Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐLÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977
Séð inn í sijórnherberni upptökusalar.
Sjónvarpiö:
(Ijósm. Mbl. Król)
Litútsendingar úr
stúdíói hef jast von-
andi um mánaðamótin
Litiö vid hjá
sjónvarpsmönn-
um sem eru að
leggja síöustu
hönd á litvæð-
ingu stúdíós
— ÞAI) SEM við erum fyrst
og fremst að gera núna er að
litvæða stúdíóið og stjórnher-
bergin svo að við getum sent út
f Iit héðan úr stúdíóinu, sagði
Hörður Frímannsson. yfirverk-
fræðingur hjá Sjónvarpinu,
þegar við litum við hjá Sjón-
varpsmönnum í fyrradag, en
eins og skýrt var frá hér í Mbl.
er uppsetningu tækjabúnaðar í
stúdfói svo gott sem lokið og nú
verið að kenna starfsfólki Sjón-
varpsins meðhöndlun ta'kjanna
og þjálfa það með tilliti til út-
sendingar i lit.
— Við höfum fengið þrjár
nýjar sjónvarpsupptökuvélar
til litmyndatöku, við höfum
fengið nýja myndveljara i
stjórnherbergi upptökusalar og
einnig í stjórnherbergi útsend-
inga svo og höfum við fengið
nýja litskerma í stjórnherberg-
in. Myndveljararnir eru notaðir
til að blanda saman merkjum
frá hinum ýmsu tækjum svo
hæfilegt prógram fáist, og einn-
ig eru þeir notaðir til litblönd-
unar en í því tilfelli er hægt að
fá fram ýmis litbrögð.
— Enn sem komið er munum
við notast svo til alveg við þann
ljósabúnað og ljósa- og hljóð-
stjórnartæki sem fyrir eru, en
með timanum og með bættum
efnahag Sjónvarpsins munum
við auka á þetta og endurbæta.
Þá munum við í bili reyna að
komast af án lágréttra stúdíó-
tjalda, en þann búnað munum
við fá með bættum efnahag.
— Það er nú draumurinn að
við getum hafið sendingar i lit
úr stúdíói í kring um næstu
mánaðamót, en 30. september á
Sjónvarpið 11 ára afmæli. Áður
munum við gera einhverjar
breytingar á fréttasettinu, bæði
hvað liti og útlit snertir. Það
vantar að vísu enn nokkuð mik-
ið meðan við getum ekki sent
kvikmyndir út í lit. Það er von
okkar að breyting verði þar á
um og upp úr áramótum, að
einhverju leyti a.m.k., en við
höfum sótt um að fá að kaupa
sérstaka „skanna", þ.e. sjón-
varpsvélar sem hægt er að sýna
kvikmynd inn í, til þessa.
Hörður Frimannsson sýndi
okkur inn í hin ýmsu herbergi
sjónvarpsins þar sem dagskrá
og útsendingar eru unnar,
stjórnað eða hannaðar. I einu
herbergjanna var komið fyrir
mörgum skápum tækja sem á
var mikið viravirki, margir
takkar og mælar. — Þetta er nú
hjartað, sagði Hörður. Hér
mætast margar leiðslurnar og
ekki má muna sentimetra á
lengd þeirra ef koma á í veg
fyrir bjögun á litnum á sjón-
varpstækjunum. Hluti af þess-
ari miðstöð er stillingartæki
sem stillir nákvæmni merkj-
anna allt niður i einn milljón-
asta úr sekúndu, en þetta er
nauðsynlegt til að koma i veg
fyrir alla litbjögun, þ.e. tryggja
að hlutirnir verði skýrir og í
jafnvægi. Það eru tæknimenn
frá norska sjónvarpinu sem
hannað hafa þennan búnað og
sett hann upp, en með aðstoð
þeirra höfum við fengið þessa
hluti talsvert ódýrari heldur en
að kaupa þá frá einhverju fyrir-
tækjanna á þessu sviði.
Norðmennirnir hafa byrjað
að kenna okkur meðhöndlun
hins nýja útbúnaðar en það er
Horöur við „hjarta" sjónvarps-
ins, en þennan útbúnað hönn-
uðu tæknimenn Norska Sjón-
varpsins og settu upp. Með því
fékkst útbúnaðurinn talsvert
ódýrar, að sögn Harðar.
von á fleirum um miðjan
september. Munu þeir halda
viku námskeið, bóklegt og verk-
legt, í litatækni, fyrir tækni-
menn okkar. Síðan bætast við
Dani og annar Norðmaður sem
munu annast verklega þjálfun
starfsfólks í hálfan mánuð, þ.e.
kenna fólkinu á þann tækjaút-
búnað sem settur hefur verið
upp til útsendingar í lit og
þjálfa það í notkun þess.
Hörður Frímannsson sagði að
sá tækjabúnaður sem settur
hefði verið upp muni kosta um
75 milljónir korna. Þar væru í
tollar og vörugjöld, svo ekki
væru gjaldeyrisverð útbúnaðar-
ins nema um 25 milljónir
króna. Þá sagði Hörður okkur
að til þessa hefðu verið flutt til
landsins um 3100 litsjónvarps-
tæki, en alls hefðu verið um 55
þúsund sjónvarpstæki á skrá i
landinu þegar hann síðast vissi.
Þótt við hefjum fljótlega út-
sendingar í lit þá hef ég nú ekki
trú á að menn rjúki til og skipti
á tækjum sínum. Ég held að
það muni gerast jafnt og þétt
með árunum, svona 5—10 árum
a.m.k.
Þetta mun verða nokkuð dýr
fjárfesting fyrir þjóðina i heild,
þótt gjaldeyrir sé ekki nema
einn þriðji hluti verðs viðtækj-
anna sjálfra og útbúnaður hér
en ég hef trú á að landsmenn
séu allir fyrir þær breytingar
sem við erum að gera, og sjái
því ekki eftir þeim tekjum til
Sjónvarpsins sem það fær af
aukinni viðtækjasölu. Tolla-
tekjur Sjónvarpsins voru á
tímabili ekki nægilegir til að
borga afborganir og vexti af
erlendum lánum stofunarinn-
ar.
Ef hvert sjónvarpstæki kost-
ar um 100 þúsund krónur í
gjaldeyri þá má sjá að til að
endurnýja strax þau 52 þúsund
svart-hvítra viðtækja sem á
skrá eru, þá eru um 5.2 millj-
arða króna upphæð i gjaldeyri
að ræða. Ef hvert tæki kostar
að jafnaði um 300 þúsund þá er
þar um 15 milljarða að ræða, en
inn í þeirri mynd eru tollatekj-
ur Sjónvarpsins, rikissjóðs
o.s.frv.
Hörður Frímannsson, verkfræðingur Sjónvarpsins, ásamt einum tæknimannanna við tvær nýju
litupptökuvélanna.
i
Nýja
Arnar-
flugsþotan
komin
IIIN NÝJA þota Arnar-
fluss kom til landsins í
fvrrakvöld. Vélin er af
gerðinni Boeing 720B oj;
her einkennisstafina
TF—VLC. Arnarflug fékk
vélina til afnota með kaup-
leifíusamninfíi, en hún hef-
ur undanfarið verið í áætl-
unarflufíi f.vrir Western
Airlines og einkum flogið
á vesturströnd Bandaríkj-
anna og til Hawaii. Fiuf;-
vélin er nýkomin úr skoð-
un er hún kemur hinf;að.
Vélin er systurvél þotunn-
ar sem Arnarfluf; hefur
rekið frá því í maí sl. I
henni eru sæti fyrir 149
farþefía.
Flugvélin var afhent i
Minneapolis í Bandaríkj-
unum og tóku þeir Magnús
Gunnarsson framkvæmda-
stjóri og Arngrímur Jó-
hannsson yfirflugstjöri við
henni fyrir hönd Arnar-
flugs.
Forráðamenn Arnarflugs og
flugliðar við þotuna.
Arnarflugsþotan nýja á Keflavíkurflugvell