Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977 WFTLEIDIR S 2 11 90 2 11 38 ■ (fMfc 5IMAK |[y 28810 car rental 24460 bilaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 FERÐABi'LAR hf. Bdaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar. 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V_______________2 Útför Aðalgeirs í Álftagerði Útför Aðalgeirs Kristjánssonar í Alftagerði var gerð frá Skútu- staðakirkju s.l. laugardag að við- stöddu fjölmenni. Séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað jarðsöng. Aðalgeir andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík eftir all- langa veru þar. Hann fæddist i Hörgsdal 20. des. 1892. Var hann vinnumaður m.a hjá séra Arna Jónssyni á Skútustöðum og flutt- ist með honum austur að Hólmum í Reyðarfirði. Síðan var hann hjá séra Hermanni Hjartarsyni á Skútustöðum. Hann hóf búskap á Bjarnarstöðum, en fluttist i Álfta- gerði 1945 og bjó þar upp frá því. Eiginkona hans var Rebekka Jónsdóttir. Hún er látin fyrir nokkrum árum’ Þau eignuðust eina dóttur, Arnfríði, og býr hún i Álftagerði með syni sínum Jó- hanni. Þau hjónin Aðalgeir og Rebekka voru vel látin af öllum sem til þekktu, greiðasöm og góð- viljuð. — Kristján. F jórir sóttu um prófessorsembætti í jarðeðlisfræði Umsóknarfrestur um pröfess- orsembætti í jarðeðlisfræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands, sem auglýst var laust til umsóknar 15. júlí s.l., rann út 1. september s.l. Umsækj- endur eru: Dr. Guðmundur Pálmason, dr. Leó Kristjánsson, Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, og Sveinbjörn Björns- son, eðlisfræðingur. Rótað í gámum BROTIZT var um helgina inn í vöruskemmu Eimskipafélags ts- lands við Faxagarð. Var farið þar í flutningagáma, mikið rótað í þeim og einhverju stolið. Þá var um helgina brotizt inn i Vélsmiðj- una Klett í Hafnarfirði. Útvarp ReykjavíK FIM41TUDKGUR 22. september MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfegnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og (forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna ki. 8.00: Agúst Björnsdóttii byrjar lestur „Fuglanna rninna", sögu eftir Halldór Pétursson. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólf- ur Stefánsson talar við Kristján Friðriksson iðn- rekanda um auðlindaskatt o.fl. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Nathan Milstein og Leon Pommers leika Fiðlusónötu nr. 12 „La Follia“ op. 5 heft- ir Corelli/Auréle Nicolet og Hátíðarhljómsveitin í Lucerne leika Flautukon- sert í G-dúr eftir Tartini: Rudolf Baumgartner stj./Maurice André og Marie-Claire Alain leika Konsert I d-moll fyrir trompet og orgel eftir Albinoni/Anton Heiller og kammersveit leika Sembal- konsert nr. 1 I d-moll eftir Bach; Miltiades Caridis stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Ulfhild- ur“ eftir Hugrúnu Höfundur les (17). 15.00 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveitin í Vínarborg leikur Svítu í sex þáttum fyrir strengjasveit eftir Leos Janácek; Henry Swoboda stjórnar. Régine Crespin syngur með frönsku útvarpshljómsveitinni „Wesendonksöngva", laga- flokk eftir Richard Wagner; Georges Prétre stjórnar. Fílharmoníusveit Lundúna leikur „Mazeppa", sinfón- ískt Ijóð nr. 6 eftir Franz Liszt; Bernard Haitink stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stepensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.25 Daglegt mál Gisli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar. Sigurður Kristinsson kenn- ari talar um Snæfell. 20.05 Samleikur í útvarpssal: Valva Gísladóttir og Agnes Löve leika á flautu og píanó tónverk eftir Poulenc og Debussy. 20.20 Leikrit: „Of seint að iðr- ast“ eftir Walter K. Daly Þýðandi: Eiður Guðnason. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Norman Randver Þorláks- son Kevin .......Hákon Waage Manna ...Guðbjörg Þor- bjarnadóttir Billy .... Jón Sigurbjörnsson Kata ......... Margrét Guðmundsdóttir Hjúkrunarkona .. Jóhanna Norðf jörð Læknir ....Ævar R. Kvaran Dyravörður .. Flosi Olafsson Jói frændi Arni Tryggvason Aðrir leikendur: Kristín Jónsdóttir, Skúli Helgason, Kjartan Bjargmundsson, Erla Skúladóttir og Guðrún Jónsdóttir. 21.25 Tónverk eftir Jón Þórarinsson a. Prelúdía, kóral og fúga. Ragnar Björnsson leikur á orgel. b. Sónata fyrir klarinettu og pianó. Egill Jónsson og Guðmund- ur Jónsson leika. c. „Of Love and Death“. Kristinn Hallsson og Sinfónuhljómsveit Islands flytja; Páll P. Pálsson stjórnar. d. Sex gamlir húsgangar með nýjum lögum. Guðrún Tómasdóttir syng- ur. Olafur Vignir Alberts- son leikur á píanó. — Atli Heimir Sveinsson flytur formálsorð. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: ,J)ægradvöI“ eftir Benedikt Gröndal Flosi Olafsson leikari les (10). 22.40 Kvöldtónleikar a. „Þjófótti skjórinn", for- leikur eftir Rossini. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur; Perino Gamba stjórnar. b. Sinfónía nr. 6 í F-dúr „Sveitalifshljómkviðan“ eftir Beethoven. Cleveland hljómsveitin leikur; George Szell stj. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 23. september 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Prúðu leikararnir (L). Leikbrúðurnar skemmta ásamt leikkonunni Juliet Prowse. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 20.55 Hvað næst? Umræðuþáttur um jafnrétti karla og kvenna. Bein útsending. Meðal þátttakenda Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Bcrgþóra Sigmundsdóttir, Björg Einarsdóttir, Bryndfs Schram, Haraldur Blöndal, Ragnar Tómasson og Stefán Karlsson. Stjórnandi Ölafur Ragnar Grímsson. 21.55 Nakinn sannleikurinn. (The Naked Truth). Bresk gamanmynd frá árinu 1956. Aðalhlutverk Terry Thomas, Peter Sellers, Peggy Mount, Shirley Eaton og Dennis Price. Utgefandi hneykslisblaðsins „Nakta sannleikans" kúgar té út úr fjórum frægum þjóðfélagsþegnum, lávarði, sjónvarpsstjörnu, rithöf- undi og fyrirsætu. Þetta góða fólk vill ekki sæta f jár- kúgun, og hvert þeirra um sig ákveður að koma óþokk- anum fyrir kattarnef. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 23.20 Dagskrárlok. Helgi Skúlason Hákon Waage. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Hðn Sigurbjörnsson. Arni Tryggvason. Randver Þorláksson. Leikrit vikunnar kl. 20.20: Of seint að iðrast þegar karlinn er að drepast í KVÖLD kl. 20.20 ver8ur flutt leikritið „Of seint að iðrast" eftir Walter K. Daly. Þýðinguna gerði Eiður Guðnason, en leikstjóri er Helgi Skúlason. í helztu hlutverkum eru: Hákon Waage, Jón Sigurbjörns- son, Margrét Guðmunds- dóttir, Randver Þorláksson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Árni Tryggvason. Flutn- ingur leiksins tekur rúma klukkustund. Leikritið segir frá sam- skiptum sonar við dauð- veikan föður sinn. Sonur- inn Kevin er hálft i hvoru Eiður Guðnason. að hugsa um að fara til útlanda með vini sínum, en vill vita áður hvernig föður hans reiðir af. Kevin hefur i rauninni aldrei gert sér Ijóst, hvers virði hann var honum, en nú opnast augu hans smám saman. Walter K. Daly er enskur höfundur, sem hefur eink- um fengizt við að skrifa útvarpsleikrit. Þetta er fyrsta leikrit hans, sem flutt er i íslenzka útvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.