Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977
Sigurður Jónasson
múrari—Minning
í gær var til moldar borinn
vinur minn Sigurður Jönasson,
múrari, Lindarbraut 6 á Seltjarn-
arnesi. Hann lézt á Landspítalan-
um 29. ágúst siðastliðinn í blóma
lífsins, aðeins 49 ára að aldri, eftir
erfiða en hetjulega baráttu við
þann sjúkdöm, sem að lokum
hafði yfirhöndina.
Fyrir rúmu ári, eða nánar til-
tekið 12. mái, 1976, var hann gest-
ur minn ásamt fleirum nánustu
vinum minum í Orlofsheimili
Múrarafélags Reykjavikur i Önd-
verðanesi, til þess að samgleðjast
mér á 40 ára afmæli mínu, en
hann var þá við múrhúðun á
sundlaug staðarins ásamt vinnu-
félaga sínum. Hann varð að yfir-
gefa það samkvæmi vegna las-
leika, sem var upphaf þeirrar erf-
iðu sjúkdómsbaráttu, sem hann
háði þar til yfir lauk.
Sigurður heitnum kynntist ég
fyrst árið 1963, en það ár gerðist
hann félagi í Múrarafélagi
Reykjavíkur að iðnnámi loknu.
Það var strax áberandi hversu
mikinn og frjöan áhuga hann
hafði á félagsmálum almennt, en
var þó sérstaklega áhugasamur
um velferð stéttar sinnar.
Hann var fljótlega kjörinn til
trúnaðarstarfa fyrir félag sitt.
Átti hann meðal annars sæti í
trúnaðarmannaráði Múrarafélags
Reykjavíkur í 2 ár. I stjörn þess
var hann kjörinn sem gjaldkeri
styrktarsjóðs og gegndi hann þvi
starfi í 6 ár. Er öhætt að segja að
þar var réttur maður á réttum
stað. Hann var einn af frumkvöðl-
um að stofnun Múrarasambands
Islands árið 1973 .og var kjörinn
fulltrúí Múrarafélags Reykjavík-
ur á stofnþing þess það ár. í
stjórn húsfélagsins að Freyjugötu
27 átti hann sæti um árabil, og í
úthlutunarnefnd atvinnuleysis-
bóta frá 1971 til dauðadags. Mörg-
um öðrum mikilvægum trúnaðar-
störfum gegndi hann fyrir félag
sitt af eljusemi og dugnaði, sem
ég mun þó ekki tíunda hér frekar.
Fyrir drengdkaparsakir átti
Sigurður auðvelt með að vinna
trúnað annarra, því að þar fór
maður, sem allir fundu að hægt
var að treysta og allra vanda vildi
hann leysa, ef mögulegt var.
Hann var ákveðinn í skoðunum og
þéttur i lund og ódeigur baráttu-
maður, þó svo að á móti blési. Eru
mér i fersku minni margir samn-
ingafundir, sem við sátum saman
fyrir hönd félags okkar og hversu
uppörfandi, tillögúgóður og örag-
ur Sigurður var þá alltaf.
Margar samverustundir áttum
við Sigurður saman, og er mér þö
minnisstæðust kynnisferð sú, sem
við fórum saman árið 1969 til
Þýzkalands og Danmerkur til þess
að kynna okkur meðferð litarefna
í steinsteypu. Við vorum báðir lítt
fjáðir og kynntist ég þar vel ráð-
deild og fórnfýsi Sigurðar, því
hugurinn var alltaf heima hjá
fjölskyldunni og með hverjum
hætti hann gæti glatt þau sem
mest, þegar heim kæmi.
Eftir þessa ferð unnum við lítil-
lega saman að iðn okkar og kynnt-
ist ég þá fagmanninum Sigurði
Jönassyni. Hann var þar sjálfum
sér samkvæmur, kröfuharður,
ekki sízt við sjálfan sig og átti
þann metnað að skila miklu og
góðu verki.
Þegar ég, með þessum fátæk-
legu orðum, kveð nú Sigurð, vin
minn, er mér efst i huga þakklæti
fyrir að fá að kynnast og vinna
með slíkum afbragðsmanni og
göðum félaga, sem hann var. Er
nú höggvið stórt skarð þar sem
hann er nú á brott, en minningin
um góðan dreng mun lifa í hugum
okkur félaga hans.
Guð gefi eiginkonu hans, Svein-
björgu Helgadóttur, og börnum
þeirra styrk við fráfall elskaðs
eiginmanns og föður og votta ég
þeim innilega samúð okkar hjón-
anna við þennan mikla missi.
Blessuð sé minning hans.
Kristján E. Haraldsson.
Ailt hefðarstand er
mótuð mynt
en maðurinn gullið
þrátt fyr allt.“
Burns — Stgr. Th.
Þegar ég kvaddi Sigurð Jónas-
son tæpum fjórum sólarhringum
fyrir lát hans var brosið jafnein-
lægt og fölskvalaust og er við
hlupum um plön og stíga á Siglu-
firði fyrir tugum ára; ljóminn í
augunum var enn jafnhlýr; birtan
og heiðríkjan yfir svip hans sú
sama og fyrrum. Hann hafði
þjáðst mikið. En þjáningarnar
höfðu ekki megnað að brjóta and-
legan þrótt haas. Það var eins og
þeir eiginleikar, sem einkenndu
hann frá barnæsku, hefðu skýrzt i
eldi þrautanna. Gullið eitt var eft-
ir.
Sigurður Jónasson var fæddur
á Siglufirði 2. mars 1928. Foreldr-
ar hans voru hjónin Guðrún
Sigurjónsdóttir og Jónas Guð-
mundsson trésmiðameistari, ein-
stakt dugnaðar- og ágætisfólk.
Jónas er látinn fyrir allmörgum
árum en Guðrún lifir son sinn þar
sem hún dvelst aldurhnigin á Elli-
deild Sjúkrahúss Siglufjarðar.
Æskuheimili Sigurðar gleymist
seint þeim er þvi kynntust. Það
var ekki einungis hlýtt athvarf
Sigurði og systkinum hans heldur
og eftirsóttur dvalarstaður vina
þeirra og frænda. Systkinin voru
þrjú: Haukur, húsgagnabólstrari
og kaupmaður á Siglufirði,
kvæntur Rósu Magnúsdóttur; Sig-
urður sem hér er um ritað; og
Ásdís, húsmóðir í Reykjavík, gift
Birgi J. Jóhannssyni tannlækni.
Sigurður var ekki gamall að ár-
um er dugnaður hans, kjarkur og
þrautseigja komu í ljós. Ungur
dvaldist hann í sveit á sumrum og
reyndist enginn liðléttingur þó að
ekki væri aldrinum fyrir að fara.
Síðar kölluðu annir heimbyggðar
að. Hann nam bakaraiðn á Siglu-
firði og síðan kökugerðarlist í
Kaupmannahöfn. A fertugsaldri
sagði hann skilið við brauðgerð-
ina og hóf að nema múraraiðn í
Reykjavík en þar hafði hann þá
átt heima um skeið. Átti hann þó
fyrir allstórri fjölskyldu að sjá er
þar var komið þvi að 5. desember
1953 kvæntist hann Sveinbjörgu
Helgadóttur frá Isafirði Finn-
bogasonar. Þeim hjónum varð
fjögurra barna auðið. Þau eru:
Þörunn, f. 14. jan. 1954, stúdent;
Helgi Jónas, f. 20. júli 1956, iðn-
nemi; Guðrún Lovísa, f. 16. júni
1958, menntaskólanemi; og Sigur-
rós f. 22. des. 1959, menntaskóla-
nemi.
Sigurður Jónasson var óvenju
heilsteyptur maður. Ef lýsa ætti
honum i sem stytztu máli koma
mér þrjú orð i hug: sannleiksást,
heiðarleiki, trúmennska. Hræsni
og yfirdrepsskapur voru eitur i
hans beinum. Um hann gat eng-
inn sagt að honum þætti „hægra
um vik að heita en vera maður".
Enginn gat fengið hann til að
„vikja af götu sannleikans“. En
hreinskilni hans var aldrei ill-
kvittni blandin. Hann gladdist ef
öðrum vegnaði vel, var vinur, sem
treysta mátti, ef á bjátaði. Þær
meinsemdir, sem öfund nefnast
og illgirni, fengu aldrei búið um
sig í hugskoti hans. Við vorum að
vísu þau hamingjubörn að eiga
bernskudaga okkar í skjóli þess
góða fólks sem þá byggði Siglu-
fjörð. En svo heil var skapgerð
Sigurðar að það hefði að líkindum
engin áhrif haft á jákvætt lífsvið-
horf hans og bjartsýni þó að hann
hefði alizt upp i óhollara um-
hverfi.
Tvennt fékk Sigurður Jónasson
aldrei tamið sér: Að skara eld að
eigin köku og að gefast upp. Störf
hans fyrir Múrarafélag Reykja-
víkur bera fyrri fullyrðingunni
ljósast vitni og manndómur hans í
baráttunni við Níðhögg þann, er
lagði hann að velli, hinni síðari. I
orrustunni við það ofurefli stóð
hann þó ekki einn. Hann var mjög
vel kvæntur. Eiginkonan var jafn-
an við hlið hans og honum styrk-
ust stoð er mest á reyndi.
Og við hinztu skil þyrpast minn-
ingarnar að:
Nokkrir drengir að taka upp
sand utan við gamla flóðgarðinn á
Siglufirði. Hrúgurnar eru sel-
fluttar upp á garðinn. Þar taka
bilstjórar við og gjalda fyrir vör-
una. Það er nauðsynlegt að hafa
hraðan á svo að aðfallið gleypi
ekki dýrmætt efnið. Hrúgan hans
Sigga er stærst. Drekkhlaðnir bát-
ar eru á leið inn fjörðinn. Fjöllin
bergmála mótorskellina. Þara-
fnykur blandast þeirri angan sem
sumir aðkomumenn kalla pen-
ingalykt. Sól er að ganga til viðar
bak við Hafnarfjall. En smáar
hendur láta ekki deigan siga g
Siggi hjálpar þeim yngri og past-
ursminni að bjarga feng sinum
undan flóðinu.
Árla morguns er siglt fyrir
Stráka og Almenningsnöf á litilli
trillu. Vorsól á bárum. Ég er ný-
græðingur í sveitamennskunni en
+
Móðir okkar
INGIGERÐUR Á. EYJÓLFSDÓTTIR,
Tjarnargötu 45,
lést í Borgarspítalanum 9 þessa mánaðar
Guðrún Jacobsen, Lárus G. Lúðviksson,
Sigurður H. Lúðvíksson.
t
Maðurmn minn.
er látinn.
EIRÍKUR BJARNASON
frá Eskifirði
Sporðagrunni 1.
Etsa Figved
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
JUNÍUS EINARSSON
frá ísafirði,
Hjallavegi 60.
sem andaðist 30 ágúst sl verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 1 2 september kl 13 30
Guðríður Guðmundsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Vinur minrt
SVEINN HELGASON
áður Langholtsveg 25
verður jarðsunginn að Borg á Mýrum í dag laugardaginn 10 septem-
ber kl. 14:00
Brynjólfur Einarsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför.
GUÐRÚNAR Þ. SVEINSDÓTTUR.
Eyhildarholti.
Eiginmaður. börn tengdaböm og bamabörn.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ODDS JÓNSSONAR.
Presthúsum, Garði,
fer fram frá Útskálakirkju i dag laugardaginn 10 september kl 14 00
Kristin Hreiðarsdóttir,
Július Oddsson, Margrét Jónsdóttir.
Sigrún Oddsdóttir. Hjálmar Magnússon,
Sóley Oddsdóttir. Björn Kjartansson,
Ingimar Oddsson, Anna Stina Oddsson,
Eyjólfur Gislason, Helga Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins
og föður
GUÐMUNDAR INGIMUNDARSONAR
húsasmiðameistara
Háaleitisbraut 37.
Jóhanna Þórðardóttir
Sigurður Guðmundsson.
Siggi Jónasar segir sögur alla leið-
ina. Skrýtnir karlar og kostulegar
kerlingar dansa fyrir hugskots-
sjónum okkar. Frásagnargleði og
næmt skopskyn teygja okkur inn
fyrir landamæri þjóðsögu og æv-
intýris. Og þó er þetta aðeins níu
ára kaupstaðarsnáði að segja
félögum sínum frá furðum þeim
sem fyrir hann hefur borið eitt
sumar í norðlenzkri sveit.
Siglfirzkt vetrarkvöld, kyrrt og
stjörnubjart. Eftir langa göngu-
ferð milli hvítra fjalla er sezt að
tafli og spilum í stofunni heima
hjá Sigga Jónasar.
Hráslagalegur nóvembermorg-
unn í Kaupmannahöfn. Við mæt-
umst af tilviljun á Ráðhústorgi,
setjumst inn i hlýjuna í einu
vertshúsinu og innan stundar
bregða frásagnir Sigga ljóma og
lifi yfir minningar um fjörðinn
okkar góða.
Og enn mætti lengi telja.
Svo er þá allt i einu komið að
endadægri. Á bezta aldri er Sig-
urður Jónasson brott kvaddur.
Aldrei framar mætum við honum
á förnum vegi. Aldrei framar
hlýðum við á frásagnir, yljaðar
þeirri skopvísi sem honum var i
brjóst lagin. Aldrei framar lítum
við brosið hans falslausa. Við
stöndum fátækari eftir. Og er við
hjónin vottum ástvinum hans
samúð minnumst við þess hversu
vel honum tókst að lifa, hversu
sannur maður hann var og hvern-
ig hann hélt stórbrotinni reisn
sinni í þrautum allt að banastund.
En er þá öllu lokið? Höfum við
kvatt Sigurð hinztu kveðju? Er
ástæða til víls og vonleysis? Sig-
urður Jónasson var maður starfs
og vongleði. Ég hygg honum væri
að skapi að á útfarardegi hans
tækjum við undir með skáldinu
frá Fagraskógi:
„Því getum við fagnað lífi
á deyjanda degi
að dýrðinni miklu stafar
um himinskaut."
Ólafur Haukur Arnason
Kveðja:
Þóra
Baldurs-
dóttir
F. 22. júlí 1962.
D. 28. ágúst, 1977.
Þann 8. september 1977 var til
moldar borin hin ástrfka vinkona
okkar Þóra Baldursdóttir.
Það kom eins og reiðarslag er
við fréttum að Þóra hefði látizt af
fsii
slysförum suður á Spáni 28. fyrra
mán., en þangað fór hún með fjöl-
skyldu sinni hress og kát eins og
endranær og engum okkar datt í
hug að svona hörmulega mundi
Spánarferðin enda. Nú er stórt
skarð í vinahópi okkar og vitum
við öll að það muni seint gróa. Því
vottum við foreldrum Þóru og að-
standendum dýpstu samúð okkar
allra.
Vinir.