Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 t vanmáttugri reiði sinni reistu thailen/ku bændurnir Kambodíumönn- um nfðstöng og settu á hana höfuð af einum khmerahermanninum sem fallið hafði, er Rauðu Khmerarnir réðust á þorpið þeirra og drápu flesta í janúar s.l. Þannig leiðir hver skelfingin af ann- arri. Fólkið lifir í ótta Framhald af bls. 49. einn njósnari Rauðu khmerana hefði verið skotinn þarna á flótta, er hann var á leið inn fyrir landamæri sín aftur. Og það eru flugvélar á nóttunni — dularfullar, hljóðlausar flugvélar, að því er karlarnir segja, sagði yngri konan. En þegar við inntum þær nánar eftir þess- um flugvélum, útskýrði hún að þær væru hljóðlausar á leið niður en hljóð heyrðist þegar þær færu upp. Það gætu allt eins verið tahilenzkar flugvéiar eins og kambodíanskar. Fólkið var síhrætt, sögðu konurnar. Flestir voru farnir úr húsunum i nánd. En hvert átti að fara. Þarna hafði það þó ofan í sig með því að rækta grænmeti og ávexti. En hvernig er hægt að rækta jörðina og hafa í sig, ef karlmenninrir verða að vaka með byssu i hönd á nóttunni og kvenfólkið að flýja? Ekki einu sinni óhætt að ná sér í vatn. Konurnar sögðust vera með verki i öll- um liðamótum og börnin með kvef, enda væru löngu búnar allar vitamíntöfl- urnar, sem hefðu gert þeim svo gott. Erna lofaði að fá vítamín hjá hjúkrunar- konu flóttamannahjálparinnar. Við átt- um stefnumót við konurnar aftur á veginum fyrir sex um kvöldið, er þær voru að fara í næturstað, áður en um- ferðarbann hæfist við landamærin. Eftir að hafa tekið myndir af konun- um og hvatt þær en þær ávörpuðu mig systur að þarlendra sið, gengum við aft- ur að bílnum og ókum að markaðsstaðn- um við brúna fyrrnefndu. Þar hafði áður verið líflegt, en nú sátu þar fáar konur utan við auðar byggingar og reyndu að selja afurðir sínar. Og i búðinni var einn piltur. I þessari húsaþyrpingu Klong Luek hafði starfsfólkið frá PVO haft á leigu hús til skamms tima, þar sem það bjó og blandaði mjólkina úr dufti, sem farið var með i flóttamannabúðirnar. Þá verzlaði það í búðinni. Pilturinn sagði okkur að móðir sín væri farin til Chian Mai í Norður-Thailandi, þar sem eitt- hvað af börnum hennar byggi, til að kanna hvort þau gætu setzt þar að. Hún væri khmeri, eins og flestir upprunnir í Kambodíu (það er kommúnistaflokkur- inn þar sem kallar sig Rauðu khmer- ana). Hann kvaðst ætla að verða eftir til að gæta búðarinnar, þess eina sem þau áttu, meðan stætt væri. Flestir aðrir væru farnir, jafnvel þessar fjórar hvítu manneskjur frá hjálparstarfinu, sagði hann. En útgöngubann væri við landa- mærin meðan dimmt væri. Yrðu því allir að ljúka innkaupum sinum fyrir klukk- an sex. Raunar var skiljanlegt að ensku stúlk- urnar þrjár kysu að flytja sig inn i bæinn. Róbert var í Bangkok að sinna erindum og þær einar, þegar bjarminn frá brennandi húsum sást þaðan úr inn- rásinni i þorpin 2. ágúst og tvisvar höfðu þær vaknað ki. 5—6 að morgni við að húsið skalf vegna skothríðar. Aðrir starfsmenn flóttamannahjálparinnar höfðu lagt hart að þeim að flytja, vildu ekki vita af þeim þarna. En þarna á Myndir er tekin yfir ána, af tollstöðinni í Poipet Kambodíumegin. hlaðinu tekur einmitt við fyrri varðgirð- ingin við landamærabrúna í 500 m. fjar- lægð. Erna spurði hermennina í varðskýlinu hvort við mættum ekki fara þar í gegn og ganga nær brúnni. Hvað ætlið þið að gera þangað? spurðu þeir undrandi. Bara spássera, svaraði hún. Og okkur til mikillar furðu sagði hann að það væri svosem i lagi. Beggja vegna meðfram veginum milli varðgirðinganna mátti sjá hvernig hermennirnir búa um sig á verðinum á næturna. Grafin er hola, sem rétt rúmar einn mann liggjandi með byssu, og yfir fléttað stráþak til að dylj- ast. Þannig skýli eru í röðum beggja vegna vegarins að brúnni, mjög lítt áber- andi og sjást ekki í myrkri. Við enda hennar Kambodiumegin mátti greina rauðan fána, og yfir brúnni stendur með kambodíönsku letri: Kambodia, land frelsis og jafnréttis! Þetta átti eftir að hljóma undarlega i minum eyrum dag- inn eftir, þegar ég hlustaði á hverja frásögn flóttamannanna frá Kambodiu á fætur annari af þvi, sem þeir höfðu séð og þolað í þvi landi. Annað virtist lika dálitið broslegt þarna á staðnum. Meðan ibúarnir eru að flýja staðinn og allur samgangur er stöðvaður um þessa brú milli Kambodíu og Thailands, en herir safnast með víg- búnað beggja megin, var hópur Thai- verkamanna af kappi að reisa þar stór- byggingu, rétt eins og lífið lægi við að hún yrði tilbúin á næstu dögum. A þá byggingu var búið að festa fallegt skilti „Custon House“, Tollstöð! Fjárveiting hafði verið komin og allar áætlanir áður en, ástandið versnaði fyrir nokkrum mánuðum og nú keppast menn við að reisa stóra tollstöð við lokuð landamær- in. Fyrst eftir valdatöku kommúnista í Indókína. leit raunar út fyrir að Thai- lendingar mundu eiga betri samskipti við Kambodiumenn en Viet Nama.' Jafn- vel þó sögur tækju fljótlega að berast þaðan um aftökur og hungur, tóku Thai- lendingar vel á móti utanrikisráðherra Kambodiu, Ieng Sary, sem kom fljúg- andi til Bangkok í oktober 1975 og sam- þykkt var að stofna til stjórnmálasam- bands milli landanna. Skipaðir voru full- trúar og settar upp skrifstofur til að sjá um samskipti landanna í Aranyaprathet Thailandsmegin og í Poipet Kambodiu- megin við brúna margnefndu. Samskipti héldu áfram mestan hluta ársins 1976, þrátt fyrir nokkra árekstra, og voru þau mest fólgin í viðskiptum — jafnvel „ólöglegu" smygli, sem allir vissu um. Samkvæmt lýsingu sjónarvotta á staðn- um, gengu þau viðskipti þannig fyrir sig, að bilar með varnig til Kambodiu fengu að aka yfir brúna, en þar höfðu khmera- fHof------------------------------- Nú líður að því að saumaklúbbar og kvenfélög hefji störf sín eftir sumarið Er því tilvalið tækifæri að líta inn í Hof og gera góð kaup. f Hannyrðavörur og efni á kjaraverði. Ódýrt þvottavélagarn í skólapeysuna. Ennfremur mikið úrval af fallegum gjafavörum. Verzlunin Hof, Ingólfsstræti 1, móti Gamla Bíó. — Ræða Mathiasar Framhald á bls.45 ings i hlutastarf ef aðstaða væri fyrir hendi, þ.e. íbúðar- aðstaða og starfsaðstaða. Auglýst hefur verið eftir hjúkrunarfræðingi i Árnes- hrepp en engin umsókn bor- izt. Af þessu yfirliti um stöðu uppbyggingar heilsugæzlu og sjúkrahúsa á Vestfjörðum sést, að innan þriggja ára verður heilsugæzluaðstaðan komin í það horf sem að lög um heil- brigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta verður þó því aðeins að staðið verði við þær áætlanir sem ráðuneytið hefur gert um uppbyggingu heilbrigðisstofn- ana og ber þar að sjálfsögðu hæst uppbyggingu á Patreks- firði og á Isafirði þar sem óhjá- kvæmilega verður miðstöð heil- brigðisþjónustu á Vestfjörðum í framtíðinni. A þessu ári eru fjárveitingar til framkvæmda við heilsu- gæzlustöðvar og sjúkrahús á Vestfjörðum sem hér segir: kr. 1. Reykhðlar 4.000.000 2. P:lreksfjörður 30.500.000 3. Þinge.vri, læknisbúsf. 10.000.000 4. Flate.vri 2.500.000 5. Bolungarvik 20.000.000 Alla dagavikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. HDöSgfrakt Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLA/VDS Sunnudaj Mánudaj Þriðjuda 6. Isafjördur, sjúkrahús 100.000.000 7. Isafjörður, læknishúst. 1.500.000 8. Hölmavík 3.000.000 Hér er því samtals um að ræða 171.500.000 eða rúmlega 18% af því fé, sem á fjárlögum er varið til byggingar sjúkra- húsa, sjúkraskýla, læknamið- stöðva og læknabústaða, ann- arra en rikissjúkrahúsanna. Til samanburðar má geta þess að árið 1976 bjuggu 4.6% lands- manna á Vestfjörðum. Lokaorð Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir stöðu islenzkra heilbrigðismála í grófum drátt- um og stöðu þeirra mála nú þegar tekið er mið af þeim breytingum og þeirri uppbygg- ingu sem lög um heilbrigðis- þjónustu, sem gildi tóku 1. jan- úar 1974, gera ráð fyrir. Þessi athugun sýnir að mark- visst hefur verið unnið að því að koma fyrrgreindum lögum til framkvæmda og enda þótt enn sé langt í land með að svo verði, þá eru framkvæmdir víða komnar á þann rekspöl að hægt er að segja fyrir um hvenær lögin komist til fullra fram- kvæmda. Aframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustunnar krefst bæði vaxandi fjármuna vegna uppbyggingar heilbrigðisstofn- ana en ennfremur og ekki síður aukins fjár til rekstrar. Enn hafa ekki verið gerðar áætlanir um rekstrarkostnað heilsugæzlunnar i landinu þeg- ar hún yrði komin í það horf sem lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir, en nauðsynlegt er að slíkar áætlanir séu gerð- ar, þannig að bæði riki og sveit- arfélögum sé ljóst hve miklu fé þau þurfi að verja til þessarar starfsemi á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.