Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 7
r
Togarakaup til
Reykjavíkur
Alþýðublaðið birtir for-
ystugrein i fyrradag, þar
sem fjallað er um umræð-
ur um atvinnulif i Reykja-
vik og vikur að framlagi
Morgunblaðsins til þeirra
umræðna og segir siðan:
„Þetta gerir blaðið með
því að segja frá þvi, að
nýtt og glæsilegt frystihús
sé risið i Örfirisey við
hafnarbakka og að þetta
hús eigi að fá tvo nýja
togara frá Noregi innan
skamms. Þarna muni
skapast mikil vinna. Allt
er þetta hverju orði sann-
ara. En Morgunblaðið
hefði getað bætt við frá-
sögn sina þeirri stað-
reynd, að ekki var sam-
komulag um að lána fé til
þessara togarakaupa úr
Byggðasjóði. Það var
samþykkt með eins at-
kvæðis meirihluta og
greiddu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins atkvæði
með lánunum en fulltrúar
Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins á
móti."
Það er hverju orði sann-
ara hjá Alþýðublaðinu, að
vissulega hefði Morgun-
blaðið átt að vekja athygli
á þessu og á Alþýðublaðið
þakkir skildar fyrir að
hafa gert það. En þær
upplýsingar, sem fram
koma i þessari forystu-
grein Alþýðublaðsins op-
inbera þá hræsni og þann
yfirdrepsskap, sem lýsir
sér i skrifum Timans og
Þjóðviljans um atvinnu-
mál Reykjavíkur, þar sem
borgarstjórnarmeirihlut-
inn er borinn hinum
þyngstu sökum, en svo
kemur i Ijós að fulltrúar
þeirra tveggja flokka, sem
að útgáfu þessara blaða
standa, fulltrúar Fram-
sóknarflokksins og Al-
þýðubandalagsins, beita
áhrifum sinum til þess að
koma i veg fyrir að ný
atvinnutæki séu keypt til
Reykjavikur!
Stefna Alþýðu-
bandalagsins í
ríkisstjórn
í forystugrein Timans i
gær birtist athyglisverð
lýsing á þvi, hvaða stefnu
i efnahagsmálum Alþýðu-
bandalagið mundi aðhyll-
ast.ef það gengi til stjórn-
arsamstarfs við Sjálfstæð-
isflokkinn og fer ekki á
milli mála, að þessi lýsing
er byggð á þekkingu fram-
sóknarmanna á raunveru-
legum vilja og áhugamál-
um Alþýðubandalagsins
frá því í vinstri stjórninni,
sem hrökklaðist frá völd-
um 1974. Timinn lýsir því
hver stefna Alþýðubanda-
lagsins yrði i slikri stjórn,
m.a. með þessum orðum:
„í fyrsta lagi yrði gengi
krónunnar lækkað og það
látið fylgja kaupgjaldinu i
framtiðinni. Vafalitið
mundi ekki standa á Al-
þýðubandalaginu að
fylgja þessu eftir ef það
væri komið í stjóm, þótt
annað hljóð sé i strokkn-
um, þegar það er utan
stjómar. í þessu sam-
bandi er vert að minnast
þess, að mesti fjármála-
maður þess og helzti fjár-
öflunarmaður um langt
skeið, Guðmundur Hjart-
arson, hefur verið ein-
dreginn fylgismaður allra
gengisfellinga, sem hafa
verið ákveðnar siðan
hann varð bankastjóri
Seðlabankans. í öðru lagi
yrðu allir vextir stórhækk-
aðir, enda þótt Lúðvík
Jósepsson fordæmi slikt
nú. Þar mundi stefna
Guðmundar Hjartarsonar
mega sin meira eftir að
Alþýðubandalagið væri
komið i stjóm. En hann
lagði það til fyrir nokkru
ásamt öðrum bankastjór-
um Seðlabankans, að
vextir yrðu hækkaðir
miklu meira en raun varð
á. í þriðja lagi yrði kaup-
gjaldsvisitalan tekin úr
sambandi likt og gert var
með góðu samþykki Al-
þýðubandalagsins þegar
það var i rikisstjórn vorið
1974. í fjórða lagi yrði
hafizt handa um meiri
fjárfestingu erlendra stór-
fyrirtækja, enda þótt slikt
samræmist illa atvinnu-
stefnunni, sem Alþýðu-
bandalagið hyggst flagga
fyrir kosningarnar. En eft-
ir að það var komið i rikis-
stjórn mundi afstaða þess
breytast samkvæmt fyrri
reynslu. Það var t.d. iðn-
aðarmálaráðherra Alþýðu-
bandalagsins, sem hafði
alla forystu um samninga
við ameriska auðhringinn
Union Carbide um bygg-
ingu Grundartangaverk-
smiðjunnar. Án þessarar
forystu hans mundi það
fyrirtæki sennilega aldrei
hafa séð dagsins Ijós."
Athyglisverð
lýsing
Þetta er einkar athyglis-
verð lýsing á þvi, hver
stefna Alþýðubandalags-
ins mundi verða, ef það
ætti aðild að ríkisstjóm á
ný. Veita ber þvi athygli,
að sá sem gefur þessa lýs-
ingu á stefnu Alþýðu-
bandalagsins i rikisstjórn
er Þórarinn Þórarinsson,
en hann hefur haft afar
náið samstarf við foringja
Alþýðubandalagsins allt
frá árinu 1956 og fram á
hin siðustu ár eða i nær-
fellt tvo áratugi og þekkir
þá manna bezt.
Niðurstaða Þórarins er i
stuttu máli sú að Alþýðu-
bandalagið mundi i fyrsta
lagi vilja lækka gengi
krónunnar, i öðru lagi
stórhækka vexti, í þriðja
lagi taka kaupgjaldsvisi-
töluna úr sambandi og í
fjórða lagi beita sér fyrir
erlendri stóriðju á íslandi.
Komi mönnum þessi
stefnuatriði ókunnuglega
fyrir sjónir hjá Alþýðu-
bandalaginu er vert að
vekja athygli á þvi, að á
timum siðustu vinstri
stjórnar stóð Alþýðu-
bandalagið að öllum þeim
aðgerðum, sem Þórarinn
telur upp. Þess vegna
þyrfti engum að koma á
óvart, þótt Alþýðubanda-
lagið mælti með slíkum
stefnuatriðum, ef það
gengi til stjórnarsam-
starfs.
L.
GUÐSPJALL DAGSINS:
Lúk. 17:
Tíu líkþráir.
LITUR DAGSINS:
Grænn. Táknar vöxt.
Einkum vöxt hins and-
lega lífs.
DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11
árd. Séra Þórir Stephensen.
KIRKJA ÓHAÐA safnaðarsins:
Messa kl. 11 árd. Séra Emil
Björnsson.
ARBÆJARPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju
kl. 11 árd. (Haustfermingar-
börn eru beðin að koma til
kirkju og til viðtals eftir
messu) Séra Guðmundur
Þorsteinsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa
kl. 11 árd. Séra Karl Sigur-
björnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl
10 árd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
HÁTEIGSKLRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Séra Tómas
Sveinsson. Haustfermingar-
börn mæti i kirkjunni mánu-
daginn 12. sept. kl. 18.
Prestarnir.
FRlKIRKJAN, Reykjavik:
Messa kl. 2 siðd. Haustferm-
ingarbörn komi til viðtals i
kirkjunni þriðjudaginn 13.
sept. kl. 6 siðd. Séra Þorsteinn
Björnsson.
GRENSASKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Altarisganga.
Organisti Jón G. Þórarinsson.
Séra Halldór S. Gröndal.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30
árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág-
messa kl. 2 siðd. Alla daga kl. 6
síðdegis er lágmessa, nema
laugardaga, þá kl. 2 síðd.
ELLI- OG HJÚKRUNAR-
HiyMILID Grund: Guðsþjón-
usta kl. 10 árd. Séra Jón Kr.
Isfeld prédikar.
ASPRESTAKALL: Messa kl. 2
síðd. að Norðurbrún 1. Séra
Grímur Grimsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta kl. 2 síd. Organ-
isti Jón Stefánsson. (athugið
breyttan messutíma) Séra
Arelíus Níelsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Haustferm-
ingarbörn eru beðin að mæta.
Séra Ólafur Skúlason.
LAUGARNESKIRKJA: Messa
kl. 11 árd. Sóknarprestur.
FlLADELFlA: Guðsþjónusta
kl. 8 siðdegis. Einar J. Gíslason.
HJALPRÆÐISHERINN:
Helgunarsamkoma kl. 11 árd.
Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4
síðd. og hjálpræðissamkoma kl.
8.30 síðd. Óskar og Ingibjörg
stjórna og tala.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11 árd. Séra Arni
Pálsson.
MOSFELLSPRESTAKALL:
2Messa að Lágafellskirkju kl. 2
síðd. Séra Birgir Asgeirsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Messa kl. 2 síðd. Séra Gunnþór
Ingason.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Lágmessa kl. 2 síðd.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 2
síðd. Séra Guðmundur H. Guð-
mundsson.
NJARÐVlKUR- OG KEFLA-
VlKURPRESTAKALL: Messa i
Keflavíkurkirkju kl. 2 siðd.
Séra Páll Þórðarson.
HVALSNESKIRKJA: Messað
kl. 2 siðd. Sóknarprestur.
GAULVERJABÆJAR-
KIRKJA: Messa kl. 2 siðd.
Sóknarprestur.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 2
síðd. Séra. Sighvatur Birgir
Emilsson prédikar. Sóknar-
prestur.
HEILSUHÆLI N.L.F.I. Hvera-
gerði: Messa kl. 11 árd. Sóknar-
prestur.
HALLGRIMSKIRKJA í Saur
bæ: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. við
upphaf héraðsfundar Borgar-
fjarðarprófastsdæmis. Séra
Ölafur Jens Sigurðsson pré-
dikar. Séra Jón Einarsson.
AKRANESKIRKJA: Messa kl
10.30 árd. Séra Björn Jónsson.
Ný verzlun
Höfum opnað verslun með barnafatnað, herra-
föt, sokka, og bindi, smávörur til sauma og
m.fl.
Gjörið svo vel að líta inn.
S.Ó. búðin,
Hrísateig 4 7 sími 32388
(við htiðina á Verðlistanum).
Halló! Takið eftir
Tökum fram í búðina daglega nýja borð-, vegg-
og gólflampa. Einnig fjölbreytt úrval af skerm-
um við allra hæfi. Sænsku glerin eru komin
Pantanir óskast sóttar.
LAMPAR OG GLER h.f.
Suðurgata — sími 21830
jaZZBaLL©03GKÓLi Baru
%
Jazzballett
Skólinn tekur
1 9.sept.
til starfa
co
u
D
(D
Flokkaröðun fer fram
dag, laugardaginn 1
sept.
Nemendur mæti sem hér
segir:
7— 1 2 ára t dag kl. 4.
1 3 ára og eldri í dag kl. 5.
__ Hafið stundarskrár með
Skólinn verður til húsa í
Q Suðurveri simi 83730.
^nuog !X)JSQ3Qúnœzzpr
S
4
SZ
C0
0
t
V.,
-U
Tilkynning
frá sauðfjársjúkdómanefnd
Hreppstjórar, réttastjórar og bændur almennt eru
alvarlega minntir á eftirfarandi atriSi, sbr. lög no
23/1956 og no. 12/1967.
1. Allir sauðfjárflutningar yfir varnarlínur eru stranglega
bannaðir nema með sérstöku leyfi. Einnig slátur-
flutningar af garnaveikisvæðum yfir á ósýkt svæði.
2. Öllu óskilafé, sem fyrir kemur í réttum eða annars
staðar, svo og ómerkingum, sem ekki finnast eig-
endur að, skal slátra en ekki selja til lifs.
3. Grunsamlegar vanþrifakindur skal einangra strax og
til þeirra næst og slátra svo fljótt sem við verður
komið. Haus, brjóstholslíffæri og óraktar garnir úr
fullorðnu vanþrifafé skal tekið, merkt greinilega og
sent Tilraunastöðinni Keldum.
4. Öllum kindum komnum í sláturrétt ber að slátra, enga
kind má taka þaðan til lífs.
5. Til sláturleyfishafa og sláturhússtjóra hvar sem er á
landinu: Skylt er að taka frá, merkja greinilega og
senda Tilraunastöðinni Keldum, sýni aftast úr mjó-
görn úr öllu fullorðnu sauðfé og nautgripum, sem
slátrað er og ganga þannig frá úrgangi sláturhúsa, að
ekki stafi smithætta af.
6. Til bílstjóra og ástöðumanna fjárflutningabíla, rétta-
fólks, starfsfólks sláturhúsa og allra þeirra, sem fara á
milli sýktra og ósýktra bæja eða sveita: Varist smit-
hættu af óhreinsuðum flutningstækjum, skófatnaði
og öðrum hlífðarfatnaði
7. Allir heyflutningar milli varnarhólfa eru bannaðir
nema gegn leyfi sauðfjárveikivarna
Sauðfjársjúkdómanefnd
Bændahöllinni
sími 15473.