Morgunblaðið - 10.09.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977
23
Nixon í síðasta Frost-viðtalinu:
Allt Mörthu og
Haldemann að kenna
LÖNGUM hefur tvennt í sam-
bandi við mál Nixons forseta
vafizt fyrir fólki til skilnings,
þ.e. hvers vegna skyldi forseti,
sem sat í embætti eftir gifur-
legt kjörfylgi 1972, taka þá frá-
leitu áhættu sem Watergateinn-
brotið var í sjálfu sér? Og hvers
vegna lét hann ekki eyðileggja
segulböndin sem tengdu hann
við hneykslið, þegar ljóst var að
málið tók að brenna á honum? í
síðasta sjónvarpssamtali sínu
við David Frost svarar Nixon
þessum spurningum og velur
þá leið að kenna einfaldlega
öðrum um: þeim John Mitchell
fyrr. dómsmálaráðherra og
Haldemann fyrrv. starfsmanna-
stjóra Hvíta hússins. Verður nú
aðeins vikið að því nánar hvað
fram kom i samtali þeirra. Um
Mitchell segir hann að aldrei
hafi verið upplýst um það mál
að neinu ráði. „Ég skal segja
þér að vandi Johns var ekki
Watergate. Hans vandi var
Martha og sá vandi var einn af
persónulegum harmleikjum
okkar tíma.“ Nixon segir að
Martha hafi verið trufluð á
geðsmunum og að „Mitchell
hafi orðið að senda hana í burtu
í fimm, sex vikur“ í kosninga-
baráttunni 1968. Þegar leið að
lokum kosningabaráttunnar
1972 versnaði ástand hennar
enn, að því er Nixon skýrði
Frost frá, og Bebe Rebozo stakk
upp á þvi við Mitchell að hann
sendi hana í burtu — og þá á
geðveikrahæli væntanlega. „Ef
ekki hefði verið fyrir Mörthu
hefði ekki verið neitt Water-
gate“ sagði Nixon „vegna þess
að John gleymdi að hugsa um
sitt verk, ... hann lét Jeb
Magruder og alla þessa kum-
pána, algera fáráðlinga, stjórna
málunum. Hann gat ekki hugs-
að um annað en vesalings
Mörthu“.
Hvað snertir segulbandsupp-
tökurnar staðfestir Nixon í
samtalinu að hann hafi upp-
runalega hugsað sér að eyði-
leggja þær. „Nú, satt að segja,
— þótt einkennilegt sé hugsaði
ég ekki bara um það, heldur
stakk ég upp á því og ég held...
skipaði Haldemann að... sjá
Martha og John Mitchell
Nixon
um segulböndin...“ og eyði-
leggja þau sem höfðu ekkert
sögulegt gildi og svo framvegis.
„Einnig hafi verið rætt um að
bæta upptökukerfið i forseta-
skrifstofunni, svo að hann gæti
kveikt og slökkt á þvi að vild.
Nixon segir að Haldemann
muni ekki hafa túlkað orð sín
sem skipun og því hafi hann
ekkert gert í málinu. „Ef bönd-
in hefðu verið eyðilögð“ segir
Nixon „hefði ég ekki þurft að
ganga í gegnum allt þetta strið,
angist og afsögn og þar af leiðir
að ég óska þess, að Haldemann
hefði... gert eins og ég stakk
upp á.“
Þó segir Nixon að hann hafi
ekkert heyrt á böndunum sem
gæti verið hættulegt fyrir hann
þegar hann hlustaði á þau i júni
1973. Önnur ástæða fyrir því að
hann eyðilagði ekki böndin var
„að það hefði verið rakin játn-
ing eða að minnsta kosti litið út
sem játning." Hann kannast við
að einkaritari hans, Rose Mary
Woods, hafi í ógáti þurrkað sem
svarar 4ra mínútna kafla út af
böndunum.
I samtalinu er og vikið að
utanrikismálum og stefnu Nix-
ons. Nixon heldur þvi til dæmis
fram að Kissinger hafi verið
langtum harðskeyttari i þeim
efnum en forsetinn og meðal
annars krafizt þess að loftárásir
yrðu hafnar á Norður-Kóreu
eftir að bandarisk flugvél var
skotin niður yfir norður-
kóreönsku landi. Sömuleiðis
rifjar Nixon upp er hann var að
skemmta sér ásamt með Mao
Tse-tung og Chou En-lai við að
tala um siðustu leyniferð Kiss-
ingers til Kina. „Hann hefur nú
ekki útlit fyrir að vera leynileg-
ur sendiboði" hefur Nixon eftir
Mao formanni um Kissinger.
Færeyingar semja
um gagnkvæmar
veiðar við EBE
Þórshöfn, 9. september — frá Arge, fréttaritara Morgunblaðs-
ins.
KLUKKAN sex á fimmtudagsmorKun lauk
samningaviðræðum landstjórnarinnar í Færeyjum
og Efnahagsbandalagsins með samningi, sem er
gerður með fyrirvara um samþykki Lögþings F’ær-
eyja og ráðherranefndar EBE.
Samningurinn kveður á um heimild Efnahags-
handalagsins til að veiða allt að 11.600 tonnum af
þorski og ýsu við Færeyjar á árinu 1977.
Þetta er nærfellt helm-
ingi minni afli en á árinu
1976 þannig að á yfir-
standandi ári eiga EBE-
skipin aðeins eftir að
veiða um 2 þúsund tonn.
Ufsaveiðar EBE tak-
markast við 30 þúsund
tonn, en hafa áður verið
á bilinu 27 til 48 þúsund
tonn á ári. Hvað viðkem-
ur veiðum á blálöngu,
karfa og löngu innan fær-
eysku fiskveiðilögsög-
unnar er gert ráð fyrir
því að afli EBE-skipanna
aukist ekki frá þvi sem
var á síðasta ári, en það
þýðir í raun að fram til
áramóta má EBE-flotinn
veiða um 4500 tonn af
þessum fisktegundum.
Skilyrði Færeyinga
fyrir þvi að samningur-
inn taki gildi er að þeir
þurfi ekki að draga úr
veiðum sinum i Norður-
sjónum, þó með þeirri
undantekningu að þeir fá
ekki fremur en aðrir að
veiða þar síld, en algert
síldveiðibann er enn í
gildi. Þetta þýðir meðal
annars að fyrirhugaðar
veiðitakmarkanir austur
af Skotlandi frá 15. októ-
ber n.k. taka ekki til Fær-
eyinga, ella eru Færey-
ingar ekki bundnir af
samkomulaginu. Auk
þessara skilmála var það
krafa Færeyinga, að þeir
mættu veiða 2500 tonn af
síld vestur af Skotlandi.
Elísabet Guðna-
dóttir—Minning
F. 13. maí, 1935.
D. 4. september, 1977.
Glæsileg kona i blóma lífsins er
gengin. Löngu stríði er lokið. Þó
að við ofurefli væri að etja, þá
mátti ekki á milli sjá fyrr en yfir
lauk. óbilandi kjarki og brosi á
vör tókst konunni ungu að snúa á
andstæðing sinn i hverri orust-
unni af annarri og þó að úrslitin
væru ráðin fyrir löngu var upp-
gjöf viðs fjarri.
Karlmennsku hennar og lifs-
löngun var kannski bezt lýst, þeg-
ar hún fyrir rúmum hálfum máh-
uði, fársjúk austur á Norðfirði,
sagði við lækni sinn, að hún hefði
í huga að taka sér sumarfrf eins
og annað fólk og skreppa suður og
heimsækja bernskustöðvarnar.
Læknir hennar gaf henni ferða-
leyfi og hún lét ekki sitja við
orðin tóm, stóð upp af sóttarsæng
og sat í flugvél við hlið eigin-
manns síns næsta dag og gat eng-
inn séð annað en lífið brosti við
þessari björtu og glæstu konu.
Svona var Elsa. Vopnahléið varð
ekki langt. Daginn eftir hingað-
komu sína var hún aftur komin á
sjúkrahús. Maðurinn með ljáinn
hafði engu gleymt, vægð var hon-
um ekki að skapi. Komið var að
upphafi ferðaloka. Brosandi og
hughreystandi háði Elsa sína
lokaorrustu.
Við köllum hana Elsu, en hún
hét fullu nafni Elísabet Sigríður,
dóttir hjónanna Elísabetar Gísla-
dóttur og Guðna Sigurbjarnarson-
ar, málmsteypumanns hér í borg,
en þau hjón eru bæði látin. Elsa
heitin ólst upp f faðmi stórrar og
hamingjusamrar fjölskyldu. Hún
fór snemma að vinna fyrir sér,
var eftirsótt til allra starfa, táp-
mikil og dugleg svo af bar.
Árið 1960 geku Elsa að eiga
Hrein Stefánsson, málara, í Nes-
kaupstað. Það var jafnræði með
þeim hjónum. Hann dökkur og
gjörvulegur dugnaðarmaður og
hún ljós og björt. Þeim varð ekki
barna auðið en Elsa hafði áður
eignast tvö börn, þau Maríu og
Sævar. Bæði eru börn hennar bú-
sett f Neskaupstað, María gift
Jóhanni Stephensen, húsasmiða-
meistara, og Sævar sjómaður.
Alls staðar var Elsa heitin lið-
tæk og eru mér sérstaklega
minnisstæð tilþrif hennar og
röskleiki við síldarsöltun hér á
árunum, og þær voru ekki margar
konurnar, sem stóðu henni á
sporði við þá erfiðu iðju. Um
skeið rak Elsa verzlun á Norðfirði
og fórst henni það vel eins og
annað. Elsa var alls staðar eftir-
sótt, þegar mikið þurfti við og
allir vildu eiga hana að vini.
Því skal ekki gleymt að Hreinn
eiginmaður Elsu’reyndist henni
traustur og uppörvandi förunaut-
ur og börnum hennar sem besti
faðir. Afabörnin fjögur voru
sólargeislarnir á heimili þeirra
Elsu og Hreins. Þó að sfðustu
mánuðir hafi oft verið daprir og
drungalegir á heimili þeirra
hjóna að Miðstræti í Neskaupstað,
þá tókst Elsu jafnan að koma
heim með birtu og yl, þegar hlé
varð á sjúkrahúsvistinni og þá
voru sannkölluð jól hjá barna-
börnunum smáu. Heimilið og fjöl-
skyldan var ætið númer eitt hjá
Elsu, þar fór saman myndarbrag-
ur og höfðingsskapur og þó að
hún væri oft kölluð til að létta
undir með öðrum, þá hafði hún
alltaf nægan tima til að sinna
heimilisstörfum og hlúa að fjöl-
skyldu sinni. Elsa var einstaklega
elskuleg og hlý f allri umgengni
en bjó yfir miklu skapi og ódrep-
andi kjarki.
Með þessurn fátæklegu orðum
sendi ég Hreini vini minum og
fjölskyldu hans svo og eftirlifandi
ættingjum Elsu samúðarkveðjur
okkar hjóna og um leið þakka ég
þeirri, sem i dag er kvödd, margar
ljúfar stundir og góða samfylgd.
B. Bjarman.
— Minning
ívan
Framhald af bls. 29.
FÍestum mun ljóst, að farsælt
heimilislíf er kjölfesta þjóðfélags-
ins. Heimili þeirra Ölínu og ívans
i Þingholtsstræti var sterkur
hlekkur f þeirri keðju, sem þjóð-
félag okkar byggist á. Koma Ivans
hingað til landsins var þvi þjóðfé-
laginu til heilla, en sú hefur raun-
in orðið á, þegar samvizkusamir
erlendir menn hafa tekið sér bú-
setu í okkar landi.
Nú að leiðarlokum þakka ég
ivan Rasmusson góð kynni og
sendi ástvinum hans öllum mínar
beztu samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Jóhannsson.
Skátar— Innritun
Eftirtalin skátafélög í Reykjavík hafa innritun sem hér
segir.:
Skátafélagið Landnemar: Laugardaginn 10 sept kl
14.00—1 7.00. Skátaheimilið í Austurbæjarskólanum
Skátafélagið Dalbúar: Mánudaginn 12 sept kl
18.00—22.00. Skátaheimilið v/Leirulæk. Þriðjudaginn
13 sept. kl. 18 00— 22 00
Skátafélagið Garðbúar: Fimmtudaginn 15 sept kl
18.00—22 00.
Skátaheimilið v/Háagerði.
Skátafélagið Urðarkettir: Laugardaginn 17 sept kl
14.00—18.00
Skátaheimilið Breiðholtsskóla.
Skátasamband Reykjavíkur.