Morgunblaðið - 10.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977
29
Minning:
Oddur Jónsson
Presthúsum, Garði
Hinn 31. ágúst síðastliðinn lést
á sjúkrahúsinu í Keflavík félagi
minn og vinur Oddur Jónsson frá
Prestshúsum i Garði.
Síðari hluta maimánaðar veikt-
ist hann snögglega af þeim sjúk-
dómi er til dauða leiddi. Var hann
þá fluttur i skyndi á sjúkrahús,
fyrst i Reykjavik, en síðar i Kefla-
vik. Kom hann eigi aftur heim
þaðan til dvalar.
Oddur Jónsson fæddist að
Keldunúpi á Siðu 25. október árið
1886 og var þvi á nitugasta og
fyrsta aldursári. Hann var elstur
16 systkina og varð því ungur að
byrja lífsbaráttuna, þar sem afla
þurfti viðurværis þessum stóra
hópi og engir styrkir til barn-
margra fjölskyldna eins og nú er.
Snemma var Oddur því talinn
fullgildur við hin erfiðustu störf
þess tíma, og oft valinn öðrum
fremur til fylgdar yfir stórvötn og
sanda Vestur-Skaftafellssýslu,
enda var hann að eðlisfari áræð-
inn en þó glöggur og útsjónarsam-
ur. Til dæmis um það, var hann
einhverju sinni að flytja húsavið
á hestum ásamt öðrum manni yfir
eitt af stórvötnum sýslunnar,
vildi hann þá ekki fara þá sömu
leið og fylgdarmaður hans valdi.
Hann leitaði sér því nýs vaðs neð-
ar i ánni og komst þar klakklaust
yfir, en fylgdarmaðurinn missti
allt af hestum sínum. Þegar hann
svo kom að vitja Odds, var hann
kominn yfir og nær þvi búinn að
bjarga öllu þvi er hinn hafði
misst.
Ég segi þessa sögu tii merkis
um útsjónar-eiginleika Odds og
dugnað. Engan skal þvi undra að
honum skyldi síðar vera falin
störf, sem við þurfti slika hæfi-
leika. Vann hann mörg sumur að
vitabyggingum viðs vegar um
landið, fyrst undir annarra stjórn,
en síðar sem stjórnandi. Stjórnaði
hann t.d. byggingum vitanna á
Glettinganesi, i Höskuldsey og
Selvogi. Einnig byggði hann vita-
varðarhúsið í Höskuldsey og lag-
færði ýmislegt er með þurfti.
Oddur hafði mikið yndi af tón-
list og söng. Lærði hann ungur að
leika á orgel og var um skeið
organisti i Prestbakkakirkju. Af
litlum efnum braust hann í þvi að
kaupa sér orgel, og reiddi það
sjálfur á hesti sinum yfir illfær
vötn og sanda til síns heima, svo
hann gæti þjónað þessu hugðar-
efni sinu.
Síðar i lífi sínu hafði Oddur það
til siðs að leika alltaf á orgel á
sunnudagsmorgnum og byrjaði
nær ætíð á sama sálminum:
Drottinn minn. gud. þú ert
bjarg mitt og borg.
brugðist þú getur mér eigi.
Þú ert mitt athvarf f sérhverri sorg,
sól min á harmanna vegi.
Frelsisins merki ég hef upp hátt,
hjálpin úr upphæóuni kemur brátt.
Ætla ég að þessi hafi einnig
verið einlæg trú hans.
Af öllum var Oddur vel liðinn
og engan hefi ég heyrt um hann
tala nema gott eitt, enda var hann
afar viðfelldinn maður og lagði
öðrum aldrei nema gott til og þeg-
ar hann sagði frá þvi er á dagana
hefði drifið, fengu hans samferða-
menn þá einkunn hjá honum að
vera harðduglegir afbragðsmenn.
Hinn 1. nóvember árið 1914
gekk Oddur að eiga eftirlifandi
konu sina, Kristínu Hreiðarsdótt-
ur, uppalda á Mariubakka í
Hörgslandshreppi.
Byrjuðu þau búskap að Keldu-
núpi á Siðu, en fluttust brátt það-
an, fyrst til Hafnarfjarðar þar
sem þau dvöldu i eitt ár, en siðan i
Garðinn þar sem þau bjuggu í 62
ár.
Þau Oddur og Kristin eignuðust
fjögur börn, sem öll eru á lifi.
Júlíus Guðjón og Sólveigu
Sigrúnu sem búsett eru í Garðin-
um, Jónínu Sóleyju búsetta í
Reykjavik og Ingimar sem búsett-
ur er i Linköping i Sviþjóð. Auk
þess ólu þau upp frá bernsku Ey-
jólf Gíslason, sem búsettur er i
Garðinum.
Eftir að þau hjón fluttust i
Garðinn stóð hugur Odds til sjó-
mennsku og útgerðar. Reri hann
aðallega á opnum skipum með
ýmsum ágætis mönnum, uns hann
eignaðist sjálfur skip er hann
gerði út af miklum dugnaði. Odd-
ur þótti á þessum vettvangi sem
öðrum afbragðs starfsmaður og
góður stjórnandi og í alla staði
áreiðanlegur og skyldurækinn.
Siðar þegar Oddur hætti sjó-
mennsku setti hann á stofn fisk-
verkun, sem hann rak fyrst einn,
eða þar til árið 1968 að hann bað
mig að gerast félagá sirin við
fyrirtækið. Fannst honum hann
ekki vera maður til að standa í
þessu einn, enda nær þvi 82 ára
að aldri. Þetta var okkur báðum
hagkvæmt og samstarfið ágætt.
Oddur missti mjög heyrn á síð-
ari árum ævi sinnar og háði það
honum nokkuð í samræðum og á
mannamótum, en hann bætti sér
það fyllilega upp með lestri góðra
bóka og blaða. Samt gat hann
notið útvarps og sjónvarps í góðu
tómi. Hann var mjög fróðleiksfús
og oft fannst mér bjartsýni hans
og áhugi á nýjungum, sérstaklega
á verklegu sviði nær undraverð-
ur.
Aldrei i okkar samstarfi hefur
borið skugga á, enda ekki við þvi
að búast frá öðrum eins ágætis
manni, hollráðum og hreinskilin-
um.
Þegar ég. nú kveð Odd Jónsson
vin minn hinstu kveðju vil ég
þakka honum félagsskapinn og
biðja almáttugan guð að blessa sál
þessa einlæga og góða vinar mins,
og eins vil ég biðja alföður að
styrkja og leiða hans eftirlifandi
eiginkonu og ættlið þeirra allan.
Sem lokaorð langar mig til að
hafa þessa visu, sem ég veit að
honum þótti mjög vænt um.
Sá er hörðum mundum má
marka æviferilinn.
minnisvarðann mesta á
meitlaðan á leustað sinn.
Jóhann Jónsson.
ívan H. Rasmusson
rennismíðameis tari
Nýlega er látinn hér i borg ívan
H. Rasmusson rennismiðameist-
ari. Hann var einn þeirra ágætu
manna, sem hingað komu frá
Danmörku á öðrum tug aldarinn-
ar. ívan var sænskur að uppruna.
Foreldrar hans voru hjónin Betty
og Carl Emil Rasmusson, ættuð
frá Sviþjóð.
Forstjóri H/F Hamars var i
upphafi O. Malmberg en hann
veitti fyrirtækinu forstöðu þar til
Benedikt Gröndal verkfræðingur
tók þar við i byrjun þriðja ára-
tugsins.
Móðir ívans var systir frú Jó-
hönnú, konu O. Malmbergs for-
stjóra. Að tilhlutan Malmbergs
hjónanna kemur ívan hingað til
islands 2. febrúar 1921 og byrjar
þá nám í Hamri. iyan varð fljótt
góður íslendingur, þó hann héldi
tryggð við fólk sitt og uppruna,
enda skapfastur og drengur góð-
ur.
Ég, sem þessar linur rita, byrj-
aði nám í Hamri árið 1930. Þá er
ívan orðinn aðstoðarverkstjóri á
renníverkstæði fyrirtækisins.
Honum hafði sótzt vel námið og
traustleiki hans og meðfæddir
hæfileikar veittu honum brautar-
gengi. A þessum árum starfa í
Hamri margir erlendir menn,
flestir danskir, en þó aðrir
Norðurlandabúar. Það var lær-
dómsríkt að kynnast þessum
mönnum. Flestir höfðu þeir hald-
góða þekkingu á iðn sinni, og allir
höfðu þeir það sameiginiegt að
vera góðir tslendingar, þó þeir
væru trúir uppruna sinum innan
þess ramma, sem samrýmdist vel
hérlendri búsetu þeirra.
Ivan giftist eftirlifandi konu
sinni, Ölínu Bjarnadóttur frá
Þingeyri, 14. janúar 1928. Hjóna-
band þeirra varð farsælt og áttu
þau saman gott heimili, sem þau
hlúðu að og mótuðu með mikilli
prýði. Þeim fæddust tveir dreng-
ir, Werner, apótekari í Ingólfs-
apóteki, og Carl, flugvélavirki.
Framhald á bls. 23
— Ræða Matthíasar
Framhald af bls. 14.
Heilsugæzla
Eitt helzta nýmæli laga um
heilbirgðisþjónustu, sem gildi
tóku hinn 1. janúar 1974, var
það að landinu öllu var skipt i
27 heilsugæzluumdæmi. Innan
þessara umdæma eru 40 starfs-
svæði, þar af utan Reykjavíkur
39 starfssvæði þar sem gert er
ráð fyrir 13 heilsugæzlustöðv-
um þar sem starfar einn læknir
og 26 heilsugæzlustöðvum þar
sem starfa tveir læknar hið
minnsta.
Á Reykjavíkursvæðinu er
gert ráð fyrir 9 heilsugæzlu-
stöðvum samkvæmt áætlun sem
borgarstjórn Reykjavikur hef-
ur gert.
í iögunum er skilgreind sú
þjónusta, sem heilsugæzlu-
stöðvar eiga að veita en hú er í
aðalatriðum þessi:
1. Almenn læknisþjónusta,vakt-
þjónusta og vitjanir til sjúkl-
inga.
2. Lækningarannsóknir.
3. Sérfræðileg læknisþjónusta
og tannlækningar.
4. Heilsuvernd,og er undir þess-
um þætti taldar upp 12
heilsuverndargreinar og
skipa þar að sjálfsögðu fyrsta
sess mæðravernd og ung-
barnavernd en einnig má
minna á ýmiss konar aðra
sjúkdómavernd svo sem
berkla-, kynsjúkdóma- og geð-
vernd og ýmiss konar eftirlit
svo sem skóla-, iþrótta- og at-
vinnusjúkdómaeftirlit. Þá má
einnig geta þess að undir
þennan þátt koma félagsráð-
gjöf, hópskoðanir og skipuleg
sjúkdómaleit. Ráðherra er
heimilt að kveða á um aðrar
heilsuverndargreinar svo og
að heilbirgðiseftirlit sé i
heilsugæzlustöðvum.
Það er eðlilegt að nokkurn
tíma hafi tekið að koma i kring
þeim unfangsmiklu breyting-
um, sem heilsugæzlukafli laga
um heilbrigðisþjónustu gerir
ráð fyrir. 1 byrjun skorti sér-
fræðilegan mannafla til þess-
ara starfa i ráðuneytinu og ger-
ir það raunar enn, en þó hefur
farið fram á vegum heilbirgðis-
og tryggingamálaráðuneytisins
allmikil könnun á húsnæðis-og
mannaflaþörf heilsugæzlunnar
og verið gerðar tillögur um
stöðlun heilsugæzlustöðva. I
þessu sambandi vil ég minna á
rit heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins nr. 1/1976
Leiðbeiningar um hönnun heil-
brigðisstofnana.
I þeim álitsgerðum, sem frá
ráðuneytinu hafa komið, þá er
gert ráð fyrir því að þar sem
einn læknir starfar ásamt
starfsliði, þurfi húsnæði að
vera 360—400 fm en þar sem
tveir iæknar eru ásamt starfs-
liði, 460—500 fm. Þá hefur ver-
ið gert ráð fyrir því að þar sem
læknir hefur móttöku með
vissu millibili utan heilsu-
gæzlustöðva, en hjúkrunar-
fræðingur eða ljósmóðir hefur
starfsaðstöðu að jafnaði, þá
þurfi húsnæði að vera 100—110
fm.
Það hefur enn ekki verið
hönnuð heilsugæzlustöð fyrir
fjölbýlisstaði, en nú er ein slík
heilsugæzlustöð i hönnun í
Breiðholti og önnur á Seltjarn-
arnesi og má gera ráð fyrir að
fyrir 10—12000 manna þjón-
ustusvæði þurfi heilsugæzlu-
stöð að vera 900—1200 fm., eft-
ir því hve starfsemin i stöðinni
er umfangsmikil.
Af þessum tölum má sjá að
kostnaður við uppbyggingu
heilsugæzlustöðvakerfisins i
dreifbýlinu verður hlutfalls-
lega mikill miðað við þéttbýlið
þar sem mun betri nýting hús-
næðis hlýtur að fást.
Að sjálfsögðu var þingmönn-
um þetta ljóst þegar lög um
heilbrigðisþjónustu voru sam-
þykkt og þvi var sett inn i lögin
ákvæði þess efnis að þau um-
dæmi þar sem erfitt er að halda
uppi heilsugæzlu skyldu hafa
forgang um byggingu heilsu-
gæzlustöðva.
Ef litið er á, hvernig gengið
hefur að byggja upp heilsu-
gæzlustöðvakerfið í landinu,
kemur í ljós að um siðastliðin
áramót var staðan þannig:
1 Utan
Reykja- Reykja-
vík víkur
1. fm fm
1 byggingu 800 8168
I hönnun 1200 860
I frumathugun 900 820
Áætluð viðbótarþörf
þar sem fé hefur
enn ekki verið
veitt á fjárlögum 4500 8160
7400 18008
eða samtals á landinu öllu
25.400 f m.
Þessi upptalning sýnir að
dreifbýlið hefur haft þann for-
gang, sem lög um heilbrigðis-
þjónustu gerðu ráð fyrir. Samt
er það svo að enn er meira
óbyggt utan Reykjavíkur en í
Reykjavik af þvi sem lögin gera
ráð fyrir að framkvæmt verði
og er það að sjálfsögðu eðlilegt
miðað við það sem áður var sagt
um þörf dreifbýlisins og betri
nýtingu húsnæðis á þéttbýlis-
svæðum.
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið hefur gert
áætlun um fjölda starfsliðs í
heilsugæzlustöðvum. Að jafn-
aði er miðað við að á hvern
lækni komi 1500—2000 íbúar í
þéttbýli en I dreifbýli lækkar
þetta hlutfall verulega þar sem
ferðalög og vaktaálag er mikið
og getur þá farið allt niður í
6—700 ibúa á lækni. I Reykja-
vik og tilsvarandi þéttbýlis-
kjörnum er gert ráð fyrir
2000—2500 ibúa á hvern lækni
Aætlaður fjöldi hjúkrunar-
fræðinga hefur verið miðaður
við það verkefni, sem heilsu-
gæzlustöðvum er ætlað að sinna
og við þá reynslu, sem hefur
fengizt af starfi hjúkrunar-
fræðinga á heilsugæzlustöðv-
um.
Um síðastliðin áramót voru
65 stöðuheimildir fyrir heildu-
gæzlulækna, 28 stöðuheimildir
fyrir hjúkrunarfræðinga og 10
stöðuheimildir fyrir ljósmæður
og voru allir þessir starfsmenn
i fullu starfi um síðastliðin ára-
mót.
A fjárlögum ársins 1977 eru 4
nýjar stöðuheimildir fyrir
heilsugæzlulækna og 10 nýjar
stöðuheimildir fyrir hjúkrunar-
fræðinga.
Þegar þær breytingar hafa
gengið fram sem heilsugæzlu-
ákvæði laga um heilbrigðis-
þjónustu gera ráð fyrir, þá þarf
enn að bæta við starfsmönnum
i heilbrigðisþjónustuna og nið-
urstöður kannana ráðuneytis
benda á, að alls þurfi að bæta
við um 70 læknum í fullt starf
og 70—80 hjúkrunarfræðing-
um í fullt starf eða samtais um
150 manns. Þess ber þó að geta
að hér er aðeins að nokkru leyti
um beina aukningu að ræða, en
miklu meira er um að ræða
tilfærslu lækna, sem nú stunda
heimilislæknisstörf og lækna
og hjúkrunarfræðinga, sem
starfa á heilsuverndarstöðvum,
til heilsugæziunnar. Þannig er
gert ráð fyrir að af þeim 70
læknum, sem þarf að bæta við,
séu nú 50—55 í starfi og nýiið-
um þurfi þar að vera 15—20
læknar. Einnig er gert ráð fyrir
að um 25—30 hjúkrunarfræð-
ingar séu þegar í starfi, þannig
að nýliðun þar þarf að vera um
40 hjúkrunarfræðingar.
Þessi upptalning sýnir að síð-
an lög um heilbrigðisþjónustu
tóku gildi hefur orðið mjög
veruleg aukning á starfsliði i
heilsugæzlu. Læknafjöldi var
áður bundinn við héruð og voru
læknaheimildir 55. Þá voru að-
eins örfáar heimildir fyrir
hjúkrunarfræðinga i heilsu-
gæzlu og engar fyrir ljósmæð-
ur. Þannig hefur á þessum ár-
um síðan lögin voru sett verið
markvisst stefnt að því að auka
þjónustu í heilsugæzlu utan
sjúkrahúsa eins og lögin gera
ráð fyrir, enda þótt þessar
breytingar hafi ekki gengið
fram með þeim hraða, sem heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra hefur lagt til, en sem
komið er.
Ekki verður skilið svo við
heilsugæzlumálin að ekki sé
minnzt á íbúðarhúsnæði starfs-
liðs i heilbrigðisþjönustunni,
því i lögum um heilbrigðisþjón-
ustu er gert ráð fyrir þvi að
ibúðarhúsnæði lækna, hjúkrun-
arfræðinga og ljósmæðra, skuli
teljast hluti heilsugæzlustöðva
utan Stór-Reykjavikursvæðis
og Akureyrar.
A siðastliðnu hausti voru 59
ibúðir i notkun, 46 fyrir lækna
og 13 fyrir hjúkrunarfræðinga
og ljósmæður. I Jiönnun og
byggingu voru þá 4 ibúðir og
ein að komast i gagnið eða sam-
tals 64 íbúðir.
I samræmi við það ibúðarhús-
næði, sem nú er til ráðstöfunar,
fjölda lækna og hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra í starfi, og
þegar litið er á þá áætlun um
aukinn fjölda opinberra starfs-
manna i heilsugæzlu, sem fyrr
var rædd, verður heildarfjöldi
þeirra íbúða sem þarf að bæta
við tæplega 90 eða rúmlega 30
fyrir lækna og tæplega 60 fyrir
hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæður.
Fjármálaráðherra og heil-
brigðis- og tryggingaráðherra
hafa komið sér saman um að
stærð læknisbústaða skuli ekki
fara yfir 200 fm. og ibúðir
hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra séu um 120 fm og sé
þetta lagt til grundvallar, þá
skortir um 13000 fm íbúðarhús-
næði fyrir starfslið i heilsu-
gæzlu þegar lög um heilbrigðis-
þjónustu eru að fullu komin til
framkvæmda.