Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 29 Björn Mapósson: „ Jákvæð brónn íslenzkrar tónlislar’ ’ Björn Magnússon er 25 ára gamall sálfræðinemi, bróðir þeirra Hans, Jóns og Gunnars Gíslasona í hljómsveitinni Viki- vaka. Hann er, eins og bræð- urnír, ekki laus við tónlistar- bakteríuna og er nú að taka upp fyrstu stóru plötuna sina fyrir Polydor-fyrirtækið í Svi- þjóð. Slagbrandur hitti hann að máli í stúdíói Hljóðrita hf. i Hafnarfirði, þar sem hann var að leggja síðustu hönd á hljóð- blöndun tveggja íslenzkra laga sem hann hafði hljóðritað hér í sumarfríinu sinu og notar e.t.v. á stóru plötuna. ..Tónlistarferill minn hefur þróazt út frá samstarfi við bræður mína," sagði hann. „Ég hef verið í hljómsveitum í Gautaborg og einnig spilað stundum með Vikivaka, en þó ekki verið fastur liðsmaður hljómsveitarinnar. Ég gerði eina tveggja laga plötu fyrir Polydor í fyrra með aðallaginu „Open u.p ypur window". Þetta lag var sent í útvarpsþáttinn Poppkeppni Evrópu og einnig flutti ég það í sjónvarpi í Sví- þjóð. Síðan byrjaði ég á stóru plötunni i vetur og er langt kominn með hana, vantar 1—2 lög upp á til að Ijúka við hana." Hér dvaldist Björn í um mán- aðartíma, heilsaði upp á ætt- ingjana og fór síðan í stúdíóið og tók upp lögin „Breakdown" eftir Magnús Kjartansson og „Welcome on another" eftir Jó- hann G. Jóhannsson og Guð- mund Reynisson. Meðal þeirra sem komu við sögu í undir- leiknum voru Magnús Kjartans- son, Sigurður Karlsson, Tómas Tómasson, Björgvin Gíslason og Þorsteinn Magnússon. ..Ég er að velta þvi fyrir mér hvort ég geti notað þau á þessa plötu," sagði Björn. „Ég hef mikinn áhuga á því, en verð að vega það og meta þegar búiði er að taka upp allt efnið sem til greina kemur. En ef þau lenda ekki á þessari plötu, þá koma þau sterklega til greina á þá næstu." Björn er að hefja lokasprett- inn i sálfræðináminu, býst við að Ijúka því um áramótin og eftir það telur hann næstum öruggt að hann leggi aðal- áherzlu á tónlistina um skeið. „Ég vil sjá hvernig það reynist, en ég hef þó alltaf fæturna á jörðinni með þessa menntun á bak við mig." í lokin spurði Slagbrandur hann álits á íslenzkri popptón- list: „Mér finnst hún hafa batnað mikið," svaraði hann, „ og stú- dióið hefur áreiðanlega átt sinn þátt í þvi. Það hefur skapað möguleikana fyrir fólkið að fá stúdíóreynsluna, sem er nauð- synleg. Það sem ég hef heyrt finnst mér mjög gott. Þetta hefur snúizt meira upp í að tónlistin sé gerð fyrst og fremst fyrir íslenzkan markað og það er jákvæð þróun að minu mati, enda þótt ég sé sjálfur að gera tónlist fyrir erlendan markað." stöðuít á nppleið gaf Slagbrandi á dögunum. En fyrst skal þó útskýrt hvernig á því stendur, að Björn er Magnússon, en þeir bræður hans eru sagðir Gíslasynir. Fað- ir þeirra, Magnús Gíslason, er skólastjóri lýðháskólans í Kúng- elv í Svíþjóð. Þar í landi bera börn sama eftirnafn og foreldr- arnir og því eru bræðurnir Gislasynir í Svíþjóð, en ef þeir stíga niður fæti hér á landi, eru Hljómsveitin Vikivaki. (Frá vinstri): Jón, Kenny, Hans og Gunnar fyrir aftan. þeir Magnússynir samkvæmt íslenzkri venju. Plata Vikivaka heitir „Cruis- ing". Á henni eru 10 lög og hafa Hans og Jón samið átta þeirra og Jón átti hlut að samn- ingu þess níunda. Allir textar eru á ensku. Ýmsir hljómlistar- menn aðstoðuðu við undirleik, en kunnastur þeirra sem lögðu hönd á plóg við gerð plötunnar er þó upptökustjórnandinn, Claes af Geijerstam, eða Clabbe, eins og Sviar kalla hann. Hann var i eina tíð liðs- maður hljómsveitarinnar Ola och Janglers, en nú er hann kunnastur sem hljóðstjóri Abba á hlómleikum Vikivaki er með samning við tónlistaforlagið Bohus, en það hafði síðan milligöngu um gerð samningsins við CBS. I samningnum er kveðið á um gerð þriggja stórra platna á þremur árum og er sú fyrsta nú að koma á markað i Svíþjóð og á íslandi. Auk þess hafa verið gefnar út tvær plötur með lög- urrv-af henni og sú fyrri, með lögunum „Crazy Daisy" og „Cruisin'", ver einnig send á markað í Sviss, Austurríki og Frakklandi og fer e.t.v. á mark- að í Englandi. Hin síðari er með laginu „Soulstar" og verður e.t.v. send á markað í þessum löndum líka. Það lag var fyrir nokkru sent af hálfu Svíþjóðar til þátttöku í útvarpsþættinum „European Pop Contest" sem er sendur út mánaðarlega í Englandi, Þýzkalandi, Spáni, Hollandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og e.t.v. víðar. í þætt- inum eru leikin tvö lög frá hverju þátttökulandi og slðan greiða unglingar atkvæði þeim lögum sem þeim lízt bezt á. Er þetta svipað fyrirkomulag og I söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Þegar Vikivaki tók þátt í keppninni varð lag þeirra I öðru sæti, en 10 cc náði fyrsta sætinu og Harpo þvi þriðja. Sem fyrr sagði lék hljóm- sveitin I klúbbum I London I fyrra og hélt þangað aftur I vor og hlaut góðar viðtökur. Stend- ur nú til að koma henni i hljóm- leikaferð um England með þekktri hljómsveit og er CBS- fyrirtækið reiðubúið að standa straum af þeim kostnaði sem þetta hefði i för með sér. Hljómsveitin er nú byrjuð að vinna að nýrri stórri plötu og fer í stúdíó í næsta mánuði. Þótt fyrrnefndur Claes af Geijerstam sé stórt númer i Svíþjóð, þá hefur hljómsveitin þó í hyggju að fá sér annan upptökustjórnanda og hefur einmitt staðið í því að velja hann. CBS-fyrirtækið í Svíþjóð hef- ur mikla trú á hljómsveitinni og kynnir hana sem sína helztu rokkhljómsveit Ákvað fyrirtæk- ið að auglýsa Vikivaka á ráð- stefnu allra CBS-fyrirtækjanna í London. Samningur hljóm- sveitarinnar við CBS er mjög hagstæður og felur m.a. i sér ótakmarkaðan upptökutima og aðstoð færustu hljómlistar- manna. Polydor-fyrirtækið gerði hins vegar lítið til að auglýsa hljómsveitina og af þeirri ástæðu sagði hún upp samningnum við það fyrirtæki. Að sögn Björns og fleiri sem til Vikivaka þekkja hefur hljóm- sveitin líka tekið miklum fram- förum að undanförnu og er miklu betri en þegar hún gerði fyrstu plötuna og lék á íslandi. Hins vegar geta íslendingar ekki sannreynt þetta fyrst um sinn nema með þvi að hlusta á plötuna, því að ekki er búizt við að hljómsveitin komi hingað til landsins á næstunni. Ruth Reginalds hefur sungið inn á nýja stóra plötu sem ber nafnið „Ruth Reginalds". Á plötunni eru þrettán lög, þar af fimm íslenzk. Höf- undar þeirra eru Jóhann G. Jóhannsson, sem samdi þrjú íög, Ölafur Haukur Símonarson og Jón Sigurðsson. Þessir þrír sömdu einnig text- ana við lög sip, en textar við erlendu lögin eru eft- ir Ellert Borgar Þor- valdsson (5), Þórhall „Ladda“ Sigurðsson, Vil- hjálm Vilhjálmsson og Þorstein Eggertsson (2). Platan var hljöðrituð i stúdíói Hljóðrita hf. í Hafnarfirði í april og maí 1977. Framan af stjórn- aði Þórður Árnaspn upp- tökunni, en sagan segir, að eitthvaó hafi sletzt upp á vinskapinn milli hans og söngkonunnar ungu og hún hreinlega rekið hann! Tók þá Vil- hjálmur Vilhjálmsson við stjórn upptöku. Nokkrir kunnir hljómlistarmenn sáu um undirleik: Ragn- ar Sigurjónsson, Tómas Tömasson, Magnús Kjartansson, Þórður Árnason, Gunnar Orms- lev, Jakob Magnússon og Valgeir Skagfjörð. Þeir Laddi og Jóhann G. sungu aðalraddir með Ruth í sínu laginu hvor og bakraddir sungu Vil- hjálmur, Jóhann G., Magnús, stúlkur sem heita Ingunn, Ásta og Sirrý, og auk þess alnafn- ar Bakkabræðra, þeir Gisli, Eiríkur og Helgi, að því er segir á plötuum- slagi. Meðal kunnra laga á plötunni eru tvö úr myndinni „Bugsy Malone“ og ýmsir gamlir slagarar íslenzkir og er- lendir. (Jtgefandi plötunnar er Hljómplötuútgáfan hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.