Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 Alcopley sýnir aö Kjarvalsstöðum LISTRÁÐ mun ganf;ast fvrir yfirlitssýningu á verkum hinz kunna vís- inda- og mvndlistarmanns Alcopleys að Kjarvalsstöð- um dagana 10—25. septem- ber. Alcopley er íslendingum vel kunnur, ekki sízt vegna þess að hann var eiginmað- ur Nínu Tryggvadóttur, auk þess er hann einn fremsti sérfræðingur ver- aldar í blóðrannsóknum. Listráð hélt blaðamanna- fund vegna sýningar þess- arar. Alcopley sagði í stuttu spjalli við Morgunblaðið: „Þetta er fyrsta sýning mín á íslandi, og jafnfram stærsta yfirlitssýning mín. Hún nær yfir síðastlióin 33 ár, og um 300 myndir mín- ar eru á þessari sýningu, r Alcopley hjá málverki sem er 25 metra lanf>t, <»{? mun verda hen};t á norOurhliá Kjarvalsstaða meðan á sýnin«unni stendur. „Eg ber miklar og sterkar tilfinningar til þessa lands” teikningar, vatnslitamynd- ir, málverk o.fl. Ég veit ekki alveg hve margar sýningar ég hef haldið, u.þ.b. 40, og ég hef einnig tekiö þátt í mörgum hópsýningum. Það er mér mikill heióur að fá að sýna hérna, Nína Tryggvadóttir seinni kon- an min, var héðan, og ég ber miklar og sterkar til- finningar til þessa lands. Ég er mjög þakklátur þeim sem hafa sett sýning- una upp, þeir hafa unnið sitt verk frábærlega vel. Einnig var ég mjög þakk- látur Herði Ágústssyni sem hefur hannað sýningarskrána. Ég mun dvelja hér á landi fram í miðjan september, en þá fer ég til Élórens til vísindastarfa. Ég er samsettur úr tveimur mönnum, vísinda- manni og listamanni. Það er ekki erfitt fyrir mig, þetta er mitt eðli. Ég bý núna í New York og ég gæti hvergi annars staðar búið, ég elska borgina með öllum hennar göllum, en það er ekki þar með sagt að ég elski gallana, síður en svo“, sagði Alcopley að lok- um og hló við. „Augliti til auglitis” „Augliti til auglitis" heitir norræn myndlistarsýning sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum laugardaginn 10. september. Norræna myndlistarbandalagið og Fétag íslenzkra myndlist- armanna standa fyrir sýningunni, og hélt Fím blaðamanna- fund þar sem sýningin var kynnt. Norræna myndlistarbanda- lagið hefur gengizt fyrir sam- sýningum myndlistarmanna frá Norðurlöndum frá árinu 1946, og var síðasta stóra samsýning- 'in í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 1972. Siðan var ákveðið að gera hlé á slíkum samsýningum og leita nýrra leiða, og var Staffan Cullberg, sænskum listfræðingi, falið að setja saman norræna samsýn- ingu með öðru sniði en áður. Staffan Cullberg hefur einn séð um skipulagningu þessarar sýningar, valið sjálfur verkin og mótað hana Hann lét sýning- una heita ,,Öga mot öga" eða á íslenzku: ..Augliti til auglitis". Staffan Cullberg segir svo um þetta „þema" í formála sýn- ingarskrárinnar i lauslegri isl. þýðingu: „Augliti til auglitis — það er í sænsku máli venjulegt orðalag, laust við viðkvæmni, og þýðir að mætast, hittast. Að Frá sýningunni „Augliti til auglitis. Sovézkir kafbát- ar laumast bakdyramegin I DANSKA blaðinu Weekend-avisen segir frá þvi að Sovét- menn hafi uppgötvað eins konar „bakdyr" út á Atlantshafið, fyrir kjarnorkukafbáta sína. Þetta hafi þær afleiðingar að endurskipuleggja verði varnarstefnu Bandaríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Áreiðanlegar heimildir blaðsins greina frá þvi að sovezku kafbátarnir hafi í mörgum tilvikum kafað undir heimskauts- baugnum, farið um Kennedyskurðinn, ísilagða rennu milli vesturodda Grænlands og kanadisku eyjarinnar Ellesmere. Norðurleiðin frá þessari rennu liggur á 82. norðlægri breidd, aðeins 830 km. fyrir sunnan Norðurpólinn. í suðurátt liggur leiðin í áttina til Baffinsbugtar og Davissunds, sem gengur þvert á bauginn. Eftir að hafa farið þessa leið liggur leiðin út á Atlantshafið breið og bein. Ábyrgð Kanada Þessi nýja „skotleið" fyrir kafbát ana þýSir að Sovétrikin geta komizt hjá þvi að fara með stærstu árásar- vopn sin frá flotastöðinni í Kola eftir siglingaleiðum milli íslands og Noregs. þar sem sterkasta kafbáta vigi Atlantshafsbandalagsins er. Fyrir forsvarsmenn i aðalbækistöðv um Atlantshafsbandalagsins, fyrir Norfolkmiðstöðina og fyrir Isaac Kidd aðmírál, býður þetta því upp á öldungis ný vandamál. Kafbátavarnir verður að brjóta upp, aukið eftirlit i lofti og á sjó er nauðsynlegt. Þetta þýðir svo aftur, að hlutur Kanada i þvi að verja „bakdyrnar" hefur feng- ið aukna þýðingu og það hefur þegar komið fram, meðal annars i því að Kanadamenn hafa pantað át.ján lang fleygar bandariskar Auroraflugvélar, sem eru útbúnar flóknustu og full- komnustu rafeindatækjum meðal annars til kafbátaleitar. Kanadamenn ætla ennfremur að Örvarnar benda á flotaleiðir Sovétmanna sem farnar yrðu ef til styrjaldarátaka kæmi. endurnýja flota sinn með því að bæta I hann nokkrum splunkunýjum tundurspillum. Varnir á sjóleiðinni milli Græn- lands og nyrztu kanadísku eyjanna eru i verkahring Kanadamanna. Vænta má þess að fregnir um ferðir Sovétmanna inn um bakdyrnar — þótt óstaðfestar séu enn — svo uggvekjandi sem þær eru, séu komn- ar frá kanadísku stöðinni „Alert" sem er á norðurodda Ellesmere f þessari nyrztu stöð allra slikra starfa hundruð kanadiskra sérfræðinga. Umfangsmiklar heræfingar Bandariska haldreipið Thule á Grænlandi er um það bil 700 km sunnar, en sá staður mun fá aukið Vaxandi áhyggjur vegna nýrrar siglingaleiðar sovézkra kjarnorkukafbáta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.