Morgunblaðið - 09.10.1977, Side 2

Morgunblaðið - 09.10.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 Eina fyrirframsala SR á mjöli farin fyrir gerðardóm FRAMLEIÐSLA Síldar- verksmiðju ríkisins í Siglufirði á þessu ári er nú að náigast um 100 þúsund tonn af loðnumjöli og hef- ur ekki orðið þar meiri. Listahátíð 1978: Reyna ad fá Theodorakis og Dubliners Listahátíðarnefnd 1978 er byrjuð að undirbúa Listahátfð- ina næsta vor og m.a. er verið að kanna möguleika á því að fá hingað f heimsókn grfska tón- skáldið og vísnasöngvarann Miki Theodorakis sem er kunnur hér á landi fyrir tón- list sína f kvikmyndinni Zorba. A tónleikaferðum Theodorakis fylgir honum hljómsveit og söngvarar. Þá er einnig verið að kanna mögu- leika á því að fá á Listahátfð frska þjóðlagasöngflokkinn Dubliners en hann er einn þekktasti söngflokkur tra. Morgunblaðið hafði sam- band við Davíð Oddsson, for- mann Listahátiðarnefndar, og innti frétta af fyrirspurnum til þessara aðila, en hann kvað engin svör hafa borizt ennþá. Mjölið selst svo til jafnóð- um og það er framleitt, að sögn Jðns Reynis Magnús- sonar, framkvæmdastjóra, og á heimsmarkaði fer mjölverð hækkandi. Mjölverðið er nú í kringum 7 dollarar hver próteineining að því er Jón Reynir sagði, og hefur ver- ið að hækka upp á siðkastið. Lýsið hefur einnig farið hækkandi en Jón taldi að þar væri aðeins um skammtimaástand að ræða og stafaði af timabundnum skorti á jurtaolíu. Síldarverksmiðjurnar gerðu fyrirframsamning um sölu á mjöli og lýsi við danskan aðila í byrjun og var þar um að ræða 2300 tonn af lýsi og um 1500 tonn af mjöli. Lýsið var á góðu verði en mjölið á mjög háu verði, eða á um 8 doll- ara miðað við proteineiningu og þegar á reyndi neitaði danski kaupandinn að taka við mjölinu. Að sögn J'óns hefur þetta mjöl nú verið selt, þar sem ekki er unnt að geyma mjölið um langan tíma en á lægra verði en gert var ráð fyir samkvæmt fyrirframsamningn- um. Málið er nú komið fyrir gerðardóm, sem mun skera úr um það á hvern hátt og að hversu miklu leyti hinn danski kaupandi skuli bæta Síldarverksmiðjunum það tap sem þær hafa orðið fyrir vegna þessa samningsrofs. A sambandsfundi Norrænu félaganna á tslandi í gær var Vilhjálmuf Þ. Gislason, fyrr- verandi útvarpsstjóri kjörinn heiðursfélagi Norrænu félag- anna á Islandi og afhent sér- stakt heiðurskjal í þvf tilefni. Vilhjálmi var sýndur þessi sómi f tilefni af þvf að hann varð áttræður 16. september sl. og fyrir störf sín f þágu nor- rænnar samvinnu. en Vilhjálm- ur hefur tekið þátt í starfi nor- rænu félaganna hér á landi frá upphafi. Hér afhendir Hjálmar Ólafsson formaður Norræna félagsins heiðursskjalið. Málverkauppbod í Kaupmannahöfn: Málverk K jarvals, Júlí- önnu og Jóns til íslands SVNINGUNNI „Septem ‘77“ lýkur f Norræna húsinu f dag. Hafa allmörg verk selzt á sýningunni, en þar sýna Valtýr Pétursson, Guðmunda Andrésdóttir, Kristján Davfðsson, Sigurjón Olafsson, Jóhannes Jóhannesson og Þorvaldur Skúlason. SUMARSVNINGIN í Asgrfms- safni verður aðeins opin í fjóra daga enn, en sýningin var opnuð 22. maf sl. Lýkur henni sunnudag- inn 16. október nk. Safnið verður síðan lokað um tíma meðan komið verður fyrir haustsýningunni, en 1 ráði er að sýna þá eingöngu vatnslitamynd- ir. Sumarsýningin er yfirlitssýn- ing á verkum Asgríms Jónssonar, se m hann málaði á hálfrar aldar tímabili. Margt erlendra gesta skoðaði sýninguna á þessu sumri. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis. I flaumi lífsins fljóta MALVERK eftir Kjarval, Júlíönnu Sveinsdóttur og Jón Stefánsson voru slegin Guðmundi Axelssyni í Klausturhólum á uppboði hjá Kunsthallen í Kaup- mannahöfn fyrir helgina. Munu málverkin koma heim til fslands einhvern næstu daga. Kjarvalsmyndin er fjallamynd, mynd Júlíönnu er frá heimabæ hennar, Vestmannaeyjum, og mynd Jóns er uppstilling. Á uppboðinu voru einnig málverk eftir Svavar Guðnason og Vilhjálm Bergsson. Mynd Svavars seldist á 9000 kr. danskar en mynd Vilhjálms á 200 kr. d. I spjalli við Morgunblað- ið í gær kvaðst Guðmundur Axelsson einnig koma heim með málverk eftir — þriðja minninga- bók sr. Gunnars Benediktssonar BÓKAÚTGAFAN Örn og örlygur hefur gefið út þriðju endur- minningabók Gunnars Benedikls- sonar og nefnist hún „I flaumi Iffsins fljóta". Bókin er gefin út f tilefni 85 ára afmælis höfundar. sem er 9. október. Utgáfan segir svo í frétta- tilkynningu um bók séra Gunnars: Með þessari minninga- bók velur hann sér nýjan vett- vang. Hann tekur sér næði til að hverfa um stund til bernsku- og æskuáranna í einu því byggðar- lagi landsins, sem um aldamótin siðustu stóð fjærst straum nýrra vorboða í lífi þjóðarinnar, — um- flotið og sundurskorið af stór- fljótum i upphafi upplausnar- tímabils hornfirsku skriðjökl- anna. Hann lýsir mannlífi i um- hverfi sem aðeins örfáir eiga nú minningu um og enginn hefur fyrr lýst, er nú ekki lengur til og á sér enga hliðstæðu. 1 hinum umflotnu og sundur- skornu hornfirsku bernskustöðv- um fékk Gunnar fyrstu æfingu í að kljást við straumþunga lífsins, bæði beint og óbeint og bjarga sér yfir ósköddum á líkama og sál, með dirfsku og gætni. En bók sér Gunnars er ekki aðeins lýsing á þessu byggðarlagi. Hún er innlif- un í lif ellefu barna fjölskyldu og lífsreynslu unglinga, sem verða á eigin ábyrgð að taka ákvörðun um, hvar leggja skuli i ólgandi Gunnar Benediktsson vatnsflauma, þar sem um líf eða dauða gat verið að tefla i hverju fótmáli. Glíman við jökulvötn og. óblíða náttúru stældi unglingana og gerði þá hæfari i lífsbaráttunni sem beið þeirra handan næsta leitis — í flaumi lifsins fljóta — en fjarri fer því að yfir frásögn- inni hvíii blær ógna og erfiðleika. Yfir henni allri er bjarmi bernskugleði og æskufagnaðar í leik og starfi. Bókin er sett og prentuð í prentsmiðjunni Viðey. Arnarfell annaðist bókband en kápu- teikningu gerði Hilmar Þ. Helga- son. Ólæti við Tónabæ: 2 lögreglumenn í átök- um við unglingaskara HÓPUR unglinga réðst að tveim- taka fastan þann sem kastað hefði ur lögregiumönnum utan við Tónabæ 1 fyrrinótt. Áttu lögreglu- mennirnir tveir þarna f höggi við stóran hóp unglinga í um hálfa klukkustund áður en þeim barst liðsauki, og var fjöldi unglinga þá tekinn úr umferð og 5—6 þeirra, sem harðast höfðu veitzt að lög- reglunni, var stungið inn. Að sögn annars lögreglumanns- ins, sem fyrir þessu varð, höfðu þeir verið sendir í bíl að Tónabæ vegna óláta þar og þeir tveir orðið eftir meðan bifreiðin ók nokkrum ólátaseggjum á brott. Hafi þeir verið að hverfa á brott fótgang- andi þegar kastað var að þeim flösku, sem lenti milli þeirra og brotnaði þar. Kváðust þeir þá ekki hafa átt annars úrkosta en flöskunni en við það hefði. stór hópur unglinga veitzt að þeim og mikiar sympingar orðið. „Við sluppum þó tiltölulega vel, hlut- um aðeins minniháttar skrámur, en þetta ástand hefur áreiðanlega varað í um hálfa klukkustund eða þar til okkur barst hjálp en þá hafði einhver komið boðum á lög- reglustöðina um hvernig komið væri,“ sagði lögregluþjónninn. Gizkaði hann á að alls hefðu verið um 300—400 unglingar fyrir utan Tónabæ þegar óspektirnar hóf- ust. ----« » » Sumarsýningu Asgrímssafns lýkur senn Blöndal og er það af stúlk- um við saltfiskverkun. Verkfalls- nefnd og kjaradeilu- nefnd á fundi SlÐDEGIS í gær var fyrir- hugaður fundur verkfalls- nefndar BSRB og kjara- deilunefndar til að skera úr um ýmis vafaatriði varðandi framkvæmd verk- falls BSRB, ef til þess kem- ur. Guðni Jónsson, formaður verk- fallsnefndar BSRB, sagði i sam- tali við Mbl. í hádeginu í gær, að hann gæti þá engan veginn gert sér grein fyrir þvi, hver staóan yrði, þar sem verkfallsnefndin hefði ekki fengið lista yfir þá, sem ættu að vinna i verkfalli, og þá, sem ekki ættu að vinna. Hins vegar myndu verkfallsnefndin og kjaradeilunefndin hittast síðdeg- is og þá yrðu þessi mál tekin fyrir og skorið úr um vafaatriðin. f Alitsgerð vís- indamanna um hvað kann að gerast nyrðra LITLAR breytingar hafa orðið á hverasvæðinu í Bjarnarflagi undanfarna daga, að sögn Jóns Illugasonar i Reykjahlíð. Er hveravirkni þar mjög mikil, en þó ekki meiri nú en fyrir nokkrum dögum. Að sögn Jóns hafa Almannavarnir ákveðið að leita eftir álitsgerð vísinda- manna um þróunina ásvæðinu og hvað hugsanlega gerist næst. Þá mun sennilega í lok næstu viku verða efnt til borg- arafundar I Reykjahllð og Vogum, þar sem vísindamann og forystumenn Almannavarn- ar munu mæta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.