Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 31 Sæmundur Friðriksson framkvstj. — Minning Fæddur 28. júní 1905. Dáinn 30. ágúst 1977. Nú er rösklega 41 ár liðiö síðan fundum okkar Sæmundar Frið- rikssonar fyrst bar saman. Það var heima i Efri-Hölum. Kona mín og ég, sem þá vorum reyndar ekki orðin hjón, komum þangað í heimsókn. Öþarft er að minnast á gestrisnina. Friðrik bóndi var ekki heima, en þetta var siðasta árið, sem hann lifði, svo að Guð- rún, Sæmundur og Guðbjörg tóku á móti okkur, öll mér áður ókunn. En þau tóku mér, eins og við hefðum þekkst frá barnæsku. Sið- an hef ég oft fundið, að bönd þau, sem bundu Sæmund átthögum, hafa aldrei rofnað, en í raun réttri alltaf verið að styrkjast á þeim áratugum, sem síðan eru liðnir. Fám árum síðar, haustið 1939 kynntumst við Sæmundur sem ferðafélagar. Hann var trúnaðar- maður Búnaðarfélags Islands i Norður-Þingeyjarsýslu, en því starfi gegndi hann frá 1932— 1945, mældi jarðarbætur þar og var að öðru leyti bændum til leiðbeiningar. Eg slóst í för með honum mér til fróðleiks og skemmtunar um Siéttu, Þistil- fjörð og Langanes. Ferðin tók um það bil hálfa aðra viku. Veðrið var dásamlegt, sumarið og haustið það langbezta, sem komið hefur á þessari öld, hitamóða yfir heiðum i og fjöllum eins og í Suðurlöndum ! alla tíð nema tvo daga, sem við j fórum um Langanes. Þar var þá þoka, en þó logn og blíðviðri. Þetta voru yndislegir dagar. Ló- urnar voru farnar að hópa sig í móunum, sem voru orðnir litverp- ir. Að öðru leyti minnti veðurblíð- an á fagurt vor. Hvarvetna var okkur tekið sem höfðingjum, og naut ég auðvitað Sæmundar, sem var gagnkunnugur á hverjum bæ, en ég hafði hvergi áður komið, nema á nokkra bæi í Þistilfirði meir en hálfum öðrum áratug áð- ur. Við fórum oftast nær hægt, enda var hestunum þungt um í hitanum, en þetta var meðan hest- urinn var þarfasti þjónninn i mörgum sveitum landsins. Þegar leið okkar lá við sjó eða fram hja árhyl, fengum við okkur sund- sprett til svölunar. Víðast hvar komum við inn á bæjunum, enda átti Sæmundur erindum að gegna við mælingar og fleira, drukkum kaffi, borðuðum eða gistum og gáfum okkur góðan tíma til skrafs og ráðageða, eins og hverjum þóknaðist. Búnaðarráðunautur- inn trúði mér fyrir þvi, að æðsta boðorð sitt á ferðum sem þessari væri að flýta sér hægt. Og þó sóttist erindið furðu vel. Annað trúnaðarstarf, sem Sæ- mundur Friðriksson gegndi á yngri árum, var kjötmat. Hann var ýfirkjötmatsmaður á Norð- austur- og Austurlandi árin 1933— 47. Því starfi hans kynntist ég ekki beinlínis, en ekki er að efa, að hann gegndi þvi af sömu samvizkuseminni og trúnaðar- starfinu í þágu Búnaðarfélagsins. Geta má þess, að ég var staddur á Akureyri eitt haustið, sem hann annaðist það. Þá var þar haldið námskeið fyrir fláningsmenn í sláturhúsum, og hafði Sæmundur umsjón með því. Af umgengni hans við námskeiðsmenn og sam- vinnu við þá varð ég þess áþreif- anlega var, að hann sá um það starf af sömu kostgæfni og trún- mennsku sem hann fékkst við mælingu jarðarbóta og leiðbein- ingar bændunum til handa í um- dæmi sínu. Smám saman fjarlægðist Sæ- mundur átthagana meir og meir. Lágu til þess góð og gild rök. Á 4. tug þessarar aldar herjaði mæði- veikin og fleiri sjúkdómar á sauð- fé bænda, svo að það hrundi nið- ur, eins og mörgum er minnis- stætt. Heil héruð gereyddust af fé eða því sem næst. Girðingar varð að setja upp, svo að kindur ekki færu milli sýktra og heilbrigðra svæða. Stofnað var embætti fram- kvæmdastjóra mæðiveikivarna. Fyrstur gegndi þvi Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri jafnhliða sinu aðalstarfi frá vorinu 1937, en eigi var honum auðið að gegna þvi með skógræktarstjórastarfinu til langframa. Fór svo, að ráðinn var annar maður til að gegna þvi, og varð Sæmundur Friðriksson fyrir valinu, enda fór saman þjálfun hans við skyld trúnaðarstörf, sem hann áður hafði gegnt og að góð- um notum kom, frábær reglu- semi, dugnaður, festa og hygg- indi, sem hann var gæddur. Þetta starf annaðist Sæmundur siðan um áratugi frá 1941, ásamt fram- kvæmdastjórastarfi við Stéttar- samband bænda frá 1947, meðan heilsa og kraftar entust. Einnig var hann framkvæmdastjóri bið byggingu Bændahallar frá 1946 og siðan. Munu þeir, sem þessum störfum Sæmundar eru margfalt kunnugri en ég, lýsa þeim. En enginn efi er á því, að hann vann að minnsta kosti tveggja manna verk við þau störf, svo að ekki sé meira sagt. Sæmundur Friðriksson fæddist að Efri-Hólum i Presthólahreppi 28. júní 1905, og voru foreldrar hans Friðrik Sæmundsson bóndi þar og Guðrún Halldórsdóttir ljós- móðir, kona hans. Sæmundur varð búfræðingur frá Hvanneyri 1925 og stundaði framhaldsnám i verklegum greinum við Dalum Landbrugsskole i Danmörku 1928. Um þriggja mánaða skeið dvaldist hann i Liverpool og London veturinn 1936, til að kynnast verkun og frágangi freð- kjöts, sem selt er á brezkan mark- að. Hann var bóndi i Efri-Hólum röskan áratug, 1931 —1941. Hinn 18. september 1930 kvænt- ist Sæmundur og gekk að eiga Guðbjörgu Jónsdóttur, Ingimund- arsonar, frá Brekku í Núpasveit, en missti hana 30. apríl 1949 eftir langa og erfiða vanheilsu. Varð hún að dveljast á sjúkrahúsum sunnan lands og norðan Iangtím- um saman. Reit Gísli Guðmunds- son alþingismaður um hana frá- bæra grein í Tímann, þegar hún andaðist. En Sæmundur skrifaði mágkonu sinni andlát systur hennar til írlands — við dvöld- umst þar þá — og lét í ljós, að hann hefði ekki mikinn áhuga á lífinu um sinn, nú öfundaði hann fjárhirðinn, sem gætti hjarðar í haga — og mun hafa orðið hugsað til búskaparára sinna í Efri- Hólum, á meðan Guðbjörg enn var lífs og allt lék í lyndi. Ekki tjóaði þó að gefast upp, hverfa frá því hlutverki, sem hann hafði tekizt á hendur: björg- un íslenzks búfjár úr bráðum voða, enda mun vanheilsa Guð- bjargar meðal annars hafa leitt til þess, að Sæmundur lét af búskap og fluttist frá Efri-Hólum, en allt- af saknaði hann æskustöðvanna og þráði þær eins og pilagrimur helgistað. Ef til vill var samt eng- inn annar maður eins fær um að leysa þetta hlutverk og hann í þágu þess fólks, er hann taldi sig öðru fremur vera fulltrúa fyrir — og þjóðarinnar í heild. Guðbjörg var fögur kona og fá- gætum yndisþokka gædd. Tónlist- argáfan var henni ríkulega i blóð borin. eins og hún átti kyn til. Þvi til sönnunar má nefna, að Þor- björg móðir hennar var mjög söngvin og nam orgelleik hjá Brynjólfi Þorlákssyni í Reykjavík aldamótaárið og var síðan um ára- bil organisti hjá bróður sínum, séra Arna Jóhannessyni i Greni- vik, föður Ingimundar söngstjóra á Akureyri. En heilsuleysi Guð- bjargar leyfði ekki, að hún stund- aði þá list, eins og hugurinn þráði. Sæmundur var mikill þrek- og reglumaður, unz heilsan bilaði fyrir röskum tveim árum. Hann kunni flestum mönnum betur að stilla skap sitt, enda mun það hafa komið sér vel, svo vandasömum trúnaðarstörfum sem hann gegndi um dagana. Hann var far- sælum skipulagsgáfum gæddur og heiðarleikinn frábær. Kimni hans var næm, og hann hafði gam- an af þvi, sem broslegt var í fari náungans. Glettni hans var aðeins gamansöm, en aldrei grá. Liktist Dagbjört Einarsdótt- ir — Minningarorð hann að þessu leyti og öðru föður sinum, sem hann lýsir ágæta vel í grein, er birtist i bókinni Faðir minn, bóndinn, sem út kom fyrir tveim árum. Þar er líka glögg lýsing á móður hans og hennar mikilvæga húsfreyjuhlutverki. Þakklæti mitt og konu minnar fylgir þér, Sæmundur Friðriks- son, þegar þú flytur búferlum, þökk fyrir löng og góð kynni, sem engan skugga bar nokkurn tíma á. Þú varst alltaf góður gestur, þeg- ar þú komst, og manna skemmti- legastur heim að sækja, mikið ljúfmenni, trygglyndur og trúr. Guðbjörg og Sæmundur eignuð- ust tvær dætur: Jónu, sem er gift Ragnari Daníelssyni, eiga þau þrjú efnileg börn, og Guðrúnu Agústu, sem er ógift, en hefur séð um heimili föður síns af mikilli alúð og dugnaði um langt árabil. Öllum votta ég þeim innilega sam- úð mfna, svo og eftirlifandi syst- kinum hans og öðrum vanda- mönnum. Búnaðarfélagi íslands óska ég þess, að það beri gæfu til að eign- ast marga slíka starfsmenn sem Sæmund Friðriksson, enda kunni það að meta vinnubrögð hans og sýndi honum þann sóma, sem það getur mestan sýnt: Gerði hann að heiðursfélaga sínum. Það er tákn þess, að hann sé einn af mestu velgerðamönnum islenzks land- búnaðar. Við kveðjum þig með söknuði, Sæmundur, líkt og þú værir að hafa bústaðaskipti. Ég man þig glaðastan, þegar við komum úr ferðinni góðu 1939 að hlýlega býl- inu við Hóiaheiði. Þar biðu þín vinir i varpa. Eins veit ég, að þér verður nú vel fagnað á hlaði þíns nýja heimkynnis. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Mín elskulega vinuona, Dag- björt, er látin. Þar fór mikil dánu- manneskja og sönn hetja í lífi og dauða. Örlögin leiddu okkur sam- an árið 1949 á Siglufirði. Við urð- um sambýliskonur þar, og það sambýli leiddi til vinskapar, sem aldrei dró skugga á. Ef ég tala of mikið um Dagbjörtu er ég hrædd um, að ég fari að tala um sjálfa mig, þvi að sambýlið var þannig, að fjölskyldur okkar voru sem ein fjölskylda. Synir okkar voru einn- ig sem bræður, bæði i skóla og leik. Dagbjört var sérlega hrein- skilin kona og kom ávallt til dyr- anna eins og hún var klædd. Hún brosti ekki framan í neinn, nema hugur fylgdi niáli, og það er meira en hægt er að segja um alla. En þannig var hún, hrein og bein. Dagbjört var góðum gáfum gædd. Öll störf, sem hún tók að sér, leysti hún af hendi nteð stakri prýði, svo að ekki var blettur né hrukka á. Hún var umboðsjnaður Happdrættis Háskóla íslands á Siglufirði, og i því starfi kom þessi eiginleiki glöggt fram. Dag- björt átti til góðra að telja. Hún fæddist á Akureyri 27. ágúst 1911, dóttir Einars Gunnarssonar, kon- súls þar, og konu hans, Marenar Vigfúsdóttur (verts). Hún kvænt- ist eftirlifandi eiginmanni sinum árið 1937, indælum manni og góð- um dreng, Gústav Þórðarsyni frá Laugabóli við ísafjarðardjúp. Synir þeirra eru tveir, Sveinn og Einar. Ég samhryggist innilega þessum þrem drengjum hennar, tengdadætrum og sonadætrum. Þau þakka henni áreiðanlega fyr- ir samfylgdina og það geri ég sannarlega líka. Ég kveð mina elskulegu vinkonu og bið henni allrar blessunar. Hildur Svavarsdóttir. Nú, þegar leiðir okkar skilja, langar mig með fáeinum orðum að kveðja vinkonu mína, Dag- björtu Einarsdóttur, sem í dag er til moldar borin norður á Siglu- firði. Dagbjört fæddist á Akureyri 27/8 — 1911, og var dóttir Maren- ar Vigfúsdóttur og Einars Gunn- arssonar, sem var norskur konsúll þar. Leiðir okkar Dagbjartar lágu saman þegar við fluttumst til Siglufjarðar fyrir 35 árum síðan, en þá var Dagbjört búsett þar og gift eftirlifandi manni sinum Gústavi Þórðarsyni frá Laugar- bóli, sem þá var kaupmaður þar á staðnum. Við vorum saman í saumaklúbb og spilaklúbb til margra ára, og ófá eru þau skiftin sem við höfum skemmt okkur saman. Oft var Dagbjört fengin til að yrkja um okkur visur ef eitthvað sérstakt stóð til. Dagbjört var mesta dugnaðar- kona sem þau bezt vita sem til þekkja. Og i sinum langvarandi veikindum sýndi hún alveg sér- stakt þrek. Hún kvartaði aldrei. Eftir að Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar var stofnað var hún meðstjórnandi þar, þangað til hún hætti fyrir fáeinum árum, eða yf- ir 20 ár. Fyrir allt hennar góða starf þar er henni þakkað. í mörg undanfarin ár hefur hún annast Happdrætti Háskólans hér á staðnum, og eftir því sem ég hefi frétt, með stakasti prýðj og reglu- semi. Dagbjört las gríðalega mikið og var afskaplega dugleg í alls konar handavinnu. Hún var aldrei að- gerðarlaus. Dagbjört og Gústav áttu 2 syni, Svein, viðskiptafræðing og Einar skrifstofumann hjá Loftleiðum i U.S.A. Um leið og ég þakka Dagbjörtu fyrir samveruna hér á Siglufirði, sendi ég Gústavi, sonum og tengdadætrum mínar innilegustu samúðarkveðjur. K.Þ. Sveinn Helgason — Minningarorð Fæddur 21. oktober 1894 Dáinn 30. september 1977 Nú, þegar vinur minn Sveinn Helgason er kvaddur mun fáa hafa órað fyrir því að það yrði ég sem kveddi hann hérna megin grafar og óskaði honum guðsr blessunar handan móðunnar miklu. En svo fór þó. Ég og vinur minn Sveinn kynnt- umst á Vífilsstöðum árið 1944, en þar dvöldumst við báðir sem sjúklingar. Flestir eiga þvi láni að fagna i lffi sinu að eignast góða vini og kunningja. Við Sveinn fundum fljótlega, þótt nokkur aldursmunur væri á, að við áttum gott skap saman og höfðum gaman af smíðum og byrjuðum að vinna að þeim saman, þegar heilsan leyfði. Þá strax eignaðist ég vináttu Sveins, sem ég átti alla ævi síðan, því leiðir okkar áttu eftir að liggja saman lengri veg, en við fórum þar. Arið 1956 keyptum við saman lítið hús við Langholtsveg og bjuggum þar um nær tveggja ára- tuga skeið. Þar höfðum við okkar eigið smiðaverkstæði og unnum meðan heilsa okkar beggja entist. Þar sem annars staðar reyndist mér vinátta Sveins fölskvalaus og þar leið okkur vel. Á kveðjustund reikar hugurinn til ferðalaga og veiðiferða sem Sveinn hafði yndi af og við fórum svo lengi sem heilsa okkar leyfði. Garðurinn við gamla húsið okk- ar áð Lánghbltsýé’gí 25 bér þess Vott að um trjágróðurinn þar var farið nærfærum höndum. Þar má sjá verk Sveins sem naut ríkulega alls þess fallega, sem náttúra okk- ar og land hefur upp á að bjóða á vor- og sumardögum. Engan þarf þvi að undra að Sveinn skyldi velja sér legstað á sínum fallegu og víðsýnu heima- slóðum, en hann verður jarðsett- ur á Borg á Mýrum n.k. laugar- dag, í nálægð sinna skyldmenna. Siðustu ár okkar hér á Hrafn- istu voru eins og hin fyrri. Ég naut vináttu og úmhyggju Sveins fyrir velferð minni. Báðir nutum við þess að um okkur var vel hugsað og heilsu okkar gætt. Fyrir það er ég þakk- látur fyrir okkar beggja hönd í dag. Ég veit að ég má líka þakka vini okkar Ottó Árnasyni, sem hefur i fjölda mörg ár litið til okkar og hugsað um velferð okk- ar. Eg veit að Sveini hefur þótt, sem nú stefndi að einu, þegar við urðum að skiljast að hér á Hrafn- istu og ég varð að dvetjast rúm- fastur á hjúkrunardeild. Kannski hefur Sveini, vini min- unt, þá þótt sent sinu hlutverki væri lokið, þegar aðrir tóku við hjúkrun minni. Og þannig eru forlög okkar, að það er ég sem kveð Svein nú, þvi hann dó hér á Hrafnistu þann 30. ágúst s.l. Þótt ég kveðji Svein nú um stundarsakir, trúi ég því að vin- átta góðra rnanna, eins og Sveins Helgasonar nái út yfir gröf og dauða. Þvi eigum við eftir að hitt- ast. Guð blessi minningu hans. Brynjólfur Einarsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asla lagi f.vrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt nteð greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f‘ sendibréfsformi eða bundnu niáli. Þa>r þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnuhili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.