Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
53
radauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Nauðungaruppboð. . Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópa-
vogi, Hauks Jónssonar hrl., Vilhjálms Árnasonar hrl., Jóns E.
Ragnarssonar hrl., Ragnars Tómassonar hrl., Garðars Garðars-
sonar hdl., Gjaldheimtunnar i Reykjavik og bæjarfógetans i
Hafnarfirði, verða eftirtaldar bifreiðar seldar á nauðungarupp-
boði, sem haldið verður við lögreglustöðina í Kópavogi, að
Hamraborg 7, miðvikudaginn 21. september 1977 kl. 16:
Y-838, Y-4809, Y-5013, Y-5014, Y-5675, Y-5959, R-
1 7990, R-37990 og R-46405.
Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 27., 29. og 31. tbl. Lögbirtingarblaðsins
1977 á m.s. Tjaldur SI-175, eign Núma Jóhannssonar o.fl.,
fer fram eftir kröfu Byggðasjóðs, Fiskveiðasjóðs íslands og
Skúla Pálssonar, hrl., á eigninni sjálfri í Siglufjarðarhöfn
fimmtudaginn 1 5. september n.k., kl. 1 4.00.
Bæjarstjórinn á Siglufirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 30. og 31. tbl. Lögbirtingarblaðsins
1977 á fasteigninni Vallargata 22, Keflavík, þinglesin eign
Árna Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 1 5.
sept. 1977 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 48., 51. og 54. tbl. Lögbirtingarblaðsins
197 7 á eignarhluta Nikulásar L. Jóhannessonar, á fasteign-
inni Njarðvíkurbraut 21, í Njarðvík, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 1 5. sept. 1 977 kl. 1 5.
Bæjarfógetinn í Njarðvik
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Þórustígur 12, efri hæð í
Njarðvík, þinglesin eign Sólveigar Guðmundsdóttur o.fl. en
talin eign Vals Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri,
miðvikudaginn 14. sept. 1977 kl. 1 1 f.h.
Bæjarfógetinn í Njarðvik
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Lónshús í Gerðahreppi,
þinglesin eign Óskars Guðmundssonar. fer fram á eigninni
sjálfri, fimmtudaginn 1 5. sept. 1 977 kl. 10.30 f.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 36, 38 og 40 tbl. Lögbirtingablaðsins 1977
á fasteigninni Melabraut 8, Gerðahreppi, Þinglesin eign
Þórarins Guðbergssonar. fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag-
inn 1 5. sept. 1 977 kl. 10 f.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28. 30. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins
1977 á fasteigninni Kirkjuvegur 36, kjallari, Keflavík þingles-
in eign, Sævars Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtu-
daginn 1 5. sept. 1 977 kl. 1 4.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 18, 20 og 21 tbl. Lögbirtingablaðsins
1976, á Síldarvinnsluhúsi, á lóð úr landi Meiðastaða, austur-
býli, Gerðahreppi, þinglesin eign Fiskverkunar Guðmundar
Þórarinssonar h.f. fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn
15. sept. 1977 kl. 1 1.30 f.h.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 4, 7 og 1 0 tbl. Lögbirtingablaðsins, 1 976 á
fiskverkunarhúsi á lóð úr landi Meiðastað^, Gerðahreppi,
þinglesin eign Fiskverkunar Guðmundar Þórarinssonar, h.f.,
fer fram á eigninni sjálfn, fimmtudaginn 15. sept. 1977. kl.
1 1 f.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteignirini Mávabraut 4 D, Keflavík,
þinglesin eign Kristins H. Kristinssonar o.fl. fer fram á eigninni
sjálfri, miðvikudaginn 14. sept. 1977 kl. 10f.h.
Bæjarfógetinn í Keflavík
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 48, 51 og 54 tbl. Lögbirtingablaðsins 1 977
á fasteigninni Háteigur 12,1. hæð i Keflavík, þinglesin eign
Siguðar Jónssonar, en talin eign Jónínu Olsen, fer fram á
eigninni sjálfri, miðvikudaginn 14. sept. 1977 kl. 13.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
Nauðungaruppboð. Eftir kröfu bæjarsjóðs Kópavogs, Gjald-
heimtunnar í Reykjavík, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi,
Hauks Jónssonar hrl.r'Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Hafsteins
Sigurðssonar hrl., Benedikts Sveinssonar hrl., Sigurðar Sigur-
jónssonar hdl., Jóns E. Ragnarssonar hrl., Tómasar Gunnars-
sonar hdl., Iðnaðarbanka íslands h/f, Landsbanka íslands og
Útvegsbanka íslands, verða eftirtaldir lausafjármunir sendir á
nauðungaruppboði, sem hefst i bæjarfógetaskrifstofunni í
Kópavogi, miðvikudaginn 21. september 1977 kl. 14, en
verður síðan fram haldið á öðrum stöðum, þar sem nokkrir
lausafjármunanna eru staðsettir:
1. Húsgögn og heimilistæki: Bókhaldsvél, raðstólasett, sjón-
varpstæki (8), isskápar, þvottavélar, frystikista, sófasett (4),
útvarpsfónar, magnarar, plötuspilari, hljómflutningstæki, skrif-
borð, stofuskápar, bekkir. borð, stólar, sófaborð, eldhúsborð
og stólar og borðstofusett.
2. Hakkavélasamstæða
3. Síldarflökunarvél (Kloster),
4. Hjólsög og kantlimingarpressa.
Uppboðsskilmálar liggja frammi i bæjarfógetaskrifstofunni að
Hamraborg 7.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Iðnrekendur —
Útgerðarmenn —
Bændur
Notfærið ykkur nýjungar í íslenzkum iðn-
aði. Látið heit-zinkhúða hlutina og forðist
tæringu og viðhald. Tæknilegar upplýs-
ingar um meðferð efnis og smíðahluta
veittar á tæknideild fyrirtækisins.
Stálver h / f
Funahöfða 1 7
sími 83444.'
Innflutningsfyrirtæki —
Meðeigandi
Heildverzlun sem er með góð umboð
óskar eftir meðeiganda. Tilboð sem greini
nafn og símanúmer sendist Mbl. merkt:
„Heilverzlun — 4127".
Getum bætt við okkur
bókhaldsverkefnum
Bókhaldsskrifsto fan,
Linnetstíg 1,
Hafnarfirði, sími 534 70.
CHILE-fundur
til stuðnings mannréttindum
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn
11. september kl. 1 5:00 í Stúdentaheim-
ilinu við Hringbraut í tilefni af fjögurra ára
afmæli herforingjastjórnarinnar í Chile.
Dagskrá fundarins:
1 . Ingibjörg Haraldsdóttir flytur erindi.
2. Sýnd verður kvikmyndin „Félagi Vict-
or Jara" eftir Stanley Formann.
3. Myriam Bell pólitískur flóttamaður frá
Chile segir frá ógnarstjórninni og
hjálparstarfi.
Heimdallarfélagar eru hvattir til að fjöl-
menna og sýna þannig hug sinn til mann-
réttindamála hvarvetna í heiminum.
Gegn fasisma —
gegn kommúnisma.
Með mannréttindum
Heimdallur SUS ! Reykjavík.
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins
í Vestfjarðarkjördæmi
minnir meðlimi kjördæmisráðsins á fund-
inn í Félagsheimilinu í Hrtífsdal 2. október
1 977 kl. 13:30 e.h.
Dagskrá:
Lagðar fram tillögur um skipan framboðs-
lista flokksins við næstu Alþingis-
kosningar.
Stjórnin.
— Slagbrandur
Framhald af bls.41.
innar með þessar vinsæimr, en
vafalaust eru einhverjir þeirrar
skoðunar, að hljórrisveitin hafi
„selt sig“ til að öðlast þessar vin-
sældir, látið flóknu tónlistina
lönd og leið en tekið að leika
auðmelta danstónlist til að þókn-
ast sent flestum.
Þessi plata sýnir annað. Þótt
dansleikjatónlist hljómsveitar-
innar kunni að vera auðmelt, þá
er tónlistin á þessari plötu óræk
sönnun þess, að liðsmenn Eikar
hafa ekki hætt að glima við erfið
viðfangsefni. Hér taka þeir hönd-
um saman um að gera sitt bezta og
útkoman er mjög áhugaverð tón-
list, margbrotnari og flóknari en
áður hefur heyrzt á plötu is-
lenzkrar popphljómsveitar. Það
er þá helzt að stóru Óðmanna-
plöturnar tvær, sem komu út fyrir
6—7 árum, séu sambærilegar við
þessa nýju Eikarplötu að þessu
leyti. Þar glimdi einnig hljóm-
sveit við að ná sínu bezta, þar var
einnig um átök að ræða.
Það er þvi rík ástæða til að óska
Eik til hamingju með plötuna.
Það var óneitanlega alldjörf
ákvörðun að stefna í þessa átt i
tónlistarflutningnum, því að
hljómsveitin hefði sjálfsagt átt
létt með að gera auðmelta óska-
lagaþáttatónlist, öðru nafni „for-
múlu“ — tónlist, og þannig styrkt
stöðu sína á dansleikjamarkaðn-
um og aukið tekjumöguleika sína
á því sviði. Þess er að vænta, að
platan fái misjafnan hljómgrunn
hjá fylgismönnum Eikar. Margir
telja hana sjálfsagt alltof þunga
og hreinlega leiðinlega, en hinir,
sem gefa sér tima til að hlusta á
hana af athygli mörgum sinnum,
þeir munu ríkulega uppskera af
ánægju. Vonandi opnar þessi
plata eyru sem flestra fyrir vand-
aðri og framsækinni popptónlist.
Hljóðfæraleikur og söngur er
prýðilegur i alla staði, enda eru
liðsmenn Eikar i fremstu röð,
hver á sinu sviði, meðgl popptón-
listarmanna hérlendis. Lögin
sjálf eru mjög góð og vinna stöö-
ugt á við hverja hlustun. Þess má
til gamans geta, að þetta er fyrsta
islenzka platan sem Slagbrandur
man eftir að hafa hlustað á
þrisvar sinnum áður en hann fór
að gripa tónlistina að einhverju
marki. Langflestar íslenzkar
poppplötur eru svo auðmeltar, að
mörg laganna kann maður utan
að eftir að hafa heyrt þau tvisvar
eða þrisvar.
Ekki treystir Slagbrandur sér
til að dærna um hvort þessi plata
lendir i flokki „sígildra" íslenzkra
poppplatna, timirin einn sker úr
um það, en vist er, að hún er ein
af þeim athyglisverðustu, ekki
sizt vegna þess, að hún gerir
miklu meiri kröfur til áheyrend-
anna en flestar aðrar plötur hafa
gert.
— sh.