Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 31. AGÚST 1977 Vill Alþýðu- bandalagið stjórnarsam- starf við sjálf- stæðismenn? f forystugrein I Ttman- um I gær er staðhæft, að Alþýðubandalagið hafi mikinn hug á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um rtkisstjóm landsins og er það byggt á þeim um- mælum I forystugrein Þjóðviljans um siðustu helgi, að Alþýðubandalag- ið væri reiðubúið „til sam- starfs við hvem sem er". Um þetta segir Tlminn 1 forystugrein t gær: „Nú ætlar bandalag þetta t stjóm með Sjálfstæðis- flokknum við fyrsta tæki- færi. f forystugrein sinni nú á sunnudaginn lofar Þjóðviljinn þvt, að Alþýðu- bandalagið muni liggja hundflatt fyrir thaldinu, en það er vitað, að ýmsir sjálfstæðismenn vilja hlýðni t samstarfi og þreytast við styrk félags- hyggjumanna. . . Spum- ingu Ttmans um afstöðu þessara öngþveitismanna til samstarfs við Sjálf- stæðisf lokkinn svarar Þjóðviljinn af taugaveikl- uðum skorti á skapstill- ingu. Ef marka má af sér- kennilegum sunnudags- leiðara blaðsins er þeim ekkert fjær skapi en að vinna á ný t vinstri stjórn. Þetta harma framsóknar- menn vissulega, en munu þó búa við það um stund. . . Þjóðviljinn hefur afhjúpað ásetning Alþýðu- bandalagsmanna um hægra samstarf og hlakk- ar nú trúlega t mörgum thaldsmönnum. Sunnu- dagsleiðari Þjóðviljans lýsir vondri samvizku, af- káralegri geðillsku og yfir- drepsskap." Svo mörg eru þau orð i forystugrein Tfmans og er bersýnilegt, að rithöfundar þess blaðs llta svo á, að stjórnarsam- starf milli Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðu- bandalagsins sé raunhæf- ur möguleiki. »» Gírugheit” Alþýðubanda- lagsmanna En jafnframt þessum staðhæfingum Timans um lögun Alþýðubandalags- ins til að eiga stjómar- samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn gefur Timinn nokkra lýsingu á Alþýðu- bandalaginu sem sam- starfsflokki i rlkisstjóm væntanlega til þess að letja sjálfstæðismenn til sltks samstarfs, ef sá áhugi er þá fyrir hendi. sem Morgunblaðinu ekki er kunnugt um. En sjálf- sagt talar Ttminn hér að fenginni reynslu frá tveimur vinstri stjómum, en lýsingin á Alþýðu- bandalaginu er svohljóð- andi: „í rtkisstjóm gleym- ir Alþýðubandalagið flestu nema valdgleðinni, em- bættafögnuðinum, eyðsluseminni og girug- heitunum, ef ekki er hald- ið aftur af foringjum þess. í stjóm sjá þeir hjálpar- laust fátt annað en út- gerðarauðvaldið. skrif- finnskubáknið og mennta- mannayf irstéttina." Þá vita menn það, að eitt helzta verkefni Fram- sóknarflokksins I tveimur rfkisstjórnum hefur ber- sýnilega verið það að halda aftur af foringjum Alþýðubandalagsins, sem hafa verið girugir i völd og embætti og eyðslusamir að auki að mati sam- starfsmanna þeirra og Iftt viljað hirða um hagsmuni annarra en útgerðar- manna, menntamanna og skriffinnskubákns! Til við- bótar kemst Ttminn að þeirri niðurstöðu, sjálf- sagt af náinni þekkingu á málefnum Alþýðubanda- lagsins eftir langvarandi samstarfs t rikisstjóm og utan. að Alþýðubandalag- ið sé „garðsamkvæmi hálærðra auglýsinga- prangara" og „hræri grautur hvers kyns póli- tiskrar hringavitleysu" og að markmið þess sé að verða „sópdyngja óraun- særra grillufangara og glatkista þeirra sióánægðu, sem hafa hornin i hvers manns síð- um." Ekki er fögur lýsing- in á fyrri samstarfsmönn- um, en óneitanlega er hún fróðleg og ekki ber að draga i efa. að hún sé rétt. Kommúnistar og SVS Þing ATA-samtakanna, sem hér var haldið um siðustu helgi fyrir for- göngu Samtaka um vest- ræna samvinnu hefur far- ið ógnarlega i taugarnar á kommúnistum og þeir efndu til sérstakrar mót- mælastöðu við fundar- staðinn á sunnudag. Ekki tóku margir þátt i þeim mótmælum og höfðu ein- hverjir á orði. að þar mundu hafa komið þrjár fjölskyldur til þess að halda á spjöldum. Það sem ekki var sizt athyglis- vert við þennan fund og þessi mótmæli var annars vegar það. hve fámennur sá hópur var, sem hlýddi kallinu og bendir það óneitanlega til þess. að mjög sé nú dregið af kommúnistum i viðleitni þeirra til að fjandskapast við aðild íslands að vamarsamstarfi frjálsra þjóða. Hins vegar vakti það athygli. að ATA- þingið sýndi mjög breiða samstöðu meðal lýðræðis- sinna um aðild islands að Atlantshafsbandalaginu. Þar töluðu. þrir forystu- menn lýðræðisf lokka á fs- landi, þeir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. Einat Ágústsson, varaformaðui Framsóknarf lokksins, 0£ Geir Hallgrimsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, og þar voru fulltrúar fyrir islands hönd. fjöl- margir áhrifamenn úr þessum þremur lýðræðis- flokkum. Ættingjum og vinum, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu sendi ég innilegar þakkir. Lifið öll heil. Theodór Gís/ason hafnsögumadur. Ég þakka öllum þeim, er sendu mér árnaðar- óskir og sýndu mér á ýmsan annan hátt frá- bæra vinsemd í tilefni af sjötugsafmæli mínu Megi heill og hamingja ætíð fylgja ykkur á lífsleiðinni. Guðmundur Jóhannsson. Skóli Emils hefst 1. september Kennslugreinar: Harmonika, munnharpa, melodíka, rafmagnsorgel. Hóptímar og einkatímar. Innritun í síma 1 6239. gítar, píanó, Emil Adolfsson, Nýlendugötu 41. Utsalan sem allir bíða eftir hefst á morgun, fimmtudag. Óþarft er að telja upp vöruúrval hjá okkur. Það þekkja allir landsmenn. m »J GEísiP TIL DÆMIS MA NEFNA: Herrajakka herrabuxur herraskyrtur herrapeysur kuldajakka nærföt - sokka Barna deminsett barnagalla barnapeysur barnaskyrtur barnabuxur H F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.