Morgunblaðið - 10.09.1977, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.09.1977, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 11 um, lítil lóð á vogarskálina, sagði Jósef að lokum. Trillurnar úr augsvn en stóru bátarnir upp í kálgarða I samtölum okkar við fólkið i Höfnum kom fram að fyrr í haust hefði vélbáturinn Baldur úr Keflavík gert tilraunir með drag- nótaveiðar bæði norðan og sunn- an Garðsskaga á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar. í framhaldi af þessum tilraunaveiðum hefði svæðið úti fyrir Höfnum verið opnað og frá 1. september, eða þegar svæðið var opnað, hefðu mest verið þarna að veiðum tveir bátar, fyrrnefndur Baldur úr Keflavik og Gullþór úr Keflavík. Að sögn Hólmfríðar Oddsdóttur í Merkinesi, skammt sunnan við Hafnir, hefja dragnótabátarnir veiðar á morgnana og eru að fram i myrkur. — Við urðum fyrst vör við þetta um mánðamótin og urðum stein- erum við, þessir 120 íbúar i Höfn- hissa. Er haft var samband við Landhelgisgæzluna fengum við þau svör að þetta væri allt löglegt. Trillurnar héðan úr Höfnum eru að vísu lítið á þessu svæði nema hvað þær hafa stundum lagt þarna línu. Það þýðir ekkert að renna færi hér nærri landi, því það er lítill sem enginn fiskur og þessum tíma höfum við verið hér fyrir utan en nú erum við mest út af Reykjanesinu. í og með fórum við vegna þess að þarna er nú enginn fiskur. Dragnótabátarnir eru að skarka meðfram hrauninu og bæði grugga sjóinn og rugla fiskinn, sem þar er. Þarna er fisk- ur, sem við höfum sótt í og okkur finnst nóg um að hafa netatross- urnar frá stóru bátunum um allan sjó í 8 til 10 mánuði á ári, þó dragnótin komi ekki líka. — Eins og er hefur þessi drag- nótaveiði ekki mikil áhrif á okkar veiðiskap nema þá á fiskinn, sem er við hraunbrúnina. Við stund- um hins vegar engar veiðar hér fyrr en næsta sumar og hver veit nema dragnótaveiðin kunni að hafa einhver áhrif á fiskgengdina þá? Það er ekkert óeðlilegt að reynt sé að nýta kolann en að binda þessar veiðar við örþlítið svæði, sem þeir hreinsa upp á stuttum tima, getur ekki ráðið úr- slitum fyrir heildina, sagði Vil- hjálmur. Fiskurinn hvarf af hrauninu með smurstöðinni — Hann var heldur aumur þessi róður enda hálfgerð bræla og aflinn eftir því, sagði Kalmann Sigurðsson, er hann renndi að bryggju á bát sínum, Farsæl, 6V2 þar með verða bátarnir að fara úr augsýn. Nú er heldur ekki hægt að leggja hér línu eftir að drag- nótabátarnir komu. Dragnótabát- arnir skarka líka á hraunbrúninni og fæla fiskinn frá auk þess, sem þeir grugga upp allan sjó. En ein- mitt þarna við hraunbrúnina hafa handfærabátarnir oft verið að veiðum. Okkur finnst það skjóta nokkuð skökku við að litlu bátarnir þurfi að fara úr augsýn en þess í stað eru stóru bátarnir komnir upp í kálgarða, sagði Hólmfriður. Ekki óeðlilegt að nýta kolann en svæðið of írtið Vilhjálmur Magnússon er einn þeirra manna, sem stunda smá- bátaútgerð frá Höfnum. Trilluút- gerð frá Höfnum er um þessar mundir minni en ella þar sem einar fjórar trillur skemmdust i óveðrinu fyrir skemmstu og þessa dagana eru aðeins þrjár til fjórar trillur á sjó. Er þessi trilluútgerð eina atvinnan, sem íbúar Hafnar stunda heima fyrir, nema hvað einnig er á staðnum saltfiskverk- unarhús, sem tekur við aflanum af bátunum og frystir einnig loðnu á loðnuvertíðinni. Aðrir ibúar í Höfnum verða að sækja vinnu inn til Keflavíkur eða upp á Keflavikurflugvöll. — Við á trillunum erum aðal- lega á handfæraveiðum og einnig nokkuð með línu. Alveg fram að tonns tillu, rétt i þann mund, sem okkur bar að. Þau eru orðin æði mörg árin, sem K: lmann á að baki á sjónum, því fyrst réri hann frá Höfnum 9 ára gamall en er nú á 73 aldursári. — Við erum hreint ekki sáttir við þessi vinnubrögð. Það þekkja allir sjómenn hvað dragnótin get- ur eyðilagt og ég hélt að þeir væru nógu margir hrepparnir, sem væru farnir i eyði vegna eyði- leggingar af völdum dragnótar- innar. Dragnótaveiði spillir fyrir þeim sem stunda handfæraveiðar og dregur úr fiskgengdinni. Það er lika dæmalaust að þetta Skuli vera nær eini staðurinn sem er opnaður fyrir snurrvoðinni, þegar menn vita að öll atvinna hér bygg- ist á trilluútgerð. — Þeir byrjuðu vist eitthvað með dragnótina i Garðssjónum en þeir i landi voru það harðir að svæðinu var lokað aftur. Ég hélt að það væri orðið nógu tregt fiski- ríið hjá okkur hér i Höfnum, þó ekki væru gerðar sérstakar ráð- stafanir til að gera sjósókn héðan enn erfiðari. Ég man þá tima sem snurrvoðin var leyfð. Þá gekk fiskur mikið inn á hraunið en hann hvarf allur þegar þeir fóru að draga með snurrvoðinni á leir- unum og með hraunkantinum. Ég er þvi ekki í vafa um að þessar dragnótaveiðar hafa áhrif á fisk- gengd á þeim miðum, sem við erum mikið á framan af sumri, sagði Kalmann að lokum. Myndllst Leirmunasýning Jónínu Guðnadóttur Það hefur litið farið fyrir skrifum undirriðaðs um hið ný- stofnaða galleri undir heitinu Sólon tslandusað Aðalstræti 8. Ástæðan er einfaldlega sú, að í fyrsta lagi var hann sjálfur í sýningarvafstri á þeim tíma er sýningarsalurinn opnaði, og í öðru lagi hefur hann verið er- lendis og að mestu leyti laus frá skrifum fram að þessu. Framtak hins unga fólks, er standur að sýningarsalnum, er mjög lofsvert og ber vott um bjartsýni og hugrekki. Eins og allir vita hafa flestar slíkar til- raunir lognazt útaf á skömmum tíma, enda þarf ótrúlega mikla útsjónarsemi og þolinmæði til að reka slik fyrirtæk’i og tap virðist óhjákvæmilegt fyrstu árin. Það er því full ástæða til að koma til móts við hið unga og framsækna fólk, styrkja það með ráðum og dáð og stuðla að því að starfsemin nái að hasla sér völl. Komið hefur fram að sýningarsalurinn er ágætlega fallinn til hina smærri einka- symnga, svo og samsymnga 2—4 einstaklinga, en hins veg- ar þolir hann síður samsýning- ar margra aðila, a.m.k. hafa slíkar sýningar þar verið frekar litlausar fram til þessa. — Um þessar mundir sýnir i salnum Jónina Guðnadóttir, sem er einn hinna dugmiklu leirkerasmiða er við höfum eignazt á siðustu árum, en þeim fjölgar með ári hverju, sem er ánægjuleg og merkileg þróun, eftirtektarverðari en flestir gera ser grein fyrir. Hér er um það að ræða að þetta góða fólk er að hasla gildum listiðnaði völl hérlendis. Það lætur sér sannarlega ekki nægja að- fengnar hugmyndir né er á spena erlendra tízkufyrirbæra. Að vísu er það undir áhrifum viða að, að hér gildir að virkja slik áhrif og hagnýta fyrir per- sónuleg viðhorf. Hér er ekki um fjöldaframleiðslu sama hlutar að ræða heldur hefur hver gripur sitt eigið persónu- lega svipmót, eins og hver og einn getur sannfærzt um er skoðar sýningu Jónínu Guðnadóttur. Þessi ssýning hennar er mjög heilleg og menningarleg og eru hér hvort tveggja hlutir er hafa visst notagildi og hlutir sem hafa sjálfstætt skreytigildi er nefna má Keramik-skúptúr og relief. Jónína hefur mjög gott vald á tækninni, enda er hún mjög vel menntuð í fagi sínu og hefur sannarlega ekki látið sér nægja að læra fagið eitt, heldur hefur hún einnig lagt áherzlu á hina skapandi hlið og er vel sjóuð i hræringum nýlista. Því miður er það algengt nú til dags að fólk læri fagið til fulls, taki gott lokapróf úr skóla, en án þess að hafa neina verulega þekkingu né tilfinningu fyrir frjálsri myndlist. Slikt fólk fer ekki á myndlistarsýningar né söfn, og dæmi eru þess að það þekkir eftir BRAGA ÁSGEIRSSON enn virðist nægur markaður vera fyrir slíkt hér. Hjáleitt fyr- irbæri er það t.d. að rækta og selja fögur blóm og urtir en hafa um leið á staðnum lélegt hlutaveltudót i listiðnaði, slíkt er gróf móðgu n við samfélagið, lífrikið og rakin andleg meng- Leirkerasmiðir hef hafa opin- berlega kvartað yfir lélegum stælingum á framleiðslu silnni sem í umferð sé og teija sig varnarlausa gegn þeirri plágu. Hér hlýtur gölluð löggjöf um höfundarétt að eiga sök á, því að fyrir nokkrum árum frétti ég að Henning Koppel, einn frægasti keramikhönnuður Dana, héldi lögfræðing, meira að segja hæstaréttarlögmann er gerði naumast annað en að standa fyrir málaferlum gegn verksmiðjum og einstaklingum er stælu hugmyndum hans til fjöldaframleiðslu. Hlýtur Koppel að hafa hér lög aþ baki og hag fyrir augum. Til umhugsunar er, hve ódýr vinnubrögð eiga létt með að skjóta rótum hérlendis og njóta fyllstu verndar andvaraleysis landands. Hlaða bíla sina af lé- legum myndvarningi og aka um landið og berja að dyrum á hverjum bæ. Viðskiptin geta numið milljónum, og þeir verða að auka starfsemina til að anna eftirspurn! Færeyingar ráku tvo slika menn af höndum sér fyrir nokkrum mánuðum, svo sem kunnugt er af blaðafréttum, og svo bráður var flóttinn að þeir misstu bifreið sina í hafið leiðinni til íslands! —- Væntan- lega, og þvi miður, hafa þeir verið fljótir að bæta sér tapið með umsvifum hérlendis. . . Ég slæ þessu hér fram til áherzlu á það, að hafi það farið framhjá einhverjum skal vakin athygli á þvi, að þetta unga fólk, velmenntað og framsækið, er kjarni islenzkrar menningar i dag og helzta vörn gegn þvi að islenzk listmenning verði ótind- um. kaupahéðnum og skrum- pésameisturum að bráð. Sýning Jónínu Guðnadóttur verðskuldar alla athygli, sýningin er ekki einasta aðlað- andi og falleg, heldur er hún einnig gildur hlekkur i þróun islenzkrar menningar. Bragi Asgeirsson. ekki nöfn þekktustu mynd- listarmanna þjóðar sinnar hvað þá meir. Hér höfum við hins vegar dæmi sem við getum ver- ið stolt af, vegna þess að það íslenzka fólk, er lagt hefur fyrir sig keramik á undanförnum ár- um, er einmitt margt mjög áhugasamt um frjálsa myndlist og opið fyrir nýjum hræring- um. En það krefst staðfestu og fórnfýsi að halda fast við sann- færingu sína, og kröfuhörku um hámarksgæði, og láta hvorki sölusjónarmið né óþroskaðan smekk almennings ná yfirtökum. Við sjáum mörg dæmi um staðlaða fjöldafram- leiðslu á þessu sviði allt i kringum okkur og rakin Hong- Kong sjónarmið. Visa ég hér til þess, að iðnjöfrar vesturlanda senda hugmyndir til Hong- Kong og láta fjöldaframleiða þær þar, en selja þetta svo sem innanlandsframleiðslu til annarra landa. Þetta unga fók hér virðist óðum vera að ná undirtökum á markaðinum, enda greina útlendir strax hér mikinn gæðamun. Hins vegar munu íslendingar ennþá gína við hinni ódýrari og litlausari fjöldaframleiðslu, því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.