Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 36

Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 vtte MOBö-tlKí- KAFf/NO (i' rv.ii • V/X5W"* S2- Grani göslari ‘p 515> 3Q OVZf- !■?» Þú kallar þetta RAN. — En það er ekki ég sem ákveð verðið. Dragið þið f efa að ég muni bænheyrður verða? — Ég sé það. Það er enginn með regn- hlff, en ég hef beðið um regn á skrælþurrt landið okkar. J S@ 12 = OJ V Jæja — Má maður bara velja? Vonbrigði á heimilissýningu BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Keppikefli varnarspilarans er að finna veikan blett á sókn sagn- hafa. Þetta er ekki öllum gefið og blettur þessi ekki alltaf auðfund- inn. Norður gjafari, allir utan hættu. Vestur S. D9873 H. A104 T. 42 L. A105 Norður S. 52 H. 963 T. ÁDG10975 L. 7 Austur S. A6 H. G75 T. 863 L. G8432 Suður S. KG104 H. KD82 T. K L. KD96 Suður skellti sér í þrjú grönd eftir þriggja tígla opnun norðurs. Vestur spilaði út spaðasjöi. Aust- ur tók á ásinn, spilaði aftur spaða og suður lét freistast. Hann reyndi gosann en vestur tók á drottninguna. Hann kunni sitt fag og fann svo sannarlega auman blett á spilinu þegar hann spilaði tígli til baka. Vegna innkomuleysis var suður neyddur til að taka á ásinn í blindum og taka tígulsalgi sína strax. Og nokkrum slögum seinna var staðan orðin þessi. Norður S. — H. 963 T. 75 Vestur L. 7 Austur S. 93 S. — H. A104 H. G75 T. — T. — L. Á Suður S. K10 H. KD T. — L. KD L. G84 Suður var kominn i vanda. Hann átti ekki örugg afköst af hendinni í tígulinn en ákvað að taka einn tígulslag til viðbótar og lét í hann spaðatíuna. Síðan spil- aði hann hjarta, vestur tók á ás- inn og spilaði spaða. En þar með átti vörnin fimm slagi vísa. Einn niður. En í byrjun stóð spilið. Bara að telja slagina. Taka strax á spaða- kóng og spila hjartakóng. Níu slagir pottþéttir. „Góði Velvakandi. Nú er orðið svo langt síðan ég hef skrifað þér, eða ekki sfðan ég stakk upp á „í dentid“ að frétta- menn sjónvarps byðu gott kvöld er útsending hæfist, sem og gaf góða raun. Nú skrifa ég út af ferð, sem ég fór ásamt manni mfnum og börnum á „Heimilið ’77“ s.l. föstudag, 2. sept. Ég hafði hlakk- að mjög til þessarar ferðar (og má þakka fyrir meðan einhver hlakk- ar til einhvers á þessum siðustu og verstu tímum!) Við ætluðum að sjá marga fall- ega hluti, fara á tfzkusýningu, heyra i Ríótríói, o.fl. o.fl., já eiga verulega skemmtilegan eftirmið- dag, sem meira að segja var föstu- dagur, fólk var nú lfklega að kom- ast í helgarskap þarna i Laugar- dalshöllinni. Svo varð kl. 16, engin tízkusýn- ing sjáanleg og var svo aflýst frétti ég seinna. Mikil vonbrigði. Nú það var þó í það minnsta eftir Rótríóið, sem átti að koma fram kl. 18, maður huggaði sig bara við það. Loksins var klukkan að verða 18, en þá var sko tilkynnt að Rfóið yrði um kvöldið kl. 20:30. Þá fór nú aðeins að fjúka í mig, ég trúði nú þessu bara ekki, hvernig farið var með okkur. Jú, það voru allir að spyrja hvern annan hvernig þetta væri, en ég vissi aldrei ástæðuna, hvers vegna þessu var öllu aflýst. Kannski maður þurfi bara að hafa orðu utan á sér eða ákveðinn fjöldi fólks verði að vera í húsinu svo skemmtikraft- arnir birtist? Mér finnst þetta lftilsvirðing við sýningargesti og minnkun fyr- ir sýninguna, því að ekki er hægt að ætlast til þess að sýningargest- ir gangi hring eftir hring allan daginn og bíði eftir skemmtikröft- um, sem koma bara þegar þeim þóknast. Það hlýtur að vera hægt að hafa varafólk því af nógu er að taka í henni Reykjavík, skyldi maður ætla. Hvernig er hægt að ætlast til að börn og unglingar standi alltaf við sitt þegar þeir sjá og heyra hvernig fullorðna fólkið bregzt iðulega? Með ósk um að svona lagað endurtaki sig ekki, en gaman væri að fá skýringu á þess- um föstudegi f Laugardalshöll. Margrét Sighvatsdðttir, Grindavfk.** RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 39 Erik var of veikgeðja til að streitast á mðti. — Jæja, þakka þér fyrir, ég verð þá vfst að koma. En það verður sennilega ekki af þvf fyrr en með vorinu. 1 aprfl eða þar um hil. — Með haustinu, áttu við. Þú hefur vfst ekki uppgötvað, að þú ert fyrir sunnan miðbaug. við segjum þá f apríl. Sendu mér línu, þegar þú getur kom- ið. X—X—X Einmana og frjáls — Nú verður þú að fara. sagði Janet, — enda veiztu, að við megum ekki hafa karlmenn í heimsðkn á herbergjunum okkar. Og alls ekki karlmenn af þinni tegund. Blærinn f orðum hennar og augum sagði hið gagnstæða: Sittu sem fastast! Tilveran verður óþolandi, þegar þú ert farínn. Ég er fús til að tefla á tvær hættur til þess að hafa þig hérna. Erik hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsinu nokkrum dög- um áður. Uann hafði verið úti með Janet mörg kvöld. Nú hafði hann fylgt henni upp á herbergi hennar til þess að kveðja hana. Hann var á förum til Durban til þess að hefjast handa við starf sitt. Honum leizt vel á að kveðja hana á þennan hátt, og hann hugsaði sér að draga það á lang- inn eins og unnt væri. Þau orð Janets, að hann yrði að hafa sig á brott, lét hann c-ins og vind um eyrun þjóta. t stað þess að svara tók hann upp pfpu og tóhakspung og hóf að fylla litla herbergið af tóbakslykt. Ilann lá endilangur á rúmi Janets og hallaði höfðinu að veggnum, en lét fæturna hvfla á stól. Honum fannst hann vera eins og soldán, sem nyti þjónustu beztu ambáttarinnar. Háðsglósur Janets höfðu al- veg misst brodd sinn sfðustu vikurnar. llún hafði dregið kiærnar inn og „klóraði" með mjúkri loppu. Augnaráðið var orðið órólegt, móðurlegt og spyrjandi. Erik var mjög upp með sér. Ilún bfður eftir skipunum mfn- um, hugsaði hann, þar sem hann horfði á hana háifluktum augum, en pfpan hékk á milli tannanna. En hún verður nú að taka sér stöðu f hiðröðinni á eftir Mary. Það getur verið ágætt að hafa hana til vara ef snurða hlypi á þráðinn milli okkar Mary. Eiginlega var þetta nú smánarlegt... En það var eitthvað ógeðslegt og hundslegt við þessa undirgefni. Erik gafst næði til að fhuga þessi mál um stund. Janet stóð kyrr og horfði út um gluggann. Ilún hefur verið ákaflega kumpánleg víð mig, hugsaði hann. Hvernig væri að bindast henni að fullu og öllu? Ilún er einmitt stúlkan, sem erfir- sóknarvert er að kvænast. En ekki sérlega spennandi. Tryggðin og hollustan náðu engri átt. Manngerð, sem hugs- aði: Allt eða ekkert, og hefði ómótstæðilegar fjölskyldu- hneigðir. llún vildi eiga mann- inn sinn með húð og hári. Hann yrði fjötraður á höndum og fót- um með múkum böndum. Hann yrði Iftíll, feitur kjölturakki. Öll eftirvænting f Iffinu yrði úr sögunni. Ekkert frelsi framar. Nei, bezt væri að draga sig út úr leiknum, ha-gt og gætilega. En ég vil ekki særa hana. Ilún má gjarna eiga áfram svolitla von. Janet andvarpaði djúpt, þar sem hún stóð úti við gluggann. Það var eins og hún væri að reyna að hleypa f sig kjarki. Nú kemur einhvers konar bónorð, hugsaði Erik. Nú hefur hún fundið viðcigandi orð. Það fór, alveg eins og hann hafði hugsað: — Heyrðu, Erik, hvað hyggst þú eiginlega fyrir um framtfðina? — Tja, anzaði Erik, án þess að taka pfpuna út úr munnin- um, — ég er nú á lcið suður til Durhan til þess að vinna þar um tfma f útvarpsverksmiðj- unni. Síðan kem ég sjálfsagt hingað norður og hitti þig aftur f Jóhannesarborg. Það verður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.