Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 LÚÐVÍKA LUND — Minningarorö F. 8. júnf 1910. D. 15. ágúst 1977. Landið okkar er hrjóstrugt og stundum harla kaldranalegt, og á það ekki hvað sizt við um Mel- rakkasléttu, grýtt og gróðurlitið eins og landið er þar og opið fyrir köldum stormum norðan úr Dumbshafi. Og samt er gott að búa þar nyrðra og hlýlegt mitt i kuldagjóstrinum, því að þarna hefur alltaf búið gott og hjarta- hlýtt fólk, sem hefur kunnað að milda allt umhverfi sitt með eðlis- lægri þrautseigju, einlægri lífs- gleði og hjálpfýsi við náungann. Þar sem hér er það fólkið sjálft, sem eru hin mestu auðæfi héraðs- ins. Lúðvíka Lund var fædd á Raufarhöfn 8. júní 1910, dóttir Rannveigar og Mariusar Lund, valinkunnra sæmdarhjóna. Þau systkinin, börn Lundshjónanna, voru sex: Lúðvíka, Grímur, Þor- björg (d. 1960), Árni Pétur í Mið- túni á Sléttu, María Anna.og upp- eldissystirin Halldóra Öladóttir, sem þau Lundshjónin gengu í for- eldra stað. Æskuheimili Lúðvíku, Lundshús á Raufarhöfn, var ævinlega mannmargt, stórt í snið- um og fastmótað af gamalli ís- lenzkri og evrópskri menningu. Systkini Mariusar útvegsbónda, þau Jósefína, Meta og Niels Lund, áttu einnig heimili sitt í Lunds- húsi og Lúðvíka og þau systkinin höfðu mikla ást á þessum frænd- systkinum sinum. Vinnufólk var oft margt i Lundshúsi, bæði árs- menn og fólk i kaupavinnu og á þessu stóra heimili ríkti ævinlega líf og fjör. Vinnusemi var mikil og mikils var aflað en nýtni og sparsemi voru sjálfsagðar dyggð- ir; þó var það ætið þessi fölskva- lausa lífsgleði og gestrisni við hvern sem að garði bar, sem var aðalsmerki Lundsfjölskyldunnar, enda heimilið nafntogað fyrir rausn og fyrir þær móttökur sem gestir og gangandi hlutu i því húsi. Þær dyggðir, sem þeim börnum Lundshjónanna voru inn- rættar í uppeldinu, áttu sér djúp- ar rætur i aldagamalli íslenzkri menningu og einlægu kristilegu hugarfari. Það veganesti reyndist traust og grundvallað á bjargi. Allt frá æskuárunum var Lúð- víka aðdáandi fagurra lista. Hún las mikið af góðum bókmenntum og fylgdist þar vel með nýjung- um; hún hafði gott auga fyrir myndlist og vefnaði og prýddi heimili sitt mörgum fögrum mun- um. Beint úr móðurættinni kom henni tónlistaráhuginn; það má nefna, að Jón Laxdal tónskáld var afabróðir hennar. Söngur og hljóðfærasláttur var því mikið iðkaður á heimili Lúðviku, því músík var hennar líf og yndi allt frá bernskuárunum. Hinn 13. nóvember 1932 giftist Lúðvika Leifi Eiríkssyni frá Rifi á Melrakkasléttu, hinuni ágætasta manni, og settust ungu hjónin að á Raufarhöfn, þar sem Leifur gerðist kennari og var síðar kjör- inn oddviti bæjarins einmitt á þeim árum, þegar atvinnuumsvif- in á Raufarhöfn voru í hámarki, og oddviti hafði fram úr mörgum vanda að ráða. Skömmu eftir að ungu hjónin höfðu stofnað heim- ili, byggðu þau sér fallegt tvílyft einbýlishús skammt frá Lunds- húsi og nefndu „Harðangur" og húsfreyjan unga brá eins og töfra- sprota yfir nýja húsið þeirra og gerði það brátt að fögru og smekk- legu heimili, þar sem rikti fjör og kátína sem laðaði alla að eins og var um æskuheimili Lúðvíku. Þau hjónin Lúðvíka og Leifur Eiríks- son eignuðust fjögur börn, öll hin mannvænlegustu, en þau eru nú öll uppkomin og hafa fyrir löngu stofnað sín eigin heimili og búa hér syðra. Þau eru: Eysteinn, Rannveig, Ingibjörg og Erlingur. Barnabörnin urðu og mörg, en það var engin hætta á, að ekki fyndist nægilegt hjartarúm hjá Lúðviku ömmu fyrir hvert og eitt einstakt barnabarn, því öll þessi stóra fjölskylda var henni hjart- fólgin og hún bar hag barna sinna og barnabarna meira fyrir brjósti til hinztu stundar en sinn eiginn. Lúðvika Lund var fríð kona og tiguleg; góðmennskan og lifsgleð- in geislaði af henni og í björtum, hýrum augunum leyndist nær alltaf bros, þannig að hvar sem hún kom, lagði gleði og birtu yfir umhverfið. Alls staðar var hún aufúsugestur og heimili hennar sjálfrar var jafnan fullt af glöðum gestum, vinum þeirra hjóna. Fjöl- skylda mín og ég vorum svo lán- söm að búa i mörg annasöm ár í næsta nágrenni við Lúðvíku og Leif Eiríksson og vináttan við þau hjónin varð okkur dýrmæt, og í þau 30 ár, sem liðin eru frá því ég kynntist Lúðvíku fyrst, hefur aldrei slegið fölskva á þau kynni. Hvar sem hún kom nærri, leystust stór og smá vandamál eins og af sjálfu sér; heimili hennar stóð mér og fjölskyldu minni ævinlega opið og bjarta, hlýja brosið henn- ar Lúllu yljaði og vermdi svo und- ursamlega, að það birti yfir manni til langframa; öllum lagði hún gott eitt til og alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa og liðsinna, þar sem þörfin kallaði. Henni var göfugmennskan i blóð borin og eðlislæg. Arið 1958 fluttust þau hjónin hingað suður og keyptu húseign- ina Faxatún 14 i Garðabæ. Húsið var aðeins fokhelt, þegar þau festu kaup á því, og bæði hjónin unnu sleitulaust að því að gera þetta hús að því smekklega og aðlaðandi heimili, sem það nú er. A meðan líf og heilsa Lúðviku entist, átti hún mörg hamingju- söm ár á þessu síðasta heimili sínu. Allir gömlu vinir þeirra hjóna rötuðu fljótt heim að Faxa- túni 14 og fjölmargir nýir bættust í þann hóp hér syðra. Undir það síðasta voru þung- bær veikindi borin með rósemi og því æðruleysi sem henni var eig- inlegt, en í erfiðleikunum naut hún ástríkrar umönnunar eigin- manns síns og barna, allt þar til augun lokuðust i hinzta sinn. Þegar við höfum nú misst sjónar á þessari góðu og trygglyndu vin- konu um sinn, þá verður eftir tómarúm i hjartanu, sem enginn annar getur fyllt. Fjölskylda mín og ég vottum Leifi Eiríkssyni, börnum ykkar, barnabörnum og systkinum Lúðvíku dýpstu samúð okkar. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir KVEÐJA „Þér K€*fið var allt, sem ^etur prýtt: Kleðinnar liros og viðmót hlýtt, þó vekti þér sorg isinni. Trú þin «af þér f stríði styrk, stór ok KÖfug ok mikilvirk. o« samhoðin sálu þinni.“ (Dr. Sveinn E. Björnsson) Þessi orð látins góðvinar Lúllu og Leifs eiga vel við um tengda- móður mina, sem kvaddi okkur á kyrrlátu sumarkvöldi. Það er erfitt að átta sig á þeirri stað- reynd, að hún skuli vera horfin sjónum okkar, svo vel bar hún veikindi sin. En lögmáli lifsins verður ekki breytt. Lúlla var glæsileg kona og öll- um þeim kostum búin, 'sem eina konu mega prýða. Hún var með afbrigðum ættrækin og vinamörg, enda leið öllum vel í návist henn- ar. Frá henni streymdi sú hlýja og góðvild, sem öllum er ógleyman- leg er henni kynntust. Á heimili tengdaforeldra minna ríkti alltaf hinn glaði andi gest- risninnar og verður mér ætíð minniststæð sú mikla umhyggja og ástúð, er þau báru hvort fyrir öðru. I huga mínum varðveiti- ég minninguna um yndislega konu, og bið góðan Guð að geyma ástrik- an eiginmann hennar. A.G. — Þetta’ var ... Framhald af bls. 13 standa fyrir dyrum þá heimtar það ekki eins og flestir bætt kjör, heldur fór þetta fólk ein- göngu fram á að fá prest fyrir hverja mosku en eins og ástandið er þjónar einn og sami presturinn nokkrum moskum. Eftir um fimm vikna ferðálag um þetta mjög svo sérkennilega land kvöddum við og héldum aftur yfir til Malaga. Þegar ég var að fara þaðan varð ég fyrir því óláni að fótbrjóta mig svo að það batt enda á þá fyrirætl- an mina að vinna áfram i Nor- egi svo ég mátti hypja mig heim til íslands strax. En ertu þá ekki farin að hugsa um aðra ferð til fjarlæg- ari staða? — Jú, ég held nú bara, það er eins konar sjúk- dómur hjá mér þessi ævintýra- þrá. Ég hef geysilegan áhuga á að ferðast til Austurlanda, t.d. Kambódiu og Vietnam sagði þessi viðförla stúlka að lokum. Giscard til Korsíku Paris 19. ágúst Reuter. VALERY Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti, tilkynnti i dag að hann myndi fara i heimsókn til Korsiku fljótlega. Á eyjunni hef- ur allt logað i sprengjutilræðum og átökum upp á siðkastið. Forset- inn greindi frá þessu eftir að hann hafði rætt við tvo fulltrúa frá Korsiku sem komu sérstak- lega á hans fund til að ræða mál- ið. Forsetinn mun hafa skýrt þeim frá þvi að það væri hans hlutverk að vernda einingu lýð- veldisins og að vinna að þvi að framfylgja lögunum. Hvatti hann sendimennina til að setja sér sama markmið og beita áhrifum sínum hjá eyjarskeggjum. Flugvél hrapaði Wannerooííe. Vestur-þvzkalandi 19. ágúst — Reuter. LlTIL flugvél hrapaði til jarðar á frisnesku ferðamannaeynni Wangerooge og létust fjórir að minnsta kosti. Ekki var vitað hvort þessir fjórir hföðu verið með vélinni, eða hvort um var að ræða vegfarendur á jörðu niðri. Baader í læknis- meðferð Stuttgart, 19. ágúst Reuter. ANDREAS Baader og tveir fylgis- manna hans úr Baader-Meinhof stjórnleysingjasamtökunum hafa verið teknir til sérstakrar læknis- meðferðar og fluttir úr klefum sinum á sjúkradeild fangelsisins. Þeir hafa verið í hungurverkfalli siðustu daga. Talsmaður dóms- málaráðuneytisins sagði frá þessu í dag, en i fyrradag var skýrt frá þvi að Gudrun Ensslin, ein af dæmdum Baader-Meinhof skæru- liðum, hefði verið flutt á sjúkra- hús af sömu ástæðu. Andreas Baader var orðinn svo máttfarinn af matarleysi að hann missti meðvitund og líðan Jan Carls Raspe var litlu betri. Þau þrjú voru dæmd í lifstíðarfangelsi i april sl. t Eiginkona min, móðir okkar og amma. LÚÐVÍKA lund. verður járðsungin mánudaginn 22 ágúst Athöfnin hefst i kl 13.30, siðan verður jarðsett að Görðum að lokinni kveðjustund i Garðakirkju Leifur Eiríksson Eysteinn Leifsson fna Guðmundsdóttir Rannveig Leifsdóttir Haraldur Sigurjónsson Ingibjorg Leifsdóttir Erlingur Leifsson Arndfs Gunnarsdóttir og barnaböm t Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR, húsfreyja, Hrafnabjörgum, Arnarfirði sem andaðist 13 ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- dagmn 23 ágúst kl 3 e h Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á minningarsjóð systkinanna frá Hrafnabjörgum hjá Slysavarnafélagi íslands Anika Ragnarsdóttir Guðjón Ármann Eyjólfsson Bergþóra Ragnarsdóttir Guðjón Jónsson Guðmundur Ragnarsson Gunnar Ragnarsson Anna Skarphéðinsdóttir Höskuldur Ragnarsson Guðmunda Guðmundsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir og barnaböm. t Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR fri Raufarfelli Engilbert Þorvakfsson Jóhanna Þorvaldsdóttir Sigurjón Þorvaldsson Elln Þorvaldsdóttir t Alúðar þakkír fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar. móður, tengdamóður og ömmu, HALLFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR. Tobbakoti, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir sendum við mágkonu hinnar látnu fyrir alla hjálpina i veikindum hennar Sigurður Bjömsson Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Óskar Sigurgeirsson Sigurbjartur Sigurðsson Guðbjörg Jónsdóttir. og barnaböm t Alúðarþakkir sendum við þeim fjölmörgu vinum og ættingjum er vottað hafa okkur samúð sína við andlát og útför eiginmanns, föður, sonar og bróður HAUKS HÓLM KRISTJÁNSSONAR, loftskeytamanns Ásbúðartröð 3, Hafnarfirði Einnig þakkir til starfsfólks ferðaskrifstofunnar Landsýn bæði hér og i Puerto Ros fyrir ómetanlega aðstoð Rósa Marfa Hinriksdóttir Frímann Hauksson Kristján Hauksson Kristfn Hauksdóttir Haukur Hauksson Marta Eirfksdóttir Ingimundur Hjorleifsson Sigrfður Ingimundardóttir Finnur Guðmundsson V4 l\y mRHLE STIMPLAR OG SLÍFAR i VÉLINA VÉLAVERKSTÆÐIÐ zshecdO VERZLUN-SIMI 22104 BTAUTARHOLT 16 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 184. tölublað (21.08.1977)
https://timarit.is/issue/116872

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

184. tölublað (21.08.1977)

Aðgerðir: