Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.09.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977 VtEO /C.>)V, MOBgJN-yy:’ BAFtlNli W Grani göslari Þessi er re.vndar of dýr, hún á að vera I gestaherberginu okk- ar! Eg er klár á því að Siggi okkar sé mikið efni, en gæti hann ekki eins bvrjað að teikna hlómvendi og þessháttar? BRIDGE Umsjón: P6H Bergsson FRA LEIK Islands gegn Júgóslaviu á Evrópumeistaramót- inu 1977. Spilið hér að neðan hafði ekki mikil áhrif á úrslit leiks þessa. Niu impar græddir en landinn tapaði leiknum með fjór- um stigum gegn sextán. En spilið er skemmtilegt. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. ÁK107 H. A T. ÁK107 L. A1074 Vestur S. 43 H. KG10965 T. 9842 L. 8 Suður S. D62 H. 873 T. G63 L. DG53 Austur S. G985 H. D42 T. D5 L. K962 Hrædilegt ef dýr- ,,Ég hlustaði í gærkvöldi á út- varpsþátt er tileinkaður var hin- um árlega Degi dýranna, en hann var að þessu sinni í gær, 18. 9. Heyrðist þar margt fróðlegt að vanda. Einna athyglisverðust var fréttin um dýraspítalann okkar. Mörgum hefur verið það ráðgáta hvers vegna hann tæki ekki til starfa. — Það fæst aðeins ensku- mæiandi læknir til að taka hann að sér. — Hljótum við að vera yfirdýra- lækni sammála: Það væri hræði- legt ef kettirnir skyldu hann ekki, ekki er alveg örugg að Sigfrið dýrahjúkrunarkona yrði nógu fljót að þýða fyrirmælin. Var nokkuð nefnt hvort hann mætti bregða fyrir sig latinu? Á sjúkrahúsum og elliheimilum hér eru útlendingar við störf. Ég hefi ekki heyrt þess getið að þeir þurfi að læra íslensku til að fá vinnuleyfi. En það gjörir sjálfsagt minna til þótt mannfóikið skylji ekki það sem við það er sagt. Vona ég að Sigfrfð Þórisdóttir fái sem fyrst þá aðstoð er hún þarf til að geta starfrækt dýraspítalann. Ég hefi séð hana meðhöndla sjúklinga sína og fósturbörn og gjörir hún það ekki aðeins af górði kunnáttu heldur einnig af þeirri alúð og nærgætni er aðeins þeim er gefið er þykir vænt um þá er þeir eiga að annast. Þuríður J. Sörensen hjúkrunarfræðingur." Þetta var um málefni dýra- spítalans, en um þau hefur verið nokkuð hljótt að undanförnu. Velvakandi getur tekið undir þá ósk að þessi stofnun komist i gang hið allra fyrsta, verkefni fyrir hana eru án efa mýmörg. Einhver Ijón virðast vera í veginum eins og bent er á hér að framan og þyrftu dýravinir e.t.v. að taka höndum saman til að ráðast í að leysa þau vandamál og styðja þessa nýju stofnun til þeirra verka er hún skal annast. 0 Um heims- kommúnisma ,,Ég er nú svo heppin að vera ráðin upp á fritt fæði og húsnæði svo ég hef nógan tíma til þess að hlusta á útvarpið mér til fróðleiks og skemmtunar. Margt furðulegt hef ég heyrt, en það furðulegasta af öllu var þegar einhver i þætti Páls Heiðars vítti Vestur- Þjóðverja fyrir hvað þeir voru vondir við kommúnista og nefndi dæmi máli sínu til sönnunar. Það á hver heilvita maður að geta skilið Vestur-Þjóðverja, það eru ekki svo mörg ár siðan það land var rjúkandi rúst. Það voru ekkí kommúnistar sem fram- kvæmdu vestur-þýzka efnahags- undrið svokallaða. Það var fólk sem þekkti nasismann og tók á móti mörgum milljónum alls- lausra flóttamanna sem flýðu kommúnistmann. Það gerði það með glöðu geði, en þá var byggður Berlínarmúrinn. Hvaða maður sem lika sá það mannvirki i smíð- um mun gleyma því? Þetta mann- virki hlaut svo mikið lof hjá Þjóð- viljanum á sínum tima að engu var líkara en að Þjóðviljamenn- irnir hefðu viljað starfa þar. Sú atvinna, sem þar er stunduð, er einhver sú svívirðilegasta sem hugsazt getur, þar er skotið á sak- laust fólk sem ekkert hefur af sér gert nema að vilja alls ekki búa við kúgun kommúnistmans. Þá er að nefna dæmin, sem sýna áttu gerðir vestur-þýzkra yfir- valda. Annað dæmið var það að kommúnista hafði verið neitað um stöðu sem lestarstjóri. Hefur ekki Vestur-Þýzkaland það mörg dæmi um gerðir austur-þýzkra njósnara, sem notað hafa sér frelsið i landinu til skaða? Þeir gleyma ekki ævintýri Willy Brants og lestarstjóri ber ábyrgð á mörgum mannslifum og þau eru nú ekki i háu gengi hjá kommún- istum eins og ailir vita. Hitt dæmið var um biskup, sem harðneitaði kommúnista um em- bætti. Ég man þegar Furtseva þá- verandi menntamálaráðherra Rússa kom hér og sagði að það væri útilokað að sameina kristin- dóm og kommúnisma, og hún vissi hvað hún söng. Það var i Ungverjalandsbyltingunni að prestur var á bandi Rússa. Þá var einum að orði: „Hvernig ætlar þú á morgun að biðja fyrir Ungverj- um, eins og biskupinn hefur fyrir- skipað?“ Þá varð þjönn Drottins sagnafár. Auðvitað þýddi ekkert að biðja fyrir Ungverjum, þvi Eins og sjá má eru sex lauf nokkuð góður samningur, sem hvorugu liðinu tókst að ná. A öðru gengu sagnir þannig: Voslur NorrtU' 2 11 » pass 2 II pass I S Auslur Surtur pass 2 S » Pass *> ogallirpass I norður var Hörður Arnþórs- son en suður Þórarinn Sigþórs- son. Heldur virðast sagnir þeirra félaga fljótfærnislegar. Þörarinn segir ekki eðlilega frá spilum sín- um jafnvel eftir sérstaka beiðni makkers. En hann bætti það upp með því að ná yfirslag. Vestur spilaði út hjartagosa og Þórarinn byrjaði á að athuga tígulleguna. Eftir að drottningin kom i spilaði hann tígulsjöinu en þá lét austur hjarta. Og eftir það var ellefti slagurinn tiltölulega auðfenginn. Á hinu borðinu varð loka- samningurinn þrjú grönd. Glannalegur samningur við fyrstu sýn en hefur ekki svo slæmar vinningslíkur. Hvernig sýnist þér, lesandi góður, að best sé að spila spilið eftir að út kemur hjarta?. Eins og svo oft finns besta leið- in með því að telja tökuslagi og síðan þá, sem mögulegir eru. Sjö slagir sjást beint. Og ef drottning- ín kemur i tigulás og köng verður laufsvíningin óþörf. Júgóslvainn tók slagina í þessari töð og vann sitt spil. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANÖER Benedikt Arnkelsson þýddi 49 Durban. Við héldum, að hann mundi leita okkur uppi, svo að við ættum að minnsta kosti einn vin meðal hvftra manna. Ég gerði mér i hugarlund, að þessi Forss ætti konu sem ég gæti umgengizt. Það er aidrei hægt að komast almennilega í tengsl við þessar indversku konur. En Forss brást okkur. Ahmed sá hann meira að segja hverfa inn f undirgang til þess að komast hjá að hitta hann. Það var augijðst, að hann skammaðist sfn fyrir að láta sjá sig með Ahmed. Eg hef aldrei séð Ahmed eins örvæntingar- fullan og þá. Það liðu tveir dag- ar, áður en hann gat sagt mér frá þcssu. Sfðan hefur hann verið svo einkennilegur — harður, öfgafullur og erfitt að átta sig á honum. Það cr eins og hann hafi misst allt, sem hann hafði frá Evrópu. Stundum finnst mér engu Ifkara en hann sé aftur orðinn Austurlanda- maður og múhameðstrúarmað- ur. En það var ekki Austurlanda- húi, sem ég vildi giftast. Það var Vesturlandabúinn Ahmed, sem ég unni, þessi geðþekki, gáfaði, kurteisi stúdent. Eða var það hinn ástrfðufulli, dul- úðugi Austurbúi, sem ég laðað- ist að? Uss, þviifk hcimsku- spurning! Það er ekki hægt að skipa mönnum í bása á þennan hátt: Austurlandabúar, Vestur- landabúar! Sá, sem ég elska, er nefnilega maðurinn Ahmed! En ég vildi að ég gæti áttað mig á honum og skilið hann! Eg veit aldreí, hvernig hann muni bregðast við. Stundum ætlar hann að ganga af göflunum út af smámunum. Aðra stundina dettur ekki af honum né drýp- ur, þótt ég vænti þess, að hann stökkvi upp á nef sér. Hverníg er hann eiginlega? Er hann góður? Varla. Hann er of sjálfs- hugull og of viðkvæmur til þess. En f Englandi fannst pilt- Unum hann vera góður félagi. Tilfinningamaður? IVIá vera, en sé svo, hefur hann allt aðrar tilfinningar en ég. Fagurkeri? Já, fram í fingurgóma. Ástleit- inn? Já, svo sannarlega. En samt er hann mér algerlega trúr. Hann lítur ekki einu sinni á konur af neinum áhuga. Ég mun aldrei skilja hann til fulls. Hann hefur mjúkt hár og dásamleg augu, og svo er hann einmitt óhamingjusami piltur- inn minn, sem ég elska. Og ég vil vera hjá honum, hvað sem að höndum kann að bera. Þér finnst sjálfsagt, að nú sé ég farin að verða leiðinleg, svo að ég ætti vfst að vfkja að öðru skemmtilegra efni. Þú hefur Ifklega lesið um hina ógurlegu árekstra, sem urðu í Durban fyrir nokkrum mánuðum? Við vorum aftur f Durban, rétt eftir að ég skrifaði þér fyrra bréfið. Þá liðu nokkrir róstursamir dagar. Svertingjar fóru um göt- urnar þúsundum saman. Þeir öskruðu og ráku f gegn alla Indverja, sem þeir náðu til, með spjótum sfnum. Þrjú hundruð voru drepnir og sextán hundruð særðir. Fjöl- margar indverskar verzlanir voru rændar og brenndar. Við héldum okkur innanhúss dög- um saman, svo að ég sá ekki mikið af þessu sjálf. En fólk sagði frá þvf, að Súlúmennirnir hefðu rekið indverskar konur og börn inn f hús, og sfðan kveiktu þeir f því og hrenndu það til grunna. Marga aðra neyddu þeir til að stökkva fram af fjailsgnípu út f opinn dauðann. Lögreglan hafðist lítt að, og hvítu menn- imir voru f sjöunda himni yfir þvf, að þeir þeldökku tókust á sfn á milli. Ahmed var mjög beygður þessa daga. Hann hafði alltaf haldið, að Svertingjarnir tækju málstað Indverja gegn hvft- ingjunum. En hann huggaði sig með þeirri skoðun, að svo mikið væri hatur og beiskja svertingj- anna, að þeir yrðu að berjast víð einhverja. Og þar sem hvítu mcnnirnir hafa skotvopn og njóta auk þess frábærrar verndar lögreglunnar. þá réð- ustu negrarnir á Indverja í staðinn. Spennan átti semsé að fá útrás á Indverjum. Ég býst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.