Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 3
Foster Ferðin gekk mjög vel ENGLENDINGARNIR tveir, Michael Foster og Geoff Hunter, sem undanfarnar vikur hafa róið á tveimur kajökum umhverfis ísland, hafa nú lokið hringferð sinni og fóru frá Seyðisfirði í gærkvöldi með Smyrli áleiðis til Skotlands. í samtali við Morgunblaðið sögðu þeir að ferðin hefði verið alveg frábær frá upphafi til enda Þeim hefði að vísu miðað heldur hægt fyrri hluta ferðarinnar til Reykjavíkur frá Seyðisfirði en síðar hefðu þeir unnið það upp í góðu veðri yfir Faxaflóa, fyrir Snæfells- jökul og alla leið til Suðureyrar við Súgandafjörð en þar höfðu þeir nokkurra daga viðdvöl Þá ætluðu þeir að hitta Jóhann Pétursson, vitavörð á Hornbjargi, en voru það óheppnir að Jóhann var nýfarinn i frí. Þaðan gekk ferðin nokkuð vel inn á Húnaflóa En þar lentu þeir i sterkum vindi og gerðu nokkurra daga hlé á ferðinni og fóru í heyskap með bændum þar i sveit. Síðan lá leið þeirra til Flateyrar á Skjálfanda, en þar urðu þeir að láta fyrirberast í nokkra daga vegna sterkra norð-vestanvinda og kulda Svo var kuldinn mikill að þeir létu fyrirberast í svefnpokum mikinn hluta dagsins Ferðin til Kópaskers gekk mjög vel, en þar höfðu þeir tveggja daga viðdvöl. Lokakafla leiðarinnar fyrir Langanes til Seyðisfjarðar fóru þeir frekar ró- lega, þar sem veður var mjög sér- kennilegt að þeirra mati, glampandi sól og logn á morgnana, en undir hádegi fór að aukast vindurinn og fljótlega hrönnuðust upp ský á him- ininn og skömmu eftir hádegi var komin úrhellis rigning. „Hingað komum við svo 16 ágúst s.l en munum halda héðan með Smyrli á laugardagskvöld til Skotlands en þaðan munum við keyra til Suður-Englands þar sem við búum báðir,” sögðu þeir félag- ar. Að lokum vildu þeir koma á fram- færi sérstöku þakklæti til allra þeirra vingjarnlegu íslendinga sem þeir höfðu hitt á ferð sinni. Hunter MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1977 3 Hálfrar aldar afmæli Hellu minnzt NÚ ÞESSA dagana heldur Hella upp á hálfrar aldar af- mæli sitt, sem er 20. ágúst, með ýmsum hætti. Hátíðarhöldin hófust á föstudaginn með opn- un iðnsýningar í tengslum við dag iðnaðarins. I gær var svo hin eiginlega afmælishátíð. Dagskrá hátiðarinnár var mjög fjölbreytt, en hún hófst klukkan 13.30 með setningu Sigurðar Haraldssonar frá Kirkjubæ. Þar á eftir var helgi- stund þar sem sr. Stefán Lárus- son talaði. Aðalhátíðarræðan var siðan flutt af Ingólfi Jóns- syni. Þá var minnisvarði um land- námsmann Hellu, Þorstein Björnsson afhjúpaður. Siðan voru Veittar viðurkenningar fyrir snyrtileg hús og lóðir. Þjóðdansasýning var þar á eft- ir. Að lokum var opnuð mál- verka- og Ijósmyndasýning sem er hin fjölbreyttasta. I gær- kvöldi var svo hátiðardansleik- ur i Hellubiói. Þess má að lokum geta að iðnsýning, málverka- Qg ijós- myndasýning verður opin dag- ana 21.—25. ágúst frá klukkan 13.30—22.00 daglega. Af hálfu hreppsnefndar Rangárvalla- hrepps sáu um skipulagningu hátiðarhaldanna þau Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ, Páll G. Björnsson, Hellu, Unnur Þórð- ardóttir, Hellu, Sjöfn Árnadótt- ir, Hellu, og Einar Kristinsson, Hellu. Hella x ITALIA \ Lignano — Gullna ströndin: 1. ágúst — 2 eða 3 vikur 7. sept. 2 vikur Verð frá kr. , 63.400,00 X, /' SPANN Costa Brava Lloret de Mar: 26. ágúst — 2 eða 3 v 2. sept. — 2 eða 3 vik 9. sept. — 2 vikur . Verð frá kr Ík 59-900,00 Costa del sol Torremolinos 25. sept. — 2. vikur 9. okt. — 3 vikur heimferð yfir London Verð frá kr . 612004H) rðaskrífstofan AFBORGUNARSKILMÁLAR 2Q|wsu ndút afganginn á C mánuðum Þessi hagstæðu kjör býður Ferðaskrifstofan Útsýn í eftirtaldar ferðir: v. • , .. ■' \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.