Morgunblaðið - 22.09.1977, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977
33
U „ -£**>
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
Stjörnumerkið Hjarðmaðurinn er líkt flugdreka að lögun. Allar
stjörnur þess eru daufar, nema stðrstirnið Arktúrus, sem er ein af
björtustu stjörnum himinsins.
engin bæn er svo heit að hún geti
bjargað þjóð, sem komin er í klær
heimskommúnismans, þess vegna
telur enginn eftir sér, sem frjáls
vill lifa að verai í Nato, því það
hefur heft útþenslu kommún-
ismans i Evröpu hingað til.
Húsmóðir.“
% Stjarnblik
„Ut varð mér gengið í kvöld
(31. ágúst 1977) og er ég leit til
lofts, var himinhvelfingin öll
stjörnum skrýdd. (Þetta er fyrsta
heiðskíra kvöldið á þessu síð-
sumri.)
Þarna blikuðu þær hundruðum
saman, stórar og smáar, bjartar og
daufar, i ýmsum litbrigðum, svo
unun var á að horfa.
Ein stjarna, fremur lágt á
vesturhimni, dró að sér sérstaka
athygli mina. Hún Ijómaði svo
skært, og rauðgult blik hennar
var sérstaklega áberandi. Hvaða
fagra stjarna var þetta?
Hér var á ferðinni sólstjarnan
Arktúrus í stjörnumerkinu Hjarð-
maðurinn, (Bootes) Hún er ein af
björtustu stjörnum himins.
Stjörnumerkið Bootes (Hjarð-
manninn) er auðvelt að finna, ef
framlengd er lina vagnkjálkans i
Karlsvagni, uns komið er að stór-
stirninu Arktúrusi. Arktúrus er
eina stjarnan, sem nefnd er með
nafni í Biblíunni (iJobsbók).
Arktúrus er i þvermál um 30
þvermál sólarinnar. Fjarlægð
Arktúrusar er um 38 ljósár frá
okkar sólhverfi. Við sjáum þvi
störnuna eins og hún leit út fyrir
38 árum, því ljósgeislarnir, sem
nú eru að berast frá henni til
jarðar og mæta augum okkar,
lögðu af stað fyrir 38 árum frá
yfirborði stjörnunnar, eða árið
1939.
Hraði ljóss er mesti hraði sem
mældur hefur verið, en það bylgj-
ast fram um geimdjúpin frá
hverri lýsandi sól með um 300
þús. km hraða á sek. Frá okkar sól
til jarðar er Ijósgeislinn 8 minút-
ur að berast (um 150 millj. km
vegalengd). Frá Slriusi berst
hann okkur á 8 og hálfu ári, frá
Kapellu á 42 árum, frá Deneb i1
Svaninum á 400 árum. Geislarnir
frá Deneb, sem nú mæta augum
okkar, hafa þvi lagt af stað árið
1577 ef mælingar stjörnufræð-
inga eru réttar svo sem ætla má.
Þessar stjörnur og ótal aðrar
mega allar heita nágrannar okk-
ar, stjarnfræðilega séð, því lang-
flestar stjörnur himinsins eru
miklu fjarlægri, og sjást aðeins
sem litlir Ijósdeplar og varla
sjáanlegir með berum augum.
Með litlum sjónauka fjölgar sýni-
legum stjörnum margfaidlega, og
sýnast þá þessir litlu deplar
standa þétt, hver við annars hlið.
En raunverulega eru þó bilin
milli þessara litlu, þéttsettu depla
engu minni þar en hér, og nema
yfirleitt mörgum ljósárum milli
hverrar stjörnu.
Furðulegur er þessi mikli al-
heimur, og furðulegar allar
stjörnur hans. Heillaðir horfum
við jarðbúar á fegurð himinsins á
heiðrikum kvöldum. Blikandi
stjörnur geimsins í öllum litbrigð-
um þeirra beina hug okkar til
lífstöðva, sem þar hljóta að finn-
ast.
Furðulegar eru stjörnur
himinsins, en ennþá miklu furðu-
legra hlýtur það lif að vera, sem
þróast hefur í skauti þeirra um
milljónir alda.
Þegar við horfum til stjarn-
anna, hlýtur okkur að verða hugs-
að til annara mannkynja, sem
heima eiga á jarðstjörnum ann-
arra sólkerfa, og til þeirra lífsam-
banda, sem hljóta eiga sér stað
milli alls sem lifir i alheimi.
Ingvar Agnarsson."
Þessir hringdu . . .
% Hvað kostar
menningin?
Spurull:
— Um Iangt skeið hefur verið
unnið að þvi að lagfæra hús það
er keypt var fyrir Listasafn ís-
lands, er eitt sinn var frystihúsið
Herðubreið og síðar Glaumbær.
Var húsið keypt fyrir nokkrum
árum að mig minnir og ráðgert að
endurnýja það sem þurfti og lag-
færa til að hægt væri að hýsa
þarna þá starfsemi sem Listasafn-
ið hefur með höndum. Ekki hefur
komið fram, ekki nýlega a.m.k.,
hvað þessar aðgerðir kosta, en
fróðlegt væri að fá það upplýst.
Að sjálfsögðu ber að hlúa að list
og menningu, en verður ekki lika
að gæta þess að það kosti ekki of
mikið? Með þessum orðum er þó
ekki verið að halda fram að of
miklu hafi verið til kostað, en
ekki væri úr vegi að fá að vita það
svo menn geti i það minnsta
myndað csér skoðun á því og geti
fylgzt með hvað hitt og þetta kost-
ar hjá okkur.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A Olympiuskákmótinu í Haifa i
fyrra kom þessi staða upp i skák
þeirra Godoy (Chile), og Ochoa
(Spáni), sem hafði svart og átti
leik.
26 ... Hf3!, 27. Dh2 (Eftir 27. gxf3
— Rxf3+ á hvítur ekki um annað
að velja en leika 28. Dxf3) Hxh3!
og hvítur gafst upp.
Tónlistarskóli Grindavíkur
tekur til starfa 1. október. Kennslugrein-
ar: Pianó, orgel og blásturshljóðfæri og
undirbúningsdeild. Væntanlegir nemend-
ur hafi 'samband við skólastjóra. Eldri
nemendur staðfesti umsóknir. Nemendur
hafi stundarskrár með.
Skó/astjóri.
Frá
Badmintondeild
Gerplu
Lausir tímar eru á sunnudags- og föstudags-
kvöldum. Einnig í hádegi mánudaga og mið-
vikudaga. Upplýsingar í síma 44708 og
41110.
V^ERPLfy
BALLETTSKÓLI
EDDU
SCHEVING
Skúlagötu 34.
Kennsla hefst í byrjun október. Innritun og
upplýsingar í síma 76350 kl. 1 —4 e.h.
DANSKENNARASAM BAND ÍSLANOS óóó
R O Y A L
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
Austurbær:
Lindargata
Uthverfi: Selás
Upplýsingar í síma 35408
fógtntfrlfifeife