Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 Arthur Miller, rithöf- undur og fyrrverandi eiginmaður Marilyn Monroe, kallaði hana „fegurstu konu I heiminum". Ursula Andress, hér I sinu nýj- asta kvikmyndahlut- verki I myndinni „Maðurinn meS járn- grimuna", segir: „Ég hefði heldur viljað fæð- ast fyrr á timum. Hér áður fyrr var fólkið ekki svona miskunnarlaust." Smás'pjall ROLF R. BIGLER: Kvik- myndastjarnan URSULA ANDRESS segir: Að hún kallaði Kreisky, kanzlara Austurríkis, „for- seta" og yfirgæfi borð hans, er hún nennti ekki að sitja þar lengur, var ekki svo sér-- staklega slæmt Að hún byði blaðamanni sem ruddst l$urt- eislega inn í íbúð hennar á Hilton, ekki upp á annað en kinnhesta, var heldur vafa- samara. En það sem kom kvikmyndafélaginu gjörsam- lega til að örvænta var sú staðreynd, að hún fékkst ekki einu sinni til að tala illa um ameriska timaritið „Time Magazine", hvað þá að hún vildi tala vel um önnur blöð: þannig er Ursula Andress, hin fagra svissneska kyn- bomba. ardrós. Veðrið var slæmt og alveg í samræmi við skap leikkonunnar. Undir þessum kringum- stæðum freistaði ég gæfunn- ar. „Hún er dyntóttari en Liz Taylor", varaði blaðafulltrú- inn mig við þungur á brún. Tilraun mín heppnaðist sennilega einfaldlega vegna þess, að jafnvel hið fegursta fólk hefur þörf fyrir að borða. Ég settist nefnilega næst við það borð, sem hún hafði látið taka frá fyrir sig í hinum látlausa matsal Hótel Regne í Vín. Nokkrir ráðuneytisstarfs- menn, sem hafði verið þröngvað úr sínum fastasæt- um, sötruðu ólundadega i sig Ursula Andress á heima I Amerlku, Englandi, ftallu og Sviss. Hún hefur engan áhuga á fötum og skartgripum Hún segir: „Aðal vandamál mitt er — að lifa þetta af." »Ég bý þar sem ástin dafnar« Flestir þekkja hana aðeins lítillega og geðjast ekkert sér- lega vel að henni. Og hinir fáu, sem hafa kynnst henni eitthvað betur, hefðu helzt viljað skjóta henni upp á tunglið Það hefur verið staðhæft um hana, að ekki einu sinni Matterhorn sé betur vaxið Þessi aðlaðandi Ijóska var náin vinkona James Dean, Marcello Mastroianni, Jean Paul Belmondo og Helmut Bergers, eftir að fyrsti eigin- maður hennar, Hollywood- leikarinn John Derek hafði gert hana að heimsþekktri kvikmyndastjörnu Derek: „Ég var prófessor Higgins í lífi hennar " I augum leikritaskáldsins Arthur Miller er hún tvímæla- laust „the most beautiful girl in the world", fegursta stúlka heims. Kvennaskjall leikur honum á tungu Þrátt fyrir það eru orð hans sæmilega marktæk: hann sagði þetta sem fyrrverandi Monroe- eiginmaður. Ursula Andress, sem náði fyrst heimsfrægð með leik sínum í James Bond- myndinni „Dr No", vann við upptöku á kvikmyndinni „Járngriman" í Vín, þar sem hún leikur undirförla léttúð- súpuna. Stemmningin var heldur bágborin. Þá kom hún. Ég heyrði skrjáfa í silki og að það væri hún, sem orsakaði þetta skrjáf, gat ég séð á súpuskeiðum ráðu- neytisstarfsmannanna, sem skyndilega staðnæmdust í ýmsum stellingum. Hið appelsínugula og bleika í fötum hennar fór henni vel. Enn betur fóru henni aðdáunaraugnatillit karlmannanna allt í kring. Af augnaráði blaðafulltrúans að dæma sá ég að hatur hans á henni var algjörlega plat- ónskt. „Ég ólst upp í Bern. — Móðir mín? Hún er enn á lífi og það heldur betur. Mamma. Hún er á sjötugs- aldri og vinnur ennþá Ég heimsæki fjölskylduna á hverju ári ." Hún sýnir fjölskyldunni mikla rækt og hún á líka stóra fjölskyldu: einn bróður, fjórar systur. Hún kostaði uppsetningu á snyrtistofu fyrir eina þeirra í Bern og hjálpar til að auglýsa staðinn. „Það er alveg sjálfsagt að hjálpa systur sinni á þennan hátt. Ég þéna alveg nóg og ég þarfnast þess ekki alls fyrir sjálfa mig Ég hef engan sérstakan áhuga á fötum og alls engan áhuga á skartgrip- um — eiginlega ætti ég helzt að fá þá gefins, finnst yður það ekki lika?" Bernarþýzkan hennar læt- ur mjög skemmtilega í eyr- um Þegar henni verður á í mállýzkunni bregður fyrir þótta í framsögninni og frosti í frásögninni — ef Bernar- þýzka væri heimsmál, væri það heitasta ósk allra listunn- enda að fá að hlýða á Ursulu Andress lesa úr verkum Dúrrenmatts. „Bernarþýzkan min? — Hún hljómar svona undar- lega, af því að ég tala hana eins og barn. Ég var sextán ára er ég fór þaðan — til Rómar, svo til Englands, svo Hollywood. Þar var ég inn- lyksa vegna samninga, fékk slæmt handrit, 1962, „Dr. No" hét myndin, það grædd- ust margar milljónir dollara á henni — Eftir það hef ég búið í veröldinni, þar sem ástin dafnar, eða þar sem vinnan hefur rekið mig i það og það skiptið " James Dean hafði orðið skotinn i henni. Hann vildi giftast henni. Hún tók hinn fallega John Derek fram yfir hann. Undarlegt, þvi hún var alveg nógu falleg sjálf. Derek — leikari og Ijósmyndari að jöfnu — myndaði hana sem heilladis baðandi í læk og seldi „Playboy" myndirnar. „Þetta var heilmikið mál — i þá daga. Það hjálpaði mér ekki áfram. Ég hef aldrei leik- ið í slikum myndum. Ég er ein af þeim siðprúðari i þess- um bransa Ég leik alls ekki i sex-atriðum. Og eiginlega ekki heldur í atriðum þar sem leikkonan þarf að vera nak- in." Að sjálfsögðu hefur hún leikið alveg berstrípuð. Ef hún hefði verið án „Arpége" og álímdu fölsku augnhár- anna hefði hún sennilega verið enn naktari, og allir, sem voru við upptökuna, voru þeirrar skoðunar, að hún hefði sem Lady Godiva jafnvel leikið hinar fegurstu gyðjur i kút og klessu. Og það þrátt fyrir að hún borði eins og flóttabarn í matvæla- búri grænmetissúpu, nauta- steik, kjötbollur og svo á eft- ir, það sem eftir var af boll- um á minum diski. „Kvikmyndastarfið er erf- itt. Ég stunda það ekki leng- ur en sótzt verður eftir mér. Lögfræðingar mínir ganga frá öllum mínum sanningum. En ég bý mig undir næsta starf. Ljósmyndun. Hér í Vín langar mig til að mynda allt, sem er i barok-stil. Gina Lollabrigida? Ég veit ekki. Ég er ekki hér til að gagnrýna hana. En ég lít öðrum augum á Ítalíu, ég hefði myndað hana á annan hátt." Og svo útskýrði hún fyrir mér af hinni mestu þolin- mæði, hvers vegna hún veitti aldrei nein blaðaviðtöl. „Einkalif mitt tilheyrir ein- ungis mér og við það stend ég. Ég deili ekki með öðrum. Ef á að komast af á þvi sviði má maður ekki vera of ind- æll, annars er maður glatað- ur. Aðal vandamál mitt er „Survival", að lifa þetta af. Ég hefði heldur viljað fæðast fyrir 50 árum. Hér áður fyrr var fólkið ekki svona misk- unnarlaust. Ekkert, sem indælt er, fær að njóta sín fyrir þessu fólki. Veröldin er á góðri leið með að fremja sjálfsmorð." Hún fékk sér kaffi i mestu rólegheitum. Af því að hún var einmitt i þvi skapi, brosti hún framan í myndavélina. Svo rauk hún á fætur og bað mig feimnislejga „vel að lifa" („Laeb 'id won" á Bernar- þýzku) og þvingaði sig síðan aftur í sjálfvalið gervi ókurteisinnar, sennilega með það í huga að lifa þetta af það sem eftir var dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.