Morgunblaðið - 22.09.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977
Módel Jan Holck-Larsen frá Danmörku, dagfíreiðsla.
Klipping og blástur, model Sigurður G. Benónýssonar.
Model Kate Grasson frá Danmörku, en hún var nr. 2 í
keppninni í daggreiðslu.
Lokkar, skúlptúr og andtttsfegrun,
Norðurlandakeppni hárgreiðslu- oghárskurðarmeistara 1977
Sunnudaginn s.l. var haldin
Norðurlandakeppni í hárskurði
og hárgreiðslu í Laugardals-
höllinni í Reykjavfk. 46 kepp-
endur tóku þátt í keppninni frá
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Islandi. Dómarar
voru frá öðrum löndum Evrópu
og Bandarfkjunum. Slík
keppni á milli Norðurlandanna
er haldin annað hvert ár og
verður næst haldin í Finnlandi.
Þetta var í fyrsta skipti sem
keppnin er haldin hér á landi,
og í annað sinn sem Islending-
ar taka þátt í öllum þeim grein-
um sem keppt er í.
Sigurvegari í daggreiðslu var
Esa Kokko frá Finnlandi, f
tízkuklippingu herra sigraði
Niels Sehou. I klippingu og
hlæstri vann Björn O.
Thorstensen frá Noregi en
hann vann einnig Galahikar-
inn. Sigurður G. Benónýsson
var nr. tvö f klippinu og
blæstri. I skúlptúr-klippingu
varð Jens Erik Behrnedtz frá
Danmörku sigurvegari. I Morg-
unhlaðinu í gær voru birtar
myndir af aðalverðlaunahöfun-
um og greiðslum þeirra.
Verðlaunin samtals kl.
500.000.- voru al'hent sigurveg-
urunum f fjölmennu hófi á
Hótel Sögu um kvöldið, og
færðu þar sambönd hár-
greiðslu- og hárskurðarmeist-
ara á Norðurlöndunum ís-
lenzka samhandinu, sem stóð
að keppninni, veglega gjöf, en
það átti 10 ára afmæli í maí s.l.
Aðsögn Arnfríðar Isaksdótt-
ur, framkvæmdastjóra keppn-
innar, eru slík mót mjög já-
kvæð fyrir hárskurðar- og hár-
greiðslumeistara, þar sem und-
irhúningurinn er mikill og
þjálfunin sem fylgir. Hún sagði
ennfremur, að ftalskur dómari
sem boðaður hefði verið á mót-
ið hefði ekki komið, en það
hefði verið mjög óhagstætt
fyrir íslenzku keppendurna,
sem hefðu lagt mikla áherzlu á
„ítölsku línuna" í undirbún-
ingi sínum fyrir keppnina, en
Italir eru nú heimsmeistarar á
þessu sviði.
Islenzkir fegrunarsérfræð-
ingar voru einnig með sýningu
allan sunnudaginn í anddyrinu
f Laugardalshöllinni.
Módel Hjördísar Moberg frá Svfþjóð.
Kkúlptúrklipping.
Kvöldgreiðsla.
Bára Kemp greiðir sfnu módeli.
Módel Kaf
Finnlandi.
Kvöldgreiðsla.
* SAMBAND
-
Módel ýmissa snyrtivörumerkja sem þekkt eru í tízkuheiminum.