Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBEJR 1977
39
Óeirðirnar 1968 hafa sett mark sitt á Nýju heimspekingana
átrúnaðargoð okkar. Smám saman
hefur orðið til breiðfylking, er
stefnir að nýrri skynsemishyggju
og Nýja heimspekin er hluti af
þessari breiðfylkingu."
Hann segir að tiðarandinn nú
sé mjög í anda Sókratesar, því að
almenningur sé farinn að setja
spurningarmerki við ýmislegt,
sem áður þótti sjálfsagt og spyrji
t.d. hvort kjarnorkuofnar leiði til
góðs og hvert sé raunverulegt
hlutverk konunnar í samfélaginu.
Eftir að hafa orðið vitni að
jarðraski i blómlegum sveitum og
skemmdarverkum á borgum með
ógnvekjandi háhýsum og
hraðbrautum hafi almenningur
afneitað boðskapnum um linnu-
lausar framfarir. Nú riki tóma-
rúm og ringulreið, og andspænis'
þessu standi miðstýringin —
hvort heldur hún er af pólitísk-
um, menningarlegum eða efna-
hagslegum toga — höllum fæti.
Kerfið virki æ verr og örvænting
sé tekin að breiðast út. „Það er af
þessari ástæðu sem stjórnmála-
kerfið franska hefur brugðizt við
Nýju heimspekingunum á þann
hátt að spyrja: „Eru þeir til hægri
eða eru þeir til vinstri?“ Við
merkjum þó eitthvað mun viða-
meira en stjórnmálamennirnir
gera sér enga grein fyrir þvi. En
almenningur veit það.“
Guy Lardreau er þrítugur
prófessor i heimspeki og höfund-
ur eins af höfuðverkum Nýju
heimspekinganna. Hann telur það
segja sina sögu, að litið er á alla
þessa ungu heimspekinga sem
einn hóp og ástæðan sé einfald-
lega sú að þeir hafi allir komið við
réttan streng með einhverjum
hætti, og sá rauði þráður sé að
allar stofnanirnar, „þar sem
maður vænti þess að finna frjáls-
ræði, finnur maður aðeins harð-
stjórn. Það á jafnt við um heim-
spekina og stjórnmálin".
Vinstri sinnar í Frakklandi
hafa brugðizt harkalega við Nýju
heimspekingunum, og beitt
einkum þeirri aðferð að draga dár
af þeim og telja skrif þeirra
heldur léttvægt framlag til heim-
spekilegra umræðna. „Plötu-
snúðar hugmynda'* voru þeir til
að mynda nefndir af einum dálka
höfundi Le Nouvel Observateur.
Engu að síður er vinstri sinnum
svo ofboðið, að tveir franskir
kommúnistar tóku sig til og rit-
uðu bók til höfuðs þeim, þar sem
nýju heimspekingarnir eru
sakaðir um að vera menningar-
óvinir og að hafa lagt grunninn að
nýhægristefnu, sem er hið versta
hnjóðsyrði meðal franskra
menntamanna. Aðrir taka hóf-
samari afstöðu til þeirra, líkt og
Pierre Hassner, einn af forsvars-
mönnum stofnunarinnar um al-
þjóðamál í París, sem gagnrýnir
Nýju heimspekingana fyrir til-
hneigingar þeirra til að ýmist al-
hæfa eða einfalda hlutina um of
ellegar ýkja stórlega á hinn
veginn. Engu að siður telur hann
Nýju heimspekingana heilbrigt
dæmi um sveiflu pendúlsins frá
hinni gamalgrónu blekkingu um
útópiuna — fyrirmyndarríkið.
(Lauslega endursagt úr Time)
Nýju heimspekingana sumpart í
sporum Galileos.
Jean-Paul Dolle er 38 ára
að aldri, hefur doktorsnafnbót í
heimspeki og er prófessor i
þjóðfélagsfræði við menntastofn-
un i Paris. Hann segir, að allar
vestrænar þjóðir séu nú i þann
mund að verða vitni að dauða
guðs, eins og Nietzsche hafi talið
sig sjá fyrir, en sem staðgengil
guðs hafi mennirnir tekið upp á
arma sína tækniframfarirnar.
„Við stöndum núna á sögulegum
krossgötum, þar sem vísindunum
hefur reynzt um megn að verða
Jean-Marie Benoist
Guy Lardreau
Jean-Paul Dolle
Rekstrartækni s.f.
VINNUHAGRÆDING
SKIPULAGNING
ÁÆTLANAG E R Ð
Rekstrartœkni sf
óskar eftir viðskiptafrœ^ngi
og rekstrartœknifrœöingi
til mðgjafestarfa
Vegna aukinna umsvifa á sviði þjónustu okkar
við atvinnufyrirtæki og stofnanir, höfum við
hug á að bæta við tveim rekstrarráðgjöfum,
rekstrartæknifræðingi og viðskiptafræðingi.
Væntanlegir umsækjendur hafi vinsamlega síma-
samband við skrifstofu okkar til þess að ákveða
viðtal á hentugum tíma.
REKSTRARTÆKNISF Rekstrartækni
— Gísli Erlendsson Skipholti 70
— Kristján Sigurgeirsson. Símar 37850 — 37330.
STERKASTA RYKSUGA
í HEIMI
HOOVER S-3001
Hringlaga löguningefur
hinum risastóra 12 lítra
rykpoka nœgjanlegt rými.
HOOVER
er heimilishjálp.
Hoover S-3001 er á tnargan hátt lang sterkasta heimilisryksuga
sem þekkist. Af 1340 voatta afli hreinsar hún öll þtn teppi af hvers
kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar.
Þér til mikils vinnuhagrceðis er rofinn íhandfanginu, undir þumal-
fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog-
stykki sér fyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001
einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þín.
Til þceginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber
sjálf öll hjálpartceki, svo núgeturþú loksins haft fullt gagn af þeim.
Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án
tcemingar.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Pekking
st
SENDUM
BÆKLINGA