Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 184. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 PrentsmiÖja Morgunblaðsins. V oy ager II á leið til Júpiters Cape Canaveral, Florída — 20. ágúst — Reuter GEIMFARINU Voyager II. verður skotið á loft í dag til könnunar á plánet- unum fjarst f sólkerfinu, sem hvað minnst er vitað um. Unnu sérfræðingar að því í alla nótt að ganga frá geimfarinu fyrir geimskot- ið, en Titan-Centaur eld- flaug mun bera það áleiðis út í geiminn. Um leið og hið fyrra af tvíburageimförunum er komið á braut áleiðis til Júpiters og Satúrnusar verður byrjað að undirbúa ferð hins farsins, Voyager I sem gert er ráð fyrir að skjót a á loft 1. september n.k. Voyager-áætlunin kostar um 500 milljónir Bandaríkjadala og tekur það geimförin um tvö ár að komast á fyrsta áfangastað. Er áætlunin af mörgum talin jafnvel flóknari en lending Viking- geimfarsins á Mars, þar sem Voyagergeimförunum er ætlað að starfa frá fjór- um og upp í 12 ár til að uppfylla vonir vísinda- manna. Eru möguleikar á því, að Voyager II verði sendur ffram til að kanna Úranus árið 1986 og síðan Neptúnus árið 1989 en auk þess ber hann skilaboð út í Sexbura- fæðing Frakklandi Albi, Frakklandi, 20. ágúst FRÖNSK kona eignaðist hér i gær sexbura, sem vógu milli 400 og 700 grömm hver. Tvö barnanna létust fljótlega eftir fæöingu en hin fjögur eru öll í súrefniskassa. Konan er 29 ára að aldri. / 1 geiminn frá jarðarbúum, ef þar skyldi einhvers stað- ar vera vitsmunalíf að finna. Aðalmarkmið þess- arar áætlunar er þó könn- un Júpiters og nokkurra af 13 tunglum hans áður en tekin verður stefnan á Satúrnus og tungl hans. Þar á meðal er Titan, stærsta tunglið sem vitað er um í sólkerfinu, hulið þokumóðu og hugsanlega með frumstætt lífríki að mati vísindamanna. Groucho Marx látinn Los Angeles. 20. ágúsl — Reuler. BANDARtSKI gamanleikar- inn Groucho Marx, einn Marx- bræðra, lézt í sjúkrahúsi hér i nótt 86 ára að aldri. Groucho var Ifklega vinsælastur þeirra Marx-hræðra, þar sem hann fékk milljónir kvikmynda- húsagesta um allan heim til að veltast um af hlátri þegar hann reitti af sér fimm- aura-brandara um leið og hann tottaði stórslgar, sem hann skyldi helzt aldrei við sig. Hann hét fullu nafni Julius Henry Marx og fæddist i New York 2. október 1890. Hann sagði eitt sinn um sklrnarnafn sitt: „Það er allt betra en heita þvf, enda held ég að það sé skýringin á því að Sesar var rnyrtur." Uppnefnið Groucho hlaut hann af virðulegri tösku sem hann bar alltaf meðan hann starfaði f fjölleikahúsum og kallaðist „Grouchbag'*. Upphaflega voru þeir fimm Marx-bræðurnir sem skemmtu milljónum manna — fyrst f fjölleikahúsum, þá kvikmynd- um og loks f sjónvarpi en af þeim er aðeins Zeppo á Iffi. Chico lézt 1961, Harpo 1964 og Gummo f maí fyrr á þessu ári. ESJAN er Reykvfkingum engin nýiunda en svipmót hennar sem blasir við nú sfðla f ágúst er þó dálitið sérstætt. Það er nefnilega nánast hvergi hvftan dfl að sjá á þessari f jalladrottningu höfuðborgarinnar og mun það vera afar fágætt að Esjan sé svo auð sem nú. Ljósm. Mbl. Öl. K.M. Vance farinn til Kina: Varað við of mikilli biartsýni á árangur Washington. 20. ágúst — Reuter, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda ríkjanna, Cyrus Vance, hélt I dag áleiðis til Peking til fyrstu viðræðna milli háttsettra fulltrúa Carter- stjómarinnar og kínverskra leiðtoga. Ekki er þó gert ráð fyrir að þessi fundur muni leiða til meiriháttar breytinga á samskiptum Bandarlkj- anna og Kína heldur sé hér fyrst og fremst um könnunarviðræður að ræða. Vance kemur til Kina ásamt tiu manna fylgdarliði og stendur frammmi fyrir því vandamáli að hvika i engu frá skuldbindingum Bandarikjanna gagnvart Formósu á sama tima og vonazt er eftir að fullu stjórnmálasambandi verði komið á milli Kina og Bandarikjanna. Blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta skýrði frá þvi, að viðræður Vance við kínverska ráðamenn munu aðallega snúast um alþjóðamál almennt, enda þótt búast niætu vu) að bætt samskipti Bandaríkjanna og Kína yrðu einnig á dagskrá Af hálfu bæði utanrikisráðu- neytisins bandariska og talsmanna Hvíta hússins hefur verið lögð mikil áherzla á að draga úr óhóflegri bjart- sýni á árangur af þessum fundi. Vance hefur gert það Ijóst varðandi málefni Formósu að hvernig sem fram- vindan verði í að bæta sambúðina við Kina muni Formósa ekki verða skilin eftir úti i kuldanum, en ráðamenn i Peking hafa á sama tíma aldrei Ijáð máls á þvi að komið verði á fullu stjórnmálasambandi við Bandaríkin meðan þau viðurkenni Formósustjórn- ina Af hálfu ráðamanna i Peking er litið á málefni Formósu sem innanríkis- mál og það sé því ekki til umræðu á alþjóða vettvangi Sómalir vara Rússa við ögrandi afstöðu Nairobi, 20. ágúst — Reuter. SÓMALlUSTJÖRN hefur sakað Sovélrfkin, bandamann sinn, um ögrandi afstöðu f átökunum milli Sómala og Eþíópfumanna út af Ogaden-héraði, þrætuepli þessara tveggja nágrannarfkja. Asakanir þessar, sem útvarpað var f nótt f Mogadishu, höfuðborg Sómalfu, bera með sér vaxandi ágreining milli Sómalfu og Sovétrfkjanna eftir að Rússar tóku að sjá Eþíópfumönnum fyrir vopnum. I útvarpssendingunni sagði, að Sómalir hefðu ekki áhuga á því að upp úr slitnaði i vináttu þeirra og bandalagsrikis þeirra vegna þeirrar gildru sem stjórnin i Addis Ababa hefði lagt, og að Sómalíustjórn vonaði að málin þróuðust ekki á það stig, þannig að Sovétrikin héldu sig að minnsta kosti utan við átökin úr því að þau gætu ekki stutt frelsis- hreyfingar Vestur-Sómaliu og Eritreu. Hins vegar var í útvarpssend- ingu varað við því, að ef Rússar héldu fast við „ögrandi afstöðu“ sina til þessa máls myndi Sómaiiustjórn ekki hika við að grípa til gagnaðgerða og Sómali myndi þá hvergi skorta vini, sem stæðu með þeim. Ástralía: Dularfull kona með kameldýr á eyðimerkurgöngu Pcrth. ÁstraHu 20. ágúst. — AP. DULARFULL kona, sem geng- ur undir nafninu Kamelkonan, nálgast nú leiðarenda á um 1000 kflómetra göngu sinni yfir óbyggðir Mið-Astraliu ásamt fjórum kameldýrum og hundi. Lögregla og starfsmenn af- skekktrar trúboðsstöðvar hafa tvivegis séð til ferða konunnar, sem er á leið yfir einhverja mestu auðn veraldar, Gibson- eyðimörkina. Konan hefur ver- ið kölluð Kamelkonan vegna kameldýranna sem hún hefur meðferðis, en enginn hefur hingað til getað sagt frekari deili á henni eða um tilgang hennar með þessu ferðalagi. Dennis Barell, bóndi, er einn þeirra sem séð hefur til ferða konunnar. Hann kveðst hafa rekizt á eldstæði hennar er hann var á leið yfir miðhluta Astralíu. „Þegar ég sá eldinn, snarhemlaði ég og hrópaði upp yfir mig,“ sagði hann í viðtali í Melbourne. „Hún var gull- falleg, tunglið skein, kameldýr- in htmdu upp við runna og bjöllurnar á hálsi þeirra gullu i þögn óbyggðanna." Konan lagði upp frá Ayers- kletti, ein hverjum stærsta kletti veraldar, i miðhluta Astraliu fyrir tveimur mánuð- um og átti aðeins250 km ófarna til bæjarins Wilmuna i vestur- hluta Astralíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.