Morgunblaðið - 10.09.1977, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977
Séð yfir gosstöðvarnar, enn rýkur úr sprungunni á nokkrum stöðum.
Hraunflæmið þekur að lfkindum rúman ferkílómetra (Ijósm. Frið-
þjófur).
Allt eftir ák
sami hringu
Frá Ágústi I Jónssyni,
fréttamanni Morgunblaðsins
í Reynihlíð.
HEVRA mátti brak og bresti í
hraunhellunni er fréttamenn
Morgunblaðsins voru á ferð við
gosstöðvarnar norðan við Leir-
hnúk á sjöunda tímanum í gær-
morgun. Ef gengið var út á
þunnt hraunið glitti víða í log-
andi augu hraunglóðarinnar,
en eigi að síður var hættulítið
að ganga aðeins inn á hraunið.
Ur gígnum syðst í sprungunni
rauk lítillega, en tvær reykjar-
strjókur stóð nær því beint í loft
upp, úr aðalgígnum á miðju
sprungunnar. Hefur reyksúlan
trúlega náð 50 metra í loft upp
snemma í gærmorgun, en
minnkaði þegar leið á daginn.
Hverirnir, sem höfðu gosið
myndarlegum reykbólstrum við
upphaf goss og slett aur og
drullu um næsta nágrenni sitt
með gný miklum, voru nú
hljóðlátir.
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur var einn þeirra sem
Fylgdust með síðustu átökun-
um á gossvæðinu. Sagði hann
að gosið hefði verið í hámarki á
níunda timanum á fimmtu-
dagskvöld, en siðan farið að
Margar myndir mátti lesa úr
svartgijáandi, storknuðu hraun-
inu. A þessari mynd Friðþjófs sér
f átt að megingfgnum.
ganga niður strax á tiunda tím-
anum. Nokkru fyrir klukkan 23
hefði hraun verið hætt að
renna úr sprungunni og gosinu
í raun lokið um það leyti. Hefði
þetta myndarlega gos því að-
eins staðið í röska fjóra klukku-
tíma.
Aðspurður sagði Sigurður að
hann gizkaði á að hraun-
sprungan væri 12—-1300
metrar á lengd, en þar sem
lengd hraunsins, sem rann,
væri mest, næmi það um 1800
metrum. Breidd hraunsins væri
hins vegar ekki nema um 700
metrar þar sem það væri breið-
ast, en svæði það sem hraunið
þekur er mjóst um miðjuna.
7æri hraunið rúmur ferkíló-
metri aðflatarmáli.
Þetta gos norðan við Leir-
hnúk er það mesta sem orðið
hefur á þessu svæði síðustu
árin, mun meira hraun rann, en
hins vegar var minna um leir-
sprengingar og aurslettur en
verið hefur við gos þar undan-
farið. — Gossprungan eins og
þegar hún var virkust á
fimmtudagskvöldið líktist mjög
sprungunni sem opnaðist í
v/estmannaeyjagosinu, sagði
Sigurður Þórarinsson. —
Einnig rann hraunið samfellt úr
allri sprungunni við Leirhnúk,
■