Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 43 Jan-Michael Vincent og Kay Lenz í WHITE LINE FEVER. Verkamaður í kúrekaleik White Lint* Fever (Ofsinn við hvítu línuna). Am, 1975. Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Likt og Alvin Purple fer White Line Fever ekki illa af stað. Ung- ur maður kemur úr herþjónustu, hittir unnustu sína þau eru gefin saman og hefja búskap. Ljós- myndum af þeim sem unglingum er jafnframt brugðið upp og þær sýna áhyggjulausa og eðlilega unglinga. Þessu er öllu komið til skila í upphafi myndarinnar und- ir hinum ýmsu titlum, en þegar því lýkur hefst alvara lífsins. Ungi maðurinn festir kaup á stór- um dráttarbíl, sem hann hyggst reka upp á eigin spýtur til vöru- flutninga hvert sem er. Hann kemst hins vegar fljótlega að þvi, að þessum viðskiptum er stjórnað bak við tjöldin af mönnum, sem stunda alls kyns smygl, sem þeir neyða bílstjórana til að taka með í farmi sínum. Ungi maðurinn, Carrol Jo (Jan-Michael Vincent), neitar aö taka þátt í þessu, en hlýtur í staðinn rifbeinsbrot og neitun um vinnu, hvert sem hann snýr sér. Svar hans við þessu of- beldi er að gripa til byssunnar og neyða skipulagsstjórann til að gefa skipun um að hlaða bílinn. Upp frá þessu er um að ræða stöðugan skæruhernað á hendur Carrol Jo, hann er látinn flytja ónýtan ávaxtafarm, logið upp á kvik-4 w fflUACK ■■ /íoonj \ J : ^ SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON hann morði, billinn eyðilagður og gerð tilraun til að brenna hann inni ásamt eiginkonunni (Kay Lenz, eftirminnileg leikkona með Katharine Hepburn-yfirbragði, sem áður hefur sést hér i mynd- unum Breezy og The Great Scout and Cathouse Thursday). Carrol Jo fær að lokum nóg og ekur bíl sínum blindaður af hatri gegnum vel varið hlið fínu mannanna (smyglaranna) og gegnum tákn þeirra, glerstafina GH, fyrir fram- an aðsetur þeirra, Glerhúsið. Þetta er önnur mynd leik- stjórans Kaplans (hann vann áð- ur fyrir Roger Corman) og öll tákn hans, verkamaður gegn spilltu auðvaldi, eru meir en sýni- leg. Hins vegar skortir myndina, sem er yfirhlaðin slagsmálum og fantakeyrslu, alla fínni drætti persónusköpunar, þar sem mynd- in er sett upp sem algóður/al- vondur i stíl við gömlu kúr- ekamyndirnar. Kvikmyndataka Fred Koenekamps er með ágæt- um en þrátt fyrir laglegt útlit skortir myndina t.d. þann stíl, sem var yfir mynd Spielbergs, Duel. Fyrsta mynd Kaplans var Truck Turner, þessi mynd stefnir aðeins hærra en framtíð hans er óviss eftir þriðju myndina, Mr. Billion, sem hlýtur fremur lélega gagnrýni, t.d. i águst-blaði Films and Filming. S.S.P þaueiuöll laera aí styðja á rétUi hnappana - enda auSvelt mcS oiiveiu skolaritvélinni oliuetti 31.040,- 2.6.800,- 31.040,- Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu 121 Reykjavik Box 454 - Sími 28511 Allt til skólans Þú þarft ekki að leita víðar EYV1UNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.