Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 47 Skóli — Sunnu- dagaskóli Mörg börn hafa gaman af að heyra sögur og syngja. Um leið og skólarnir hefj- ast á haustin, hefjast á mörgum stöðum á landinu svokallaðir „sunnudaga- skólar“ um svipað leyti. Kirkjan vill bjóða foreldr- um að veita börnum þeirra fræðslu í kristinni trú og siðfræði — eins og hún hef- ur heitið hátíðlega, þegar börnin eru borin til skírn- ar. Á flestum stöðum á land- inu eru starfandi sunnu- dagaskólar eða fundir, sem haldnir eru á vegum kirkj- unnar eða einhverrar leik- mannahreyfingar og eru sérstaklega ætlaðir börn- um og unglingum — eða fyrir alla f jölskylduna. „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki“. Hvernig á efnið að vera? Umsjónarmenn Barna- og fjöl- skyldusfðunnar vilja beina þeim til- mælum til lesenda, að þeir láti heyra frá sér varðandi efni f blaðið. Margir full- orðnir hafa tjáð sig um málin, en okkur langar einnig til þess að heyra meira frá börnunum. Hvernig á efnið að vera? Hverju vilduð þið breyta og hvern- ig? Segið hvað er áhugavert fyrir ykk- ar aldursflokk og gefið hugmynda- fluginu lausan tauminn. Sendið efni og tillögur og látið verða af þvf fyrr en síðar. Flóa- stökk METIÐ í „flóa- Iangstökki“ er talið vera 33 sm! Það var sett árið 1910 af fló nokkurri frá Kali- fornfu og er ekki vit- að til þess að það hafi verið slegið. Metið f hástökki aft- ur á móti er um 19 sm. Fljótt á litið virðist það ekkert sérstakt afrek, en við megum þá ekki gleyma því, að það er 130 sinnum hæð dýrssins sjálfs. Gerbreytt mynd af víkingum að koma fram í dagsljósið Teikning af vfkingahúsunum. Leifar þessara húsa sem fundust á York gefa vfsbendingu um að þau hafi litið svona út og sennilega verið verkstæði. BREZK BLÖÐ gera sér um þes- ar mundir tfðrætt um ný sann- indi sem talin eru komin fram f dagsljósið um vfkinga. Niður- staða þeirra er f stuttu máli sú, að vfkingar hafa verið list- fengnir og hagir, og staðið á mun hærra menningarstigi en fram til þessa hefur verið talið. Reyndar hefur löngum verið litið svo á að þeir hefðu verið óheflaðir ribbaldar, sem fátt hafi annað afrekað en höggva mann og annan. 1 blaðinu Sunday Telegraph er nú nýlega grein um málið eftir David Rosenberg sem ber titilinn „Víkingarnir bjuggu hér“. Þar fjallar hann um forn- leifarannsóknir á York og seg- ir: „Fyrir fjórum árum komu verkamenn, sem unnu við stækkun á hvelfingum Lloyds- bankans í Coppergate i York niður á dökkleita, óhreinlega pinkla. Þegar þeir föru að gæta nánar að, sáu þeir að þetta var fagurlega ofið efni með skraut- legu mynztri. Næsta undrunar- efni var fundur á silkistranga ekki ýkja langt frá. Þá fannst einnig skór, sérstaklega hag- lega gerður og einnig fannst þarna leðurslíður með fagur- lega skornum drekamyndum. Þessir og seinni fornleifa- fundir benda allir til þess sem sumir sérfræðingar hafa talið, að York sé reyndar vikinga- aðsetrið Jórvik, höfuðborg víkinga i Bretlandi. Og að vikingamenningin hafi verið langtum þróaðri og fágaðri en fram að þessu var talið. Munir frá þessum stöðum gefa svo ljósa mynd af lifnaðarháttum á staðnum áður fyrri að minjar sem þarna hafa komið upp hafa verið taldir meiri háttar og vak- ið athygli víða um lönd. Þessi staður er að verða — og ekki að ósekju — Mekka skandinaviskra ferðamanna. Lengi hefur leikið grltnur á búsetu víkinga á þessu svæði áður en þetta siðasta kom til. Nú vinnur hópur fornleifafræð- inga, grasafræðinga, skor- dýrafræðinga', jarðefnasér- fræðinga og dýrafræðinga að því i skipulögðum vinnuhópi að svipta hulinni af „leyndar- dómi“ York. Danskir vikingar réðust hér á land i kringum árið 867. Bær- inn þróaðist upp i að verða mið- stöð viðskiptalífs og má til sam- jöfnunar nefna vikingahafnirn- ar Hedeby í Þýzkalandi, Birka i Svíþjóð og Dublin sem segja má að standist samanburð við York á þessu sviði. Götuáætlun vikinganna má enn greina í út- linum York og staðarnöfnin má rekja til víkinga svo sem nafnið gata sem hvarvetna kemur fyr- ir. Undir forystu Peters Addy- manns frá Fornleifarannsókna- stofnun York hefur verið kom- izt að ýmsum stórmerkilegum niðurstöðum, sem fengur er að því að vita. Þarna munu hafa búið allt að tuttugu þúsund manns. Ibúarn- ir hafa byggt höfn og þeir hafa skipað á land rafi, skinnum og birki, sem þeir keyptu í höfn- inni við Eystrasalt og hverfis- teinum sem þeir keyptu frá Noregi. Verzlunarleiðir þeirra lágu viða, til Islands, Noregs og Rinarlanda. Þá benda leifar skordýrn til þess að vikingarnir hafi haft sútunarstöð og leður- verkstæði i York. Fornleifagröfturinn hefur leitt fram I dagsljósið fleira, skreyttar hárgreiður og kamba, perlur úr gullslegnu skarti, silf- ur, skó og hnífa af öllu tagi. Peter Addymann og lið hans segja að þetta sýni svo að ekki verði um villzt að með víking- um hafi verið menning og þeir hafi ekki verið slíkir ruplandi ofbeldisseggir, sem fátt hafi kunnað af handverki eins og talið hefur verið. Margt bendir sem sé til þess að þarna hafi verið friðsælt verzlunarsamfélag og ibúar þess hafi ekki átt i neinum úti- stöðum við nágranna sína. Þeir voru kaupmenn og fóru uppeft- ir ánum og ráku vöruskipta- verzlun i stórum stíl. Þeir hafa tekið með sér framleiðsluvörur sinar og skipt á þeim fyrir silki, kryddvörur og ýmiss konar tæki og tól sem þeir réðu ekki við að búa til sjálfir. Meðal þess sem komið hefur í ljós við þessar rannsóknir eru þrjú timburhús, og eru þau bezt varðveitt allra húsa frá 10. eða 11. öld á Bretlandi. A myndinni má sjá hvernig talið er að byggingarlag þeirra hafi verið. Addymaijn segir það mikið furðuverk hversu vel húsin hafi varðveizt og ráða væntan- lega eiginleikar jarðvegsins sem er mjög blautur. Víkingar höfðu því bersýnilega innan sinna vébanda hæfileikamenn sem kunnu til verka. Fyrir stuttu tilkynnti Addy- mann um fund rúnasteins frá 10. öld, fagurlega ristur og hef- ur varðveizt án þess á honum sjáist. Ber áletrunin vott um hæfni og listfengi. Addymann segir það megin- málið að við þessar rannsóknir hafi komið i ljós að víkingar — að minnsta kosti á þessum stað — voru fólk allt annarrar gerð- ar en fram til þessa hafi verið talið. „Þeir eru langtum geðs- legra fólk en við höfum haldið. Nú leikur okkur hugur á að fylla út i myndina með ýmsum frekari upplýsingum og um- fram allt komast á snoðir um hvunndagslif þeirra á þessum stað,“ segir Addymann i viðtali við Sunday Telegraph. — voru hagir Ijúf lingsmenn en ekki aðeins bardagagóðir ribbaldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.