Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977
15
Bók Guðrúnar Jacobsen
fær góða dóma í Danmörku
EINS og sagt hefur verið frá í
fréttum er samsagnasafnið „Den
lille mester“ eftir Guðrúnu Jacob-
sen nýkomið út á forlagi Birgitte
Hövring í Danmörku. Mbl. hafa
borizt nokkrar umsagnir úr
dönskum blöðum um bókina. I
Jyllandsposten er fyrirsögnin:
„Islenzk Guðrún með hæfileika".
Þar sem i öðrum umsögnum er
vakin athygli á hversu Danir séu
fáfróðir um íslenzkar samtíma-
bókmenntir ef Gunnar Gunnars-
son og Halldór Laxness séu frá-
taldir. Nú sé hér kynnt skáld-
kona, algerlega óþekkt í Dan-
mörku, og hún hafi skrifað skáld-
sögu, ljóð og leikrit, fengizt við að
mála og haldið sýningar í Reykja-
vík. Guðrún sé hógvær og virðist
sem hún þreifi sig áfram. Hæfi-
leikar hennar dyljist ekki og bók
hennar eigi erindi til danskra les-
enda.
í Arhuus Stiftstindende segir: I
Danmörku þekkjum við ekkert til
Guðrúnar Jacobsen. Hún er sögð
vera gædd fjölþættum hæfileik-
um, hafi skrifað skáldsögu, ljóð
og leikrit og einnig hafi hún að
baki teikningar og málverkasýn-
ingar. Hér er hún kynnt með
nokkrum smásögum. Þær eru
ekki vitund íslenzkar, ef þar með
er átt við að þær einkennist af
náttúru landsins, sérkennum
fólksins, eða efnahagslegri eða
pólitiskri þróun. Þær eru tfma-
lausar í lýsingum á smáfólki af
öllu tagi, börn og fullorðnir i
hvunndagsönnum sínum. Yfir
þeim hvílir innilegur tónn, samúð
með örlögum þeirra sem íeita
hamingjunnar í því kyrra og
smáa. En það er einnig nokkur
ævintýrablær yfir sumum þeirra.
Málfar sagnanna er einfalt og
blátt áfram en kannski ekki nógu
dirfskufullt. í Land og folk er
itarleg grein í ,tilefni útkomu
bókarinnar. Þar er vikið að is-
lenzkri bókmenntahefð og sem
annars staðar fjallað um
ókunnugleika á rithöfundum af
yngri kynslóðinni á Islandi.
Farið er viðurkenningarorðum
um sögur Guðrúnar og sagt að
með hlýjum og knöppum stíl séu
dregnar upp myndir af mönnum
og dýrum, sem veki eftirvæntingu
lesandaris. Er minnzt á nokkrar
sögur sérstaklega og í niðurlagi
greinarinnar segir:
„Guðrún Jacobsen er rithöf-
undur sem við höfum hug á að
hitta aftur, hún er allrar athygli
verð.“
llt og suður
um nelgina
Flugfélag fslands býður upp á
sérstakar helgarferðir allan veturinn
fram undir páska: Ferðina og dvöl á
góðum gististað á hagstæðu verði.
Út á land, til dæmis í Sólarkaffið
fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár-
króki eða þorrablót fyrir austan, til
keppni í skák eða í heimsókn til
kunningja. Víða er hægt að fara á
skíði.
Suður til Reykjavíkur vilja flestir
fara öðru hverju. Nú er það hægt
fyrir hóflegt verð. Þar geta allir
fundið eitthvað við sitt hæfi til að
gera ferðina ánægjulega. Margir hafa
notað helgarferðirnar og kunnaðvel
að meta.
Gerið skammdegið skemmtilegt!
Leitið upplýsinga hjá skrifstofum
og umboðum um land allt.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
INNANLANDSFLUG
Eftirl dag
hefst iðnkynnmg
' Laugardalshöll
Pá veróur höllin með hýrri há
Klukkan 4 á morgun verður iðnkynning- Flugleiðir bjóða sýningargestum 25%
in í Laugardalshöll opnuð öllum lands- hópafslátt af fargjaldi í innanlands
mönnum. Kynningin stendur í 10 daga flugi.
aðeins, mun skemur en venjulegar
vörusýningar.
Iðnkynningin í Laugardalshöll verður opin til kl. 23. daglega.
Húsinu lokað kl. 22. Opnað kl. 13 laugardaga og
sunnudaga, kl. 15 í miðri viku.
Hittumst í Höllinni og tökum þátt í
fagnaðinum.
■ ■fllÐNKYNNINGiti
LAUGARDALSHÖLL
■ 123. sept.~2.okt/77