Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977
Fjarskiptakerfi hjá
SVR tekið í notkun
Um þessar mundir er verið að
taka í notkun fjarskiptakerfi
hjá Strætisvögnum Reykjavík-
ur og verður talstöðvum komið
fyrir í 45 vögnum af 62 sem eru
i daglegri notkun. Eíríkur
Ásgeirsson forstjóri SVR sagði
í viðtali við borgaryfirvöld að
þjönustu SVR mætti bæta veru-
lega með þvi að taka í notkun
slíkt fjarskiptakerfi, sem gerði
það t.d. kleift að grípa til auka-
vagna ef á þyrfti að halda i
vissum tilfellum, t.d. ófærð eða
við bilanir í vögnum.
Innkaupastofnun Reykjavík-
ur auglýsti eftir tilboðum í slíkt
fjarskiptakerfi og að höfðu
samrði við radíótæknideild
pósts og síma var ákveðið að
kaupa svonefnd PYE-tæki, sem
Heimilistæki h.f. flytja inn.
Slik tæki hafa m.a. verið í notk-
un hjá lögreglunni og eru tæk-
in með svonefnt VHF-kerfi, en
það er lokað kerfi og aðeins
hægt að tala úr einstökum
vögnum i móðurstöðvar, sem í
fyrstunni verða tvær, önnur á
Hlemmtorgi, en hin í bæki-
stöðvum SVR við Kirkjusand.
Sem fyrr segir verða i upp-
hafi 45 tæki sett í vagnana og er
kostnaður við það um 12 millj-
ónir króna. Er gert ráð fyrir að
á næsta ári verði bætt við
15—20 tækjum og verða þá allir
vagnar SVR búnir slíkum tækj-
um. Helzta notagildið ér fölgið i
þvi að vagnstjórar geta nú mun
fyrr náð sambandi við miðstöð
SVR ef eitthvað ber út af í
akstri, ef seinkanir eru og mik-
ill fjöldi farþega þannig að
senda verður aukavagn, ef
vagnar bila, og í neyðartilvik-
um. Sagði Eirikur Asgeirsson
að með þessu móti væri stigið
skref í átt til betri þjónustu
SVR við borgarana i samkeppni
fyrirtækisins við einkabílinn,
minni tafir ættu að verða á leið-
um SVR.
Karl Gunnarsson, eftirlitsmaður hjá SVR, er hér að prófa eitt
tækið, en um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að þau verði að
fullu tekin til notkunar. ljósm. ÓI.K.M.
— Við vorum að
Framhald af bls. 21
hvað raunverulega hafði gerzt
þegar við komum á símstöðina.
Datt ykkur aldrei í hug að
forða ykkur í nágrannabyggð-
irnar á meðan ósköpin gengu
yfir? — Nei, blessaður vertu,
það datt okkur ekki í hug. Þá
væri maður alltaf á ferðinni.
Þessar hræringar eru orðnar
það tíðar.
Hefur þetta þá engin áhrif á
daglegt líf fólks hér í byggð-
inni? Yfirleitt hefur þetta eng-
in áhrif nema auðvitað hitaveit-
án sem er í sundur á einum tíu
stöðum, en það standa nú vonir
til þess að hægt verði að gera
við það innan skamms tíma. En
það var að vísu fremur hrá-
slagalegt að vakna í morgun í
þessari nepju.
I vetur verður málaskólinn Mímir 30 ára, en hann var stofnaður árið 1947. Stofnandi skólans og fyrsti
stjórnandi var Halldór P. Dungal. Arið 1952 tók Einar Pálsson við skólastjórninni og gegnir því starfi
enn. Um tuttugu þúsund nemendur hafa stundað nám við skólann sfðan hann var stofnaður. A myndinni
eru Einar Pálsson, skólastjóri ásamt 6 af 14 nemendum, er nýlokið hafa frá skólanum Pitman-prófi í
enskum verzlunarbréfum.
— Skreið
Framhald af bls. 40
ætti að koma til Lagos í septem-
berbyrjun en Islendingarnir
höfðu ekki orðið hennar varir.
Skreiðarsamningurinn við
Nígeríumenn, sem íslenzkir
skreiðarsölumenn hafa verið að
reyna að fá á hreint í allt sumar,
er um 115 þúsund ballar af skreið
og er verðmæti semningsins 4,4
milljarðar kjóna.
— Beam féll
Framhald af bls. 1.
Bella Abzug, fyrrum fulltrúa-
deildarþingmaður, 16%. Þeir
Koch og Cuomo halda áfram í
aðra lotu prófkjörsins, sem fram
fer 19. þessa mánaðar og talið er
fullvíst að sá, sem sigrar þá, verði
næsti borgarstjóri New York, því
að demókratar hafa auðveldlega
ráðið þar ríkjum um áratuga-
skeið.
Stjórnmálafréttaritarar i New
York telja Cuomo sigurstanglegri,
en hann nýtur stuðnings Hugh
Careys, fylkisstjóra New York,
sem hvatti hann til framboðs, þar
sem hann taldi stórhættulegt fyr-
ir New York að Beame yrði áfram
borgarstjóri.
— Engir ólög-
legir . . .
Framhald af bls. 1
búnaðarráðherra Israels, sem
sagði að nokkrir bústaðir hefðu
verið reistir með leynd. Talsmað-
urinn sagði, að ísraelsstjórn gæti
gefið viðhlítandi skýringu á þessu
máli og að Moshe Dayan utanrik-
isráðherra yrði beðinn um skýr-
ingu á ummælum Sharons og full-
yrðingum stjórnarinnar, er hann
kæmi til Washington 19. septem-
ber.
— Schleyer . ..
Framhald af bls. 1
sem almenningur getur hringt i
og heyrt raddir ræningjanna ef
ske kynni að einhver þekkti hver
talaði.
1 bréfi, sem barst í morgun,
mun hafa verið orðsending, sem
einn fanganna 11 átti að lesa i
sjónvarpi til að staðfesta að undir-
búningur undir ferð þeirra úr
landi væri á lokastigi og einnig að
skýra flugtakstíma farþegaþot-
unnar, sem krafizt hefur verið að
fljúgi fólkinu úr landi.
Sehleyer var rænt sl. mánudags-
kvöld, er hann var á leið heim úr
vinnu sinni í fylgd þriggja líf-
varða, sem voru i bifreið á eftir.
15 manna hópur gerði árás á bif-
reiðarnar á götuhorni, felldi alla
lífverðina og bílstjóra Schleyers
og hafði hann á brott, ómeiddan
að þvi er talið er. Kalla ræningj-
arnir sig Siegfried Hausnerflokk-
inn, eftir róttækum skæruliða,
sem drepinn var i árásinni á v-
þýzka sendiráðið í Stokkhólmi
1975. Þrir úr hópi þeirra, sem þá
árás gerðu, eru meðal þeirra, sem
ræningjarnir vilja fá lausa úr
fangelsi. Einnig eru í þeim hópi
Andreas Baader, Jan-Carl Raspe
og Guðrún Ensslin, harðsvíruð-
ustu forystumenn Baadder-
Meinhofsamtakanna. V-Þýzka rík-
isstjórnin er í stöðugri viðbúnað-
arstöðu ef skyndilega þyrfti að
taka lokaákvörðun til krafna ræn-
ingjanna.
— Höldum áfram
Framhald af bls. 40
steinn Ólafsson í gær að holur
Kísiliðjunnar væru reknar af
Orkustofnun og það væri þvi í
verkahring hennar að sjá um við-
gerðir. Hefðu verið gefnar vonir
um að gufa að virkjuninni yrði
komin í eðlilegt horf um helgina.
Þá tæki ekki langan tima að auka
i rafstrengi og simalínur og þegar
væru hafnar viðgerðir á vatns-
lögn, sem hefði gefið sig á tveim-
ur stöðum.
Skrifstofuhúsnæði Kisiliðjunn-
ar er mjög illa farið, nær ónýtt. Er
austurendi hússins I raunvnni
slitinn frá aðalálmunni en í
austurendanum eru m.a. skrif-
stofur framkvæmdastjóra. Er
sprunga eftir gólfi og lofti endi-
löngu og á mörgum stöðum í hús-
inu skipta breiðar sprungur
veggjum i tvennt. Eru sumar
sprungnanna frá því i april i vor,
en hafa gleikkað verulega við
raskið nú. Beint áframhald þeirr-
ar þróunar, sem hófst i aprilmán-
uði.
I sjálfu verksmiðjuhúsinu hafa
fyrri sprungur stækkað verulega,
en brennsluofninn virðist alveg
hafa sloppið. Sprunga i gegnum
„blautu deild" verksmiðjunnar
hefur ekki gleikkað. Hráefnis-
tankur verksmiðjunnar hefur
færzt nokkra sentimetra á steypt-
um grunni, en platan undir hefur
ekki gefið sig. Virtist í gær eins
og tankurinn hallaði nokkuð. Þá
hélt áfram gliðnun á milli við-
gerðarverkstæðis og lagers verk-
smiðjunnar og er sprungan þar á
milli nú orðun um 20 cm. en bygg-
ingarnar voru samfastar.
Tvær af þremur þróm verk-
smiðjunnar skemmdust verulega
í jarðraskinu í vor, en ei,n þrónna
hélt alveg. Viðgerð á annarri
þrónna, sem skemmdist í vor,
lauk 18. ágúst og var þá strax
hafizt handa við að dæla í hana
gúr úr Mývatni. Var komið tölu-
vert magn í hana er hún gaf sig i
jarðraskinu í fyrrakvöld og rann
allt vatn úr henni. Jarðfall varð í
þeirri þró, sem styrkust var, en
þegar eru byrjaðar viðgerðir á
henni, en ekkert lak af hráefni úr
henni. Er sú þró alveg full, þann-
ig að engin þró er fyrir hendi til
að dæla í.
7NY ÞRÓ KOSTAR
UM 80 MILLJÓNIR
Þorsteinn Ólafsson var að þvi
spurður hve mikið fjárhagslegt
tjón hefði orðið af hrinunni, sem
nú er gengin yfir.
— Um það er ekki nokkur leið
að segja á þessu stigi málsins, en
Ijóst er að þar er um umtalsverða
fjármuni að ræða, sagði Þor-
steinn. — ÖIl mannvirki, sem eru
brunatryggjanleg, eru tryggð og
þá um leið eru þau viðlagatryggð.
Þrærnar er ekki hægt að bruna-
tryggja og þvi eru þær ekki við-
lagatryggðar lögum samkvæmt og
verður fyrirtækið því að bera
þann skaða sem orðið hefur á
þeim. Ef í dag ætti að byggja nýja
þró á nýjum stað myndi sú fram-
kvæmd kosta á að gizka 80 mill-
jónir króna.
— Að sjálfsögðu er eftir að
meta stöðuna og siðan verða tekn-
ar ákvarðanir í framhaldi af þeim
skemmdum, sem orðið hafa. Mið-
að við reynslu undanfarina mán-
aða er ljóst að við eigum við
vándamál að stríða. Stjórn fyrir-
tækisins mun væntanlega fjalla
um hver viðbrögð verða, sagði
Þorsteinn Ólafsson að lokum.
— Tólf manns
Framhald af bls. 40
það sem yfirgaf heimili sfn
kom allt til baka í gær.
Lífið gekk sinn vanagang í
Mývatnssveit i gærdag og
héldu bændur i göngur árla i
gærmorgun. Fóru þeir i Graf-
arlönd og Herðubreiðarlindir,
en réttað verður i Reykjahlíð-
arrétt á mánudag.
A skjálftavaktinni í Reyni-
hlið fékk Morgunblaðið þær
upplýsingar i gærkvöldi að
enn væri nokkur skjálfta-
virkni á svæðinu og virtist hún
einkum vera i miðri Kröflu-
öskjunni. Ekki var þó lengur
um stóra skjálfta að ræða.
Landsigi virtist vera lokið og
mældist sigið 12 mm i stöðvar-
húsinu, sem er svipað eða held-
ur minna en í undanförnum
hrinum. Er búizt við að landris
byrji á svæðinu á nýjan leik í
dag.
— Grænlenzku
Framhald af bls. 5.
heimili hennar og loks hafa aðal-
ræðismannshjónin frú Svava og
Ludvig Storr boð fyrir gestina á
heimili sinu. Á þessu ferðalagi
hafa konurnar búið á heimilum
ísl. húsmæðra. Ósk hefur komið
um það frá gestunum að fá tæki-
færi til að vera við guðsþjónustur
í kirkjum bæjarins á sunnudag-
inn.