Það liðu nokkrar sekúndur. áður en hann gerði sér Ijóst, hvað þetta var, og hann fylltist viðbjóði. Hann kippti hendinni snögg- Jega að sér, eins og hann va-ri bitinn af ormi. Hann hafði tek- ið í hönd Kinkeys, sem var á leiðinn* I gagnstæða átt, en hann hal'ði hið sama í hyggju, að halda utan um Mary. Ungu mennirnir tveir voru eins og mýs undir fjalakettí. Þeir störðu fram fyrir sig, eld- rauðir f framan. Loks gat Mary ekki setið á sér lengur. Hún hló hátt og hjartanlega. Erik jafnaði sig strax. Mary hafði lagt mjóa. hvfta hönd sfna á hönd hans. Hin höndin hvíldi enn f skauti hennar. Hún hafði valið. Erik þrýsti hönd hennar og var að springa af hrifningu. llann fór að blfstra ósköp veikt og samhengislaust til þess að veita tilfinningum sfnum útrás, og honum fannst sem hann gæti stokkið ha*ð sfna f öllum herklæðum. Þetta er telpa. sem töggur eru í. hugsaði hann. Hún skal verða mfn, hvað sem það kostar. Rinkey sleikti sólskinið með lokuð augun og reyndi a<' láta sem hann hefði ekki séð, hvert Mary rétti hönd sína. Þegar nokkrar mfnútur voru liðnar. þoldi hann ekki lengur ,, stóð upp, tauiaði eit■ ' nm að sækja sígarettur og uélt leið- ar sinnar með uppgerðartóm- læti. XXX Nú tóku við nokkrir yndisleg- ir dagar. Sólin skein, og Mary var dásamleg. Erik var svo ást- fangínn, að hann vaknaði að minnsta kosti tveimur klukku- stundum fyrr en hann átti vanda til á morgnana. Ilann fann sér rólegt skot : efsta afturþilfarinu, þar sem hann gat hugsað um hana ótruflaður. En það var svolftill diikkur skýhnoðri á himninum. Það gat nefnilega verið, að Mary liti allt öðrum augum á kynþátta- málið en Erik, þar sem hún var Suður-Afríkubúi. Ilann reyndi að fresta samræðum um þetta. en það var ekki gerlegt til lengdar. Hvassviðrismorgun einn héldu þau hvort utan um annað og virtu f.vrir sér útsýnið frá hinum nöktu, hröttu klett-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.